Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1984, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1984, Side 20
20 DV. LAUGARDAGUR1. SEPTEMBER1984. Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Nokkur ord um liiiin góda lystauka, Klr Sælkeri nokkur hafði samband við Sælkerasíðuna og vildi fræðast um vín- blönduna Kir og spurði hvort hún væri til hér á landi. Jú, mikil ósköp, Kir frá Bourgogne er hægt að kaupa í verslun- um A.T.V.R. En hvað er Kir? Kir er vínblanda frá Bourgogne og er blandað saman þurru hvítvíni og sólberjalíkjör er heitir „Créme De Cassis”, hlutföUin eru fimm hlutar af hvítvíni á móti ein- um af „Créme De Cassis”. Það má NÝJAR METSÚLUBÆKUR á ensku í vasabroti. WHO KILLED THE ROBINS FAMILY Bill Adler/Thomas Chastain, kr. 237. THE AUERBACK WILL Stephen Birmingham, kr. 237. DECISION Allen Drury, kr. 237. MONIMBO Moss og Borehgrave, kr. 237. CARETAKERS Tabitha King, kr. 237. THE DAYS OF ETERNITY IGordon Glasco, kr. 237. OKTÓBERTÍMARIT KOMIN: playboy PENTHOUSE HIGH SOC/ETY CLUB HUSTLER—uppselt Öll september. timarit i sö/u. fiOftA HUSIO Laugavegi 178, sími 68-67-80. ÍNÆSTA HÚS VIO SJÓN VA RPtDÍ. Ttaekní um allan heím ITT ITT Ideal Color 3304, -Ijárfesting í gæöum á stórlækkuöu veröi. ITT Vegna sérsamninga við ITT verksmiðjurnar I Vestur Þýskalandi, hefur okkur tekist að fá takmarkað magn af 20" litasjónvörpum á stórlækkuðu veröi. nota hvaða tegund af hvítvíni sem er, svo framarlega sem hún er þurr. I Bourgogne er yfirleitt notað hvítvínið Aligote. Kir má blanda á ýmsan hátt og í Bourgogne hefur hver veitinga- staður sína eigin blöndu. T.D. er til bianda sem nefnist „Kir royal” og er þá notað kampavín í stað hvítvíns. En hvernig stendur á þessu nafni „Kir”. Drykkurinn Kir er nefndur eftir manni er var borgastjóri í Dijon (en þaðan kemur frægt sinnep). Kir varö kaþólskur prestur 25 ára gamall og í fyrri heimsstyrjöldinni þjónaði hann sem herprestur. Árið 1940 hernámu Þjóðverjar Dijon. Borgarstjórinn neyddist til að flýja land og var þá sett á laggirnar nokkurs konar bráða- birgðastjóm og átti faðir Kir, sem nú var orðinn kanuki, sæti í þeirri stjóm. Kir kanuki geröi Þjóðverjum lífið leitt og um tíma sat hann í fangelsi. Franskur nasisti reyndi að myrða hann og því fór svo að lokum að hann varð að fara í felur. Upp frá þessu varð Kir kanuki frægur maöur og frelsis- hetja. Eftir uppgjöf Þjóðvérja 19. maí 1945 var hann kosinn borgarstjóri í Dijon. Kir borgarstjóri bauö gestum sínum áðurnefnda vínblöndu þ.e.a.s. hvítvín og sólberjalíkjör. I sveitunum kringum Dijon er mikil hvítvínsfram- leiðsla og einnig er mikið ræktað af sól- berjum. Þrátt fyrir aö áðumefnd vín- blanda sé nefnd í höfuðið á Kir borgar- stjóra, þá fann hann ekki upp þessa blöndu, það gerðu munkar (auðvitað). Þegar á 15. öld voru munkamir í Bourgogne famir að framleiða sól- berjavín. Árið 1841 fór fyrirtækið Denis Lagoute í Dijon aö framleiöa Créme De Cassis. Um Kir borgarstjóra er þaö helst að segja að síðustu ár hans sem borgarstjóri voru ekki eins ánægjuleg og þau fyrstu. Með árunum varð hann heldur einráður. Áriö 1968 datt hann í stiga og lést. Kir er vinsæll drykkur í flestum löndum Evrópu, t.d. selur sænska áfengisverslunin yfir 10 millj- ón lítra af Kir á ári. Ef þið, lesendur góðir, eruð á ferð í Mið-Evrópu er upp- lagt aö kaupa flösku af Créme De Cassis því Kir er frábær lystauki. í W3r. Kir erblanda afhvítvini og sólberjalikjörnum Créme De Cassis. Sælkerasíðan hefur nokkrum sinnum (5. júní og 30. júlí ’82) fjaliað um gæði niðurlagðrar síldar hér á landi. Sæl- kerasíðan fullyrðir að í flestum tilfell- um er dönsk, norsk og sænsk síld sem hér er á boðstólum betri en sú íslenska. Er það ekki furðulegt að í verslunum hérlendis eru á boðstólum fleiri teg- undir af síld frá nágrönnum okkar og frændum en okkur sjálfum? Hvernig stendur á þessu? Hvað er búið að verja mörgum milljónum í að þróa þessa at- vinnugrein? Hvemig stendur á því aö árangurinn er ekki meiri en raun ber vitni? Já, það eru fjölmargar spum- ingar sem vakna í þessu sambandi. Það er eins og það vanti herslumuninn varðandi íslensku síldina. Það er borð- að mun meira af síld í Noregi, Svíþjóð og Islandi og markaðurinn er stærri og þessar þjóðir hafa því meiri reynslu í niðurlagningu á síld. Nú er það svo að við Islendingar eigum góða matvæla- fræðinga og aðra sérfræðinga. I blööunum má lesa aö um þessar mund- HERRING HABENG TIDBÍTS ENBOUCHI wlth whve fíavour avso sawwr. 