Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Side 6
6
DV. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984.
Hjördís Hákonardóttir, formaður Islandsdeildar Amnesty, Jóna Lísa Þorsteinsdóttir, ein af stofnendum deildar-
innar, Björn Þ. Guðmundsson, fyrrverandi formaður, Bemharður Guðmundsson, sem einnig hefur verið formaður,
Sif Aðils, framkvæmdastjóri tslandsdeildarinnar, og Margrét Heinreksdóttir, fyrrverandi formaður.
Islandsdeild Amnesty 10 ára
Sauðárkrókur:
Fyrstu stúdentarnir
frá kaupfélaginu ’85
Islandsdeild Amnesty International
á 10 ára afmæli nú á haustdögum. I til-
efni afmælisins verður haldinn
hátíðarfundur á morgun, sunn'udag, á
Hótel Borg kl. 17. Dagskrá fundarins
hefst með ávarpi Bjöms Þ. Guðmunds-
sonar, fyrsta formanns Islandsdeildar-
innar. Camilla Soderberg og Snorri ö.
Snorrason leika saman á blokkflautu
og lútu. Hjördís Hákonardóttir flytur
erindi um Amnesty og yfirlýsingu
Sameinuöu þjóðanna gegn pyntingum.
Þá lesa Borgar Garðarsson og
Hallmar Sigurðsson úr leikritinu Petro
og kafteinninn í þýðingu Heimis Páls-
sonar. Þórhallur Birgisson og
Kateleen Bearden leika saman á fiðl-
ur. Sigurbjörn Einarsson flytur ávarp
og að endingu leika Guörún S. Birgis-
dóttir og Martial Nardeau á flautur.
Starf Amnesty International hefur
verið umfangsmikið á umliðnum ár-
um. Eins og kunnugt er hafa samtökin
einbeitt sér að málefnum samvisku-
fanga, fólks sem sætt hefur fangelsun-
um og harðræði vegna skoöana sinna.
Starf samtakanna felst í könnun á
sakarefnum og aöstæðum þeirra fanga
sem til greina kemur að samtökin taki
upp á sína arma. Baráttuaöferð sam-
takanna er að senda bréf eða skeyti til
viðkomandi yfirvalda. Árangurinn er
síðan kominn undir því hvort ráða-
mennirnir láta undan þrýstingnum.
Oft hefur verið gagnrýnt að meö þessu
móti beinist athyglin anungis að fáum
föngum en allur fjöldinn verði útund-
an. Það er aftur á móti von Amnesty að
þeir fangar sem samtökin hjálpa verði
samnef narar allra samviskuf anga.
I Amnesty International eru nú rúm-
lega 500 þús. félagar í 160 þjóðlöndum. I
Islandsdeildinni eru félagamir tæplega
800. Verkefnum deildarinnar er sinnt
af bæði einstaklingum og hópum. Tveir
hópar vinna nú sem stendur að málefn-
um fangelsaöra stúdenta við Ehwa há-
skóla í Suöur-Kóreu, prests frá Eþíópíu
og fimm lækna í Sýrlandi. Einn hópur
vinnur að skyndiaðgerðum sem eru
t.d. að bjarga föngum sem dæmdir
hafa verið til dauða. Annar hópur
skrifar reglulega vegna fanga mán-
aöarins. Um þessar mundir er einnig
unnið sérstaklega að verkefni undir
kjörorðinu: Pyntingar er hægt að
stöðva.
Frá Júlíusi Guðna Antonssyni Sauðár-
krókl:
Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki er
tiltölulega ungur skóli og því í hús-
næðishraki, eins og oft vill verða. Nú
hefur fundist lausn á húsnæðisvanda-
málinu. Fjölbrautaskólinn hefur tekið
á leigu rúmlega 400 fermetra á efstu
hæð byggingar Skagfirðingabúðar sem
er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga.
Kaupfélagshöllin sem stendur skammt
frá skólanum er næstum ónotuð. Gildir
leigusamningurinn í tíu ár. Áætlað er
að hefja kennslu á næstu önn.
I samtali við DV sagði Jón Hjartar-
son, skólameistari Fjölbrautaskólans,
að það mætti aö vissu leyti segja að
kaupfélaginu hafi þarna verið bjargað
frá offjárfestingu sinni. „Það skiptir
okkur engu máli hvaðan viö fáum hús-
næði sem við getum notað og bjargar
okkur úr húsnæðisvanda,” sagði hann.
Hingað til hefur verknámshús skól-
ans verið notað að miklum hluta sem
bóknámshús. Alla tiö hefur skólinn
I nóvember sl. voru haldin tvö nám-
skeið um málefni fatlaöra. Fyrra nám-
skeiðið var haldið í ölfusborgum fyrir
aðstandendur fatlaðra. Það námskeið
sóttu um 40 manns, þar af 20 böm.
Síðara námskeiðið var haldið á sama
stað dagana. 8.—11. nóvember og bar
verið upp á gagnfræðaskólann kominn
hvaö varðar kennslustofur. Gagn-
fræðaskólinn hefur líka verið
aðþrengdur vegna þessa ástands. Því
var mjög brýnt aö fá aukið húsnæði svo
halda mætti uppi kennslu í skólunum.
Nýtt bóknámshús Fjölbrautaskólans er
að visu i deiglunni en mun ekki komast
í gagniö á næstu árum.
Heimavistin í skólanum annar
hvergi nærri eftirspurn. Leigja hefur
þurft allskonar húsnæði úti í bæ. Stefnt
er að þvi aö taka í notkun hluta af við-
byggingu heimavistarinnar á næsta
hausti.
1 Fjölbrautaskólanum áSauðárkróki
eru 259 nemendur í dagskóla. Alls eru
nemendur 367 ef kvöldskóli og meist-
araskóli eru teknir með. Nemenda-
aukning hefur verið mikil í skólanum
eins og í öðrum framhaldsskólum
landsins. Er því þörf á mikilli upp-
byggingu svo hægt sé að anna eftir-
spurn.
námskeiðið yfirskriftina „Fatlaðir og
kynlíf”. Um leiöbeiningar og fræðslu á
þvi námskeiði sáu Ragnar Gunnarsson
sálfræðingur og Niels-Anton Ras-
mussen læknir. Það var Lionsklúbbur-
inn Njörður sem greiddi fargjald
þeirra hingaðtillands.
-EH
Námskeið um mál-
efni fatlaðra
Sýnd verða atriði frá:
Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar Jassneistanum Hafdís Jónsdóttir
Dansskóla Auðar Haraldsdóttur Jassballetskóla Kristínar
Nýja Dansskólanum Jassballetskóla Báru
Miðar seldir við innganginn Barnamiðar kr. 100,- Fullorðnir kr. 150,- - ,
gfðUT
___ Verið velkomin
rSlúq úlenilcaidújöKennana
F.Í.D. verður haldin í Broadway sunnudag 09. des.
★
Barnaskemmtun kl. 15.00 Kvöldskemmtun kl. 21.00
(húsið opnað kl. 14.30) (húsið opnað kl. 20.00)