Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Side 23
DV. FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST1984. 23 Blómasalur Loftleiða Bezt er að hafa sem flestar kokkahúfur og fæstar krónur Lækkandi verðlag Blómasalur Hótels Loftleiöa hefur um nokkurt árabil verið aö færa sig milli veröflokka. Fyrir nokkrum árum var hann einn af dýru stöðun- um á borö við Grillið á Sögu og Holt. Nú er hann orðinn að miðjuverðstað á borð við Lækjarbrekku og Torfuna. MINNKANDI METNADUR Um leið hefur metnaður Blóma- salar minnkað, en kannski ekki alveg eins mikið og verðlækkunin gæti gefið tilefni til. Þjónusta er nokkurn veginn eins góð og hún hefur bezt verið. Sérstakur móttökustjóri tekur á móti gestum við komuna og leiðir þá til sætis. Þjónustuliö staðar- ins er skólagengið og kann sitt fag. Matreiðslan er það, sem hefur látið á sjá. Hún gefur í skyn, að Hótel Loft- leiöir hafi gefizt upp á að keppa við hótelin Sögu og Holt og aðra gæða- staöi um viðskipti innlendra mat- gæðinga og einbeiti sér að hinum fjötraða hópi hótelgesta. Enda fara útlendingarnir á sumrin langt með aðfylla staðinn dag eftir dag. Blómasalurinn bætir sér að vetrar- lagi upp hægari straum feröamanna meö ýmsum skemmtilegum og þörfum uppákomum. Þá eru haldin kynningarkvöld á einstökum löndum, sælkerakvöld og ýmsar ár- vissar hátíðir. Við slíkar aðstæður magnast í eldhúsinu metnaður um- fram hverndaginn. En af almennum markaði matgæðinga virðist staður- inn veraaðhverfa. Einn besti vínlistinn Utlit og andrúmsloft Blómasalar er svipað og veriö hefur, en þó vina- legra en áður. Rauði liturinn er nú notaöur í allt. Munnþurrkumar eru rauðar, dúkamir eru rauðir, stólarn- ir eru rauðir, gluggatjöldin eru rauð og gólfið er rautt. Lýsingin hefur verið tempruð, svo að staðurinn virðist nánast duhnagnaður á kvöldin. Og honum fer alls ekki illa að vera víður og opinn. Vínlisti Blómasalar er einn hinn bezti á landinu. Þar vantar nánast ekkert af þeim drykkjarhæfu vínum, sem á annað borð fást í Ríkinu. Meira aö segja er hægt að fá Tio Pepe fyrir matinn og Quinta do Noval með kaffinu. Þessi ágæti vín- listi stingur mjög í stúf við hina mörgu lélegu vínlista í veitingahús- um iandsins, augijóslega valinn af þekkingu og smekkvísi. Af rauðvínum má benda á Cha- teauneuf-du-Pape, Chateau de Saint Laurent, Saint Emilion, Chianti Ant- inori og svo hið ódýra Trakia. Af hvítvínum má benda á Gewiirtz- traminer og Chablis, hin ágætu mat- arvín, svo og hið ljúfara Wormser Liebfrauenstift Riesling. Dósahnífur á lofti Matargestir á kvöldin hafa • frjálsan aðgang að salat- og brauð- bar, sem ekki er sérlega umfangs- mikill eða spennandi. I prófuninni reyndist þó vera þar mikið af ljóm- andi fallegu ísbergssalati. Einnig blaðlaukur, olífur, tómatar, gúrka og tvenns konar paprika. Minna var spunnið í dósasveppina og maískom- in. Þrenns konar sósur fylgdu borð- inu, svo og þrjár tegundir brauðs. Spergilsúpa reyndist þykk og mjög heit, meðágætis spergli. Grafsilungur var ágætur, borinn fram með r jómasósu og dósaspergli. Einkennilegt var að sjá í uppsetn- ingu matarins á disk trjóna efst smjörstykki í álpappír, svona eins og menn fá úr plastbökkum í flugvélum. Veröur næst borinn fram ís í Mjólkursamsöludósum? Eggjakaka hússins hafði að geyma