Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Side 20
20 DV. FÖSTUDAGUR 3. ÁGUST1984. Verkamenn í hreysum Þeir sem búa hér í úthverfunum og nágranna- bæjum Bombay eru verkamenn, ófaglæröir iðnaöarmenn, atvinnuleysingjar og aðrir á neðri enda borgarsamfélagsins. Flestir koma up'phaf- lega úr þorpum víðs vegar á Indlandi og eru í stórborginni og nágrenni til að vinna sig upp úr eymdinni sem er jafnvel meiri þar en hér. Olíklegt er aö margir þeirra kunni að lesa eða skrifa. Hreysi þeirra — 50 til 100 í þyrpingu — eru í fá- tækrahverfum Bombayborgar og nágrannabæja. Ástandið í þessum hverfum er vægast sagt nötur- legt. Sums staðar finnst ekki rennandi vatn. Oft er „húsið” ekkert nema þrír eða fjórir strigaveggir. Ég sá jafnvel fjölskylduhúsnæði sem var einungis einn strigastrangi dreginn niður af lágum vegg. Öll eru þessi hreysi í kássu saman. Einkalíf undir þessum kringumstæðum er minna en ekkert. Trúarbrögðin og sú þjóöfélagsskipan sem þau segja fyrir um ráða lífi þessa fólks frá vöggu til grafar. Menn eru fæddir inn í vissa stétt og í þeirri stétt munu þeir vera þangað til þeir eru dauðir. Stéttaskiptingin er mjög nákvæm og mjög arf- bundin. Þeir sem eru fæddir inn í stétt skósmiða munuverða skósmiðir alla ævi og þeir sem eru fæddir vefarar munu vefa allt sitt líf. Þama liggur reyndar einn lykillinn að því sem gerðist í Bhiwandi. Hindúisminn hefur átt fremur erfitt með að aölaga sig nútímanum einmitt vegna þessa þrönga stéttakerfis. Það er fátt sem hvetur menn til að fagna framförum og öðrum breyting- um. Þess vegna er það fólk sem aðhyllist trúar- brögð sem kenna jafnrétti og hafna þröngri arf- bundinni stéttaskiptingu fyrst til aö nýta sér vélatækni nútímans. Þannig er það í Punjab, fylki sikkanna, sem er einnig ríkasta fylki Ind- lands og það fylki þar sem landbúnaður er vél- væddastur og þannig er það í Bombay og Bhiwandi, þar sem múhameðstrúarmenn hafa yfirtekið spunaiðnaðinn með litlum spunaverk- smiðjum, flestum ólöglegum. I Bhiwandi eru um 150.000 slíkar verksmiðjur að því er talið er. Shivaji Maharashtrakóngur Líf þessa fólks sem vinnur í þessum verksmiðj- um er vinna, hangs og svefn. Afþreyingar eru fáar nema á helgum dögum. Og þaö er einmitt til slíks dags sem rekja má múgæsingarnar sem uröu að óeirðum í útbæjum Bombay. Til aö rekja atburðarás síðustu daga er nauð- synlegt að fara fyrst 300 ár aftur í tímann. Þá var • í Maharashtra kóngur að nafni Shivaji. Þessi Nokkur fórnaríömb óeirðanna. Herinn tekur málin í sinar hendur, en aiitof seint. DV-myndir ÞóG. Jafnvel á indverskan mælikvarða voru óeirðim- ar í Bombay og Bhiwandi í síðari hluta maí blóð- ugar í góðu meðaliagi. Þegar upp var staöiö tald- ist lögreglunni til aö rúmlega 200 manns hefðu far- ist í bardögunum milli hindúa og múhameðstrúar- manna. Líklegt er aö talan sé í raun nærri 500. ,,Þú getur alltaf bætt einu núlli við opinberu töl- una,’ ’ sagði indverskur blaðamaður. Askan ein eftir Bhiwandi er smáiðnaðarbær um 50 kílómetra austan við Bombay í Maharashtrafylki á vestur- strönd Indlandsskagans. Til að komast þangað tekur maður fyrst lest frá Bombay til Thana og þaðan eru rútuferðir