Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Blaðsíða 10
10
DV. FÖSTUDAGUR 3. ÁGUST1984.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Þrátt fyrir að erfiölega gangi að
koma á afvopnunarviðræðum á milli
Sovétríkjanna og Bandaríkjanna og
daglega berist fréttir um slæma
sambúð þessara ríkja þá gerðust
menn örlítið glaðari í síðustu viku og
þóttust koma auga á merki slökunar.
Þá tilkynnti Ronald Reagan
Bandaríkjaforseti að stjórn sín hefði
ákveðið að aflétta banni við fiskveið-
um Sovétmanna í Barentshafi sem
liggur á milli Alaska og Síberíu.
í refsiskyni
Sovétmönnum hefur veriö meinað-
ur aögangur að fiskimiðum Banda-
ríkjanna á þessu svæði frá árinu
1980. Það var Jimmy Carter, þáver-
andi forseti Bandaríkjanna, sem
lagöi bannið á í refsiskyni vegna inn-
rásar Sovétmanna í Afganistan.
1 tilkynningu sem barst frá Hvíta
húsinu í tilefni þessarar ákvöröunar
Reagans sagði að hún væri liður í
þeirri stefnu Bandaríkjastjómar aö
bæta samskipti landanna og koma á
eðlilegum viöskiptum þeirra á milli.
Ef Kremlverjar koma til með að
þiggja þetta boö Reagans þá ber
fréttaskýrendum saman um að spor
hafi verið stigið til bættra samskipta
stórveldanna. Talið er líklegt að
Sovétmenn muni taka boðinu. Hins
vegar veröur að hafa það í huga aö
það eru fyrst og fremst viðskipta-
hagsmunir sem sitja í fyrirrúmi.
Bæöi ríkin græða milljónir dollara á
þessum fiskveiðum Sovétmanna á
ári hverju og því augljóst að þó að
veiðarnar skipti Sovétmenn miklu
máli þá hafa Bandaríkin mikilla
hagsmuna að gæta.
Sameiginlegt fyrirtæki
Það eru aðeins nokkrar botnfisk-
tegundir sem Sovétmenn veiða í
landhelgi Bandaríkjanna — aðallega
ufsi og koli. Árið 1976 stofnuðu
bandarískir útgerðarmenn og sov-
éska sjávarútvegsráðuneytið sam-
eiginlegt fyrirtæki og varð þaö fljót-
lega einn stærsti kaupandi botnfisk-
afla í heiminum. Eftir að Carter
lagöi bann við veiöum Sovétmanna
héldu sovésk verksmiðjuskip áfram
aö kaupa fisk af bandarískum út-
gerðarmönnum. I fyrra keyptu verk-
smiðjuskipin 167.000 tonn af fiski og
var verðmæti aflans um 25 milljónir
dollara samkvæmt opinberum
heimildum í Bandarík junum.
Hins vegar stofnaði veiðibannið
þessum viðskiptum í hættu. Sovét-
‘menn sögðu að þessi viðskipti væru
þeim óhagstæð þar sem bandarísku
fiskiskipin væru of lítil til aö stunda
þessar veiðar. Þau ættu erfitt með að
athafna sig á hafinu í vondum veðr-
um og ennfremur væri aflinn sem
þau kæmu með of lítill. Framtíð hins
sameiginlega fyrirtækis Sovét-
EITURLYFJA AFBROT VEKJA UGG HJÁINTERPOL
Bandaríkjamenn hafa nú boðið
Sovótmönnum að hefja fiskveiðar
í Barentshafi á nýjan leik. Búist er
við að Sovótmenn þiggi þetta
boð.
Umsjón: Gunnlaugur
Sævar Gunnlaugsson
Starfsmenn Interpol, alþjóðalög-
reglunnar í París, hafa vaxandi
áhyggjur af afbrotum sem fylgja
eiturlyfjaneyslu. Þessum brotum
hefur fjölgað gífurlega á allra síð-
ustu árum án þess að mikið hafi ver-
ið gert til að stémma stigu við þeirri
þróun. Framlög til Interpol hafa litið
verið aukin og á meðan fjölgar af-
brotunum stöðugt.
