Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1984, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1984, Qupperneq 9
DV. LAUGARDAGUR1. SEPTEMBER1984. 9 1 Reykjavík er þensla, uppgangur á svokölluðum krepputímum. Oti á landi er viða önnur saga. Þenslan kemur væntanlega á óvart miðað viö það, sem menn spáðu fyrir árið. Okk- ur er hollast að athuga, hvaö hún þýðir og á hver ju hún byggist. Tekjur ríkissjóðs af innflutnings- gjöldum jukust um 50 prósent fyrstu sjö mánuði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Aukinn innflutningur sýnir, að kaupgeta hefur haldizt mikil. Af fyrirsögnum í úttekt DV á þenslunni mátti á miðvikudaginn lesa: „Hrikaleg ásókn,” segja ferða- skrifstofumenn. „Innflutningur á bílum eykst.” „Nóg að gera í tízku- verzlunum.” Mikil gróska í mynd- böndum.” „Veitingahúsin blómstra.” „Byggt af kappi í Reykjavík.” 1 dagblöðunum er auglýst eftir tug- um manna, sem vantar til starfa. Margir græddu í fyrra Vísir menn töldu fyrir ári, að hætt væri við atvinnuleysi á árinu 1984. Vegna mikils innflutnings reynast nú tekjur ríkisins miklu meiri en spáð var. Hagur ríkissjóðs hefur farið batnandi að undanfömu fyrir vikið. Víst ætti að vera gott, ef kjara- skerðingin hefur ekki minnkað kaup- getu eins mikiö og til stóð. En hætt er við, að gæðunum sé misskipt. Margir hafa lítið fengið af launaskriði, kaup- hækkunum umfram kjarasamninga. Munur ríkra og fátækra hefur enn vaxiö. Einnig hefur aukizt munurinn á stöðu fólks á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Atvinnufyrirtæki hafa tekið til sín mikið af fjármagninu. Ein orsök þessarar þenslu eru aukin útlán bankanna. Bankar hafa tekið eriend lán til aö standa undir sh'ku. A síð- asta ári komst verðbólguhraðinn allt upp í 180 prósent. Þegar upp er stað- ið, sjáum við, að ýmis verzlunar- og þjónustufyrirtæki gripu gæsina, meðan hún gafst. Þeim tókst að tryggja stöðu sína með verðhækkun- um, meðan kaupiö hækkaöi næstum ekki. Það er ekki að ástæöulausu, að Albert hefur talað um, að verzlunin ætti að taka meiri þátt í að bera byrð- arnar af efnahagsaögerðunum. Ekki Hvernig liður sjjú h lingnuni ? að ástæðulausu rísa verzlanahallir umþessar mundir. Auk þess sækja atvinnufýrirtækin mikið fé í bankakerfið til að standa undir útþenslu sinni. En ekki fer allt í útfærslu. Augljóst er, að yfirborgan- ir hafa mikið vaxið. Þau fyrirtæki, sem bezt standa, hafa talið óhjá- kvæmilegt að umbuna sumum starfsmönnum sínum með kaup- hækkunum utan við samninga. Slíkt „launaskrið” hefur vafalaust verið mikið. Af þessu öllu má sjá nokkrar skýr- inganna á þenslunni. 5% minnkun neyzlu Olafur Bjömsson prófessor sagði ennfremur í DV: „Eg hef haldið því fram, að kjara- skerðingin hafi verið ofmetin og að það sé fyrst og fremst ekki tekið tillit til þeirrar kaupmáttaraukningar, sem hjöðnun verðbólgu hefur í för með sér að öðru óbreyttu. Ef það er rétt, sem haldið hefur verið fram, að kaupmátturinn hafi skerzt um 25% eða meira þá er erfitt að samræma þaö upplýsingum frá Þjóöhagsstofn- un að neyzla hafi minnkað um 5%. Þetta stríöir hvað á móti öðru. Nú, það getur veriö aö aukin bankaútlán séu skýring á þessu en aöallega tel ég, að kjaraskerðingin sé of- metin....” Vist hefur efnahagurinn styrkzt við minnkun verðbólgu. Áframhald- andi óðaverðbólga hefði brátt kippt stoðum undan rekstrinum. Nú hefur stöðugleikinn gert fyrirtækjunum kleift að eflast. Lækkun vaxta á tímabilinu hefur verið atvinnulífinu blóðgjöf, þó mjög takmarkað vegna mikillar hækkunar raunvaxta, sem hefur verið óeðlileg og óhjákvæmi- LAUGARDAGS- PISTILLINN HAUKUR HELGASON AÐSTOÐARRITSTJÓRI leg. Varast verður