Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1984, Blaðsíða 28
32 DV. FÖSTUDAGUR 2. NOVEMBER1984. Andlát Kristinn Einarsson klæðskerí, Holta- gerði 48 Kópavogi, lést í Landspítalan- um miðvikudaginn 31. október. Þorfinna Guðmundsdóttlr, Sólbakka Fossvogi, er andaðist á Borgar- spítalanum 26. október, verður jarð- sungin frá Fossvogskapellu þriðjudag- inn 6. nóvember kl. 15. Fundir Landsfundur Samtaka um Kvennalista verður haldinn dagana 3. og 4. nóv. 1984 að Hótel Loftleiðum, Kristalssal. Dagskrá fundarins hefst kl. 9 árdegis. Konur, vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu Kvennalistans í Kvennahásinu, sími 13723. Landsfundarnefnd. Félagsfundur JC IMes 3. félagsfundur JC Nes verður haldinn mánu- daginn 5. nóv. kl. 20 í hliðarsal Hótel Sögu. (Gengið inn um aðaldyr). Á dagskrá verður meðal annars: Hin árvissa ræðukeppni sem að þessu sinni verður á milli JC Nes og JC Breiðholt. Umræða dagsins verður: A að stofna heimili fyrir misskilda karlmenn. Inntaka nýrra félaga. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Valskonur Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn að Hótel Loftlelðum (kjallara) þriðjudaginn 6. nóvember kl. 20.30. Áriðandi að sem flestlr mæti. Fræðslufundur Hagræðingar- félags íslands Mánudaginn 5. nóvember heldur Hagræðing- arfélag íslands fyrsta fræðslufund félagsins á þessum vetri. Fundurinn er haldinn í Borgar- túni 6, fjórðu hæð. Fundarefnið er fjölbreytt að venju og er efni hans eftirfarandi: Notkun tölvu við hagræðingarstörf, Gunnar Ingi- mundarson viðskiptafræðingur. Endurnýjun innanfrá — Framleiðniátak, Davíð Guð- mundsson tæknifræðingur og Reynir Kristins- son tæknifræðingur. Vöruþróun, Þorsteinn Oli Sigurðsson tæknifræðingur. Hvaðerlogistik?, Jón Sævar Jónsson verkfræðingur. Japanskar framleiðslustjórnunaraðferðir, dr. Ingjaldur Hannibaisson verkfræðingur. Hagræðingarfé- lagið var stofnað síðastliðið vor og urðu fé- lagsmenn þá strax um eitt hundrað. Markmið þess er að efla þekkingu og áhuga á hagræð- ingarmálum og miðla nýjungum og reynslu til félagsmanna. Fræðslufundir hafa áður verið haldnir með svipuðu formi í nokkur ár af stofnendum félagsins. Ýmsir sem vinna að þessum málum hafa ekki vitað af þessum fundum. Er nú stefnt að því með stofnun fé- lagsins og starfsemi þess að gefa fleiri kost á að fylgjast með á þessu sviði. Áhugamenn um hagræðingarmál geta skráð sig í félagið á fundinum. Golf Golfskóli Þorvaldar Golfskóli Þorvaldar tekur aftur til starfa nú i byrjun nóvember. Kennsla er bæði fyrir byrj- endur og lengra komna i íþróttinni og öllum opin. Kennslan fer fram innanhúss og verður í iþróttahúsinu Asgarði í Garðabæ. Allar nánari upplýsingar eru gefnar i sima 34390. Aðalfundir Aðalfundur pöntunarfélags Náttóru- læknlngafélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 7. nóvember kl. 20.30 að Laugavegi 25. Venjuleg fundarstörf. Stjómin. Aðalfundur UBK Aðalfundur knattspymudeildar UBK verður haldinn í félagsheimilinu laugardaginn 3. nóvember kl. 13. