Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Side 2
2 DV. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER1984. Kjarasamningar og gengisf elling: Laun rýrnuðu um 2% gagnvart dollar Laun eru nú lægri gagnvart Banda- ríkjadollar en þau voru fyrir samning- ana eöa meö öðrum orðum hefur gengisfellingin verið meiri en sem nam kauphækkunum. Þetta var gagnrýnt af stjórnarandstöðunni þegar gengis- fellingin var ákveðin en þetta má sýna með ákveðnum dæmum. Ef tekið er dæmi af launþega sem tekur laun samkvæmt 9. launaflokki BSRB þá hafði hann 12.787 krónur í mánaðarlaun fyrir samninga eða með lágmarkstekjutryggingu 12.913 krónur. Fyrir þær tekjur gat hann keypt 383,5 dollara miðað við gengi 25. október. Þann 30, október er síöan skrifað undir nýja kjarasamninga BSRB. Þá fékk þessi sami laúnþegi 14.186 krónur í mánaðarlaun frá og með 1. nóvember og gat fyrir þá upphæð keypt 421,7 dollara. Þaö stóð ekki lengi því stuttu síðar var gengi krónunnar fellt um 12% sem kunnugt er. Þótt þessi launþegi hafi fengið 800 króna hækkun á mánaöarlaun sín þann 1. desember getur hann samt ekki í dag keypt jafnmarga dollara fyrir mánaðarlaunin og hægt var fýrir samninga. Um síðustu mánaðamót fékk þessi launþegi í 9. launaflokki BSRB greiddar 14.986 í mánaðarlaun. Fyrir þau laun getur hann keypt 376,3 dollara í dag miðaö við gengi Banda- ríkjadollara í gær. Það er 7,2 dollurum minna en hann gat keypt fyrir mánað- arlaunin fjrir samninga eða sem nemur tæpum 2 prósentum. Auðvitað kaupa fæstir dollara fyrir mánaðarlaunin en þessi hækkun doll- arans kemur fram í hækkun á inn- fluttri vöru. öll innflutt vara hefur því hækkað meira en sem nemur launa- hækkunum. ÓEF Seðlabankanum ber að Verðlaunahafamir í Eurocard-ritgerðasamkeppninni, talið frá vinstri: HeiðdísMagnúsdóttir, Sauöárkróki, Guðný Guðjónsdóttir, Akranesi, Eiríkur Jónsson, Akranesi, Helgi Sigurðsson, Rvík, Edda Gísladóttir, Rvík, Auður Þórs- dóttir, Rvík, Herborg Hauksdóttir, sigurvegarinn, Kjartan Hansson, Rvík, þær systur Hlín og Sif Olafsdætur, Egils- stöðum, og Anna Gunnarsdóttir, Rvík. Dv-mynd Bjarnleifur. fylgja ríkisstjórninni Vegna frestunar ríkisstjómar- innar á vaxtabreytingabeiðni Seðla- bankans þykjast menn sjá stórpóli- tískan ágreining í uppsiglingu. Og svo velta menn því fyrir sér hvort Seðlabankinn taki ákvöröun um þessar vaxtabreytingar í sínar hendur eftir viku ef samþykki ríkis- stjómarinnar liggur ekki fyrir þá. Samkvæmt reglugerðum verður Seðlabankinn aö fylgja efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar þannig að hennar er valdið í raun. Eftir því sem næst verður komist hefur Seðla- bankinn aðeins einu sinni tekið ákvöröunarvald sem þetta í sínar hendur. Skýr og sérstök ákvæði em um ákvörðunarvald ríkisstjórnarinnar varðandi vexti af uröalána. Samkvæmt samstarfssamningi núverandi ríkisstjórnar frá í maí 1983 var ákveöiö aö vinna að því aö færa afurðalán úr Seölabankanum til viðskiptabanka. Engin tilfærsla hefur farið fram enn en unnið er að því. -ÞG Verðlaun í ritgerðasamkeppni Eurocard af hent: