Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Qupperneq 32
32 DV. LAUGARDAGUR 27. OKTOBER1984. Tilkynningar Húnvetningar Vetrarfagnöur félagsins veröur haldinn laugardaginn 27. október aö Hverfisgötu 105, (risinu). Fagnaöurinn hefst meö félagsvist kl. 21. Dansaötil kl.02. Fréttatilkynning frá Utanríkisráðuneytinu Hinn 21. október afhenti Hannes Hafstein for- seta Egyptalands, Hosni Mubarak, trúnaðar- bréf sitt sem sendiherra Islands í Egypta- landi með aðsetri í Genf. Bella _ ^ „v‘n- , Jú.éggetalveg vélritaö I bréf fyrir þig, þó ég hafi veriö aö lakka neglurnar i vinnutimanum — þaö voru nefnilega táneglurn- ar. Tillaga frá stjórn Sambands foreldra- og kennarafélaga A fundi sínum í gær, 16. október, samþykkti stjóm Sambands foreldra- og kennarafélaga meö atkvæöum allra stjórnarmanna eftirfar- anditillögu: „Stjórninni þykir miöur aö til þess hafi komiö aö kjaradeilur hafa nú valdiö lokun grunnskólanna. Bömin missa þar meö af fræöslu sem stjórnvöldum er skylt að'sjá þeim fyrir samkvæmt lögum. Stjómin getur ekki oröa bundist eftir þá hatrömmu og órökstuddu árás sem kennara- stéttin varö fyrir á Alþingi 11. þ.m. þótt aö vísu hafi verið beðist af sökunar á oröbragöi. Einsýnt þykir aö þegar um svo djúpstæöan ágreining er aö ræöa milli aöila sé lítil sem engin von til viöunandi lausnar á kjaramálum kennara nema aö fram fari faglegt mat á störfum og starfsaöstööu grunnskólakennara og aö þeir fái laun í samræmi viö nýtt starfs- mat. Stjórnin leggur sérstaka áherslu á mikil- vægi starfsemi grunnskólans og telur aö fariö hafi veriö óvarlegum höndum um þetta fjör- egg þjóöarinnar. Brýnt er aö grunnskóhnn geti hafiö störf sem fyrst og aö sem minnstum truflunum sé valdiö á starfsemi hans. Stjórn Sambands foreldra- og kennarafé- laga í grunnskólum Reykjavíkur gerir þá kröfu aö unniö vecði aö lausn yfirstandandi vinnudeilu af fullri ábyrgöartilfinningu og kurteisi en á því hefur oröiö verulegur mis- brestur á síöustu dögum aö mati stjórnar- innar.” ísland kjörið í Efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna Hinn 22. október var Island kjörið í Elnáhags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC) næstu þrjú árin frá 1. janúar nk. að telja. Kosningin fór fram á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í New York. I ráðinu eiga sæti alls 54 ríki og voru átján kosin að þessu sinni, þ.e. fjögur önnur Vesturlönd: Frakkland, Spánn, Tyrk- land og Vestur-Þýskaland; fimm Afríkuríki: Ginea, Marokkó, Nígería, Senegal og Zimbabwe; þrjú Asíuríki: Bangladesh, Ind- land og Japan; Rúmenía úr hópi Austur- Evrópuríkja; og loks Brasilía, Haiti, Colombia og Venezúelá frá Rómönsku Ameríku. Efnahags-. og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna er ein af aðalstofnunum sam- takanna og fiallar m.a. um mál á sviði auð- linda, iðnvæðingar, viðskipta og þróunar, mannréttinda, tækni og vísinda og félags- legrar þjónustu. Island hefur ekki áður verið í framboði til ráðsins. Utanrikisráðuneytið, Reykjavík, 24. október 1984. Verkakvennafélagið Framsókn minnir á hinn