Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Side 41
DV. FÖSTUDAGUR 3. AGÚST1984. 57 Reykjadalsá íBorgarfirði: White Winghefur gefið stærsta laxinn —14 punda lax veiddur í Klettsf Ijóti Reykholtsdalur er nyrstur þeirra dala er ganga út frá Borgar- fjarðarhéraði til suðausturs. Dalur- inn er allbreiður, grunnur og grös- ugur en sviplítill, þó útsýni sé víða gott þar um slóðir. Dalbotninn liggur lágt og að ofan rennur dalurinn saman við Hálsasveit. Um hann fellur Reykjadalsá, veiðiá sem Stangaveiðifélag Keflavíkur hefur á leigu. Reykjadalsáin er víöa æði lygn og rennur skemmtilega í fögrum bugöum eftir dalnum. Stundum getur maður verið í vafa hvort áin renni nokkuð svo lygn er hún. Þegar viö renndum fyrir fisk nýlega var eitthvað af fiski í henni. Klettsfljótið, þar töldum við 12 taxa, Hamarsgeiri var með nokkra laxa og ólmir eltu þeir fluguna, en tóku ekki. En laxinn var ekki vaðandi um alla á, enda þykir ágúst besti mánuöurinn í ánni og veiðist þá mest. Töluverða forystu hefur maökurinn, því aðeins hafa veiðst tveir laxar á flugu, en Reykjadalsáin er miklu frekar flugu- á en maðká. Það sem af er sumri hefur áin gefið 16 laxa og er hann 14 punda sá stærsti, veiddur á White Wing, Vilberg Jakobsson veiddi hann í Klettsfljóti. Töluvert hefur veiðst af sjóbirtingi og er sá stærsti 4 pund. Það er merkilegt að í Reykjadalsá skuli ekki veiðast bleikja því áin er tilvalin til þess. Lygnir og góðir hyljir, þar sem bleikja getur unað sér og bætt það upp ef laxinn vill ekki það sem maður býður honum. Síðustu 10 árin hefur veiöin í ánni verið æði misjöfn og best gaf hún 1975,275 laxa en minnst 1980,56 laxa. Já, það er tröppugangur í veiðinni sem öðru. Og þó menn fái laxinn ekki til að taka Rauða Fransis eða ein- VEIÐIVON GunnarBender - Hvort þessi hundur hefur étt aO sjá um veiðivörsluna viö Reykjadaisé er lekki vitað með vissu, a.m.k. fylgdist hann vei með öllu sem fór fram við Klettsfljót og þar íkring. DV-mynd G. Bender. hverja aðra flugu verða þeir bara að sætta sig við það. Kannski laxinn gefi sig næst? Viö skulum bara vona það. Eftir tveggja daga veiði í ánni lá 4,5 punda lax eftir, veiddur í Bæjarflóti á maðk. Eg spyr nú bara eins og 'presturinn. „Ætluðu mennirnir ekki að veiða bara á flugu?” G.Bender. Einn af fáum fossum i Reykjadaisá, Klettsfoss, og veiðimaOur reynir að finna fisk i honum, en hann er ekki til. DV-mynd G. Bender. Það var víða reynt að finna lax en þeir voru ekki á mörgum stöðum i ánni. En það er um aO gera að leita. DV-mynd G. Bender. VALIÐ EFNI FYRIR ALLA FJOLSKYLDUNA 277 SÍÐUR Á MÁNUÐI ÁSKRIFTARSÍMINN ER 91-27022 »IKAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.