Framlögin lítil
Ray Kendall, einn af æðstu yfir-
mönnum Interpol, sagði nýlega í við-
tali við fréttamenn að brot sem
tengjast eiturlyfjaneyslu væru af
ýmsum toga. Um væri aö ræða allt
frá smáþjófnuðum til hroðalegra
glæpa sem oftast eru framin af for-
föllnum eiturlyfjasjúklingum sem í
örvæntingu sinni grípa til ýmissa
óþverraverka til að ná sér í peninga
til að kaupa sér „nauðsynlegan”
skammt af eitri.
Kendall sagði að nýleg könnun á
Spáni gæfi til kynna aö um helming-
ur smábrota tengdust með einum
eða öðrum hætti eiturlyfjum. Hann
sagði að það væri því ekki von á góðu
þegar flest aðildarríki Interpol —
sem eru 135 — eyddu ekki nema
fimm prósentum af útg jöldum til lög-
reglumála í varnir og rannsóknir á
eiturlyfjabrotum. Kendall sagði að
Interpol væri þó aig jör undantekning
frá þessu þvi að stærsti útgjaldaliður
stofnunarinnar væri rannsóknir sem
beindust gegn dreifingu eiturlyfja og
smygli á slíku góssi. Það er ekki ein-
kennilegt að Interpol skuli gefa þess-
um málum mikinn gaum því að
eiturlyfjasmygl og dreifing er al-
þjóðlegt vandamál. Efnin eru fram-
leidd í einu landi og smyglað þaðan
til annarra landa og neytendumir
eru víðs vegar um heiminn.
Lítið um framkvæmdir
Kendall segir aö ekki skorti vilja
hjá lögregluyfirvöldum víðs vegar
um heiminn til að berjast gegn eitur-
lvfjasmyglurum en hins vegar hafi
alltof lítiö verið framkvæmt í þeim
efnum. Hann bætti því við að senni-
lega væri stærsti vandinn sá að
stjórnmálamennimir virtust hafa lít-
inn áhuga á þessum vanda og taldi
hann ástæðuna fyrir því vera þá að
eiturlyfjanotkun væri ekki skýrt
dæmi um vandamál sem snerti all-
reglu í þjóðfélaginu væri stefnt í
hættu meö notkun þeirra.
Hryðjuverkamenn
Fyrr á þessu ári lýsti franskur lög-
regluforingi, Andre Bossard, yfir
áhyggjum sinum vegna aukinnar
notkunar eiturlyfja víðs vegar um
heiminn. Hann sagði að það færðist
mjög í vöxt að ýmsar pólitískar fylk-
ingar og hryðjuverkasamtök notuðu
eiturlyfjasmygl og sölu slíkra efna til
að fjármagna vopnakaup. Þessir
hópar eru þrælskipulagðir og erfitt
er að ráða niðurlögum þeirra.
Þrátt fyrir að mikillar svartsýni
gæti hjá báðum þessum mönnum þá
tóku þeir fram að ýmislegt jákvætt
hefði átt sér stað í alþjóðlegum lög-
reglumálum á undanförnum árum.
Þar töldu þeir bera hæst inngöngu
þriggja kommúnistaríkja í Interpol.
Júgóslavía varð fyrsta Austur-Evr-
ópuríkið til að sækja um aðild- að
stofnuninni og skömmu síðar bættist
Rúmenía við. Fyrir tveimur árum
var svo Ungverjalandi veitt aðild að
Interpol. Ray Kendall vonaðist eftir
því að sú stund færi að renna upp að
Sovétmenn fylgdu þessu fordæmi
bandalagsríkja sinna.
ríska fiskiskipaflotans og þróun í
fiskiðnaði.