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Basarar Húsmæðrafélag Reykjavíkur Basarinn og flóamarkaðurinn verður að Hall- veigarstööum sunnudaginn 4. nóvember kl. 14. Mikið úrval verður af handavinnu, ullar- vörum, s.s. peysum, vettlingum og hosum, fallegar svuntur, lukkupokar og margt fleira. Þeir sem ætla að gefa okkur era beðnir að láta vita í sfmum 81759 og 14617. Basar í safnaðarheimili Langholtskirkju Basar verður í Safnaöarheimiii Langholts- kirkju laugardaginn 3. nóvember kl. 14. Urval handunnina muna, heimabakaðar kök- ur, happdrætti. Allur ágóði rennur í byggingarsjóö Langholts- kirkju í Reykjavik. Móttaka á munum kl. 17—22 föstudag og kl. 10—12 laugardag. Kvenfélag Langholtssóknar. Kökubasar íþróttafélags fatlaðra verður að Hátúni 12, Sjálfsbjargarhúsinu (austurenda) laugardaginn 3. nóvember kl. 14. „Bæjarins bestu kökur”. Ég imdirritaður þakka öllu starfsfólki Búnaðar- banka íslands ásamt bankastjórum, Birni, Jóni og Stefáni, fyrir frábært samstarf. Vegna brott- farar til Noregs. Hörður Guðbrandsson, sölumaður. Þakkarávarp Innilegt þakklæti votta ég öllum þeim sem auðsýndu mér hlý- hug og vináttu á áttræðisafmæli minu 24. október sl. og glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og símtölum. Guð blessi ykkur öll. Jóhann L. Einarsson, Hlíðarvegl 48 Kópavogi. Verkakvennafélagið Framsókn minnir á hinn árlega basar sinn á Hallveigar- stöðum 17. nóvember nk. Byrjað er að safna basarmunum og væntir stjórn félagsins að félagsmenn og velunnarar koml munum á basarinn i skrifstofu félagsins, Hverfisgötu 8—10 (Alþýðuhúsið), á venjulegum skrifstofu- tíma. Kvenfólag Kópavogs Félagskonur, tekið verður á móti basarmun- um í félagsheimilinu föstudagskvöldið 2. nóv. frá kl. 20—22, laugardaginn 3. nóv. frá kl. 14— 18 og sunnudagsmorgun til hádegis. Kvenfélag Hreyfils verður með basar, kökusölu og flóamarkað í Hreyfilshúsinu 11. nóvember. Konur eru beðnar að gera skil fyrir fimmtudagskvöldið 8. nóvember. Tapað -fundið Kvenmannsúr fannst í Þverholti Merkt kvenmannsúr með festi fannst fyrir utan Þverholt 11. Upp- lýsingar á afgreiðslu DV, Þverholti 11. Páfagaukur tapaðist Hann.er hvítur og ljósblár, aðallega hvítur, og tapaðist úr miðbæ Kóðavogs 27. október sl. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið eru vinsamlegast beðnir að hringja í síma 45738. Fundarlaun. Læða í óskilum Þessi læða er í óskilum f Einholti 11. Hún er svört, hvít og brún, með brúnt trýni og fannst hún fyrir mánuði. Upplýsingar í síma 15893. Happdrætti Dregið hefur verið í happdrætti knatt- spymudeildar Víkings. Vinningsnúmer eru sem hér segir: 2039, 502,7193,7186,1659. Knattspyrnudeild Víkings þakkar veittan stuðning. Tilkynningar Frá Kammermúsíkklúbbnum Fyrstu tónleikar á starfsárinu verða á Kjarvalsstöðum á laugardaginn kemur, 3. nóvember, og hefjast kl. 21.00. Efnisskráin verður hin sama og ráðgert hafði verið að flytja 21. október en af þeim tónleikum gat ekki orðið. Leikin veröa eingöngu kammer- tónverk eftir Mozart: Flautukvartett nr. 1 í D-dúr, K.285, Tríó fyrir klarinett, víólu og píanó í Es-dúr, K.498 (Kegelstatt) og Píanókvartett nr. 2 í Es-dúr, K.493. Flytjendur verða Hrefna Eggertsdóttir (píanó), Kjartan Oskarsson (klarinett), Martial Nardeau (flauta), Rut Ingólfsdóttir (fiðla), Helga Þórarinsdóttir (víóla) og Nora