Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Side 44
DV. FÖSTUDAGUR 3. AGUST1984. IKi MIKE OLDFIELD-DISCOVERY ENGAR FRETTIR ERU GÓÐAR FRÉTTIR Mikiö vatn hefur runniö til sjávar síöan 1973 er Virgin plötuútgáfan var stofnuö gagngert til að koma hugar- smíö Mike Oldfield á plast. Smíöi þessa kallaði hann Tubular Bells og hafði verið í tæpan áratug aö semja. Eitt verk var á hvorri hlið og ekkert meir, þannig að engan skyldi undra aö hljómplötuútgáfur hafi verið hræddar við aö þrykkja henni á plast. En þaö var engu aö síður gert og sjá. Platan hlaut fádæma viðtökur. Var í efstu sæt- um Bretlands í rúmt ár. Þetta var á þeim tíma þegar þaö eina sem gilti var aö vera nógu þungur í tónlistinni og helst vera undir áhrifum frá klassísk- um höfundum. Dæmi eru Yes og ELP. Og fólkið tók tónlist listamannsins Mike Oldfield meö útréttum eyrum. Þessi maöur var snillingur, á því lék enginn vafi. Hann spilaöi á öll hljóö- færi nema trommur. Oldfield hélt áfram á sömu braut og þaö í bókstaflegri merkingu. Hann hjakkaði í sama farinu, spólaði. En mikiö var þetta annars fallegt splólerí hjá honum. Svo fallegt aö fólk fyrirgaf honum þaö, hann var snilhngur. En svo fannst fólki komið nóg. Enginn var þungur lengur og allir fóru í diskóiö. Líka Mike Oldfield. Hann gaf út plöt- una Platinum. Á henni var diskólag og gamlir Oldfield hausar ældu. Hinir gripu lagið á lofti og héldu því þar. Svo kom Five Miles Out, gömlu hausamir þurrkuðu sér um munnvikin og sögöu aö nú væri hann kannski aö ná sér. Mike Oldfield var farinn aö fara bil beggja, löng verk, örlítiö léttari og styttri en áöur og svo líka létt lög sem hann samdi eftir vinsældaformúlu sinni. Síöasta plata kappans ber þess merki að hann kann þessa formúlu, Moonligt Shadow og Crime of Passion eru vitnisburöir þess. Þessi nýjasta plata Oldfield, sem ber nafnið Discovery, er engin uppgötvun. Hún er svipuð þeirri síðustu nema að afgerandi smell vantar. To France var eitthvað aö rembast á listum en tókst ekki svo vel upp. Lögin á þessari plötu eru öll nokkuð jöfn, öll góö og þaö langa, The Lake, er snotur smíö. Af styttri lögunum háfa Saved By A Bell og Poison Arrows vinninginn, þaö f yrr- nefnda öllu sterkara. Þaö verður enginn svikinn af kaup- um á þessari plötu, en þeir sem halda aö Oldfield sé nú aö róa á önnur miö en áður eru sjálfir aö róa á önnur og vitlaus miö. Hann hjakkar í sama far- inu en ég vil taka mér þaö leyfi og segja aö þaö sé bara alls ekki vont far sem hann hjakkar í. Þetta er ljúf plata og áheyrileg. Og eins og þeir segja: Engar fréttir eru góöar fréttir. SigA Nýjar plötur í BÍTIÐ — HINIR OG ÞESSIR Lítið aðdráttarafl Þaö er meö safnplötur eins og græn- meti: þær verða að vera sæmilega ferskar til þess aö neytendur hafi unun af þeim. Lög á safnplötum veröa aö vera nýleg og óskemmd aö kalla svo safnplata lukkist og á þessu grund- vallaratriði feUur þessi skífa, I bítiö, fráSkífunni. Flest laganna á þessari plötu eru því marki brennd að þau eru úr sér gengin, búin að hljóma of oft og of lengi í út- varpi og orðin hundleiöinleg svo talað sé umbúöalaust. Dægurlög eru þeirrar náttúru að meöan þau eru nýleg hafa þau mikið aðdráttarafl, það þverr smám saman viö mikla spilun uns lög- in veröa blátt áfram leiöinleg: seinna má svo dusta rykiö af þeim og þá fá þau gildi á ný, ekki síst minningagildi. En á tímabUinu frá því að vera 3ja mánaða til eins árs eru dægurlögin