Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Side 16
16
DV. LAUGARDAGUR 27. OKTOBER1984.
Sumarmyndakeppni DV:
Gæðakröfur
og
metnaður
I gær voru kynnt í blaöinu úrslit í
flokki svart/hvítra mynda sem sendar
voru inn í Sumarmyndakeppni DV. Nú
er komið að litmyndunum.
Fjöldi litmynda hefur aldrei áður
verið í líkingu við þann fjölda sem
streymdi inn í keppnina í sumar. Er
greinilegt að gífurlegur ljósmynda-
áhugi ríkir meöal landsmanna og það
sem meira er, að áhugaljósmyndarar
virðast nú gera ákveðnar gæðakröfur
og eru metnaöarfullir bæði hvað varð-
ar tækni og inntak.
1 1. sæti varð mynd Svanhvítar
Magnúsdóttur, „Einn, tveir og þrír”.
Þetta tilbúna augnablik er einkar vel
unnið. Myndin er skýr, faglega skorin
og myndbyggingin er stórkostlega vel
heppnuð. Mynd í sérflokki. I 2. sæti
varð mynd Flóka Kristinssonar,
„Brennisteinn úr Víti”. Myndin er
skemmtilega hugsuö og tæknilega vel
útfærð og góð í lit. Mynd þar sem spilað
er með fjarlægðarskyn áhorfandans. I
3. sæti varð mynd Harðar Haukssonar
sem sýnir ágætlega tæknilega mögu-
leika ljósmyndarinnar. Faglega unnin
mynd. 1 4. sæti varð mynd Þorsteins
Hallgrímssonar „I sólskinsskapi”.
Björt og litrík sumarmynd. I 5. sæti
varö mynd Hauks Þórólfssonar,
„Krunkað í sóley”, þar sem fest er á
filmu hárnákvæmt augnablik í
orðræðu krumma.
Nánar verður greint frá verðlauna-
afhendingu síðar.
,Einn, tveir og þrír”, mynd Svanhvítar Magnúsdóttur sem dómnefnd taldi bestn myndina af litmyndum í Sumarmyndakeppni DV.
„t sólskinsskapi” eftir Þorstein Hailgrímsson varð í 4. sæti.
Haukur Þórólfsson tók myndina „Krunkaö í sóley” og fær fyrir 5. verðlaun.