Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1984, Blaðsíða 12
12
DV. FÖSTUDAGUR2. NÖVEMBER1984.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. |
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgreiösla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686411. '
Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakurhf.,Skeifunni 19. I
Áskriftarverö á mánuöi 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helaarblað 28 kr.
Var Indland Indira?
Var Indland Indira og Indira Indland?
Þau voru slagorð Indiru Gandhi fyrir kosningarnar
1971. Nú er hún fallin fyrir kúlum morðingja. Spuming-
arnar eru áleitnar: Var það hún, sem sameinaði Ind-
verja?
Morðið á Indiru Gandhi er hörmulegt tímanna tákn.
Launmorðingjar hafa mikið komið við sögu í fréttum
síðari ára. Brezki forsætisráðherrann og margir ráð-
herrar í stjórn hennar sluppu fyrir nokkrum vikum
naumlega undan tilræði. Hið sama hefur gerzt um núver-
andi forseta Bandaríkjanna og páfa kaþólsku kirkjunnar.
Fólki eru kunnug nöfn frægra stjórnmálamanna og ann-
arra, sem fallið hafa fyrir morðingja hendi síðustu ár.
Tækni hryðjuverka eflist og leiðtogar eru æ varnarlaus-
ari gagnvart því. Indira Gandhi var einhver helzti leið-
togi síðari tíma, elskuð og dýrkuð af milljónum. Hún naut
mikillar viðurkenningar um allan heim, bæði í vestri og
austri. En hún hafði eignazt hatramma fjandmenn.
Indiru er lýst sem tákni „kvenlegrar mýktar”. En í
raun var hún „jámfrú”. Persónulega hefur hún vafalaust
verið töfrandi. En hún beitti á valdaferli sínum iðulega
mikilli óvægni gagnvart andstæðingum sínum.
Indland er sundurleitt. Menn af trúflokki sikka krefjast
aðskilnaðar fyrir Punjab-hérað. Þeir hafa beitt hermdar-
verkum. Aðskilnaðarsinnar eru öflugir í Kashmir.
Múhameðstrúarmenn eru tíundi hluti þjóðarinnar og una
illa veldi hindúa. Þegar Indland hlaut sjálfstæði fékk mið-
stjómin mikil völd í stjórnarskránni. Stjóm Indiru hefur
margsinnis leyst upp stjómir ýmissa fylkja og tekið mál-
efni þeirra að sér, þegar ríkisstjórninni geðjaðist ekki að
því, sem fram fór í fylkjunum.
Indira var dóttir Jawaharlal Nehrus, fyrsta forsætis-
ráðherra Indlands. Hún varð forsætisráðherra 1966, ekki
löngu eftir lát föður síns. Indira lagði sig fram um að bæta
lífskjör hinna fátækustu og eyða fordómum. Þetta hefur
ekki tekizt. Hagur Indverja hefur lítið batnað og vanda-
málin eru svipuð og voru. Indira var einn helzti leiðtogi
þeirra þjóða, sem fara vilja bil beggja í deilum risaveld-
anna. Það tókst henni vel, enda er hennar nú saknað
beggja vegna járntjalds.
Talað er um Indland sem stærsta lýðræðisríki heims.
En í raun hefur lýðræði aldrei fengið að festa þar rætur.
Þó munu margir segja, að hefði afls Indiru Gandhi ekki
notið við, hefði Indland fyrir löngu klofnað.
Indverjar hafa fyrirgefið henni ýmislegt. Hún lenti í
vanda árið 1975, þegar hæstiréttur úrskurðaði hana seka
um kosningasvindl árið 1971. En hún sagði ekki af sér,
heldur lýsti yfir neyðarástandi, innleiddi ritskoðun og lét
handtaka stjómmálaandstæðinga. Síðar var hún sýknuð.
Um tíma réðu andstæðingar hennar landstjórninni og'
fórst illa. Indverjar kölluðu Indiru sína þá aftur til valda.
Indira Gandhi var því margslungin persóna. Hún
skipaði tvímælalaust sess sem einhver helzti þjóðarleiö-;
togi í heimi á síðustu áratugum. Nú er skarð fyrir skildi.