ósöluhæf vara eins og grænmeti sem fariö er aö slá í. Og lögin hér, flest hver, eru einmitt á þessu óþolandi ævi- skeiði, til dæmis Automatic Pointer Systra, Wouldn’t It Be Good meö Nik Kershaw, Run Runaway meö Siade, Strákamir á borginni meö Bubba Morthens, Break Dance Party með Break Machine, Diggy Loo Diggy Ley meö Herrey’s bræörum og Adult Education með Daryl Hall og John Oates. Hefðu þessi lög komiö á safn- plötu í byrjun júní heföi I bítiö veriö kjörgripur, nú tveimur mánuöum síöar er hún fullkomin tímaskekkja. Bestu lögin eru auövitaö nýju lögin sem lítt eöa ekkert eru farin að hljóma. Aukinheldur eru þessi nýju lög dæma- laust góð: I Wanna Be Loved meö Elvis CosteUo, Half A Boy & Half A Man meö Nick Lowe og vel má una viö söng kerlingar: I Love Men með Earthu Kitt. Þá erú aðeins ónefnd þrjú lög, óþekkt aö kaUa, tvö suöurevrópsk og eins ómerkUeg og mörg bessara Spánar- og ItaUulaga eru, og eitthvert lag með hljómsveit að nafni The Mood sem ég þekki hvorki haus né sporö á; lagið þolanlegt. -Gsal JOECOCKER — | CIVILIZED MAN | GAMALL OGLÚINN Þaö lá viö að Joe Cocker væri öilum gleymdur og grafinn, þegar hann skaust upp á vinsældaUsta víða um heim á síöastliönu ári meö lag úr kvik- myndinni Officer And a Gentleman. Þessari endurkomu hefur svo verii fylgt meö plötunni CiviUzed Man. Þegar rifjáður er upp ferill J Cocker er fátt merkilegt viö tónlistar- sköpun hans. Hann er mér minnisstæð- astur fyrir söng og sviðsframkomu sína í kvikmyndinni frá Woodstock- tónlistarhátiöinni þar sem hann með- al annars flutti lag bítlanna With A Little Help From My Friend meö mikl- um tUburðum. Eftir þaö náöi hann há- tindi ferils síns. Gamanið var aftur á móti frekar stutt. Kappinn lagðist í drykkju mikla og vinsældirnar hraö- minnkuöu. Samkvæmt nýjustu fréttum hefur hann náð sér upp úr því sukki og svínar- ii sem hann var kominn í og er farinn aðferðast um aftur og halda konserta. Þaö hefði mátt halda að eftir margra ára drykkju heföi hin hása rödd Joe Cockers eitthvað farið að gefa sig en svo er ekki. Röddin er sú sama en krafturinn oröinn lítill. CiviUzed Man inniheldur tíu lög sem flest eru frekar ij daufara lagi. Þó örlar aðeins á Ufi fyrri hluta plötunnar sem tekinn er up| í Los Angeles undir stjóm Gary Kat: Best finnst mér gamall slagari sem ég held Sam Cooke hafi sungiö fyrir mörgum árum, There Goes My Baby. Syngur Cocker þetta lag nokkuð vel. önnur lög finna enga leið upp úr meðalmennskunni, þrátt fyrir ágætar útsetningar. Seinni hUð plötunnar er tekin upp í NashvUle og reynir Joe Cocker þar viö lög eftir Waylon Jennings og fieiri kúrekalagahöfunda. Útsetningar eru poppaðar og ekki eins vel heppnaðar og á fyrri hUð plötunnar. Hefði kappinn átt að halda sig viö Los Angeles. Endurkoma Joe Cocker verður stutt ef hann hefur ekki upp á aö bjóða betra en þaö sem kemur fram á CiviUzed Man. Þrátt fyrir aö inn á miUi örli fyrir Ufsmarki þá virkar Joe Cocker sem' gamaU og lúinn söngvari sem hefur mátt muna tímana tvenna. HK. POPP SMÆLKI Sælnú! Viö kíkjum i rokk- pressuna í snatri og glefsum í nokkra gióðvolga mola.. . Þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki í Lundúnaborg uppá síðkastiö að Roliing Stones væru að leggja upp laupana. Nokkrar ástæður voru tilgreindar: 1) Keith Richard, Biil Wyman og Ron Wood eru reiöir vegna sóió- plötu Jaggers sem væntanleg er í október: 2) Jagger og Richard hafa ekki taiast við svo