Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1984, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1984, Page 10
10 DV. LAUGARDAGUR1. SEPTEMBER1984. Menning Menning Menning Menning segir E. Jacobsen í viötali viö Ole Hyltofts: „Eg mála alltaf myndir mínar í huganum. Þegar ég ætla aö byrja á málverkinu sjálfu bregö ég oft plötu á fóninn, Mozart eöa Stravinsky, til aö losna úr viðjum vanabundinnar hugsunar, finna til nýrrar hrynjandi og hlusta á hiö ó- meövitaða innra meö mér.” Carl Henning Pedersen er sjálf- menntaöur listmálari. Hann málaöi fyrst geometrískar myndir en ireyttist síðan eftir kynni sín af þeim E. Jacobsen og Miró. Hann málar Ijóörænar fantasíur og undur neimsins eða reisn og hann segir sjálfur í sýningarskránni: ,,Eg vil fanga sólina þegar hún gengur yfir himinbogann og þrýsta henni aö mér meðan ég mála. Og ég vil nota sólar- geislana, einn og einn, og bræða þá inn í léreftið hjá mér. Eg vil halda sólinni fastri svo dagurinn hverfi aldrei.” Franskur Dani Mogens Andersen er abstrakt- málari sem á aö baki merkan list- feril. Hann tileinkaöi sér snemma franska myndhefð og vann fyrst í anda Braque og síðar í tengslum viö Parísarskólann. Þá haföi franski listamaðurinn Soulages töluverð áhrif á listsköpun Andersens. Lista- maðurinn málar nú persónulegar lýrískar afstraktmyndir þar sem línan í breiðum strokum liöast um myndflötinn, hlaðinn ótal innri lita- samsetningum. I sýningarskrá skrif- ar Villads Villadsen um lista- manninn: „1 myndum Andersens fær svarta strikið samt aldrei á sig tvöfeldni táknsins, heldur er þaö út- fært í stórum, ómþýöum arabeskum, þar sem það birtist sem taktföst hönnun í hinum ýmsu tóntegundum litanna. Þaö er túlkunarform meö samþjöppuöum áhrifum. Abstrak- málverkið hefur náð því stigi aö vera ekki lengur lýsandi heldur er þaö oröiö sefjandi eins og tónlistin.” Robert Jacobsen er einna merk- asti myndhöggvari sem fram hefur komiö eftir seinna stríö. Hann innleiddi nýjar rýmisspurningar í skúlptúrinn og vann úr og setti í nýtt samhengi ýmiskonar leifar nútíma tæknisamfélagsins. I gegnum stór- kostlegan feril hans sjáum viö marg- víslegar tilbreytingar og uppfinning- ar sem lýsa óþrjótandi sköpunar- gleði listamannsins. Fyrsta flokks sýning Sýningin „Fimm danskir lista- menn” er sannarlega mikill listviö- burður og kærkomin öllum list- unnendum og þá kannski sérstaklega yngstu kynslóö íslenskra listmálara sem í meiri hluta vinna nú meö myndrænar spurningar, ættaðar frá þessum frumherjum. Þá ber aö geta sýningarskrárinnar sem er fyrsta flokks. -GBK. Listvioburður í Listasafni íslands Egill Jacobsen: Sacre du príntemps, 1984. Robert Jacobsen: Margiitur skúlp- túr, 1970. Nú fer senn aö ljúka meiri háttar listviöburði í Listasafn Islands en þar hefur staöiö yfir sýning á verkum eftir fimm heimskunna danska listamenn: Mogens Ander- sen, Ejler Bille, Egill Jacobsen, Robert Jacobsen og Carl Henning Pedersen. Sýningin er haldin í til- efni af aldarafmæh Listasafns Islands. Stolt Norðurlanda Þeir listamenn sem nú sýna verk sín í Listasafninu eru hluti af listrænu stolti Noröurlanda. Þeir eru fáir af stórum hópi listamanna á Norðurlöndum, sem náö hafa alþjóð- legri viöurkenningu. Flestir þessir listamenn eiga sameiginlegan uppruna, eru nánast jafnaldrar og ólu hver annan upp, einangraöir í dönsku listalífi á 4. áratugnum. Allir vildu þeir hverfa frá hefðbundinni myndgerö og hugsun og tendra list- tegund — mál — sem byggði á frelsishugsjónum surrealismans og kristallaöist í einstakri myndlist, sem átti eftir að öðlast alþjóölega eftirtekt í gegnum listhreyfinguna Cobra. E. Bille, E. Jacobsen og C.H.Pedersen voru allir hluti af Cobraævintýrinu, listhópi sem braut blaö í listasögunni langt á undan amerísku expressionistunum og franska skólanum. Fram til skamms tíma hefur lítiö veriö gert úr sögu- legri stærö Cobrahreyfingarinnar og þaö er ekki fyrr en á síöustu árum sem þessir listamenn hafa veriö virtir aö verðleikum og þeirra sögu- lega hlutverk rétt metið. Mogens Andersen: Málverk, 1982. Þó svo aö þessir listamenn og þeirra myndmál sé nokkuö komiö til ára sinna er sýningin í Listasafni Is- lands einstakt tækifæri til að kynnast frábærum listamönnum í gegnum nýleg verk sem vitna um mikla reynslu, professionalisma og djúpt innsæi í möguleika málverksins. Cobramenn Ejler Bille er einn af frum- kvöðlum danskrar nútimalistar og einn af stofnendum Lienen árið 1934. I fyrstu málaöi hann einfaldar geometrískar myndir en eftir Parísardvölina 1938-1939 tileinkaði hann sér myndmál sem á rætur sínar aö rekja til Kandinskys, Míró og E. Jacobsen. Ot úr þessu óx hans Ejier Bille: Mynd frá Baií, 1984. fljúgandi fugli eöa ljósrák sem fær myndgátuna til að ganga upp í einni sjónhendingu.” Egill Jacobsen var í fyrstu leitandi listamaöur og málaöi einkum í takt við surrealískar og expressionískar hugmyndir. Áriö 1934 kynntist hann verkum Picassós í París og haföi þaö umtalsverð áhrif á listsköpun hans. Hann sá nýja möguleika í alþýðu- og forsögulegri list en einmitt þessi frumstæða list er forsendan að þeim verkum sem hann kallaði „Grímur” Carl Henning Pedersen: Rauðir fuglar og gult skip, 1973. persónulega málverk, tilviljunar- kenndur expressionismi þar sem myndverkin byggjast oft á spíral- formum, og dýnamískum hrynjandi þeirra. Þó svo að E. Bille hafi nokkra sérstööu innan Cobra- hreyfingarinnar, sérstaklega hvaö varöar inntak verkanna, þá má finna viss Cobra einkenni eins og mikla efnisvirkni og andstæöumar milli samrööunar og spuna. Um verk hans skrifar Eske K. Mathiesen í sýning- arskrá: „Málverk hans eru byggð upp af fjölmörgum pensildráttum, formum sem renna saman og sundur, nátengdum myndbygging- um og af mörgum litum sem sam- hverfast einum lit sem á að rúma þá alla en skynjast aðeins sem skuggi af Myndlist Gunnar Kvaran og „Hlutir”. Þessar myndir eru nú taldar vera ein af forsendum abstrakt-expressionismans í Evrópu. Jacobsen tók þátt í tíma- ritinu Helhesten og síöar i Cobra- hreyfingunni. Hann er einn af fremstu listamönnum Dana. Myndir hans lýsa furðuveröld þar sem maðurinn, dýriö og náttúran eru eitt í oft tilviljunarkenndri hreyfingu myndverksins. I sýningarskránni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.