Þannig slær Reagan tvær flugur í
einu höggi með ákvörðun sinni og
getur það jafnframt reynst honum
dýrmætt í kosningabaráttunni sem
nú er hafin. Annars vegar hefur
ákvörðunin um aö aflétta veiðibann-
inu mælst vel fyrir í herbúðum út-
gerðarmanna og sjómanna og hins
vegar hefur hann sýnt friðarviðleitni
í verki og þannig mætir hann að
nokkru kröfum þeirra sem óttast
mjög versnandi sambúð stórveld-
anna en fjöldi slíks fólks er gífurleg-
ur meðal bandarískra kjósenda.
Reagan beitti þessu bragði einnig í
kosningabaráttunni gegn Jimmy
Carter árið 1980. Þá hét hann því að
aflétta komsölubanni til Sovétríkj-
anna sem Carter hafði lagt á. Mælt-
ist þetta loforð vel fyrir meðal
bandarískra bænda sem urðu af
gífurlegum tekjum vegna bannsins.
Carter hafði einnig lagt kornsölu-
bannið á vegna innrásar Sovét-
manna í Afganistan.
Afbrot sem tengjast neyslu eiturlyfja hafa færst mjög í vöxt á undan-
förnum árum. Þessi þróun veldur starfsmönnum Interpol miklum
áhyggjum.
an almenning. Af þeim sökum telja
stjómmálamenn, sem þurfa að kaupa
sér hyDi kjósenda, heppilegra að eyða
peningum skattgreiðenda til annarra
hluta en eiturlyfjavarna. Hins vegar
benti Kendall á að þetta væri mikill
misskilningur hjá stjórnmálamönn-
um því að eiturlyfjanotkun slævði
siðgæöisvitun fólks og almennri
Bæta fiskveiðar
samskipti
stórveldanna?
manna og útgerðarmannanna
bandarísku var því í bráðri hættu.
Tvær flugur í einu höggi
Viðræður hófust því um að Banda-
ríkin afléttu banninu og var í fyrstu
rætt um að leyfa Sovétmönnum aö
veiða um 50.000 tonn á ári. Það er
hins vegar aðeins brot af því magni
sem þeir veiddu fyrir 1980 því þá er
talið að meöalársafli þeirra innan
landhelgi Bandaríkjanna hafi verið
um 400.000 tonn. Auk þess höfðu sov-
ésku verksmiðjuskipin keypt 50.000
tonn af fiski af bandarískum sjó-
mönnum og er andvirði þess afla nú
um átta milljónir dollara.
Opinber embættismaður í Banda-
ríkjunum lét hafa það eftir sér að
með því að aflétta banninu sé Rea-
gan að stuðla aö endurnýjun banda-
Friðarviðleitni í verki
Reagan er fyrsti forseti Bandaríkj-
anna í hálfa öld sem ekki hefur hitt
æðsta leiðtoga Sovétríkjanna. Hann
hefur að undanfömu lýst yfir áhyggj-
um sínum vegna slæmra samskipta
risaveldanna og það sem meira er
um vert þá hefur Reagan sýnt það í
verki að hann hefur áhuga á bættri
sambúö. Skýrasta dæmi þess er að
hann skuli hafa fallist á að ræða við
Sovétmenn um bann við smíði geim-
vopna en þaö voru Sovétmenn sem
fóra fram á slíkar viðræður. Það
kom þeim hins vegar í opna skjöldu
þegar Reagan samþykkti boðið án
skilyrða. Sovétmenn drógu skömmu
síðar boð sitt til baka. Og nú hefur
Reagan aftur sýnt í verki að hann
hefur áhuga á bættri sambúð með
því að aflétta fiskveiðibanninu.
Hins vegar verða áfram í gildi
ýmsar reglur sem settar hafa verið
af Bandaríkjamönnum í refsingar-
skyni gagnvart Rússum. Til dæmis
er sovéska flugfélaginu Aeroflot
bannað að lenda í Bandaríkjunum og.
útflutningur á tæknibúnaði til notk-
unar í hinni miklu gasleiðslu Sovét-
manna verður áfram háður ströng-
um skilyrðum. Ekki hefur fengist
upp gefið hvort þessum aögeröum
veröur hætt.