Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Side 31
DV. LAUGARDAGUR 27. OKTOBER1984.
31
Jobn Savage lstur vel að Nastassiu
Kinski í kvikmynd Kontchalovski
„Elskhugum Maríu”.
Or „Þeim sem tunglið hefur velþóknun
é”.
er um aö ræða vonlaust ástarsamband
því hermaðurinn hefur orðið fyrir svo
miklu áfalli að hann er liðónýtur til
ástaleikja. Hann elskar of heitt til að
geta elskaö. „Eg dái þessa slavnesku
hliö, melódramatiska og innblásna af
Platonov. Eg og handritshöfundurinn
Gérard Brach höfum búið einfaldar
persónur ofbeldisfullum tilfinning-
um,” segir Kontchalovski.
Var óþekktur
Og myndin er full af sterkum drátt-
um: Stóll einn og yfirgefinn úti á sléttu
nemur tímann sem líður, ófrýnilegur
hvutti í fylgd rustalegs tónlistarmanns
veður um....Er ég kem til Parísar
mætti ég hjá Gaumont kvikmynda-
fyrirtækinu. Þeim lfkaði ekki við mig.
Eg fór til Hollywood, það var bara
lógiskt,” segirKontchalovski.
Kontchalovski kynntist leikreglun-
um í Los Angeles. Hann er leikstjóri
Siberiade sem fékk verðlaun á Cannes,
„So what?” spyrja Kanar. Hann gerði
meistaraverkið, Fyrsti meistarinn,
árið 1965. „Það er bara gömul saga,”
segja þeir þá. Hann geröi Hamingja
Assíusemvarbönnuð....jæja...”
„Ég var algerlega óþekktur.
Bandarískir framleiðendur fara ekki í
bíó, þeir hafa ekki tima... Og ég vildi
ekki fara tómhentur til baka til Sovét-
ríkjanna. Ég vildi ekki sleppa þessu.”
Þaö var árið 1983 aö hann setti upp
leikritið Máfinn eftir Chekov með
Nastassiu Kinski. Hún stakk upp á þvi
aðgerakvikmynd.
í bekk með Ashkenazy
Langafi og afi Kontchalovski voru
málarar, en faðir hans leikritaskáld
sem samdi þjóðsöng Sovétríkjanna.
Hann varð næstum þvi píanóleikari.
„Eg var í bekk meö Vladimir Ash-
kenazy. Hann var snillingur. Mér bauð
við því. „Arið 1961 var Kontchalovski
24 ára og þá sá hann „Þegar storkarnir
fara hjá”. „Eg gat gert þetta og gert
þaö betur.” Hann skrifaöi 20 handrit,
þar á meðal handritiö að Andrei
Roublev, og færði sig svo aftur fyrir
myndavélina. ,3g trúi á guð,” segir
hann.
Otar Iosseliani er guöleysingi, sköll-
óttur og beiskur. Hann á aðeins eitt
sameiginlegt með Kontchalovski fyrir
utan þjóðemiö: hann notar sama hand-
ritshöfund, Gérard Brach. Sá ágæti
maður starfar á alþjóðlegum vett-
vangi (hann hefur starfað meö Pol-
anski, Jean-Jacques Annaud (Leitin að
eldinum), Antonioni, Ferreri) en fer
aldrei út úr herberginu sinu.
„Eg nenni ekki lengur aö standa í
illindum,” segir Iosseliani. ,,Eg hef
gert þrjár myndir i Sovétríkjunum og
allar hafa lent i erfiðleikum að komast
út. Það skyldi ekki nokkur maður neitt
isögunumminum.”
I „Þeim sem tungliö hefur velþóknun
á” er Iosseliani trúr sjálfum sér: hann
fléttar saman 40 persónum, tuttugu
þemum, kastar fram tíu skritlum,
fléttar saman hundrað replikum og
þúsundtilviljunum.
„Það sem vekur áhuga minn er
hvemig örlög sumra snerta líf annarra
sem þekkja þá ekki neitt.”
Úr einu í annað
Þar af leiðandi má finna í „Tungl-
inu” þjófa sem brjótast inn hjá banka-
stjórum en þeir síðarnefndu sofa hjá
konum löggumanna, en þeir kokkála
vopnasala sem hitta hryðjuverka-
menn sem græöa á tá og fingri...
Og er þetta öll sagan? Nei, alls ekki,
en þaö er bara ekki hægt að gera út-
drátt eða muna eftir, svo flókin er sag-
an.