árlega basar sinn á Hallveigar- stöðum 17. nóvember nk. Byrjað er að safna basarmunum og væntir stjórn félagsins að félagsmenn og velunnarar komi munum á basarinn í skrifstofu félagsins, Hverfisgötu 8—10 (Alþýðuhúsið),á venjulegumskrifstofu- tíma. Kvenfélag Kópavogs heldur spilakvöld þriðjudaginn 30. október kl. 20.30 í f élagsheimili Kópavogs. Nefndin. Valskonur Fyrsti fundur vetrarins veröur haldinn aö Hótel Loftleiöum (kjallara) þriðjudaginn 6. nóvember kl. 20.30. Aríðandi aö sem flestir mæti. Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar Vals Sunnudaginn 28. október nk. verður haldið lokahóf knattspymudeildar Vals í veitinga- húsinu Y Kópavogi og hefst það kl. 15. Veittar verða viðurkenningar fyrir góðan árangur til allra flokka deildarinnar. Nokkur stutt ávörp verða flutt og ýmislegt verður til skemmtunar. AUir Valsmenn eru boðnir vel- komnir í hófið en sérstaklega era leikmenn yngri flokka félagsins og foreldrar þeirra boðnir velkomnir. Vegna lokahófsins falla æfingar 6. og 7. flokks niður sunnudaginn 28. október. Stjórn knattspymudeildar Vals. Hesturinn okkar þriðja tölublað ársins 1984, er komið út. Meðal efnis í blaðinu má nefna greinar um kynbótahross sem sýnd voru á f jórðungsmót- unum í sumar á Austurlandi og Vesturlandi. Einnig er fjallað um gæðingakeppni og ungUngakeppni á fyrrnefndum stöðum. Berg- Und Hilmarsdóttir skrifar um beitarrann- sóknir hrossa og fjaUað er um rafmagnsgirð- ingar. Halldór Pjetursson skrifar um sam- skipti manns og hests. Mikið af myndum prýðir blaðið meðal annars eru Utmyndir á miðopnu frá f jórðungsmótinu og tvær svarthvítar mynda- opnurfrá Islandsmótinuá Vindheimamelum. Jólaföndurnámskeið Jólaföndurnámskeið aö hefjast hjá Heimilisiönaöarskólanum. Tuskubrúöugerö 30. október. Prjónatækni 1. nóvember. Dúkaprjón 5. nóvember. Myndvefnaöur 13. nóvember. Barnafatasaumur 14. nóvember. Vefnaöur 14. nóvember. Innritun að Laufásvegi 2. IMámskeið hjá Sjálfsbjörg Dagana 9. og 10. nóvember nk. verður haldið námskeið í Ölfusborgum um fatlaða og kynlíf. Námskeiðið er ætlað fötluðum, starfsfólki stofnana er fatlaðir dveljast á og öðrum þeim er áhuga hafa á efninu. Þátttökugjald er kr. 500 og er fullt fæði og gisting innifalið í þeirri upphæð. Þátttaka tilkynnist í síma 29133 og þar eru nánari upplýsingar veittar. Aldrei meira úrval af brauði — 15 nýjar tegundir 30% ódýrari en annarsstaðar Bakaríið KRINGLAN Starmýri 2 Opnunartími: 8-6 virka daga kl. 8-4 laugardaga kl 9 - 4 sunnudaga Skólavörðustíg 2 kl. 8 - 6 virka daga kl. 9 - 4 um helgar Tilkynning frá Kattavinafélaginu Flóamarkaðurinn í Hafnarstræti er óviðkom- andi Kattavinafélaginu. Af marggefnu tilefni skal það tekið fram að Kattavinafélagið er ekki aðili að Sambandi dýravemdunarfélags Islands og að flóamarkaður sá sem starfrækt- ur er í Hafnarstræti er félaginu gjörsamlega óviðkomandi og hefur það aldrei þegið þaðan eyris virði. Kattavinafélagið tekur sjálft á móti bæði fatnaði og öðru sem fólk vill gefa því og rennur allur ágóði til húsbyggingar félagsins sem þegar er hafin. Hjálpræðisherinn