Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1984, Blaðsíða 4
4
DV. FÖSTUDAGUR 2. NOVEMBER1984.
DV yfirheyrsla
DV-yfirheyrsla
DV-yfirheyrsla
DV yfirheyrsla
Viðtal: Herbert Guðmundsson
Myndir: Gunnar V. Andrésson
„Nýjar aðstæður efna-
hagslega og pólitfskt”
Vmsir tóku óstinnt upp ummæii
þín í sjónvarpinu á dögunum um aö
sáttatillagan í deilu BSRB og rikisins
boöaði meiri gengisfellingu og meiri
verðbólgu en elia. Nú hefur samist
um enn melra, hvað þá?
1 viðtalinu dró ég upp afleiðingam-
ar af hinum hefðbundnu aöferðum
viö aö leysa kjaradeilur og benti á aö
viö værum tilbúnir til þess að bjóöa
upp á nýja leið, dró fram þessa tvo
megin kosti: Annars vegar skatta-
lækkunarleiö meö raunhæfum kjara-
bótum og hins vegar þessa gömlu,
heföbundnu leiö.
Eg er ekki í neinum vafa um aö
meö þessu tilboði um þríhliöa lausn
var boöiö upp á einu raunhæfu
leiðina til kjarabóta sem jafnframt
gat tryggt áframhaldandi jafnvægi í
efnahagsmálum. Því miöur hefur
þessi leiö sem viö sjálfstæðismenn
áttum frumkvæöi að aö bjóöa upp á
orðið undir, því miður. Og
viövörunarorö mín eru enn í fullu
gildi.
Skattalækkunarleiðinni var
hafnað. Nú held ég að almenningur
hafi ekki haft minnstu hugmynd um
með hvaða hætti átti að lækka skatta
og útsvar um 1.400 milljónir, málið
hafi ekki verið lagt skýrt fyrir. Og
Albert Guðmundsson sagði ítrekað i
viðtölum við DV að hann sæi ekki
hvernig þetta væri framkvæmanlegt
ofan á 3.000 milljóna samdrátt í ríkis-
búskapnum.
Það er alrangt aö þetta hafi ekki
verið sett f ram með ákveðnum hætti.
Aöilum vinnumarkaðarins var gerö
nákvæm grein fýrir þeim hug-'
myndum sem þama lágu aö baki,
jafnframt þeim vilja ríkisstjórnar-
innar aö samningsaðilar fyndu
sameiginlega lausn á þessum grund-
velli. Og þaö kom mjög glöggt fram
meðal annars í ræöu varaformanns
Verkamannasambandsins á þingi aö
þar vom menn alveg sammála því
aö aöilar leituöu sameiginlegrar
iausnar á þessum gmndvelli en ekki
að ríkiJstjórnin legði fyrir einhliöa
forskrift.
Áttu skattalækkanirnar eða fram-
kvæmd þeirra þá að vera samnings-
atriði milli ríkisstjórnarinnar og
aðila vinnumarkaðarins?
Viö vorum aö bjóða verkalýðs-
samtökunum upp á mjög víötækt
samstarf og víötækara en áður hefur
verið gert.
Var BSRB boðið slíkt samstarf ?
öllum aöilum var boðiö þetta. Þaö
kom hins vegar fljótt í ljós aö
forystumenn BSRB höfðu lítinn sem
engan áhuga á kjarabótum meö
þessum hætti. Þeir vildu fara gömlu,
heföbundnu leiðina.
Þegar þið héiduð skattalækkunar-
leiðinni sem mest að mönnum tók
borgarstjórinn í Reykjavík af skarið
og samdi um fyrirmynd þeirra
verðbólgusamninga sem gerðir hafa
verið og þið kalliö svo. Var það í sam-
ráðiviðþig?