að ofmeta þá kjarabót, sem launþegar hafa af verðbólguhjöðnun sem slfkri. Fé sótt til útlanda I viðtölum DV við ýmsa þekkta menn má sjá ummæli um þensluna einsogþessi: „Tekjumisréttið hefur aukizt”. „Misgengi milli atvinnugreina”. Athyglisverðustu ummælin eru vafaiaust orð Magnúsar Gunnars- sonar, framkvæmdastjóra Vinnu- veitendasambands Islands. Hann benti á, að hallinn á viðskiptum okk- ar við útlönd væri þegar orðinn 2,5—3 milljarðar króna.” „Við erum að eyða langt umfram þjóðartekjur, og til þess tökum við viðbótarlán upp á 3—4milljarða.” „Við lifum í kreppu. Við eigum í erfiðleikum með að brauðfæða okkur. Þessu svörum við þannig að við sækjum peninga til útlanda sem enginn veit, hvemig á að endur- gjalda...” Þetta er hárrétt hjá Magnúsi. Það hefur gerzt, að á krepputímum hafa margir getaö haldið sínum hlut og jafnvel bætt við sig. Fram kemur i allri umfjölluninni í DV þriðjudag og miðvikudag síðastliðinn,að sá hópur er stór, sem heldur áfram uppi háum lífsstíl. Af því að fjölmargir hafa fengið launahækkanir umfram samninga. Þær launahækkanir hafa þeir fengið í krafti þess, að fyrir- tækin, sem fólkið starfar við, hafa getað sótt fé í bankakerfið eða verið búin aö auka gróöa sinn á meöan óðaverðbólgan geisaði. Á bak við þessa umframeyðslu eru erlendu lántökurnar. Hvað átti að lækna? Þetta leiðir hugann að spurning- unni: Er í einhverju búið að lækna sjúklinginn? Hvað var það, sem núverandi ríkisstjórn fór af stað til að lækna ? Munum við enn eftir því? Jú, rif ja má upp, að ríkisstjómin hugöist koma verðbólgunni niður. Hraði óðaverðbólgunnar var kominn langt y fir 100% miöað við ár. Ríkisstjómin benti á, að við lifðum umefnifram. Hún minnti á mikinn halla á við- skiptum við útlönd og erlenda skuldasöfnun. Forystumenn töluðu um, að sjálfstæði landsins væri i hættu vegna skuldasöfnunarinnar. Greiðslugetan kynni að bresta. Láns- traustiö væri i hættu. Allt þetta var satt. Ný lækning? Hvað var læknað? En hvað hefur gerzt, nú rúmu ári eftir að ríkisstjórnin settist að völd- um? Við sjáum vissulega miklu lægri verðbólgutölur. En það er víða þensla. Bankavextir hafa hækkað nýlega vegna mikillar eftirspumar þrátt fyrir einhverja hæstu raun- vexti í heimi. Þenslan sem DV hefur sagt frá sýnir, að undir yfirborðinu eru enn á ferðinni verðbólguhvatar. Verðbólgan er í reynd að miklu falin. Hún er til. Við bætist, að sum laun- þegafélög una sér æ verr, einkum fé- lög þar sem launaskriðs hefur lítiö gætt. Kanphækkanir mega ekki verðamiklai á næstunni, eigi verð- bólgan ekki að rjúka upp. Allt stendur þetta því býsna tæpt. Áfram halli og sláttur Og hvað hefur orðið um viðskiptahallann, aöra höfuömein- semdina? Við höldum áfram að lifa við halla á viðskiptum við útlönd. Ríkisstjórn- in hefur sannarlega ekki læknað það mein. Og viö höldum áfram slætti er- lendis. Ríkisstjórnin hefur ekki læknaö það mein. Við búum við halla á rekstri ríkis- sjóðs. Einnig í því felst verðbólguhvati. Af stóru meinunum verður að segja, að lækninum, ríkisstjóminni, hef ur ekki tekizt vel að lækna. Þvi segir Magnús Gunnarsson. „Ég sé ekki, hvernig þetta getur gengið áfram, nema það að við stefn- um hraðbyri inn í nýtt erfiðleika- tímabil vegna þess áð við eyðum meira en viö öflum.” Urðu fórnir launþega þá til einskis, það er að segja þeirra launþega, sem ekki hafa notið góðs af launaskriði, sem jafnaði metin? Ovíst er, að ríkisstjómin geti fengið frið á vinnumarkaöi annaö eins tímabil, ef hún færi nú enn af staö. Við spyrjum, hvemig sjúklingn- um líði eftir meðferð. Hann er enn við laka heilsu. Haukur Helgason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.