vikum skiptir; 3) enginn af Roilingunum lct sjá sig þegar Jagger skírðí litiu hnátuna um daginn. Tals- maður hljómsveitarinnar hefur svarað þessu með einu orði: Kjaftæði. . . Það lá við þeim lenti saman um daginn: Gary Kemp í Spandau Ballet og Paul Rutherford í Frankie Goes to Hoilywood. Þeir mimu hafa látið ýmis óviður- kvæmileg orö faila hvor í annars garð og í þann mund er hnefarnir áttu að fá orðið slillti John Tylor í Duran Duran til friðar. Og þá hróp- aði Gary: Það verður Frankie Goes to Hospital ef þið passið ykkur ekki!.. . Af Frankie er það meðal annars að frétta að Relax er orðin áttunda mest selda smáskífa RUSS BALLARD - RUSS BALLARD A A THYGLISKILIÐ Russ Ballard er einn af þeim sem ávallt hefur vantaö herslumuninn til þess slá í gegn. En hann hefur ekki heldur verið metinn aö veröleikum aö mínu áliti. Til dæmis var hann hér á árum áður meðlimur í hljómsveitinni Argent, nokkuö þekktri hljómsveit, sem nefnd var í höfuðið á hljómborös- leikaranum Rod Argent, sem geröi garðinn frægan meö The Zombies á upphafsárum bítlaæðisins. Hljóm- sveitin Argent var eins og áöur sagöi nokkuð þekkt hljómsveit á sínum tíma en þrátt fyrir aö Russ Ballard semdi megniö af bestu lögum hljómsveitar- innar var þaö Rod Argent sem stóð í sviðsljósinum og hirti hrósiö. Eftir Argent tímabilið missti ég stjómar á Ballard og heyröi ekki í hon- um aftur fyrr en fyrir nokkrum árum er ég rakst á sólóplötu meö honum. Sú plata vakti ekki athygli mína og heyrði ég ekki í Russ Ballard á ný fyrr en mér barst þessi plata sem hér er til umfjöll- unaríhendur. Og á þessari plötu, sem ber einfald- lega nafn höfundarins, sýnir Ballard og sannar aö hann er enn í fullu fjöri og á uppleið. Hann hefur enn hæfileikann til aö semja góö lög og meö réttum stuðningi ættu jafnvel fleiri en eitt laj af plötunni að geta orðið aö þe smelli sem Ballard greinilega vant. til aö vekja á sér athygli. Tónlist Ballards er rokk örlítið þyngri kantinum, án þess þó aö hægt si að kalla hana þungarokk. Til að gefí lesendum einhverja hugmynd um tónJ list Ballards, má nefna að yfirbragð hennar er ekki ósvipað þeirri tónlist sem hin endurfædda hljómsveit Yes var að fást viö á siðustu plötu sinni. Ballard á tvímælalaust heima í flokki þeirra bestu í oldboys-deildinni. -SþS— í Bretlandi frá upphafi vega. Hermt er að hljómsveitar- medlimir hafi samt litið sem ekkert komið við sögu við Fupptökur á löguuum tveim- ur: Relax og Two Tribes. } Trevor Horn og vinir hans hafi séð um hljóöfæraleik og Iannað smotterí... Mark Knopfier úr Dire Straits sendir frá sér sólóplötu þriggja iaga á næstunni: Comfort And Joy. Lögin eru úr kvikmynd Biil Forsyth með sama nafui. . . Kinks hefur tekið upp samstarf við umboösmanninn Larry Page sem uppgötvaði hljómsveit- ina á sínum tima fyrir tutt- ugu árum eöa svo. . . Tvær pliitur með iagínu A Hard Day’s Night komu út í síðustu viku. Fruinútgáfa Bítlanna var endurútgefin í tiiefni þess að tuttugu ár eru liðiii frá fyrstu útgáfu. A hinni plöt- unni syngur Peter heitiun Seilers lagið í sinni rappút- setningu.. . Annar Wham strákanna hefur gengið um með miklar sáraumbúðir á fésinu og veriö fáorður um ástæðurí Ymsir töidu að hann hefði látiö lýtalækni breyta á sér nefinu að hætti Michael Jacksons en sjálfur segir hauu að vinur sinn hafi misst ísfötu og hún lent á nebb- anum. . . Góða helgi! -Gsai.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.