Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Síða 42
58 DV. FÖSTUDAGUR 3. ÁGUST1984. Andlát ■ BELLA Skarphéðinn Magnússon stýrimaöur, Hraunbæ 92, veröur jarösunginn í dag frá Fossvogskapellu. Hann var fæddur í Hnífsdal 16. febrúar 1921 en ólst upp á tsafirði. Foreldrar hans voru Karitas Skarphéöinsdóttir og Magnús Guö- mundsson. Hann kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Aöalheiöi Siguröar- dóttur, 1953. Þau eignuðust saman tvo syni og hún átti tvö börn fyrir. Arngrímur Magnússon, Fellsenda Dalasýslu, lést 22. júlí. Utförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Ingibjörg Bjarnadóttir, Hlíöarbyggð 37, Garöabæ, lést þann 1. ágúst í St. Jósefsspítala Hafnarfiröi. Glísabet Stefánsdóttir Kemp andaðist í Vífilsstaöaspítala 1. ágúst. Flosi Halldórsson, sem andaöist í Borgarspítalanum þann 28. júii, veröur jarðsettur frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 4. ágúst kl. 14. Ragnhildur Ólafsdóttir veröur jarösett frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 4. ágúst kl. 14. Einar Sveinn Pálsson, Heiöargerði 24, Akranesi veröur jarösunginn frá Akra- neskirkju í dag, föstudaginn 3. ágúst, kl. 14.00. Sæmundur Þórðarson trésmíðameist- ari, Barónsstíg 16, sem lést 18. júlí, veröur jarðsunginn frá Hallgríms- kirkju í dag, föstudaginn 3. ágúst, kl. 15.00. Hjálmar Magnússon, Nýjalandi í Garöi varö bráökvaddur 31. júlí. Sólveig Sigmundsdóttir lést 1. ágúst. Sigurður L. Eiriksson, Flókagötu 1 Hafnarfirði, lést 28. júlí. Jarðarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Þorvarður Arinbjarnarson tollvöröur, Hlíöarvegi 32 Njarðvík.lést í Borgar- spítalanum 1. ágúst. Sigríður Sesselja Hafliöadóttir, Þóru- stíg 20 Njarövík, andaðist 1. ágúst í Landakotsspítala. Jónatan Valgarðsson, Framnesvegi 17, lést af slysförum 31. júlí. Geturðu fundið tikallinn, sem ég lagði í bankann í gær? Ég skrifaði mjög þýðingarmikið símanúmer á hann. 70 ára er í dag Haraldur ögmundsson, fyrrum starfsmaöur við Fellaskóla í Breiðholtshverfi, Laugavegi 128. Hann ætlar aö taka á móti gestum á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Klepps- vegi 76 eftir kl. 19 í kvöld. Tilkynningar Sumarferð kirkjufélags Digranesprestakalls Ferðin verður farin sunnudaginn 12. ágúst kl. 9 árdegis frá Safnaðarheimilinu við Bjarn- hólastíg. Ekið verður um Þingvelh upp á Kaldadalsveg, þaðan svokallaðan „Línuveg" Leggjum ekki af staö í ferðalag í lélegum bíl eöa illa útbúnum. Nýsmuröur b(ll meöhreinniolíuog yfirfarinn t.d. á smurstöö er lík- legur til þess aö komast heill á leiöarenda. Dýrin kunna ekki umferðarreglur. Þess vegna þarf að sýnaaðgæslu í nánd þeirra. Hins vegar eiga allir hestamenn að kunna umferðar- reglur og ríöa hægra megin og sýna bilstjórum sams konar viðmót og þeir ætlast til af þeim. UUMFEROAR RÁÐ Framúrakstur á vegum úti krefst kunnáttu og skynsemi. Sá sem ætlar framúr þarf aö gefa ótvírætt merki um vilja sinn, og hinn sem á undan ekur þarf að hægja ferð. Stefnuljósin er sjálfsagt aö nota. Minnumst þess aö mikil inngjöf leiöir til þess aö steinar takast á loft, og ef hratt er fariö ökum viö á þá í loftinu. u UMFERÐAR RÁÐ í gærkvöldi__________ í gærkvöldi Dagskráin í lagi tJtvarpsdagskráin í gær. Hreint ekki aðfinnsluverö en barasta ágæt. Tveir framúrskarandi upplesarar, þeir Gísli Rúnar Jónsson og Hjalti Rögnvaldsson, skemmtu útvarps- hlustendum. Hjalti meö lestri á sög- unni Niður rennistigann, sem ég hef heyrt að sé hin skemmtilegasta framhaldssaga, en því miður hef ég ekki átt þess kost aö hlusta á hana fyrr en í gærkvöldi og þaö þurfti auð- vitað aö vera síðasti lesturinn. Hjalti brást ekki frekar en venjulega. Gísli Rúnar fór einnig á kostum meö nokk- uö spaugilegum lestri á smásögu eftir Olaf Ormsson, og tókst honum aö gera persónur sögunnar eftir- minnilegar, t.d. Dúdda í Dúddabúð sem Gísli túlkaði á meinfyndinn hátt. Það er gott til þess aö vita aö flygill útvarpsins er kominn í gott lag, en síðast þegar ég vissi til var flygillinn vanstilitur mjög og ein- hverjar