En þeir sem séð hafa Laufblöð falla
(1966), Einu sinni var söngþröstur
(1970) og Pasorale (1976) undrast ekki.
I heimi Iosseliani er ekkert ábyggilegt.
Og sá mynd eftir John Ford
Hann er sonur ofursta sem síðar
varö verkfræðingur en hann naut föður
síns einungis skamman tíma. Arið 1936
var hann fluttur i fangabúðir., jEg var
tveggja ára gamall.” Þaðan var föður
hans sleppt árið 1956 og endurreistur.
Iosseliani ólst upp hjá móður sinni og
frænkuí Thilissi og heyrði utan að sér
að styrjöíd rikti. 650 þúsundir Georgíu-
manna féllu í síðara stríði, en þeir eru
einungis 2 milljónir. Hann lærði tónlist
eins og allir. Einn góðan veðurdag sá
hann mynd eftir John Ford. Þar með
var það ákveðið, hann ætlaöi að veröa
kvikmyndaleikstjóri og Georgíumað-
ur. Það er ekki auðvelt.
Hann fékk að heyra sömu spurning-
una um hverja mynd: „Hvað er nú
þetta?” Skrifæðið var pirrað en hann
þrjóskaðist áfram. Myndir hans þurftu
tveggja ára vist í hreinsunareldi áður
en þær voru settar á markað. Og þá
einungis gerðar 10 kóþíur en vanaleg
mynd er 500 kópiur sem dreift er í
Sovétrikjunum. „En ég stefni samt að
því að snúa aftur til Tbilissi og taka
upp óvenjulegar sögur.”
Iosseliani fékk lof fyrir myndlna „Þeir sem tunglið hefur velþóknun á” á kvik-
myndahátiðinni í Feneyjum.
„Jákvœöir þœttir"
I Prövdu hinn 27. júlí siöastliöinn
voru birtar ráðleggingar Nikolai
Sinov, stjómanda Mosfilm upptöku-
veranna. Hann sagði að sovéskar
myndir ættu aö fela í sér „jákvæða
þætti”. „Ungur forstjóri verksmiöju
fær hugljómun af tteknibyltingunni,
visindamaður meö auöugt imyndunar-
afl, samyrkjubóndi sem meðvitaður er
um vandamál líðandi stundar, sovésk-
ur diplómat sem tekst að berja i gegn
stefnu Sovétríkjanna í samningavið-
ræðum um afvopnunarmál.”
Auk þessa er við hæfi að mynd-
skreyta „hin góðu tengsl Sovétríkj-
anna og Indlands, og hina gömlu vin-
áttu pólsku og sovésku þjóöanna”.
Tíðindalaust á austurvígstöövunum.
ás-byggt á L’Express.
waazaa
BÍLABORG HF.
Smiöshöföa 23, sími 812 99
NOTAÐIR...
Við höfum nú til sölu sérlega gott úrval af notuðum MAZDA bílum í sýningarsal
okkar, sem eru allir vandlega yfirfamir á verkstæði okkar og seljast með 6 mánaða
ábyrgð frá söludegi.
OPIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 10-4
MAZDA eigendur athugið: Okkur bráðvantar allar árgerðir af
vel með förnum MAZDA 323 á söluskrá.
pkh!
Hafið þið áttað ykkur á því að í mörgum tilfellum er hagkvæmara að kaupa góðan
notaðan MAZDA bíl hjá okkur heldur en nýjan bíl af ódýrari gerðum?
í sérf lokki
Plymouth Volaré Coupé
'80
6 cyl., sjálfsk. í gólfi, vökva-
stýri, útvarp, ekinn aðeins
55.000 km, sumar- og vetrar-
dekk, skipti á ódýrari.
Chrysler Le Baron
Medallion '81
6 cyl., sjálfsk., vökva- og
veltistýri, rafdrifnar rúður og
skottlok, litað gler, útvarp,
sumar- og vetrardekk, læst
drif o.fl. aukahlutir. Stórglæsi-
legur lúxusbíll. Skipti á ódýr-
ari.
Plymouth Volaré Road
Runner 76
V8 318 cub., ekinn 60.000 míl-
ur. Huggulegur bíll með fjölda
aukahluta. Gott ástand, skipti
á ódýrari.
Plymouth Valiant 75
Ekinn 80.000 km, 6 cyl.,
sjálfsk. Gamall og harður jaxl
sem bregst þér varla í vetur.
Mazda 323 '77
Bíll í góðu standi sem fæst
með aðeins 25.000 kr. útborg-
un.
CHRYSLER
sk®da Opið í dag kl. 1 —5
JOFUR HF
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600