Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1984, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1984, Qupperneq 36
I FR ETT ASKOTIÐ 6878-58 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu . eða vitneskju um frétt — hringdu þá í sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krénur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku. Fullrar nafnleyndar Sími ritstjórnar: 68 66 11. Auglýsingarr áskrift og dreifing, sími 27022. er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1984. Ingjaldur Hannibalsson: Engin framtíð íiðnaðinum Frá Jóni Baldvini Halldórssyni, blaða- manni DV á Akureyri: Þjónustan verður að taka við mest- um hluta þess fólks sem kemur á vinnumarkaðinn á næstu áratugum en ekki iðnaðurinn. Það er meginniöur- staöan úr erindi sem Ingjaldur Hanni- balsson, forstjóri Iðntæknistofnunar Islands, flutti á fjórðungsþingi Norð- lendinga í Reykjaskóla í gær. Að undanförnu hefur öll umræða um nýjar leiöir í atvinnumálum á Islandi miöast við að aðeins iðnaður gæti skap- að ný störf. Ingjaldur sló á þær hug- myndir og kallaöi óráðsíuhjal. Hann benti á þróun í öörum löndum og sagði að þótt iönaöarframleiðsla ykist mundi störfum lítið fjölga. Meöal annars vegna aukinnar sjálfvirkni. Hann sýndi fram á að á Islandi væri hlut- fallslega mun færri sem störfuðu viö þjónustu en í sumum öörum löndum, eins og til dæmis í Bandaríkjunum. Ingjaldur nefndi þá stóriðjumögu- leika sem mest eru ræddir á Islandi nú, þar á meðal álver viö Eyjafjörð, stækkun í Straumsvík, Kísilmálmverk- smiðju og marga fleiri. Þessir kostir mundu aðeins veita um 1000 manns at- vinnu. EA Símasam- band við geimferjuna Discovery Þeir Islendingar sem áhuga hafa á geta nú hlustað á samtöl áhafnar geim- skutlunnar Discovery viö stjórnstöð sína í Bandaríkjunum. Þetta er hægt meö því að hringja í númeriö 90 1 900 410 6 272 í Bandaríkjunum. Verður hægt að fylgjast með samtölunum þar til á | miðvikudag er áætlaö er aö ferjan lendi aftur. I -FRI. I LUKKUDAGAR 1. september 30057 DATSUN MICRA FRÁ INGVARI HELGASYNI HF. AÐ VERÐMÆTI CA KR. 300.000. Vinnintjshafar hringií síma 20068 LOKI En er nokkur framtíð í tngjaldi? Samvinnutryggingar: Falsadi tjónaskýrslu Deildarstjóri sá sem látinn var hætta störfum hjá Samvinnutrygg- ingum útbjó tjónaskýrslu á bíl eins þeirra manna sem unnu við húsbygg- ingu deildarstjórans og var viögerð á bílnum svo borguð með ávísun frá Samvinnutryggingum. Bíll mannsins var ekki tryggður hjá Samvinnutryggingum heldur öðru tryggingafélagi og hafði ekki lent í tjóni heldur var bilaður á verk- stæði. Viðgerðið kostaði 34.000 kr. og hljóðaði upphæðin á ávísuninni upp á þá f járhæð en sá sem gerði viö bílinn á verkstæðinu staðfesti þetta í sam- tali viðDV. Samkvæmt heimildum DV voru þessi viöskipti bókfærö í tölvu Sam- vinnutrygginga en hafa nú verið þurrkuð þaðan út og var þaö senni- lega gert skömmu eftir að DV hóf skrif um tjónabílaviðskiptin hjá fyrirtækinu. Rúmlega ár er síðan viðgerðin fór fram á bílnum en heimildir DV greina frá því að yfirmönnum í Sam- vinnutryggingum hafi verið kunnugt um þetta mál nokkru eftir að það geröist. -FRI Þaö var mikið líf og fjör í tívolíinu á Melavelli í gœrdag. Ástœðan var meðal annars sú að forráðamenn þess höfðu boðið allmörgum þroskaheftum börnum ,,á völlinn”. Skemmtu þau sér hið besta í hinum ýmsu tœkjum sem eru á Melavellinum eins og glöggt má sjá af meðfylgjandi mynd. DV-mynd Kristján Ari Gengið fellt um 2,75 prósent Gengi íslensku krónunnar var fellt um 2,75% aö meðaltali í gærmorgun. Gengisfelling þýðir að meira þarf að greiða fyrir erlendan gjaldeyri í íslenskum krónum. Bandaríkjadoll- ar hækkaði um 3%, sterlingspundið um 2,8% og gjaldmiðlar Norður- landaþjóðanna um2,75%. Gengisfellingin er tilkomin vegna nýrrar viðmiðunar við skráningu erlendu gjaldmiölanna. Til þessa hefur verið miðað við meðaltal svo- kallaðrar landvogar og myntvogar. Vegna mikillar hækkunar á gengi Bandaríkjadollars, sem vó þungt í fyrrnefndri vog, 46%, þótti hún orð- in óraunhæf. Seðlabankinn ákvað því að breyta um og miða eingöngu viö landvog en hún er talin spegla mun betur fram- vindu markaðsskilyrða í viðskipta- löndunum. Vægi Bandaríkjadollars er um 30% í landvoginni. Þrátt fyrir gengisfell- inguna í gær er hækkun meðalgengis erlenda gjaldmiðla talin verða innan þeirra marka er ríkisstjórnin hefur settséráárinu. -JGH. Vestfirðir: Deilunni vísað tilsáttasemjara í í i í í í í i i i Vinnuveitendafélag Vestfjarða ákvað í gær á fundi með Alþýðu- sambandi Vestfjarða að vísa kjara- deilu þessara aðila til ríkissátta- semjara. „Staða fiskvlnnslunnar er þess eðlis að hún getur ekki samið um aukinn kostnað á neinum sviðum ■ rekstursins,” sagði Jón Páll Halldórsson, formaður Vinnuveit- endafélagsins, í samtaii við DV er hann var inntur eftir ástæðunni fyrir þessari ákvörðun. Athygli vakti að fulltrúar Vinnu- málasambands samvinnufélag- anna mættu ekki á fundinn í gær en þeir eiga einnig hlut að þessari kjaradeilu. EA W A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.