Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1984, Blaðsíða 8
DV. FÖSTUDAGUR 2. NOVEMBER1984.
Utlönd
Utlönd
Útlönd
Útlönd
SVETLANA STAUN SNÝR
AFTUR TIL SOVÉTRÍKJANNA
Svetlana í fangi f ööur síns. Nú mun hún aftur komin heim til f öðurhúsa.
S.Þ. hvetur til
samningaviðræðna
um Falklandseyjar
Allsherjarþing Sameinuöu þjóðanna
samþykkti í fyrradag tillögu sem hvet-
ur til að Bretar og Argentínumenn setj-
GaryGrant
dauðvona?
Að sögn vina er hinn áttræöi
Gary Grant aðeins að ná sér eftir
flensu en ekki alvarlega veikur
eins og talið var. Sagt er að hann
dvelji nú heima hjá sér og hafi
ekki verið lagður inn á sjúkra-
hús.
Grant aflýsti fyrirhuguðum
fyrirlestri sínum í menningar-
miðstöö San Fransisco fyrir 8
dögum og þá komust á kreik
sögusagnir um alvarleg veikindi
hans en vitaö er að hann vildi
ekki fyrir nokkum mun missa af
þessum fyrirlestri. Hefur fyrir-
lestrinum veriö frestaö allt fram
í janúar á næsta ári.
ist að samningaborði í Falklandseyja-
deilunni. Tillagan var samþykkt með
89 atkvæðum gegn 9 en Bretar börðust
hart gegn því að hún yrði samþykkt.
Tvö fleiri ríki greiddu atkvæði
með tillögunni nú en með sams konar
tillögu sem samþykkt var í fyrra en 54
sátu hjá. Argentínumenn urðu fyrir
vonbrigðum meö afstöðu ríkja innan
EBE sem þeir höfðu vonað að breyttu
afstöðu sinni til málsins.
Duarte
bjartsýnn
Jose Napoleon Duarte, forseti E1
Salvador, sagði í gær aö vinstri sinnað-
ir uppreisnarmenn gætu ekki náð völd-
um í landinu með ofbeldi.
Duarte sagöi á fundi með frétta-
mönnum í Los Angeles í gær að upp-
reisnarmennirnir þyrftu að breyta að-
ferðum sínum ef þeir vildu komast til
valda vegna þess að aöstæður í landinu
hefðu breyst síðan skæruhemaður
hófst í landinu fyrir fimm árum.
Hann neitaði því að það aö boöa til
fundar meö skæruliðum í La Plama í
síðasta mánuði heföi verið pólitísk
sýndarmennska og sagöist í einlægni
vilja frið í E1 Salvador.
22 farast
i flóöum
Aö minnsta kosti 22 fórust og yfir
5000 eru heijmilislausir í verstu flóðum
og skriöum sem komiö hafa í Kólombíu
í yfir 10 ár. Meðal þeirra sem fórust
var 8 manna fjölskylda sem lenti í aur-
skriðu.
Svetlana Stalín hefur snúið til baka
til Sovétrík janna.
Svetlana Stalín, dóttir Jósefs Stalín,
hefur snúið til baka til Sovétríkjanna
eftir 17 ára dvöl á Vesturlöndum.
Skólastjóri skólans sem dóttir Svetlönu
er nemandi viö segir að Svetlana Pet-
ers, eins og hún nú kallar sig, hafi haft
samband við hann nýlega og sagt
honum að hún væri á förum til Moskvu.
Svetlana Stalín flúði frá Sovét-
ríkjunum áriö 1967 til Bandaríkjanna
þar sem hún giftist bandarískum lög-
fræðingi, William Peters aö nafni.
Síðustu árin hefur hún búið í
Cambridge í Englandi.
