Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1984, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1984, Blaðsíða 31
DV. MIÐVIKUDAGUR 21. NOVEMBER1984. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Jón Baldin Hannibalsson Jón snýr við blaðinu Sá boðskapur nýkjörins for- manns Alþýðuflokksins, Jóns Baldvlns Hannibalssonar, að hætt skuli útgáfu Alþýðu- blaðsins sem dagblaðs og efnt skuli til annarrar og fjöl- breyttari útgáfutil kynningar á stefnu Alþýðuflokksins hef- ur mælst misjafnlega fyrir, sérstaklega á ritstjórn Al- þýðublaðsins. En Jón Baldvin hafði raun- ar stlgið skrefið þegar fyrir formannskjörið. Það var með tiilögu til þingsályktunar um stighækkandi eignaskatt sem raunar kom of seint úr prent- un í Ríkisprentsmiðjunnl Gutenberg til þess að ná inn á flokksþingið. Sjálf tillagan er rúm hálf síða á þingskjali. Hins vegar er greinargerðin ítarlegur boðskapur nýja for- mannsins á sextán síðum og síðan eru 25 fylgiskjöi á 42 síðum, töflur, greinar, úr- klippur og alls konar sælgæti. Það mun tíðkast að flutn- ingsmenn fái væna bunka af eigin framleiðsiu, fyrir stuðn- íngsmenn og aðra kjósendur, sem jafnvel er dreift á kostn- að Alþingis. Ekki er óliklegt að nú fái ýmsir fyrsta eintak- ið af pólitísku timariti Al- þýðuflokksins sem áöur urðu að láta sér nægja pólitíska sendibréfið. Eru hinir fullir? Eftirfarandi frétt birtist í Víkur-fréttum á fimmtudag- innvar: Nýlega var gengið frá ráðn- ingu á nýjum starf smanni hjá Brunavörnum Suðurnesja. Skal hann verða hálfur brunavörður og hálfur eld- varnaeftirlitsmaður. Eftir þetta veita menn því fyrir sér hvort aðrir brunaverðir eða eldvarnaeftirlitsmenn séu ávalit fullir en ekki edrú. Æ, ekki aftur Tvo morgna í síðustu viku vakti Jónína Benediktsdóttir menn af værum blundi með hressandl morgunleikfimi, Morguntrimm sjö tuttugu og fimm. Sá galli var hins vegar á gjöf Njarðar að báða morgnana var leikin sama upptakan. Allt i iagi, öllum geta orðið á mistök, jafnvel starfsmöunum Rikisútvarps- ins. Það fór hins vegar að siga brúnin á mörgum þegar Jónína bauð góðan daginn eftir helgina og sama upptak- an hljómaði eina ferðina enn. Að sögn eru margir hlustend- ur nú illa haldnir af harð- sperrum enda ávallt að reyna á sömu vöðvana. Vikublaðið Fréttir í Vest- mannaeyjum greinir frá leik Þórs og FH í handknattleik í siðasta tölublaði og er f rammistöðu leikmanna Þórs i fyrri háifleik hæit mjög. En svo kom slæmi kaflinn sem öll íslensk lið þekkja svo vel. Og það ekkert lítið slæmur kafli: Undir iok fyrri hálfleiks fór að draga af okkar mönnum og hrundi síðan allt í seinni hálfieik. Flensa herjaði grimmt í búðum okkar manna og voru 6 leikmenn s júkir er leik var Iokið. Sama var upp á teningnum hjá IBV stúlkunum á Akra- nesi en þær töpuðu 17—16, eftir að hafa verið undir 11—6 i hálfleik. Þar léku 3 stúlkur ekki með vegna bölvaðrar flensunnar. Tafsamt jafnrétti Algengt er orðið að stúlkur og konur yfirleitt séu ráðnar í erfiðlsvinnu alls konar og þykja þær standa sig ágæt- lega; enda ekki við öðru að búast. Þó fylglr þessu viss ókost- ur, sérstaklega hjá vinnu- flokkum sem starfa á víða- vangi við lagningu leiðsina svo dæmi sé tekið. A slíkum stöðum eru að sjálfsögðu eng- in salerni en það tefur ekki karlmennina við störf vegna þess að þeir geta skvett úr sér nánast hvar sem er. öðru máli gegnir um kvenfólkið sem er tregt til að krjúpa i augsýn allra