106 9 Þessi sild er ekki mannamatur. Ersfld saelgaeti? ir séu allir síldarmarkaðir fullir og of- framboð á síld. Þaö er því hættulegt ef við erum stöðugt að dragast aftur úr í framleiðslu matvæla. Það verður að fara að taka þessi mál föstum tökum og fela hæfu fólki þaö verkefni aö leysa þennan vanda. Lögmálið er og verður; því betri vara, því meiri neysla hér innanlands og þar af leiðir aö mögu- leikar á útflutningi á niðurlagðri síld ættu að stórbatna. Hér hefur verið far- ið með nokkrar fullyrðingar en því miður eru þær réttar. Dæmi um slæma vöru er síld sem Sælkerasíðan fékk fyrir nokkrum dögum. Á dósinni stóð „Iceland waters. Herrlng tidbits with wine flavour. Product of Iceland 106 g. Vonandi verður þessi vara aldrei flutt úr landi. Þessi síld var í mauki eða eins og hún hefði verið hökkuö. Af henni lagði megna fýlu og liturinn var grár. Nú, þetta gat verið óhapp og því var farið í sömu verslun og keypt ný dós. Ekki tók betra við því þessi síld var brimsölt og því óæt. Og enn var náð i dós, þá þriðju og síldin sem kom úr þessari dós var í hálfgerðu mauki og hærðilega sölt. Hvernig stendur á því að þetta fýrirtæki „Iceland waters” sendir frá sér matvöru sem alls ekki er mannamatur? Hver er ábyrgur? Gódur blémkálsréttur Nú er nýtt og gott grænmeti á boð- stólum. Islendingar hafa hingað til ekki verið miklar grænmetisætur enda ekki verið mikið úrval af grænmeti hér á markaði. En þetta stendur allt til bóta skulum við vona. Nú er hægt að fá í verslunum nýtt og gott blómkál. Hér kemur uppskrift að blómkálsrétti, sem auðvelt er að matbúa, og með blómkál- inu höfum við síld, ekki úr dós (enda varla óhætt) heldur reykta. Iþennanréttþarf: 1 blómkálshöfuð (500 g) Vatn 2 tesk.saltfyrirhvemlítra vatns 4 sneiðar franskbrauð Smjör Nú er nýtt og ferskt biómkái á markaönum. 3 matsk. slnnep 4 flökreyktsíld salt og pipar 2 dl. rifinn ostur Skerið blómkálið niður í hæfilega bita. Setjið vatn í pott. Þegar suðan er komin upp er vatniö saltað og blómkál- iö sett út í og þaö soöið í u.þ.b. í 5 mín. Blandiö saman smjöri og sinnepi og smyrjið franskbrauðsneiðamar með því. Skerið hvert síldarflak í tvennt og leggið reyktu síldarflökin á brauð- sneiðamar. Látið vatniö renna af blómkálinu í sigti. Deilið blómkálinu niöur á brauðsneiðamar og stráiö salti og pipar yfir. Þá er ostinum dreift jafnt yfir brauðsneiöarnar. Þær eru settar í 250 gráðu heitan ofn. Þegar blómkálsbrauðið er orðið vel brúnt er rétturinn tilbúinn. Hiirra, húrra, sumarslátrun Nú er hægt að fá í verslunum kjöt af nýslátruðu og eins og allir sælkerar vita er nýtt kjöt mun bragðmeira og hollara en kjöt sem búiö er aö geyma hátt í eitt ár. Þá er nýtt og gott græn- meti á markaðnum þannig að nú má gjöra góða veislu. Svo er hægt að fara út í sveit og ná í íslenskar kryddjurtir til að krydda kjötið með, t.d. blóðberg. Þá má einnig rekast á sveppi sem hafa þomað úti, eru þeir sériega góðir, t.d. í sósur. Svo em það berin en þaö er nú önnur saga. Það væri stórkostlegt ef hægt væri að slátra 4 sinnum á ári, t.d. um jól, páska, og aö áliönu sumri. Neysla á lambakjöti mundi örugglega aukaststórlega. Sælkerinn Umsjón: Sigmar B. Hauksson Sælkerinn GÆDII HVERJUM ÞRÆDI. mooe KOMIÐ OG SKOÐIÐ HIN VINSÆLU CH3ULLARTEPPI. AFGREIÐSLUTlMI: 1-2 VIKUR. FRIÐRIK BERTELSEN H/F TEPPAVERSLUN SÍÐUMÚLA 23 S.686266

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.