Syni hennar mun ætlað að taka við stjóminni, en hann
er lítt reyndur. Raunar má spyrja, hversu mikið lýðræðið
sé í landi, þar sem forsætisráðherradómur virðist ganga í
erfðir.
Brátt mun koma í ljós, að hve miklu leyti Indland hefur
verið Indira.
Haukur Helgason.
„Það er vissu/ega merkium vonda samvisku hjá BSRB að heimta sakaruppgjöf.
Syndakvittun
ríkisstjómarinnar
Það hefur vakið talsverða athygli í
meðal manna, að BSRB gerði það að
sérstöku skilyrði fyrir undirritun
samninga viö ríkið að felld yrðu
niður öll mál sem hugsanlegt væri að
reka gegn einstökum félagsmönnum
eða félaginu af hálfu ríkisins vegna
ólöglegra aðgeröa. Svo mikil áhersla
var lögö á þessa kröfu að samningar
töfðust um heilan dag vegna þessa.
Að lokum kom yfirlýsing þar sem
ríkisstjórnin og einstakir ráðherrar
lýsa því yfir að af þeirra hálfu veröi
ekki beitt neinum agaviðurlögum
eða kært yfir meintum brotum ríkis-
starfsmanna. Var þessi yfirlýsing
látin duga.
Svipaöar yfirlýsingar hafa veriö
gefnar í lok verkfalla á hinum al-
menna vinnumarkaði. Hefur þessi
háttur verið harðlega gagnrýndur af
aðilum sem standa utan samtaka at-
vinnurekenda enda undarlegt aö
gefa eftir allar skaðabætur sem
sannanlega á að greiða.
Kjallarinn
HARALDUR
BLÖNDAL
HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR
mál sem komin eru til vitundar hans
hljóta því að halda áfram sína leið.
Ríkisstjórnin afturkallar sínar
kærur, — en það eitt út af fyrir sig
þarf ekki að þýða aö ákæra verði
ekki gefin út. Þar fyrir utan hafa
einstaklingar kært og þær kærur þarf
vitanlega að rannsaka áfram.
Ríkisstjórnin á auðvitað eina
örugga leið og formlega rétta. Það er
að dómsmálaráðherra gefi út al-
menna sakaruppgjöf til opinberra
starfsmanna vegna meintra brota
meðan á verkf allinu stóð.
Rétt er þó að hafa i huga að slík al-
menn sakaruppgjöf fellir ekki niður
skaðabótaskyiduna. Hún stendur
áfram.
Fyrri brot
Og þá má enn velta einu atriði
fýrir sér. Fellur hin ólöglega
vinnustöðvun áður en verkfallið
hófst undir yfirlýsingu ríkisstjómar-
„Ríkisstjórnin hefur það ekki á valdi sínu
að stöðva ákæruvaldið í störfum sínum.”
Munur
En þó er munur á yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar og samningum vinnu-
veitenda og launþega. 1 yfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar er ekkert talað
um kröfur á hendur BSRB eða öðrum
samtökum opinberra starfsmanna.
Yfirlýsingin kemur þannig ekki í veg
fyrir að Háskóli Islands haldi áfram
skaöabótamáli sínu og hún kemur
ekki í veg fyrir að Hafrannsókna-
stofnun stefni BSRB fyrir ólöglega
kyrrsetningu á skipum stofnunar-
innar. Hún kemur ekki í veg fyrir að
Skipaútgerð ríkisins krefjist bóta
fyrir ólöglegar tafir sem útgerðin
varð þar fyrir og hún kemur ekki
einu sinni í veg fyrir að fjármála-
ráðuneytið krefji BSRB um skaða-
bætur fyrir að stöðva kennslu í fram-
haldsskólum.
Og vitanlega getur ríkisvaldið ekki
bundið hendur einstakra fyrirtækja i
landinu eins og t.d. Flugleiða hf. eða
Eimskipafélags Islands hf. Er í því
sambandi rétt að rifja upp að fyrir
nokkrum árum fóru flugumferöar-
stjórar í verkfall í Þýskaiandi.
