Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Blaðsíða 4
4
DV. FÖSTÚDAGUR 3. ÁGUST1984.
Guðrún Hafsteinsdóttir.
„Ég ætla í Galtalækjarskóg meö
vinkonum mínnm,” sagöi Guðrún Haf-
steinsdóttir, 14 ára. „Ætli ég fari ekki
með tvö þúsund krónur.”
Árni Bjarnason.
„Maður fer í Þjórsárdalinn,” sagöi
Árni Bjarnason, 19 ára. „Þaö virðast
allir ætla þangaö. Jú, ætli maöur þurfi
ekki slatta af peningum meö sér. Ég
veit ekki nákvæmlega hversu miklu ég
eyði um helgina, en þaö veröur ábyggi-
lega slatti.”
Hvert liggur straumurinn um verslunarmannahelgina?
ÞAU ÆTLA AÐ EYÐA ÞRJÚ
TIL SEX ÞÚSUND KRÓNUM
Hvert ætla krakkarnir um helgina
og hvað þurfa þeir aö hafa mikla
peninga meö sér? Þar sem við höfðum
heyrt að algengt væri að krakkar
ætluðu að eyða sex til sjö þúsund krón-
um um þessa helgi fórum við á stúfana
til að athuga málið. Rætt var við
nokkra krakka í Austurstræti í gær
sem ætla aö vera á útisamkomum um
helgina. Af þeim sem DV talaði við var
greinilegt að heyra að flestir ætla í
Þjórsárdal og peningaupphæðin sem
þau nefndu var þrjú til fjögur þúsund
krónur. Allmargir láta foreldra sina
sjá um matarinnkaup fyrir helgina
þannig að þetta eru peningar sem þeir
ætla að eyða. Ékki er hægt að líta fram
hjá því að allmargir unglingar kaupa
sér áfengi fyrir þessa helgi og liggur
oft drjúgur peningur í því. Hvort við-
mælendur okkar reiknuðu áfengi inn í
kostnaðinn látum viö ósagt. Algengt
verð inn á útisamkomur er i kringum
eitt þúsund krónur.
-ELA/DV-myndir Kristján Ari.
Baldur Stefánsson.
„Ég ætla til Vestmannaeyja meö
vinum minum,” sagöi Baldur Stefáns-
son, 13 ára. „Viö munum gista hjá
frændfólki mínu þannig að við þurfum
ekki aö fara meö mikla peninga. Pabbi
er búinn að kaupa farseöilinn handa
mér,” sagði hann.
Eirikur Bjarnason og Tryggvi Þorfinnsson.
„Ég ætla í Þjórsárdalinn. Það fara
allir sem ég þekki þangað,” sagði
Eiríkur Bjarnason, 17 ára. „Ég býst
við aö eyða eitthvað um fjögur þúsund
krónum.”
„Ég verð að vinna en ætla að fara
yfir eina nótt í Viðey,” sagði Tryggvi
Þorfinnsson, 17 ára. „Ætli ég láti tvö
þúsund kallinn ekki duga.”
Garðar Gisiason.
„Ég nenni ekki aö fara á útisam-
komu,” sagði Garöar S. Gíslason. „En
mér heyrist á félögunum að þeir fari til
Vestmannaeyja, í Þjórsárdalinn og
Atlavík.”
Friðrik Ásmundsson.
„I Þjórsárdalinn,” sagði Friörik
Ásmundsson, 15 ára, er hann var
spurður hvert hann ætlaði um helgina.
„Af hverju? Það ætla allir sem ég
þekki þangað. Maður nennir ekki í
Viðey,” sagði hann. „Ég ætla að reyna
að sleppa með þrjú þúsund kall.”
Fichtel & Sachs verksmiðjurn-
ar vestur-þýsku eru leiðandi
framleiðendur á gas- og olíufyllt-
um höggdeyfum í allar helstu
tegundir evrópskra og japanskra
bifreiða.
Hjá Fichtel & Sachs sitja gæðin
í fyrirrúmi, enda nota Mercedes
Benz, BMW, SAAB, Volvo og
nær 40 aðrir vandfýsnir bifreiða-
framleiðendur Sachs höggdeyfa
í bifreiðar sínar.
Eigum fyrirliggjandi höggdeyfa í
algengustu gerðir evrópskra og
japanskra fólksbíla.
ÚTVEGUM MEÐ STUTTUM
FYRIRVARA ALLA FÁANLEGA
HÖGGDEYFA í FÓLKS-, VÖRU-
OG LANGFERÐABIFREIÐAR.
ÞEKKING- REYNSLA - ÞJÓNUSTA
EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI i ^ FALKINN
FYRIR SACHS HÖGGDEYFA SACHS SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 91-84670
Ari Hansson og Jón Indriði Þórhallsson.
„Ég ætla aö fara í Þjórsárdalinn,”
sagði Ari Hansson, 15 ára. „Það ætla
flestir á mínum aldri þangað. Ég er
ekki viss hversu mikla peninga ég fer
meö. Ætli það verði ekki f jögur þúsund
sem fara í þetta.”
„Ætli maður fari ekki í Þjórsárdal-
inn,” sagði Jón Indriði Þórhallsson.
„Það fara flestir þangað. Ég fer með
svona þrjú til fjögur þúsund krónur
meö mér.” Hvað með mat? „Mamma
og pabbi kaupa hann,” sagði Jón
Indriði.
Maria Guðmundsdóttir og Hrafnhildur Bridde.
„Ég fer kannski í Gaitalækjarskóg
með mömmu og pabba,” sagði Hrafn-
hildur Bridde, 14 ára. „Ég þekki
nokkra krakka sem ætla í Þjórsárdal
og ég held að þeir fari með heiimikla
peninga,” sagði Hrafnhildur. Vinkona
hennar, María Guðmundsdóttir, 15
ára, sagöist ætla að vera heima um
helgina.