Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Qupperneq 2
DV. FÖSTUDAGUR 3. i Tekst þeim að komast leiðar sinnar áðuren fallhlifin fellur? taka hugmyndina upp á sína arma og stofna CISV deild eöa samtök. — Hlíðardalsskóli er skóli aðventista á Islandi. Eru þetta trúar- samtök? „Nei, þessi samtök eru algerlega óháð og því utan við trúar- eða stjórn- málaskoðanir. Engir kynþáttafordóm- ar eru hér heldur. Hér eru því allir jafnir. Ástæðan fyrir því að þessi skóli varö fyrir valinu er eingöngu sá aö við fengum ekki annars staöar inni fyrir svonastóranhóp.” — Hversu margir dvelja hér? „Við erum 65 frá 12 þjóölöndum, þar af 44 krakkar. Frá hverju landi koma tveir strákar og jafnmargar stelpur og með þeim er einn fararstjóri 21 árs eða eldri. Síðan eru hér þrír unglingar frá Frakklandi, Bandaríkjunum og Finn- landi, 17 ára gamlir, okkur starfsfólk- inutilaðstoðar.” — Hvaðan koma börnin? ,,Þau koma frá Kanada, Costa Rica, Danmörku, Færeyjum, Frakklandi, Bretlandi, Islandi, Mexíkó, Noregi, Spáni, Bandaríkjunum og Finnlandi.” — Nú eru öll börnin ellefu ára. Hvernig stendur á því? „Það hafa verið reyndir ólíkir aldurshópar, en niöurstaöan hefur orð- iö sú að 11 ára er besti aldurinn fyrir þessa sérstöku starfsemi. 11 ára börn eru nægilega gömul til að dveljast að heiman og til að skilja tilgang samver- unnar en einnig nægilega ung til að taka hvert öðru án fordóma. Þau að- laga sig oft betur breyttum aðstæðum, loftslagi og fæði en aðrir aldurshópar og eru jafnframt nógu gömul til að halda á lofti merki menningar þjóðar sinnar.” — Hvemig eru bömin valin? „Yfirleitt er þetta auglýst í skólun- um og börnin sækja svo um. Valið fer þannig fram að fyrst er farið yfir umsóknirnar og þeir teknir úr sem ekki uppfylla skilyrðin, en oft vill það vera svo að yngri og eldri böm en 11 ára sækja um. Ýmist er dregið úr þeim umsóknum sem eftir eru eöa bömin látin koma í viðtal. Börnin þurfa aö vera likamlega og andlega vel á sig komin, skynsöm, vinsamleg og geta deilt hugmyndum sínum með öðrum.” Engir tungumála- örðugleikar - Hvernig er þetta fjármagnað? „Peninga er aflað með söfnunum, skemmtunum og ýmsum öðrum hætti eða hjá því opinbera, allt eftir félags- legri uppbyggingu viðkomandi lands. Bömin þurfa sjálf að koma sér til íandsins og frá því en þess er aö geta að þar sem þau eru ekki nema 11 ára fara þau á milli á hálfu fargjaldi. Við sækjum þau svo út á flugvöll og kom- um þeim þangaö aftur að verunni lok- inni. Dvölin hér er svo borguö af okkur. 1 því sambandi hafa mörg fyrirtæki lagt okkur lið. Við sem vinnum hér gerum það í sjálfboðavinnu.” — Nú eru sumarbúöir á borð við þessar reknar i fyrsta skipti á Islandi. Er það jafnframt í fyrsta skipti sem lslendingar taka þátt í þessu starfi? „Nei, alls ekki. Árið 1954 fór hópur af bömum til útlanda í slíkar sumarbúðir. Það gerðist aftur árin 71 og 72, en síðan árið 1978 hafa fariö milli 30 og 40 böm meö fararstjórum árlega í sumarbúðir víðs vegar um heiminn.” — Hversu lengi dvelja börnin hér? „1 um mánuð, frá 9. júh' til 5. ágúst." — Hvaðgera þau sér til dundurs? „Aðalstarfsemi búðanna eru leikir, íþróttir, sund, föndur, leiklist, söngur, tónlist og náttúruskoðun. Síöan höldum við alþjóðlegar kvöldvökur þar sem börnin koma fram í þjóðbúningum síns lands og flytja dagskrá sem er dæmi- gerð fyrir þjóðland sitt.” — Nú eru tungumálin mörg, em engir tungumálaörðugleikar? ,JVei, ekki hinir minnstu. Börn eru fljót að ná saman án þess að þurfa sameiginlegt tungumál til að tjá sig. Og raunin er sú að þaö er sama hvort börnin eru íslensk eða spönsk, svört eða hvít, þau em hvert öðru lík,” sagði Gunnar Kristinn Sigurjónsson. „Bara ef það rigndi ekki svona mikið" Þegar DV-menn komu að Hlíðar- dalsskóla skömmu eftir hádegi var svokölluð „siesta” eða hvíld hjá börn- unum. „Þetta er sko af því að Mexíkanamir og Spánverjamir borða svo mikiö í hádeginu að þeir þurfa að leggja sig eftir matinn,” sagði hann Oli frá Egilsstöðum. „Mér finnst alveg óþarfi að vera að hvíla sig svona. Eg þekki einn Spánverja sem er hérna og hann steinsefur alltaf á þessum tíma. Annars finnst mér fínt héma,” bætti hann við. Fljótlega fór aö færast líf og fjör í skólann. „Siestunni” var greinilega aö ljúka. Lítil hnáta frá Costa Rica kom hlaupandi. „Þetta er æðislegt,” sagði hún., ,Eg fékk að koma við snjó í fyrsta skipti á ævinni.” Okkur var sagt að fyrr um daginn hefðu börnin farið í gönguferð upp aö Raufarhólshelli og þar hefði verið örlítill snjóskafl. Það var í fyrsta skipti sem börnin frá Costa Rica og Mexíkó hefðu séö þetta fyrirbæri. Nú átti að fara í leiki með bömin. Það var ys og þys. Við tókum þeldökka stúlku frá Michigan í Bandarikjunum tali: „Það er voða gaman héma,” sagði hún, „bara ef það rigndi ekki svona mikið.” Eryk landi hennar tók í „Börn eru alltaf börn." Gunnar Kristinn sumarbúðarstjóri. DV-myndir GVA sama streng, en sagði að sér þætti „alveg furðulegt, hvaö það væri bjart á nóttinni”. Og við látum hann James frá New- castle slá botninn í þetta: „Þetta er ,jiice”, ”sagði hann. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég er í útlöndum. Eg er bara alveg hissa á því hvað er lítiö að sjá héma. Ekkert nema þessi fjöll þarna,” og hann benti í áttina að fjallahringn- um. -kþ Eryk fró Michigan. Verður hann fyrstur i mark ?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.