Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Side 7
DV. FÖSTUDAGUR 3. ÁGUST1984.
7
Erlendur Sveinsson varðstjóri við bátínn sem Marteinn skaut úr.
500 krónur,” segir Marteinn og sam-
kvæmt frásögn hans virðist auðvelt að
fá þessi lyf sem yfirleitt er blandað
saman í neyslu, oft meö áfengi.
Aðdragandinn
Daginn áður en skotárásin átti sér stað
var Marteinn að slæpast niðri í bæ,
ásamt tveimur öðrum, á fylliríi og ét-
andi lyf. Veðrið var gott og þeir löbb-
uðu niður á Granda. Þar fara þeir um
borð í trilluna Bjargfugl, brjótast inn í
hana og einn þeirra ætlar sér að setja
hana í gang en tekst ekki. Sá mun að
sögn Marteins hafa verið með alla bú-
slóð sína meö sér í einni ferðatösku.
Þeir staldra við dágóða stund um borð
í bátnum og dreypa á kardimommu-
dropum. Einn þeirra ætlar að leggjast
fyrir þar og sofna en Marteinn spyr
hann hvort hann sé oröinn vitlaus.
Þeir flytja sig um borð í annan bát sem
lá við hliöina á Bjargfugli og þar sér
Marteinn haglabyssu þá sem hann not-
aði svo kvöldið eftir. Einnig var þar
sjónauki um borð sem þeir hirtu.
Marteinn segir að annar félaga sinna
hafi tekið haglabyssuna og sjónaukann
frá borði auk skotanna og skotfæra-
beltis sem þar var en áður höfðu þeir
hirt annan sjónauka úr fyrri bátnum.
Þeir fara svo um kvöldið með góssið í
mannlaust hús við Vesturgötuna og
leggjast þar til svefns.
Slippurinn
„Á föstudagsmorguninn fæ ég eftir-
þanka, vil skila því sem við stálum en í
staðinn set ég það inn í skáp í húsinu.
Ég skil svo við þá tvo í húsinu eftir að
hafa reykt hass og étiö eitthvert dóp en
held svo suður í Hafnarfjörð að ná í
peninga fyrir áfengi. Það síðasta sem
ég man um daginn er að um 2—3 leytið
er ég og einhverjir aðrir liggjandi í
grasinu hjá Sundhöllinni aö drekka en
síðan fæ ég óminni þar til ég ranka við
mér í látunum viö Slippinn,” segir
Marteinn.
,,Eg vissi ekki hvað var að gerast,
allt var orðið vitlaust í skothríðinni og
ég man að Erlendur (lögregluvarð-
stjóri) kallaði á mig og sagði mér að
sleppa byssunni. Eg kallaði á móti að
ég þyrfti lækni en ég var með skurð á
hendinni, sennilega eftir að hafa
sprengt upp lás í öðrum bátnum, nótt-
inaáöur.
Víkingasveitin var þá komin á stað-
inn og ég kom auga á þá viö bátshliðina
í Slippnum. Eg sá að þeir voru
vopnaðir og skaut nokkrum skotum
upp í loftið, orðinn dauöskelkaður og
vissi ekki hvað ég átti að gera,” segir
hann. Samkvæmt skýrslu sem
Marteinn sá síðar voru víkingasveitar-
mennimir vopnaðir táragasbyssu og
sprengjum, þremur Remington hagla-
byssum og 357 Magnum skammbyssu.
„Eftir aö skotið var á mig „vakna”
ég en sleppi ekki byssunni strax.
Víkingasveitin er þá komin um borð og
er ég sé að þeir miða á mig hendi ég
byssunni út fyrir bátinn og þeir
stökkva á mig og yfirbuga mig,” segir
Marteinn.
Samkvæmt skýrslum sem hann sá
síðar mun hann hafa skotið á bíla á leið
sinni vestur Vesturgötuna en þar áður
mun hann hafa komiö við á Steindóri
og haft í hótunum við einn bílstjórann
þar um að skjóta þá alla. Þá var hann
að vísu ekki með byssuna í höndunum.
Áfengisneysla hans þennan dag hefur
verið í meira lagi því áfengismagnið í
blóði hans mældist 2,66 eftir skotárás-
ina. Ekki var tekið af honum lyfjapróf
og furðar Marteinn sig á því.
Hraunið aftur
Hvað vistina á Litla-Hrauni í annað
sinn varðar, en hún er nú hafin, segir
Marteinn að hann fari þar inn aftur
með sama hugarfari og hann hafði er
hann fór þangað í fyrsta sinn.
„Eg fer með því hugarfari að rífa
mig aftur upp úr þessu rugli og koma
fótunum aftur undir mig. Ég stefni að
því að gera sömu hluti og ég gerði um
leið og ég losnaði síðast. Ég vil geta
byrjað á iifinu upp á nýtt, ” segir hann.
„Það sem hefur stutt hvað mest við
bakið á mér öll þessi ár er að fjöl-
skylda mín hefur aldrei gefið upp von-
ina og ekki ýtt mér frá sér í óreglu
minni eins og gerst hefur um marga
sem verið hafa i þessu sukki með mér.
Þau hafa alltaf séð einhverja
punkta í mér og ég tel það vera ein-
hverja mestu gæfu mína að svo er.
Annað sem spilar inn í þá ákvörðun
mína að reyna að byrja upp á nýtt er
að sennilega mundi ég ekki þola það
lfkamlega að fara aftur í svipað dóp-
rugl og var á mér undanfarið ár. Eg
þekki marga sem dáið hafa vegna
þessaog vilforðastþauörlög. -FRI
ÓIYMPÍUIAN DSLIÐIÐ
í HANDKNATTLEIK
ÁFRAM ÍSIAND
18AÐILDARBANKAR
OG SPARISJÓÐIR
VfSA
FÆRIR í FLESTAN SjÓ
MEDVISA ÍVEGANESTI
GRHXAND
SíL-
KERANS
r
A hverjum degi bjóð-
um við úrval kjöt- og
fiskrétta af sérlega glæsi-
legum sérréttamatseðli
svo og rétti dagsins.
Renndu við, slappaðu
af og dekraðu við bragð-
laukana í Veitingastof-
unni Þyrli -griðlandi saél-
kerans.
Veitingastofan
Opið frá kl. 8:00 til 23:30
Simi 93-3824