Kornblueh (selló). Fjórir sýna í Listamiðstöðinni 1 Listamiðstöðinni (nýja húsinu við Lækjar- torg á 2. hæð) sýna nú fjórir listamenn. Eru það þau Anna Ölafsdóttir Björnsson sem sýnir 9 myndverk, dúkristur. Kallar hún sýninguna „Blikur”. Ingiberg Magnússon sýnir 10 krítarmyndir er hann kallar „Trjá- stúdíur” og eru verkin unnin í Danmörku (í ágúst og sept. sl.) en þar dvaldi Ingiberg í boði Norræna félagsins f Odense. Santiago Harker frá Kolumbíu sýnir Ijósmyndir sem hann kallar „Hulið”. A sýningunni eru 17 ljósmyndir um mannlíf í Bogota, fæðingar- stað höfundar. Gunnar Hjaltason gullsmiöur sýnir 16 vatnslita- og pennateikningar og kallar hann sýninguna „Smámyndir”. Ársþing FSf Þing FSI verður haldið 2. des. í Félagsheimili Kópavogs og hefst kl. 10.00 árdegis. Félög þurfa að senda tillögur og annað efni sem fram á að koma 10 dögum f yrir þing til FSI. KI. 16.30 sama dag verður fimleikasýning i Laugardalshöll og þar munu hópar frá öllum fimleikadeildum koma með mismunandi við- fangsefni úr ævintýrinu Rauðhetta og „fim- leika”úlfurinn. Nýstárleg sýning fyrir fjöl- skylduna. StjórnFSL Grafíkmappa félagsins íslensk grafík er komin út Hún verður til sýnis og sölu laugardaginn 3. nóvember og sunnudaginn 4. nóvember í Gall- eríi Borg við Austurvöll. Forkaupsrétthafar geta sótt möppuna i Gallerí Borg þessa daga frá klukkan 12—18. Upplagið er 50 eintök og verð möppunnar er 7.500 krónur. I hverri möppu eru fimm myndir. Listamennirnir sem að þessu sinni eiga verk í grafíkmöppunni era Ásdís Sigurþórs- dóttir, Jónína Lára Einarsdóttir, Kjartan Guöjónsson, Margrét Zóphóníasdóttir og Vignir Jóhannesson. Myndirnar era unnar í sáldþrykk, tréristu og dúkristu. Þetta er í fjórða sinn sem Islensk grafík. gefur út grafíkmöppu og hafa fyrri möppur ætíð selst upp. Eftir næstu helgi verður hægt að nálgast möppuna í Gallerí Borg þar til hún er uppseld. Leiðbeiningastöð húsmæðra á Hallveigarstöðum Kvenfélagasamband Islands vill vekja at- hygli á því að Leiðbeiningastöð húsmæðra á Hallveigarstöðum verður fyrst um sinn opin frá kl. 10—12 árdegis og kl. 2—4 siðdegis alla virka daga nema laugardaga. Leiðbeiningastöðin veitir hagkvæmar upp- lýsingar um heimilisstörf, aðstoðar viö val heimilistækja samkvæmt umsögnum er- lendra rannsóknastofnana i neytendablööum og gefur almenningi kost á ókeypis leiðbein- ingum í sima 12335. Kvenfélagasamband Islands gefur út tima- ritið Húsfreyjuna, rítið kemur út fjórum sinnum á ári. Askriftarsimi er 17044. Fræöslurit Kvenfélagasambands Islands fást á skrifstofu leiðbeiningastöðvarinnar á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, efstu hæð. Verð hvers rits er kr. 50,- Þessi rit eru til sölu: Frysting matvæla, Gerbakstur, Glóðar- steiklng, Nútimamataræði, Matur og hrein- læti, Svona gerum við þegar við þvoum okkar þvott, Blettahreinsun, Jólakveðjur, Félags- málogfundastjórn. KFUM og KFUK Amtmannsstíg 2b. Almenn samkoma sunnudagskvöld kl. 20.30. Ræðumaður Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjórí barna- og unglingastarfs félaganna. Einsöngur: Laufey Geirlaugsdótt- ir. Tekið á móti gjöfum í byggingarsjóð. Kaffiterían opin eftir samkomuna. Allir