Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Síða 11
DV. LAUGARDAGUR 27. OKTOBER1984. 11 „Ég verö aldrei jafnoki móður minnar” — segir Stephanie af Mónakó Ef til vill væri þaö ómögulegt hvort sem er. Grace prinsessa af Mónakó, sem lést fyrir tveimur árum í hörmu- legu bílslysi, var falleg, tignarleg og trú fjölskyldu sinni og landi. En dóttir hennar, Stephanie, blómstrar sannar- lega þó deila megi um hvort hún nái móður sinni. Nú hefur hún lokiö skóla- námi í bili a.m.k. — og eftir tvö ár mun hún takast á hendur konunglegar skyldur. Hvemig líst henni á þaö? „Þaö verður erfiö vinna en ef þaö hjálpar landinu og föður mínum, geri ég þaö með glööu geði,” segir Stephanie. Teiknaði föt þegar hún var lítil „Mamma sagöi alltaf aö einn góöan veöurdag kæmi ég eitthvað nálægt tískunni. Og núna hefur þaö komiö á dagínn því að ég er hjá Dior-tísku- húsinu í París og er aö læra um allt sem tengist henni... Meira aö segja þegar ég var lítil, fannst mér mjög gaman aö teikna föt á dúkkurnar mínar. önnur börn teiknuöu hús og dýr — ég teiknaöi fólk og föt á þaö. Síðasta skólaáriö mitt í París heim- sótti ég Dior með mömmu. Eg var meö • skólabækurnar í höndunum og herra Bohan, forstjórinn, tók eftir því aö ég var með teikningar. Hann spurði mig samstundis hvort ég vildi þjálfa mig í teiknun undir stjóm hans. Og ég sagði auðvitað já, á stundinni. Eg hafði ákveðið aö fara fyrst á tískunámskeið W&k i 'X en þá bar slysiö aö höndum og því varö úr aö ég fór beint til hans. Enginn skipar mér hvernig ég klæðist Eg teikna ennþá — þaö er mitt starf. I fyrstu hjálpaði ég hinum teiknurun- um. Þeir teiknuöu útlínur fyrir mig og ég læröi hvernig föt ættu aö vera svo rétt hlutföll væru. Nú vinn ég meira á eigin vegum og teikna hversdagsföt af þeirri tegund sem ég klæðist gjarnan sjálf. Eg veit aö ég hef orö á mér fyrir að ganga bara í gallabuxum en varla gat ég látið sjá mig þannig hjá Dior. Raunar geöjast mér best aö kven- legum fötum. Eg hef alltaf veriö mjög ákveðin í því hvemig ég klæðist og þaö hefur aldrei neinn sagt mér fyrir verkum í þeim efnum. Mamma reyndi aldrei aö neyöa mig til aö ganga í fötum sem mér líkuðu ekki. 1 vinnunni á ég allt eftir. Eg á eftir aö læra geysilega margt og þaö er ósköp erfitt aö segja um hvort ég verö nokkurn timann jafngóö og til dæmis Bohan forstjóri. En ég er ekki þannig gerö aö ég hugsi um hvaö framtíðin ber í skauti sér. Á eyðieyju með hunda Samt sem áður á ég mína dag- drauma. Einn af dagdraumunum er að dveljast á eyðieyju meö allt og alla sem mér eru kærir. Eg tæki pabba með og alla í fjöl- skyldunni og auðvitað hundana, Fred og Gribouille. Hundarnir fara meö mér hvert sem ég fer og þess vegna ferðast ég aUtaf í lest í staö þess að fljúga. Fjölskyldan er mér afskaplega mikilvæg. Þaö eru sjö ár á milli okkar Alberts, átta ár á milli min og Karó- línu. Viö erum mjög nánar og Albert býr í París þannig að viö hittumst oft. Ég tala við pabba í síma á hverjum degi. Hann verður aUtaf að vera í Mónakó þannig aö viö reynum að vera þar eins mikiö og hægt er. Ljósmyndarar eru harðir naglar og ósvífnir Mér finnst mikilvægt að vera eins mikið og ég get meö þeim sem ég elska og fjarri forvitnum augum. Ljósmynd- arar hafa njósnaö um mig síðan ég fæddist. Eg hef þurft aö vega og meta hverja hreyfingu. Hér í París, þar sem ég bý núna, er það ekki svo slæmt vegna þess að ég Ufi svo venjulegu lífi og fer svo lítið út aö þeir hafa engar æsimyndir af mér... en ef ég fríkaði út eöa dytti á höfuðið úti á götu þá yröu þeir himinlifandi. Þegar ég verð tuttugum og eins árs mun ég taka viö skyldum mínum í Mónakó. Eg mun gera mitt besta en ég veit ekki hvort ég verö nokkurn tímann jafnoki móöur minnar. Eg veit ekki hvort ég get gert þetta eins vel og hún.” Mjög kvenlegur fatnaður fellur henni best í geð. STOPP Nú rýmum við íagerínn og bjóðum með miklum afslætti: • 3 eldhúsinnréttingar • Baðskápa • Hilluskápa • Baðspegla • Stakar hurðir á skápa • Eldhúsvaska og ýmis/egt fieira. Nú er um að gera að nota tækifærið og gera góð kaup. OPIÐ LAUGARDAG KL. 10-16. Kalmar SKEIFAN 8 - 108 REYKJAVlK - SlMI 82011 Ertu búinn að tryggja þér eintak? Á N/ESTA blaðsölustað! Tryggðu þér eintök í tíma! ÁSKRIFTARSÍMINN ER 28028. snjosÍQdcir IIMNKAUPA STJÓRAR Ath. Einnig nýtt á markaðnum snjóþotur fyrir 6 mánaða til 2 ára með öryggisbeltum. Sviss er miðpunktur vetraríþróttanna. Það er þvi engin tilviljun að þaðan koma hinar margreyndu EK0-B0B snjóþotur einhverjar bestu snjóþotur sem völ er á. Fáanlegar í 4 gerðum og tveimur litum, 82-95 cm langar. INNKAUPASTJÓRAR, KOMIÐ EÐA HAFIÐ SAMBAND INGVAR HELGASON HF. VONARLANDI V/SOGAVEG, SÍMI 37710.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.