Verkfallið var ólöglegt. Flugfélög
stefndu stéttarfélagi flugumferöar-
stjóra og var félagið dæmt til þess aö
greiða gífurlegar skaðabætur, varð
eignalaust en átti áður miklar hús-
eignir eins og verkalýðsfélaga er
siður.
Vond samviska
Þaö er vissulega merki um vonda
samvisku hjá BSRB að heimta
sakaruppgjöf. Þessi krafa sýnir aö
forustan er þess sér vel meðvitandi
að sumir af einstökum félagsmönn-
um BSRB voru látnir framkvæma
hluti sem voru ólöglegir. Má taka
dæmi af tollvörðunum á Keflavíkur-
flugvelli. Þar ætlaði BSRB aö pina
tollverðina til þess að neita aö vinna
lögboðin störf, — og þegar þeim
barst réttilega uppsagnarbréf vildi
forustan ekki bakka í málinu. Vinnu-
og forsjármöguleikum tollvarðanna
átti að fóma á altari verkfallsguðs-
ins. Skynsamir menn komu þó vitinu
fyrir þá sem iengst vildu ganga og
tollverðir sinntu sínum störfum eftir
að þau höfðu betur verið útskýrð.
Annað dæmi er af símamönnunum á
Isafirði. Það fólk hefur áreiöanlega
ekki tekið það upp hjá sjálfu sér að
sinna ekki lögboðinni þjónustu.
Fyrirskipunin kom að sunnan. En
þeir sem fyrirskipunina gáfu, hafa
vitað upp á sig skömmina. Þess
vegna er nú beöið um miskunn.
Takmarkað gildi
Nú er það út af fyrir sig að ríkis-
stjórnin gefi út svona yfirlýsingu. En
hvaöa máli skiptir hún?
Aö einu leyti er réttarstaða opin-
bers starfsmanns og venjulegs laun-
þega misjöbi. Opinber starfsmaður
nýtur sérstakrar réttarverndar í
starfi sínu og ber sérstaka refsi-
ábyrgð. Það að hindra opinberan
starfsmann i starfi sínu varðar refs-
ingu. Ríkisstjómin hefur þaö ekki á
valdi sínu að stöðva ákæruvaldið i
störfum sínum. A.m.k. veit ég ekki
til þess að ríkissaksóknari hafi
skrifaö undir samningsgerðina. Þau
innar. Aimenna reglan um túlkun á
yfirlýsingum sem þessum er að þær
séu túlkaðar mjög þröngt. Yfir-
lýsingin nær einungis til verkfallsins.
Þar af leiðir aö hún getur alls ekki
náð til hinnar ólöglegu lokunar Ríkis-
útvarpsins og þeirra lagabrota er þá
voru framin. Þau mál hljóta að halda
áfram. Allt annaö er að viðurkenna
að sú vinnustöðvun hafi verið rétt-
mæt og innan ramma verkfalls
BSRB.
Óskýr lög
En lagaákvæði eru óskýr um
marga þessa hluti og þó öllu heldur
vantar skýra túlkun laganna. Það
hefur verið vandamál aö mjög fá
mál vegna verkfaila hafa farið fyrir
dómstóla. Verkalýðsfélögin hafa
barist eins og ljón gegn öllum
tilraunum til þess að menn leituöu-
réttar síns fyrir dómstólum svo að í
ljós kæmi hvað raunverulega séu lög
í landinu. Þess vegna hafa þessir
syndaaflausnarsamningar verið
gerðir í lok verkfalla. En nú virðist
lag fyrir þá sem trúa því að lögin eigi
að ráða í landinu.
Og það skulu menn hafa hugfast aö
það dugar ekki að hafa einungis lög.
Það verður líka að gefa dómstólun-
um tækifæri til þess að túlka lögin og
setja Iögunum stað. Það gengur
aldrei að framkvæma lagatúlkun
með valdi eins og gert hefur verið i
vinnudeilum á Islandi fram til þessa.
Haraldur Blöndal.