vöflur á aö koma honum í viöunandi ástand. Mér finnst alltaf dálítiö spennandi þegar einleikur í útvarpssal stendur fyrir dyrum. Eg veit ekki alveg af hverju, kannski af því aö ungir tónlistarmenn koma oft fram í fyrsta skipti og maður veit ekki alveg á hverju maður á von. Veit þaö ekki. En ég hlustaði á þær Laufeyju Siguröardóttur og Selmu Guömundsdóttur meöan á yfirborðs- legum tiltektum stóð og fannst þeim bara takast vel til miöað viö þá tak- mörkuðu innsýn sem ég hef á gæöum tónlistarflutnings. Því miður hlustaöi ég ekki nema upp og ofan á fimmtudagsumræðuna um skattamálin af sérstökum ástæðum. En þaö sem ég heyrði fannst mér þaö áhugavert aö ég tók þáttinn upp á band. Eg vona aö út- varpinu sé sama um þaö. Þættir af þessu tagi eru algjörlega ómissandi í útvarpsdagskránni. Fagleg umræöa undir ágætri stjórn er nauðsynleg ef viö eigum að fá einhvern botn í þaö sem er að gerast í kringum okkur. Nú þegar ég skrifa þetta er frétta- ritarinn á ólympíuleikunum í LA í ham aö lýsa handknattleik Islands og Rúmeníu. Mér heyrist æsingurinn í þessum leik ekki minni en í leiknum viö Júgóslava svo þaö er best aö rumpa þessu af. Annars tjáöi þessi sami fréttaritari sig um áhuga- mennsku eöa öllu heldur atvinnu- mennsku þeirra íþróttamanna sem taka þátt í ólympíuleikunum í gær- kvöldi. Viö viröumst taka þetta skil- yröi um áhugamennsku fullhátíölega og kannski hefur Henson fyrirtækið hérna heima misst af gullnu tækifæri meö því aö útbúa ekki stórt auglýs- ingaskilti í Los Angeles sem á stæöi: Einar Vilhjálmsson keppir í Henson. Þá gætum viö e.t.v. farið aö flytja út íþróttaföt í staðinn fyrir fisk. Þórunn J. Hafstein um Hlöðuvelli, Lambahraun og komið í Haukadal. Þaðan liggur svo leiðin til Skál- holts þar sem drukkið veröur miðdagskaffi og síöan gengið til kirkju. Á heimleið verður ekið um Hellisheiði. Þátttakendur hafi með sér nesti til hádegisverðar en sameiginleg kaffi- drykkja er innifalin í verði. Allt safnaðarfólk velkomið. Þátttökutilkynningar og nánari upplýsingar 1 síma 40999, Hrefna og 40436, Anna. Þátttaka tilkynnist eigi síðar en þriðju- dagskvöld 7. ágúst. Ættarmót í Vestur-Landeyjum. Laugardaginn 11. ágúst verður haldið ættar- mót Orms Sverrissonar og Guöninar Olafs- dóttur við Njálsbúð í Vestur-Landeyjum. Hægt er að koma og tjalda strax á föstudag. Síðan verður helgistund kl. 2 á laugardag sem sr. Sváfnir Sveinbjarnarson sér um. Venjan er að fólk mæti með sitt nesti og er sameigin- legt kaffisamsæti, þar sem allir leggja með sér á borð, síðdegis. Síðan verður gleðskapur, ef aö vanda lætur, frameftir nóttu. Þeir hörðustu fara svo ekki heim fyrr en á sunnu- dag. Til umræöu hefur veriö að víkka sjóndeildarhringinn innan ættarinnar og færa mörkin aftur fyrir Vilborgu Stígsdóttur og Sverri Bjarnason frá Grímsstööum. Af því tilefni er m.a. væntanlegur hópur afkomenda Ingibjargar Sverrisdóttur úr Hornafirði. Mætum nú öll hress og kát og aukum kynnin I Nefndin. Kvöldvaka í Þingvallakirkju Kvöldvaka verður í Þingvallakirkju laugar- dag kl. 20.30. Séra Ingólfur Guðmundsson flyt- ur Þingvallaspjall sem hann nefnir „Kristni tvö þúsund”. Ungt fólk með hlutverk annast blandaða dagskrá. Samkomunni lýkur með náttsöng. Heyrn og tal rannsakað í Búðardal og á Snæfellsnesi Friðrik Páll Jónsson, háls-, nef- og eyrnalæknir, ásamt öðrum sérfræöingum Heymar- og talmeinastöðvar Islands verða á ferð í Búðardal og á Snæfellsnesi dagana 13.— 17.ágústnk. Rannsökuð verður heym og tal og útveguð heymartæki. Farið verðurá eftirtalda staði: Búðardal 13. ágúst, Stykkishólm 14. ágúst, Grundarfjörð lö.ágúst, Olafsvík 16. ágúst, Hellissand 17.ágúst. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þessa þjónustu eru beðnir að hafa samband við næstu heilsugæslustöð sem fyrst. Svanhildur með ungana sína fimm Hún gengur undir nafninu Svanhildur, verpir á hverju ári vid flugbrautina á ísa- firði og það gengur vel að koma ungunum á legg við hlið vélfuglanna. DV-mynd Valur Jónatansson, ísafirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.