Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Qupperneq 24
24 Popp Popp DV. FÖSTUDAGUR 3. ÁGUST1984. Popp Popp Popp Godley og Creme. Godley og Creme gömlu lOcc meðlimirnir hafa fyrir nokkru söðlað um og snúið sér að fram- leiðslu á videomyndum. Og á nokkrum árum hefur þeim tekist að komast í fremstu röð. „Girls On Film” — Duran Duran. UMUR RÆTIST E itt af því sem umfram allt skilur á milli popptónlistar dagsins í dag og gærdagsins er notkun videosins. í dag þykir engin hljómsveit meö hljóm- sveitum nema hún eigi svo og svo margar videomyndir aö baki. Og margar hljómsveitir eiga vinsældir sínar að mestu videoinu að þakka. En til þess að svo megi verða þarf kunnáttumenn. Kunnáttumenn til að semja handrit að videomyndinni, kunnáttumenn til að festa hana á filmu og siðast en ekki síst kunnáttumenn til að koma henni á framfæri. Afrakstur- inn af þessu öliu saman er svo það sem við fáum að sjá annað hvort föstu- dagskvöld í Skonrokki hér á lslandi. r veir af þessum kunnáttumönnum, sem um er talað hér að framan, eru þeir Lol Creme og Kevin Godley. Margir kannast eflaust viö nöfn þeirra félaga, en þeir gerðu garðinn frægan hér fyrr á árum sem meðlimir hljóm- sveitarinnar lOcc á hennar uppgangs- og mestu frægðarárum. Meðal þekktra laga semþeirGodleyogCremesömdu á lOcc árunum eru lögin „Une Nuit A Paris” á plötunni „The original sound- track”, og titillagið „How Dare You” af samnefndri plötu. Eftir að þeir Godley og Creme yfir- gáfu lOcc, sneru þeir sér að alls konar tilraunum í tónlist, smíðuöu meðal annars nýtt hljóðfæri sem þeir kölluðu Nickolodeon. Ekki hefur þeim samt tekist aö ná neinum umtalsveröum vinsældum á síðari árum, að minnsta kosti ekki sem tónlistarmenn. E n nú á ailra síðustu árum hefur þeim Godley og Creme tekist að skapa sér nafn einmitt á því sviði sem hér er til umfjöllunar, gerð videotónlistar- þátta. Og er nú svo komið að þeir verða að hafna fimm til sex tilboöum um gerð videomynda í hverri viku. Þeir eru komnir i þá aðstööu að geta valiö úr nöfnum þeirra stærstu í popp- heiminum. Þeirra síðasta afrek á þessu sviði er videomyndin við lagið „Two Tribes”, með hinni nývinsælu hljómsveit Frankie Goes To Holly- wood. Lagið f jallar um deilur stórveld- anna Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna. I myndinni berjast leikarar í gervi Reagans Bandaríkjaforseta og Chernenkos, aöalritara sovéska kommúnistaflokksins, fyrir framan heimspressuna. Myndbandið var fljót- lega bannaö í Bretlandi. „Það er vissulega mikið um ofbeldi og blóð í myndinni en þannig vildum við hafa hana,” segir Kevin. „Við átt- um allt eins von á að hún yrði bönnuð, en við erum hættir að gera videomynd- ir bara til aö gleöja „Top Of The Pops”. Það er til nóg af öðrum leiöum til að koma videomynd á framfæri. ” F leiri videomyndir þeirra Godleys • og Creme hafa verið umdeildar. Meðal þeirra má nefna myndina við lagið „Girls On Film”, með Duran Duran. „Við höfðum engar áhyggjur af því,” segir Lol. „Það var skemmtilegt að vinna aö þessari mynd, fullt af sæt- um og sexý stelpum. Eg get ekki séð hvað er rangt við það.” Önnur mynd, sem vakiö hefur mikla athygli, er myndin við lagið „Wrapped Around Your Finger”, með hljómsveit- inni Police. 1 þeirri mynd var ekkert til sparað og meöal þess, sem gefur að líta í henni, eru þúsund kústsköft í jafn- mörgum jólatrjáafótum. Y firleitt tekur það um tíu daga fyrir þá Godley og Creme að gera eina videomynd. Þeir byrja á aö funda með hljómsveitinni og leikurunum til að skiptast á hugmyndum um hvemig best sé að taka á verkinu. „Við reynum að kynna okkur eins vel og við getum hvaö hljómsveitin er að hugsa og fást við,” segir Kevin. „Við reynum að kynnast meðlimum hljómsveitarinnar persónulega og leik- um plötur þeirra heima. Þannig koma fyrstu hugmyndimar fram og þróast síðan smátt og smátt.” Venjulega rissa þeir Godley og Creme upp atburðarásina í grófum dráttum, síðan er leikmyndin smiðuö og því næst er hafist handa við tökur. „Við reynum alltaf að hafa allt það vel skipulagt fyrirfram að allar tökur eiga að renna liðlega i gegn á einum degi,”segirLol. Þ eir Godley og Creme segja að erfitt sé fyrir þá að setja upp einhvem ákveðinn taxta á vinnu sína. Það fari allt eftir óskum hljómsveitarinnar í það og þaðskiptiö. „Þegar við byrjuðum var hægt að gera videomynd fyrir um fjögur þús- und pund (um 160 þúsund krónur), en núoröið kostar það mun meira,” segir Kevin. Þaö hefur verið óskadraumur þeirra félaga eins lengi og þeir muna eftir að fá aö gera alvörukvikmyndir. Þegar í grunnskóla gerði Kevin kvikmynd á átta millímetra vél, um Drakúla. Hann auglýsti eftir krypplingi og Lol mætti. Síðan hafa þeir fylgst aö i gegnum þykkt og þunnt. U pphafið á videomyndaferlinum má rekja til myndar sem þeir gerðu til að fylgja eftir lagi sínu „An English- man In New York” sem þeir settu á markaðinn skömmu eftir að þeir hættu ílOcc. „Við fórum einfaldlega til hljóm- plötuútgáfunnar okkar og spurðum hvort viö gætum fengiö peninga til að gera mynd og þeir samþykktu,” segir Kevin. Eftir þessa mynd byrjuðu tilboðin að streyma inn til þeirra félaga. Ein fyrsta videomyndin þeirra, sem vakti athygli, var mynd við lag hljómsveit- arinnar Visage, ,JFade ToGrey”. „Það er frumskilyrði aö við höfum einhverja trú á hljómsveitunum sem við erum að vinna með, annars verður niðurstaðan ekki góð,” segir Kevin. „Eg get viðurkennt það fúslega aö hér áður fyrr kom það fyrir að við gerðum videomyndir bara peninganna vegna, en það voru ekki góðar myndir. Við höfum engan áhuga á aö gera slikt aftur.” IM æsta skref hjá þeim félögum er undirbúningur að þeirra fyrstu alvöru- kvikmynd, sem hefur fengið nafnið „Hooverville”. „Myndin gerist í upphafi kreppuár- anna um það bil er hrunið mikla varð í Wall Street 1929,” segir Lol. „Fólk var svo fátækt að það bjó í kofaskriflum og jafnvel á öskuhaugunum. Okkur var sent alveg frábært handrit, einmitt það sem við höfum verið að leita eftir um áraraðir.” „Það sem er mest heillandi við kvik- myndageröina er að þar getur þú látið dagdrauma þína rætast,” segir Kevin. „Eg get ekki ímyndað mér betra að ver ja tíma mínum í. ” -SþS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.