Stóru pollarnir í tannlausa bekknum Herborg Hauksdóttir, 12 ára stúlka af Seltjarnamesi, fékk 1. verðlaun í rit- gerðasamkeppni Euroeard sem haldin var í haust. Verðlaun vom afhent í gær á Hótel Sögu. Tíu önnur skólabörn hlutu viðurkenningu. Jö/^oð Sólböðin okkar hafa endanlega sannað ágæti sitt. Nú er vitað að ljósaböð í hófi eru holl. Við leggjum ríka áherslu á ráðgjöf og starfsfólk okkar er ávallt reiðubúið að leiðbeina þér. Sólbaðsstofa Ástu B.Vilhjálms Grettisgötu 18 sími 28705 Ritgerðasamkeppnin bar yfir- skriftina Leið mín í skólann og hætturnar sem leynast á leiðinni. Þátttakendur vom öll skólabörn á aldrinum 12 ára og yngri. Alls bámst á annað hundraö rit- gerðir hvaöanæva af landinu. Þau sem hlutu viðurkenningar í gær voru frá Reykjavík, Akranesi, Sauðárkróki og Egilsstööum. Fyrstu verðlaun vom alls tíu þúsund krónur. Viðurkenningamar voru fimm þúsund krónur hver. Greinilegt var á öllu í gær að peningarnir vom kærkomin sending í jólamánuöinum, þó hitt hafi ekki verið síður skemmtilegt að fá viðurkenningu fyrir að hafa skrifaö góðar ritgerðir. Dómnefnd var skipuð þeim Auðnu Hödd Jónatansdóttur, 10 ára nemanda, Ragnheiði Davíðsdóttur, umferðar- ráði, Páli Garðarssyni, lög- regluvarðstjóra, Guttormi Þormar, yfirverkfræðingi umferðardeildar Reykjavíkur, og Haraldi Haraldssyni, stjórnarformanni Kreditkorta sf. Hann var jafnframt formaður dóm- nefndar. Allar ritgerðirnar vom sérlega vel skrifaðar en þó var meira um vert að í þeim komu mjög svo þarfar ábend- ingar um hvað betur mætti fara í um- ferðinni. Þannig fékk einn þátttakenda, Eiríkur Jónsson, 7 ára snáði af Akra- nesi, aukaverðlaun, kr. 2.500 fyrir bestu ritgerðina frá 6—10 ára krökkum. Endum umfjöllunina svo á tilvitnun í ritgerð Kjartans Hanssonar, 6 ára snáða úr Reykjavík: „En þurfa ekki ökumenn að fara í umferðarskóla líka? Muna þeir eftir okkur, stóru sex ára pollunum í tann- lausa bekknum ? ” -ÞG Eiríkur Jónsson, 7 ára Skagamaður, fékk aukaverðlaun fyrir bestu ritgerð barna á aldrinum 6—10 ára. 1 ritgerð sinni bendir hann á þá hættu þegar strákar elta fé- laga sína út á götu án þess að líta í kringum sig. Ekki stóreignaskattur, ekki skyldusparnaður: Söluskatturinn hækkar Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur samþykkt 0,5% hækkun söluskatts sem veröur því 24% á næsta ári. Þingflokk- ur framsóknarmanna hafði áður falið ráðherrum sínum afgreiðslu málsins. Um leið er það ljóst að ekki verður beitt skyldusparnaði og að tillögur framsóknarmanna um 70 milljóna stóreignaskatt ná ekki fram að ganga. Þessi söluskattshækkun dugir til þess að ná 250 milljónum inn í ríkissjóð upp í fjárlagagatið. Þar með liggur fyrir að loka verður fjárlögunum með erlendum lánum að upphæö á bilinu 600—700 milljónir króna. Engin frekari skattlagning er á döfinni og enginn frekari spamaöur en þegar hefur verið nýttur. Frumvarp að lánsfjáráætlun liggur nú fyrir. I því er gert ráð fyrir að er- lend lán verði í lok næsta árs rúmlega 61% af þjóöarframleiöslu ársins. HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.