Svetlana fæddist í Moskvu árið 1926
og var næstelsta barn Stah'ns af seinna
hjónabandi. Þegar Svetlana var aðeins
sex ára gömul framdi móðir hennar
sjálfsmorö en það var ekki fyrr en
Svetlana hafði náö sextán ára aldri að
henni var sagður sannleikurinn um
móöur sína. Þegar Svetlana yfirgaf
Sovétríkin hafði hún þrjú hjónabönd aö
baki og hneykslaöi Kremlverja með
því aö snúa baki við kommúnisma og
taka upp ameríska h'fshætti. Hún
brenndi sovéska vegabréfið sitt og af-
salaði sér sovéskum ríkisborgararétti
áriö 1969 og lýsti því yfir að hún myndi
aldrei snúa aftur til heimalands síns.
Þaö leiö heldur ekki á löngu áður en
sovésk stjómvöld sviptu hana ríkis-
borgararétti.
Að sögn vinkonu Svetlönu í Oxford
eru þessi tíðindi um að Svetlana hafi
snúiö aftur til Sovétríkjanna hreint
ótrúleg. Hún sagöi að Svetlana hefði
búið í sama húsi og þau hjónin og
aldrei minnst á það einu oröi að hún
hygðist snúa aftur til Sovétríkjanna.
ÆTLUÐU AÐ MYRÐA
FORSETA HONDÚRAS
Bandaríkin segjast hafa flett ofan
af samsæri til þess aö bylta stjórn
Hondúras, sem er einn helsti banda-
maður þeirra í Mið-Ameríku. Sam-
særismennimir eru sagðir hafa
bmggað RobertoSuazo forseta bana-
ráð.
Ágóði eiturlyfjasmyglara mun
hafa veriö notaður til að standa
straum af kostnaði vegna samsæris-
ins Og eru níu menn ákærðir um hlut-
deild í því. Einn þeirra var hershöfð-
ingi frá Hondúras, búsettur í
Santiago í Chile, tveir kaupsýslu-
menn frá Hondúras og sex banda-
rískir borgarar.
FBI, alríkislögreglan, fékk pata af
samsærinu í júlí og tókst að lauma
erindreka sínum undir fölsku flaggi í
raðir samsærismannanna. — Tilræð-
ið viö forsetann átti að verða ein-
hvem tíma á bfiinu 15. október tfi 15.
nóvember.
Bandaríkjastjórn gerði yfirvöldum
Hondúras strax viðvart í júlí um
hvers hún heföi orðið áskyn ja.
Lögreglan lagði hald á kókaín-
farm sem smygla átti frá.Kólombíu
til Bandarikjanna. Náöi lögreglan
honum strax við komuna tU flugvall-
ar í Suður-Flórída. Smyglfarmurinn
var metinn á 10,3 milljónir dollara.
Ætlunin var að nota það f jármagn tU
kaupa á vopnum, sprengiefni, skrið-
drekum og flugvélum til byltingar-
innar.
Atta af samsærismönnunum hafa
verið handteknir en hershöfðinginn í
Chilegengurennlaus.
Jerzy Popieluszko með föður sinum, Henryk, og Lech Walesa.
SÉRA JERZY JARÐAÐ-
UR MEÐ VIÐHÖFN
Séra Jerzy Popieluszko, presturinn
sem myrtur var af pólsku lögreglunni,
verður jarðsettur í sóknarkirkju sinni í
Varsjá þrátt fyrir hættuna á að leiði
hans verði gert aö helgum reit
stjórnarandstöðunnarí landinu.
Jeozef Glemp erkibiskup veitti leyfi
sitt í gær tU þess að prestinum yrði
valinn legstaður í kirkju St. Stanislaw
en jarðarförin verður gerð á morgun.
Þrír menn úr öryggislögreglunni
sitja í haldi sakaðir um að hafa rænt
prestinum og myrt hann.
Það er búist við því að tugir þúsunda
Pólverja muni fylgja prestinum til
grafar.
I Gdansk hefur einn neöanjarðar-
foring ja Einingar hvatt verkamenn við
höfnina til þess að leggja niður vinnu í
eina klukkustund á meöan jarðarförin
stenduryfir.