dósasveppi og skinkubita, en sjálf eggjakakan var sómasamleg. Kjúklingur kryddleginn með steiktum ananas var raunar ekki með ananas, heldur léttsoðnum dósagulrótum og brokkáli, svo og gúrku og tómati. Skorpan hafði sætan ávaxtakeim, sem mrnnti á appelsínusósuna, er fylgdi. Sjálfur kjúklúigurinn varfremur þurr. Glóðarsteiktur turnbauti var ekki hrásteiktur, eins og um haföi verið beðið, heldur miðlungi steiktur og í bragðdaufasta lagi. Með honum komu dósasveppir, dósaspergiil og bökuð kartafla, svo og sæmileg bearnaise sósa. Lambageú-úm var hrúigvafúin og fremur feitur og matarlítill, en ágætur á bragðið. Með honum var sama meðlætið og meö turnbautan- um. Nýi, soðni laxinn með gúrkusalati, sem var trompið á seðli dagsins, reyndist óhæfilega mikið soöinn, þótt beðið væri um, að vægt yrði farið í sakirnar. Fyrir bragðið var hann þurr. Þar á ofan var hann ekki nógu heitur. Með honum fýlgdu soðnar kartöflur, sýrðar gúrkur og dósagul- rætur. Heúnalagaður rjómais með súkkul- aðisósu var góður á bragðið. Islenzkt hlaðborð 1 hádeginu er í Blómasalnum hlað- borð á 475 krónur, einkum sniðið fyrir útlendinga. Þar er fremst sýnishom af gömlum, íslenzkum mat, svo sem hval, hákarli og hrúts- pungum. Síðan eru nokkrar tegur dir síldar og drjúgt fiskri ‘,ta. Ennfremur lambakjöt og sitthvað fleira. Þetta freistaði mrn ekki. Á laugardögum er 695 króna víkinga- veizla fyrir útlendinga með tilheyr- andi húllumhæi og útgáfu viður- kenningarskjala. Miðjuverð á forréttum fastaseðils- ins er 230 krónur, súpum 105 krónur, fiskréttum 295 krónur, kjötréttum 440 krónur og eftirréttum 135 krónur. Með kaffi á 40 krónur og hálfri vín- flösku á 104 krónur ætti þriggja rétta máltíö að kosta að meðaltali 714 krónur, hvort sem pantaö er af fasta- seðli eða stuttum seðli dagsins, en ör- litlu meira, ef valið er hlaðborðið í hádegmu. Jónas Kristjánsson. GOOD'fÝEAR VIFTUREIMAR ÓDÝRAR OC STERKAR Mikið úrval í bílaf báta og allskonar vélar Hvers vegna endast viftureimarnar frá Goodyear svona iengi? © Efsti burðarvefur reimarlnnar hefur viðnám gegn olíu og þræðirnir liggja þversum, sem dregur mjög úr llðunarþreytu og möguleikum á sprungum. ©Afar sterkur polyesterþráður með miklð teygjuviðnám tryggir vörn gegn skyndiálagi og gerir endurstrekklngu óþarfa. ©Trefjablönduð einangrun eykur stöðugleika relmarinnar, veitir styrk gegn hliðarsveigjum og ver hana fyrlr slltl af hliðum relmskífanna. @Allar vifturelmar frá Goodyear eru tenntar. Þess vegna hitna þær síður, en það kemur í veg fyrir liðunarsprungur þótt þær séu notaðar á mjög litlar reimskífur og endingin eykst stórlega. Auk þess er ekkert vandamál aö finna réttu stæröina. Þú kemur meö þá Vlö mælum hana Stæröln ákvöröuö Eöa afgreldd eftlr Ný relm afhent ónýtu númeri HEILDSALA SMÁSALA UHEKIAHF ■I Laugavegi 170 -172 Sími 21240 FÖSTUDAGSKVÖLD í JI5 HÚSIIMU11JI5 HÚSINU OPIÐ í ÖLLUM DEILDUM TIL KlIOí KVÖLD NÝTT! NÝTT! NÝTT Á 2. HÆÐ — Ennaukum við þjónustuna, 3 nýjar versianir á 2. hæð. Stjörnusnyrting. SNYRTIVÚRUVERSLUN. SNYRTISTOFA. Leikfanga- húsið Sími 22500 Munið okkar hagstæðu greiðslu- skilmála Jll A A A A A A .□cDa zs eauíjd" □ Liijp-y;i^a inaettaaiHUiii siiii. Jón Loftsson hf _________________ Hringbraut 121 Sími 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.