til Bhiwandi. Ferðalagiö tek- ur um tvo tíma. Það sem fyrst vekur athygli manns er fjöldi lögreglumanna og hermanna sem halda sig í stórum hópum í miðbænum. Þeir virðast þó hafa lítiö að gera og margir þeirra liggja hálfsofandi inni í t jaldi. Ibúar Bhiwandi eru betur staddir en margir aðrir. Jafnvel í úthverfum er rennandi vatn í krana og nógu mikið af því til að böm geta leikið sér í því af fjöri sem þau ein geta sýnt eftir f jölda- morð og eyðileggingu síðustu daga. Eg leigði mér þríhjólaleigubíl og keyröi um bæinn. Ys og þys og verslanir miðbæjarins hverfa fljótt þegar komið er í úthverfin. Það gera hermennirnir reyndar einnig. I staðinn eru þar konur við þvotta, karlmenn viö vinnu eöa svefn og börn að leik. Otrúlega margir eru athafnalausir; eru bara þama og tala saman eða stara út í busk- ann. Á einum stað sefur matvörukaupmaður uppi á búðarborðinu á meðan ungir menn í næsta húsi sitja að spilum. Allt virðist vera eins og það á að vera. Þangað til maður kemur auga á auða gráa bletti hér og þar sem em eins og opin sár inn- an um hin hýbýlin. Þessir auðu blettir bera hörm- ungum undanfarinna daga þögult vitni. Þvíþama voru áður hús, eða að minnsta kosti timburkofar, og fólkið sem í þeim bjó er nú annaðhvort dautt eða orðið að flóttamönnum. Eftir er askan ein og svo einstaka rúst steinsteyptra húsveggja og ýmislegt járnamsl. Ég heimsótti nýtt hverfi múhameðstrúarmanna Jí útjaðri Bhiwandi. Hverfið heitir Sanjay Gandhi Nagar, eftir hinum látna syni Indiru Gandhi for- jsætisráðherra, og þeir sem það byggja eru flestir upphaflega ekki frá Maharashtrafylki heldur frá [ Suður- Norður- eða Austur-Indlandi. I um kíló- metra fjarlægð frá hverfinu er þorp þar sem hindúar búa. Klukkan um sex um morguninn kom hópur hindúa æöandi úr þessu þorpi og réðst á nágranna sína, múhameðstrúarmennina. Eftir blóðbað og brennur lágu 25 manns í valnum, 300 hús höföu verið eyðilögð (aðþví er íbúar hverfisins sögöu mér) og þúsundir höfðu verið gerðar heimilislausar. Einn þeirra, Babu Altaf Sheikh, missti þarna allt sitt í annað sinn. Fyrir 14 árum var heimili hans eyðilagt þegar hann átti heima annars staðar í Bhiwandi. Nú býr hann í flóttamannabúðum og hefur ekki hugmynd um hvað hann getur gert næst. Gaf vasapeningana Yfirvöld en þó aöallega íbúamir sjálfir hafa komið upp flóttamannabúðum í hverfinu þar sem 3000 manns hafast viö. Þar fá þeir þak yfir höfuöið og þrjár máltíðir á dag. Þegar ég var þarna voru nokkrir auðmenn að dreifa fatnaði og peningum. Hver fjölskyldufaðir hélt á pappírsmiöa og gegn því að framvísa honum fékk hann pening frá ríku mönnunum sem eru sennilega múhameðskir verksmiðjueigendur. Búðir til aðstoöar hinum heimilislausu hafa sprottið upp úti um allt. Þegar kemur að því að hjálpa bágstöddum skipta trúarbrögð litlu máli. Þaö veröur að teijast Indverjum til sæmdar hve fljótt þeir bregðast við þegar á bjátar. Iðnaðar- samsteypur hafa gefið sem svarar milljónum króna og einstaklingar hafa gefið tugþúsundir. Ein lítii telpa gaf hjálparsjóði fylkisstjórans 54 rúpíur (um 150 krónur), sem voru vasapeningamir Ihennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.