Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ VISIR
178. TBL. — 74. og 10. ARG. — FOSTUDAGUR 3. AGUST 1984.
I
t
í
Í
i
i
i
i
Albert Guðmundsson f jármálaráðherra:
„Held líklega
fund með fólkinu”
„Eg hef ekki ákveðið hvað ég
geri ef þakiö fýkur af erlendum
skuldum þjóðarinnar og hinir ráð-
herrarnir vilja samt sitja áfram. Eg
held líklega fund með fólkinu og at-
huga hvaða stuðning ég hef,” segir
Albert Guðmundsson fjármálaráö-
herra.
Er það „hulduherinn” sem þú
talar þá viö? „Það er fólkið í borg-
inni sem hefur stutt mig til sætis
fyrsta þingmanns Reykvíkinga. Eg
hlýt að bera undir það stöðuna, ef
ekki er hlustað á þennan fulltrúa
þess.”
Ert þú þá óhress með síðustu aö-
gerðir ríkisstjómarinnar? „Ég vil
ekki ræða þær sérstaklega enn sem
komið er. Formönnum flokkanna var
falið að leggja fram tillögur sem
voru samþykktar. Það er rétt að þeir
skýri þær sjálfir að svo komnu
máli.”
Nú stefna erlendar skuldir jafnvel
yfir 62% móti þjóðartekjum ársins.
Markið var 60% eða minna. „Já, ég
séenga innlenda peninga til þess að
setja í þessar ráöstafanir fyrir
sjávarútveginn. Hins vegar veit ég
ekki hvað mér og öðrum tekst að
spara á móti. Eg reyni a.m.k. allt
semhægter.”
En hvers vegna endilega 60%,
ekki 55% eða 65%? „Við settum
okkur að gera betur en síöasta stjóm
og ef það mistekst á að stokka spilin
á ný. Sú stjóm var komin yfir 60% og
við ætlum að bremsa þar,” segir
Albert Guðmundsson.
HERB
Steindór
færfrest
Samgönguráðuneytiö hefur veitt
bílstjórum á bifreiðastöð Steindórs
frest til 11. október næstkomandi til aö
stunda leiguakstur, eða í þrjá mánuði
frá uppkvaðningu hæstaréttardóms í
máli þeirra.
Skorará
Halldór
Ásgrfmsson
Halldór Hermannsson, skipstjóri á
Isafirði, hefur sent Halldóri Ásgríms-
syni sjávarútvegsráðherra áskorun
um að koma til kappræðna á Isafirði
innan hálfs mánaðar.
Halldór Hermannsson sagði í sam-
tali við DV að sjávarútvegsráðherra
hefði aldrei komið á Vestfirði síðan
hann tók viö embætti og það væri því
kominn tími til að hann kæmi og ræddi
við Vestfirðinga sem ættu allt sitt
undir fiskveiðum.
-pá
ENGIN VETTLINGATÖK TEKIN A OL
Það voru engin vettlingatök tekin ígrísk-rómversku glímunni á OL, eins og sést hér á myndinni fyrir ofan.
Bandaríkjamadurinn Frank Famians hefur náð gódu taki á Servic Severins frá Dóminiska lýðveldinu
sem fœr heldur betur aðþefa af dýnunni. sem keppt var á. Þessir kappar unnu ekki til verðlauna þrátt fyr-
ir snjalla tilburdi.
Eins og alltaf er DV fyrst med fréttirnar frá OL. Nýjustu fréttirnar eru á bls. 29—36.
DV-símamynd: Ray Dickman.
Undirbúningur fyrir Viðeyjarháttd
stendur nú sem hœst. Unnu aðstand-
endur hennar að þvi að reisa hljóm-
sveitarpalla langt fram á morgun enda
ekki seinna vœnna, hún hefst i kvöld.
DV-mynd: S.
Skotmaðurinn úr
Daníelsslipp:
Hlaut tveggja
ára fangelsi
Maðurinn, sem gerði skotárásina í
Daníelsslipp í vetur, var í fyrradag
dæmdur í tveggja ára fangelsi. Gæslu-
varðhald kemur til frádráttar. Honum
var einnig gert að greiða bætur vegna
bíla og húss sem skemmdust í árás-
inni. Einnig þarf hann að greiða sakar-
kostnað, 30.000 krónur í saksóknarlaun
og 30.000 í málsvarnarlaun. -pá.
DVræðirvið
skotmanninn
Sautjánár
ídóprugli
I DV í dag er viðtal við Martein
Einarsson, skotmanninn í Daníels-
slipp, tekið nýlega í Hegningarhúsinu
við Skólavörðustíg.
I viðtalinu lýsir Marteinn skotárás-
inni frá sínum sjónarhóli og lífi sínu
• fram að þeim tíma sem atburður þessi
átti sér stað. Aðdragandinn, að sögn .
Marteins, er sautján ára dóprugl sem
hófst er hann drakk sinn fyrsta
áfengissopa, 15 ára gamall. .
Dagurinn, þegar skotárásin var
gerð, segir Marteinn að hafi liðið í
óminni fyrir sér. Hann man síðast eftir
sér að reykja hass og drekka um 2—3
leytið um daginn, þá staddur ásamt
einhverjum öðrum í grasinu við Sund-
höllina.
Marteinn hyggst skrifa bók um lífs-
reynslu sína, bók sem hann vill að
verði öðrum víti til vamaðar enda
segist hann hafa séð marga, sem voru
með honum í sukkinu, deyja vegna
þess. -FRI
— sjá nánar á bls. 6—7
t
t
t
t
t
t
w ■
Atta f ræg módel og sjónvarpstökumenn við myndatöku hér á landi:
Vetrartískan úr frægustu tískuhúsum
Evrópu mynduð í íslensku landslagi
þar á meðal fatnaður f rá Dior sem metinn er á 10 milljónir
Tuttugu manna lið, átta fræg
módel og sjónvarpstökumenn, kom
hingaö til lands í nótt til að mynda
vetrartískuna 1985. Það er þýska
sjónvarpið sem stendur fyrir tökunni
en myndin verður sýnd þann 19. sept-
ember. Er búist við að um tuttugu
milljónir manna muni fylgjast með
henni á meginlandi Evrópu.
Ekkert er til sparað til að gera
myndina sem glæsilegasta, enda er
hér á ferðinni fatnaöur úr frægustu
tískuhúsum Evrópu og allt módel-
fatnaður. Sem dæmi má nefna að
fatnaðurinn frá Dior, sem hingað
kemur, er metinn á tíu milljónir
króna.
Tískusýningarfólkið er allt mjög
þekkt og kemur frá Frakklandi,
Ameríku, Italíu og Svíþjóð. Mynda-
tökur hefjast strax í dag hér í
Reykjavík og má búast við að um-
ferð verði einhvers staðar stöðvuð á
meðan myndataka fer fram. Einnig
verður myndað á Skógum, í Þórs-
mörk, við Gullfoss og Geysi og á
fleiri stöðum. Þá eru einnig fyrir-
hugaðar tökur í Borgamesi og þar í
kring.
Hópurinn verður hér í rúma viku á
ferðalagi. Er þessi mynd ein sú
mesta landkynning sem Island hefur
fengið. Mikla athygli vakti mynd af
sumartískunni sem tekin var á Sri
Lanka. Flugleiðir og Ferðamálaráð
hafa verið hópnum innan handar hér
á landi.
-ELA
Tískusýningarfólkið er það kom að Hótei Loftíeiðum um klukkan háif
tvö ínótt, þreytt eftir ferðalög allan daginn. DV-mynd Kristján Ari.