Menn veröa að gera sér grein fyrir
þvi að þegar þarna var komiö
málum var liðið nokkuö á verkfallið
og aðilar höfðu haft þrjár til fjórar
vikur til þess aö meta tilboð ríkis-
stjórnarinnar án þess að sýna
nokkurn árangur. Það var því ekkert
óeðlilegt þótt vonir um að skatta-
lækkunarleiöin væri fær væru farnar
aö bresta og menn reyndu aörar
leiðir. Eftir þetta kom hins vegar í
ljós að áhugi verkalýðssamtakanna
á aö nýta þetta tækifæri var enn fýrir
hendi og margfaldaðist þegar
Reykjavíkursamningarnir höföu
veriö felldir.
Ef til vill fyrst á þessum tíma-
punkti fóru menn í alvöru aö leita
lausnar á þessum grundvelli skatta-
lækkana.
Og siðan virtist sú alvara í fullum
byr þegar skyndilega fréttist að
BSRB og ríkið væru að semja um
sams konar leið og borgarstjórl bauð
fyrst upp á. Var það ekki rothöggið á
skattalækkunarleiðina?
Það er alveg ljóst aö ef lands-
samböndin innan ASl og VSI hefðu
samið á fyrra stigi á þessum grund-
velli sem viö buðum upp á, hefðu
slíkir samningar oröið rik jandi.
Eftir einum samningamanni var
haft að ASÍ og VSÍ hefðu aðeins þurft
fáeina klukkutíma í viðbót tii þess að
ganga frá skattalækkunarsamning-
um.
Það er auðvelt aö segja svona eftir
á.
Þú hefur ekki trú að þessi orð
hefðu staðist.
Ég er ekkert aö vefengja það, en
það er auðvelt aö segja svona eftir á.
Hins vegar var alveg ljóst frá
upphafi aö þessi leið var ekki fær
nema um það næðist samstaða yfir
vinnumarkaöinn allan. Slik
samstaöa náöist aldrei milli lands-
sambandanna innan ASI og BSRB og
þar stóð hnífurinn í kúnni.
En var ekki skattalækkunarboð
rikisstjórnarinnar tóm blekking?
Því fer alveg víös fjarri. Hér voru
dregnar upp mjög ákveönar útlínur
en auðvitað tókum viö þá ákvöröun
aö aðilar mótuðu þetta í sameiningu.
Þess vegna lá framkvæmdin aldrei
fyrir í smáatriðum af því að
samstaða náðist ekki um leiðina sem
slíka.
Hvað þá um ummæli Alberts Guð-
mundssonar um að hann sæi ekki
hvernig hægt væri að framkvæma
þetta?
Ja, ég er ósammála þeim. Og
kannski hafa þau að einhverju leyti
spillt fyrir því að þessi leiö yröi farin,
ég skal ekki dæma um þaö, en ríkis-
stjórnin var aö ööru leyti sannfærð
um aö þetta væri hægt. Og þing-
flokkur Sjálfstæðisflokksins var ein-
róma þeirrar skoðunar.
Þú talar um að menn hafi haft
nægan tima til þess að leggja út á
skattalækkunarleiðina þótt það tæk-
ist ekki. Margir eru á því að þið for-
menn stjórnarflokkanna og ríkis-
stjórnin hafið sofnað á verðinum
eftir að hafa slökkt verðbólgubálið
og látið allt sumarið líða án þess að
skýra framhaldið og hefja aðgerðlr
til þess að iétta fólki kaupmáttar-
skerðinguna.
Menn geta auðvitað alltaf slegið
svona fram. En ég sé ekki að þaö
hefði breytt neinu þótt tilboð ríkis-
stjórnarinnar um nýja leiö í kjara-
málum hefði komið fram eitthvaö
fyrr. Ég sé ekki aö það hefði breytt
neinu um afstööu BSRB-f orystunnar.
Mátti ekki hreiniega lækka skatt-
ana strax í vor og sýna þannig
viðleitni til samvinnu?
Það var auövitaö augljóst aö þetta
hlyti aö verða þáttur í heildarlausn.
Aöstæöur voru ekki þannig aö ríkis-
sjóður væri yfirfullur af peningum.
Einhliöa aögerð ríkisins hefði því
komið fyrir lítið nema sem liður í
samningum um heildarlausn.