með buxumar á hælunum. Verða verkstjórar því að bruna með þær á næstu bensinstöð eða sjoppu svona tvisvar í vinnutimanum. Ekki hefur verið reiknað út hversu mikið vinnutap hlýst af þessum salemisferðum verkakvenna. Umsjón: Ölafur B. Guðnason Bíldshöfða 8. Sími 81944. Dodge Diplomat 1979 m/öllu, ek- inn 22.000 km. Fiat X 1/9 1980 (82). Blásans.. ekinn 26.000 km., toppbíll. Cherokee Chief 1979. Golden Eagle. Honda Prelude 1981, fallegur, 5 gíra. Peugeot 504 dfsil 1977. Audi Quattro 4 x 41983. Rauðsans., 5 gíra, vökvastýri, 5 cyl., bein innspýt- ing, gullfallegur bíll, ekinn 24.000 km. Kvikmyndir Kvikmyndir Regnboginn—Óboðnir gestir:____★ HEIMSÓKN UTAN ÚR HEIMI Óboðnir gestir (Strange invaders) Leikstjóri: Michael Laughlin. Handrit: William Condon og Mlchael Laughlin. Tónlist:John Addison. Aðalleikendur: Paul Le Mat, Nancy Allen og Louise Fletcher. Það er auðvelt að sjá að aðstand- andur „Öboðinna gesta” hafa hugsað sér að gera kvikmynd í líkingu við Close Encounters, geimmynd sem gerist hér á jörðu um heimsókn utan úr geimnum en að gæðum stendur hún langt að baki mynd Steven Spiel- bergs, Close Encounters. Sagan byrjar árið 1958. Stærðar geimskip birtist á tjaldinu og út úr því smærra geimskip sem lendir á jörðu. Geimverurnar yfirtaka lítinn bæ sem nefnist Centreville. Næst víkur sögunni til nútímans. Háskóla- prófessor í New York, sem leikinn er af Paul Le Mat, hefur tekið að sér að passa eigiö bam í nokkra daga en hann er fráskilinn. Þegar móðirin lætur ekkert heyra í sér og ekki er hægt aö ná sambandi viö hana leggur hann af stað til Centreville, en þaðan er eiginkonan. Þegar þangað kemur fara að gerast undarlegir hlutir. Hundurinn hans hverfur og fólkiö sem hann mætir er allt eins og það hafi verið höggvið í stein, engar svip- breytingar. Eftir nokkur átök við bæjarbúa kemst hann á brott en sér á leiðinni út úr bænum hvemig geim- verurnar lita í raun og vem út. Þegar hann kemst aftur til New York reynir hann árangurslaust að fá einhvem til að trúa sér en það er ekki fyrr en hann hittir blaðakonu frá æsifréttablaði, sem hafði birt mynd af geimveru sem var eins og prófessorinn hafði séð, að einhver trúir honum. Fer nú leikurinn að æsast. Geim- verumar koma til New York og í Ijós kemur að þær hafa mikinn áhuga á dóttur prófessorsins. Það verður víst að teljast, meðan mannkynið veit ekki annað, að sögu- þráður sem þessi sé harla ótrúlegur. Svo er aö vísu með ailar geimmynd- ir. Þaö má aftur á móti hafa mjög gaman af slíkum myndum ef öll sviðsetning og tækniatriðin eru í lagi en svo er ekki i „Oboðnir gestir”. Að vísu eru nokkur tækniatriði ágæt- lega gerö en öll sviðselning er œköp einföld og klaufaleg. Sérstaklega er það áberandi þegar áhorfandinn fær að sjá inn í geimskipið. Það minnir helst á vélasal í togara. Persónusköpun í myndinni er ábótavant. Geimverurnar, sem ættu samkvæmt söguþræði að vera á nokkuð hærra plani en maðurinn, virka í heild frekar klaufalegar og þaö eina sem þær viröast hafa fram yfir manninn er að geta sent ein- hvers konar leisergeisla með augunum. Leikurinn í myndinni er allur á frekar lágu plani. Skemmtanagildi myndarinnar frekar lítið. Það eru helst þeir sem gleypa allan vísinda- skáldskap í sig sem gætu haft gaman af. Hilmar Karlsson. Kvikmyndir Kvikmyndir Aldrei meira úrval af jólavörum MMhOsio Laugavegi 178 - Sími 68-67-80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.