A sunnudag kl. 14 verður sunnudagsskóli, kl. 17.30 hermannasamkoma, kl. 20.30 kveðja fyrir lautinant Mirjan Oskarsdóttur sem er á förum til Panama. Fórn verður tekin til starfsins í Panama. Kafteinn Daníel Oskars- son stjómar. Allir velkomnir. Kvenfélag Hallgrímskirkju Fundurinn sem átti að vera 1. nóvember nk. fellur niður vegna kirkjuþings. Næsti fundur félagsins, sem er jólafundurinn, verður 6. desember. Basarinn verður 17. nóvember. Golfskóli Þorvaldar Golfskóli Þorvaldar tekur aftur til starfa nú í byrjun nóvember. Kennsla er bæöi fyrir byrj- endur og lengra komna í íþróttinni og öllum opin. Kennslan fer fram innanhúss og veröur í íþróttahúsinu Asgaröi í Garöabæ. Allar nánari upplýsingar eru gefnar í síma 34390. Bridge Bridge-fróttir frá TBK Fjórum umferðum af fimm er lokið í aðaltvímenningskeppni félagsins og er staðan þannig fyrir síðustu umferð sem spiluð verður nk. fimmtudag 1. nóv. í Domus Medica og sem hefst kl. 19.30. 1. Gunulaugur Öskarss.-Sigurður Stein- grimss. 485 2. Tryggvi Gíslas.-Bernharður Guðmunds482 3. Sigtryggur Siguröss.-Gísli Steingrímss. 475 4. Rafn Krlstjánss.-Þorstelnn Kiistjánss. 473 5. Björa Jónss.-Þórður Jónss. 469 6. Magnús Torfason-Guðni Kolbeins 460 7. Karl Nikulásson-Bragi Jónsson 459 Athugiö að síðasta umferð verður spiluð nk. fimmtudag 1. nóv. eins og að ofangreinir. Stjórnin. Bridgefólag Breiðholts Þriðjudaginn 16. október var spilað- ur eins kvölds tvímenningur í einum 12 para riðli. Röð efstu para var þessi: 1. Guðjón Jónss.-Hermann Láruss. 205 2. HermannSiguröss.-JóhannBjarnas. 187 3. Anton Gunnarss.-Friöjón Þórhallss. 186 Meöalskor 165 Spilaður verður eins kvölds tví- menningur 1. þriðjudag eftir að verk- fall leysist. Síðan verður spilaður barómeter. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30 stundvíslega. Bridgefélag Hafnarfjarðar Nú er nýlokið 3 kvölda aðal- tvímenningi en sigurvegarar í honum teljast tvímenningsmeistarar Hafnar- fjarðar 1984. Keppnin var jöfn og hörð og úrslit voru ekki ráðin fyrr en á síðustu spilunum. Lokastaöan varð annars þessi: 1. Friðþjófur Einarsson — Kristófer Magnússon 739 2. Árni Þorvaldsson — Sævar Magnússon 732 3. Ingvar Ingvarsson — Kristján Hauksson 722 4. Ásgeir Ásbjörnsson — Guðbrandur Sigurbergsson 700 5. BöövarMagnússon — Ragnar Magnússon 698 Næsta keppni félagsins er 3 kvölda butler, þ.e. tvímenningur meö sveita- keppnisútreikningi. Sú keppni hefst næstkomandi mánudag 29. okt. Verði verkfalli BSRB ekki lokið fyrir þann tíma er spilaö í fundarsal Vélsmiðju Péturs Auöunssonar viö Oseyrarbraut, en annars í íþróttahúsinu við Strand- götu. Spilamennska hefst kl. 7.30. Frá Reykjanesnefnd Reykjanesmótið í tvímenningi veröur spilað helgina 10.-11. nóv. Fyrir- komulagið veröur barómeter með tölvugefnum spilum, 3—5 spil milli para. Spilað verður í íþróttahúsinu við Strandgötu og hefst spilamennskan kl. 1 á laugardeginum. Þátttöku má tilkynna til eftirfarandi: 52941 (EinarSigurðsson) 40245 (SigurðurSigurjónsson) 93-3345 (Gísli Isleifsson)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.