Hvað er hægt að gera nú í stöðunni
þegar nokkurn veginn liggur fyrir
þróun kjaramála? Fyrir fáum vikum
orðaðir þú kosningar ef allt færi úr
böndunum. Á að kjósa eða andæfa?
Ég lýsti því yfir í haust að Sjálf-
stæöisflokkurinn stefndi ekki aö
kosningum. Hins vegar væri hann
alltaf reiöubúinn til þess aö leggja
sín mál undir dóm kjósenda. Það
stendur. Þaö er of snemmt aö kveöa
á um, hvemig viö verður brugðist
meðan kjarasamningar eru ekki
allir á boröinu.
Þinum boðskap i kjaramáium
hefur verið hafnað og samflokks-
menn þínir i áhrifastöðum staðið að
því meðal annarra. Skoðanakannan-
ir sýna stöðugt fylgistap Sjálfstæðis-
flokksins síSustu mánuði og margir
flokksmenn lýsa opinberlega
óánægju sinni. Er farið að hitna
undir formannsstólnum?
Ég hef ekki orðið var viö þaö.
Þvert á móti héldum við í síðasta
mánuöi flokksráösfund þar sem kom
fram mikil eindrægni um þá stefnu
sem fylgt hefur verið. Sá fundur
sýndi mikla einingu á bak við þær
hugmyndir sem viö höfum beitt
okkur fyrir í kjaramálum og öörum
greinum þjóðmála undanfarið.
Auðvitaö gengur hver stjórnar-
flokkur í gegnum mikla erfiöleika
þegar svo hatrammar deilur eru
uppi í þjóðfélaginu. Skoöanakannan-
ir sýna aö fylgi flokksins í miðri
þessari orrahríö er meira heldur en í
síðustu kosningum. Ég held að þaö
sýni mat fólks á því að flokkurinn
hefur bryddaö upp á nýjum leiðum í
kjaramálum og nýsköpun í þjóð-
félaginu sem geta fremur en nokkuð
þaö sei.i við höfum búið við lyft
okkur upp úr þeim öldudal sem
þjóöfélagið hefur verið í síðustu þrjú
árin.
Samstarfsmenn þinir í stjórnar-
flokkunum hafa frá því þú varst
kosinn formaður Sjálfstæðis-
flokksins talið eðlilegt og jafnvel
mikilvægt að þú tækir sæti í ríkis-
stjóminni og helst varaformaðurinn
líka. Nú er sagt að Matthías Bjama-
son sé tilbúinn til þess að hvíla sig frá
ráðherradómi. Ert þú á leið í
stjómina og kannski Friðrik Sophus-
son einnig?
Þetta mál snýst ekki um þaö, hvort
einhverjir hafi hug á að hvíla sig.
Viltu ekki fara í ríkisstjórnina?
Ég get svaraö þessu á þann veg að
það em auðvitað komnar upp nýjar
aðstæður í þjóöfélaginu, bæði efna-
hagslega og pólitískt, og Sjálfstæöis-
flokkurinn þarf að meta það á næstu
dögum hvemig hann bregst viö því.
Á þessu stigi er ekkert hægt aö segja
til um það með hverjum hætti það
verður gert.
Undanfarið hefur mátt sjá og
heyra vaxandi deilur milli aðila í
stjórnarflokkunum. Er það ekki
merki um að brestur sé að myndast í
samstarfinu?
Þaö er alveg rétt aö þaö virðist
vera einhver undirgangur í einhverj-
um hluta Framsóknarflokksins eins
og fram kemur í skrifum Tímans. Ég
held ekki aö þetta sé meirihluta-
skoðun þar. En yrði hún ofan á hefði
það auðvitaö í för með sér afgerandi
pólitískar breytingar.
Þú útilokar hvorki kosningar né
ráðherradóm?
Ég segi það eitt aö nú verða menn
að takast á við algerlega nýjar
aðstæður. Það veröum viö að gera á
næstu dögum.