Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1984, Blaðsíða 9
DV. MIÐVIKUDAGUR 21. NOVEMBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Bratteli var einn af virt- ustu stjórnmálamönnunum lést í gær eftir langvarandi veikindi Frá Jóni Einari Guðjónssyni, fréttarit- ara DVíOsló: Trygve Bratteli, fyrrverandi forsæt- isráðherra Noregs, lést í gær, 74 ára gamall, af hjartaslagi. Hann var einn af þýðingarmestu Trygve Bratteli var meðal áhrifamestustjórnmálamannaNoregs. stjómmálamönnum Norðurlanda,” sagði Willy Brandt, fyrrum kanslari Þýskalands, um Bratteli. Bratteli lifði lengi í skugga Einars Gerhardsens. Hann var varaforseti Verkamannaflokksins í 20 ár, fram til 1965, er hann gerðist formaöur flokks- ins. Því embætti gegndi hann í 10 ár. Það voru stormasöm ár. Sérstak- lega tók hann sér nærri tapið í þjóðar- atkvæðagreiðslunni um aðild Noregs að Efnahagsbandalagi Evrópu. Hann átti einnig í erfiðleikum innan flokksins. Nú í haust kom fram að öfl innan flokksins reyndu mjög að bola honum úr embætti. Trygve Bratteli var alltaf hæglátur maður og vitað var að hann hafði lítinn áhuga á stórum orðum. Hann vildi láta verkintala. Síðustu þrjú ár síöari heimsstyrj- aldarinnar sat hann í þýskum fanga- búðum. Þessi dvöl setti sitt mark á hann. Hann nær missti röddina. Bratteli hefur verið mjög sjúkur maður undanfarin 10 ár. I sjónvarps- viðtali sem haft var við hann fyrir fjór- um vikum varð ljóst að hann hafði að nokkru leyti misst minnið. Bratteli skrifaði metsölubókina Fangi í þokunni, um dvöl sína í fanga- búðum Þjóðverja. Bratteli var um- deildur meöan hann tók virkan þátt í stjómmálunum en nú síðustu árin, og sérstaklega eftir að bókin kom út, hef- ur hann verið geysivinsæll í Noregi. Sömu ráðherrar áfram hjá Reagan? Caspar Weinberger, vamarmála- ráðherra í Reaganstjórninni, mun hafa samþykkt að gegna áfram sömu ráðherrastöðu á næsta kjörtímabili. George Shultz utanríkisráðherra hafði áður samþykkt fyrir sitt leyti að vera áfram að beiðni Reagans sem endurkjörinn var6. nóvember. Enn hafa ekki verið boöuð nein mannaskipti í stjórninni. £V V\ð e'9urn' -—Sunnv cou íSéV5GÍ'59Íra' M\na 5 9i'a' T* ’KV. w'-980'' i^8Gl’59'ra' 2 x Wfesan A x Uissau sW& rTTs Gl. sv Okkar góðu kjör eru löngu landsfræg. Vinsamlegast hafið hraðan á því að færri fá en vilja. TT JLl INGVAR HELGASON HF. SÝNINGARSALURINN/RAUÐAGEROI, SÍIVII 33560. SIGURÐUR VALDIMARSSON, AKUREYRI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.