Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1984, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR 2. NOVEMBER1984. 5 Alþýðubandalagsmenn: Þingnefnd skoði vanda sjávarútvegs „Þegar endurskoðun um endur- greiðslur olíuverðs liggur fyrir verður tekin ákvörðun um hvort þeim verður fram haldið,” sagði Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráöherra í gær á þingi. Til umræðu var tillaga um kosn- ingu þingnefndar vegna rekstrar- vanda í íslenskum sjávarútvegi. Flutn- ingsmenn eru allir þingmenn Alþýðu- bandalagsins. Ráðherra svaraðimeðal annars fyrirspurn um olíukostnaö fiskiskipa en endurskoðun á olíurekstri skipanna er rétt ólokið hjá viöskipta- ráðuneyti. Þegar endurgreiðslur voru ákveðnar voru þær miðaðar við hlut- fall af aflaverðmæti og miöað var við þriggja mánaöa tímabil. 1 málflutningi þingmanna Alþýðubandalagsins kom fram gagnrýni á aö lítið væri aðhafst af ráöherra hálfu til að leysa vanda sjáv- arútvegsins og því væri tillaga um þingnefnd tilkomin. Ráðherra benti á ýmis úrræði vegna sjávarútvegs sem framkvæmd'hefðu verið, til dæmis að endurgreiða sölu- skatt af orkuveröi til frystihúsa á næstaári. -ÞG Auglýsingaútvarp í stórmarkaði „Nei, þetta er ekkert fréttaútvarp. Við útvörpum ekki öðru en auglýsing- um og þá eingöngu auglýsingum sem við gerum sjálfir og snerta eigin vör- ur,” sagði Gísli Blöndal, fulltrúi Hag- kaupsforstjórans, í samtali við DV, að- spurður hvort Hagkaup væri farið að reka eigin útvarpsstöð. „Við höfum komið okkur upp sér- stakri gerð af segulbandi sem hentar til þessa og auglýsingamar eru leiknar á mesta annatímanum. I verkfallinu vorum við jafnframt vanir að stilla á Ríkisútvarpið þegar á fréttalestri stóð þannig að fólk fengi jafnframt upplýs- ingar um hvað væri að gerast í veröld- inni á meöan það verslaði við okkur,” sagðiGísiiennfremur. -EIR. Fjórar f rumsýningar Það er mikið um frumsýningar í leikhúsunum í Reykjavík um þessar mundir enda allt líf að færast aftur í eðlilegt horf eftir verkfallið. Islenska óperan frumsýnir Carmen í kvöld og Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir Dagbók Önnu Frank í Iðnó annað kvöld. Þar leikur óþekkt 16 ára stúlka frá Selfossi, Guðrún Krist- mannsdóttir, aðalhlutverkiö. Nemendaleikhúsiö frumsýndi í gær leikritið Grænfjöðrung eftir Carlo Gossi, og er næsta sýning á því verki á morgunkl. 15.00. Þá frumsýnir Alþýðuleikhúsið kl. 16.00 á sunnudaginn að Kjarvalsstöð- um leikritið Beisk tár Veru von Kant, sem er eftir Rainer Werner Fassbind- er. -klp- Það er ekkí mikil hvíld I pósthúsum landsins þessa dagana og unnið fram á rauöanótt. í aOalpósthúsínu í Reykjavik er Ijós i hverjum glugga þótt dimmtsó úti. DV-mynd KAE. Landgræðslan græðir flugvél Landgræðslan hefur eignast nýja flugvél. Sú er gömul og mun aldrei fljúga framar. Er hér um að ræða Douglas DC 3 vél sem varð innlyksa á Reykjavíkurflugvelli fy rir mörgum ár- um þegar verið var að ferja hana yfir hafið ásamt öðrum sömu gerðar. End- anlega varð hún að hræi í óveðri sem þeytti henni upp að Hótel Loftleiðum án þess að nokkurn gest sakaði. Flugmálastjórn lagði hald á flugvél- ina og nú hefur Landgræöslan keypt hana. Hefur vélin verið tekin í sundur, allt nýtilegt hirt og er ráðgert að nota það sem varahluti í þær flugvélar Landgræðslunnar sem flugfærar eru, en það eru Páll Sveinsson, sem er af Douglas DC 3 gerö, og TF Tún, sem er Piper-vél. Landgræðslan mun því á næstunni snúa sér að varahluta- ígræðslu. -EIR. Bryndís og Bergþóra að störfum í 15 tonna trukknmn sínum sem mllll Keflavfkur og Reykjavíkur dag hvem. er 12 metra langur og brunar með þær systur á DV-mynd KAE. 15 toffna jafnrétti — og karlmennimir bjóða fram aðstoð „Það eru allir voðalega hissa á okkur en við látum það ekki á okkur fá. Pabbi var í þessu í 20 ár og nú er- um við teknar við,” segja þær systur Bryndís og Bergþóra sem hafa þann starfa aö aka 15 lesta vöruflutninga- bifreið á milli Reykjavíkur og Kefla- víkur; fullhlaðinni og þær hlaða hana sjálfar. Bergþóra er 34 ára og tveggja barna móðir, Bryndís systir hennar er 25 ára og vöruflutningabillinn er 12 metra langur og tekur 15 lestir eins og fyrr sagði. Saman sjá þessi hörkutól um að aka vörum fyrir Kaupfélagið i Keflavík og lyfta því ekki fáum kartöflusekkjunum dag hvern, svo ekki sé minnst á steypu- styrktarjárnið sem þær verða að binda á topp bílsins. „Hvers vegna ættum við ekki að geta gert þetta eins og karlmenn? Við erum stórar og sterkar. Þó lend- um við í því daglega að karlmenn bjóða okkur aöstoð og við þiggjum hana ef þannig liggur á okkur,” segja systumar á meðan þær hamast við að hlaða trukkinn sem er á stærð við flugvél sm flýgur á innanlands- leiðum. „Við förum frá Keflavík um sjöleytið á morgnana og erum búnar með verk okkar í Keflavík fyrir kvöldmat,” segja Bryndís og Berg- þóra og neita því ekki að töluvert sé upp úr þessu að hafa. „Við erum að hugsa um að halda þessu áfram næstu 20 árin eins og pabbi.” -EIR. MIÐ BJOÐUNv METRINU BYRGINN jímutiESTunE Nú eru fyrirliggjandi BRIDGESTONE radial og diagonal vetrarhjólbarðar á vörubifreiðar með hinu frábæra BRIDGE- STONE ÍSGRIPS-mynstri Sérlega hagstætt verd. ISGRIP BILABORG HF. Smiöshöföa 23 sími 812 99

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.