vel- komnir. Kvennaathvarfið er opið allan sólarhringinn, sími 21205, húsa- skjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Skrifstofa samtakanna er að Hall- veigarstöðum, sími 23720. Opið er alla virka daga kl. 14—16. Pósthólf samtakanna er 405. Gíróreikningur 44442-1. Ráðstefna um hagsmuna- og réttindamál heima- vinnandi húsmæðra verður haldin á vegum Bandalags kvenna i Reykjavík í Súlnasal Hótel Sögu laugardag- inn 3. nóv. Hefst hún kl. 9.30 og stendur til kl. 16. Erindi flytja: Margrét Thoroddsen, deildarstjóri hjá Tryggingastofnun, Guðrún Erlendsdóttir hæstarréttarlögmaður, Sigur- björn Þorbjömsson ríkisskattstjóri. Margrét Matthiasdóttir húsmóðir. Fyrirspumir og umræður. Ráðstefnan er öllum opin. Kattaeigendur, merkið ketti ykkarl Þeir kattaeigendur sem ekki merkja ketti sina geta átt það á hættu að köttum þeirra verðilógað. Kattavinafélagið. Námskeið hjá Sjálfsbjörg Dagana 9. og 10. nóvember nk. verður haldið námskeið i Olfusborgum um f atlaða og kynlíf. Námskeiðið er ætlað fötluðum, starfsfólki stofnana er fatlaðir dveljast á og öðrum þeim er áhuga hafa á efninu. Þátttökugjald er kr. 500 og er fullt fæði og gisting innifalið í þeirri upphæð. Þátttaka tilkynnist í sima 29133 og þar era nánari upplýsingar veittar. Jólaföndurnámskeið Jólaföndurnámskeið að hefjast hjá Heimiilsiönaðarskólanum. Dúkaprjón 5. nóvember. Myndvefnaður 13. nóvember. Bamafatasaumur 14. nóvember. Vefnaður 14. nóvember. Innritun að Laufásvegi 2. Borgfirðingafélagið í Reykjavík heldur sitt árlega kaffiboö fyrir eldra fólk úr Mýra-og BorgarfjarÖarsýslum nk. sunnudag, 4. nóvember, í Domus Medica kl. 2—6. Hitt- umst öll og rifjum upp góöar minningar. Landsvirkjun stad- festir álsamninginn — Ólafur Ragnar Grímsson telur Alusuisse halda áfram fyrrisvikum Stjóm Landsvirkjunar samþykkti á fundi sinum í gær heimild til aö staö- festa fyrir hönd stofnunarinnar nýgeröan samning milli álviöræðu- nefndarinnar og Alusuisse. Olafur Ragnar Grímsson, fulltrúi Alþýðubandalagsins í stjórninni, lagöist hins vegar gegn staöfestingu samningsins. I sérstakri bókun sem hann lagði fram á fundinum segir aö orkuverðið til Ahisuisse yröi samkvæmt nýja samningnum töluvert undir kostnaðarverði á rafmagni framleiddu í núverandi virkjunarkerfi Landsvirkj- unar. Einnig er þar bent á aö meö þessum samningi sé Landsvirkjun aö halda inn á þá hættulegu braut aö tengja orkuverð afkomu stóriðjufyrir- tækjanna og heimsmarkaðsverði á málmum. Endurskoöunarákvæöin í samningnum telur hann mjög óljós og Islendingum óhagstæö. Þá segir í bókuninni aö óhjákvæmi- legt sé aö geta þess að Alusuisse sé sleppt við aö hlíta úrskurði gerðar- dóms í deilumálum fyrri ára. Fyrir- tækið fái að sleppa meö 100 milljón króna sekt þegar krafa Islendinga um endurskoðun var þrisvar sinnum hærri, enda sýni nýjar upplýsingar um áriö 1983 aö Alusuisse haldi áfram fyrri svikum, segir í bókun Olafs Ragnars. -OEF. Þessar ungu stúlkur héldu á dögunum báöar 12 ára og helta Guðfinna Snorra- tombólu tll slyrktar Biindravinafélag- dóttir og Laufey Harðardóttlr. inu og söfnuðu alls 1100 kr. Þær eru DV-mynd: Sveinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.