Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Síða 7
DV. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984.
7
Bókasaf n KÍ til sýnis
Bókasafn Kennaraháskóla Islands
veröur til sýnis almenningi í dag, laug-
ardaginn 8. desember, frá klukkan
13.30 til 17.00, í tilefni þess aö safnið
hefur fengiö til umráöa nýtt húsnæöi í
nýbyggingu skólans við Stakkahlíö.
Kennaranemar munu veröa meö kaffi-
sölu í skólanum á sama tíma til ágóöa
fyrir námsferð sína til kennaraháskól-
ans í Tromsö síðar í vetur.
Hið nýja húsnæði safnsins er um 400
fermetrar aö stærö og eru þar lessæti
fyrir 100 manns í lesstofu, aöalsal og í
vinnuherbergjum. Safniö hýsir rú
rösklega 30 þúsund bindi bóka og um
4.500 tímaritsárganga. Á síöasta ári
voru útlán safnsins um 18.300, þar af
um 20% til lánþega utan skólans.
Aðalfundur Dómarafélags Reykjavíkur
Aöalfundur Dómarafélags Reykja-
víkur var haldinn 23. október sl. Meö-
al ályktana sem samþykktar voru á
fundinum voru ályktanir um hrööun
heildarendurskoöunar á dómstóla-
skipan, sem og lögtöku frumvarps
um Lögréttu. Þá hvatti f undurinn til
þess aö hraðað yrði endurskoðun
laga um ineöferö opinberra mála svo
að málsmeöferö á héraðsdómsstigi
verði munnleg í ríkara mæli og aö
komiö verði á fullri greiningu milli
lögreglustarfa og dómstarfa viö
rannsókn og meðferð opinberra
mála.
Þá beindifundurinn Þeim tilmælum
til dómsmálaráöherra að hann leit-
aöi umsagnar félagsins um þau
frumvörp er varöa dómstóla og rétt-
arfar.
Formaður Dómarafélags Reykja-
víkur var kjörinn Friögeir Bjömsson
en af formennsku lét Steingrímur
Gautur Kristj ánsson.
Mæðrastyrks-
nef nd með
jólasöfnun
Mæörastyrksnefndin í Reykjavík
hefur nú hafiö jólasöfnun sína og hafa
samskotalistar þegar veriö sendir út
til fyrirtækja.
I samtali viö DV sagöi Unnur Jóns-
dóttir, fbnmaður Mæðrasiyrkaieöxiar,
aö nefndin heföi notið einstakrar vel-
vildar og trausts af hálfu Reykvíkinga.
Heföu þeir ár hvert trúað nefndinni
fyrir myndarlegum peninga-
upphæöum til úthlutunar sam-
borgurunum sem viö erfið kjör búa.
Sjaldan heföi þörfin verið meiri en nú.
Unnur sagöi aö nefndin vildi beina því
til fólks að umsóknir um jólaglaöning
yröu aö berast sem allra fyrst.
Skrifstofa Mæðrastyrksnefndar er
aö Njálsgötu 3, póstgíró 36600—5. Þar
er tekið á móti umsóknum og framlög-
um. Skrifstofan er opin daglega frá tvö
til sex. Síminn er 14349. Fataúthlutun
er mánudaga, þriðjudaga og fimmtu-
daga, frá tvötil sex, aö Garðastræti 3.
Lögfræðingur nefndarinnar, Sigrún
Benediktsdóttir, er við á mánudögum
frá tíu til tólf fyrir hádegi. Veitir
Mæðrastyrksnefnd ókeypis lögfræðiaö-
stoö.
-EH.
Stof nun unglinga-
athvarfs í undir-
búningi á Akureyri
Stefnt er aö því aö koma upp ungl-
ingaathvarfi á Akureyri á næsta ári.
Aö sögn Ingimars Eydai, sem situr í
félagsmálaráði Akureyrar, var í fyrra
sett á stofn samstarfsnefnd félags-
málaráös og æskulýösráðs. Hún skilaöi
tiilögum um sto&iun slíks athvarfs fyrir
gerö fjárhagsáætlunar bæjarins þá og
var veitt nokkurt fé til undirbúnings.
Skólanefnd Akureyrar hefur einnig
veriö meö tillögur um stofnun ungl-
ingaathvarfs.
Ingimar sagöi að meiningin væri aö
leggja fram nýjar tillögur fyrir gerð
næstu fjárhagsáætlunar. „Þessu at-
hvarfi er ætlað aö taka til alls konar
vandamála unglinga. Við vitum því
miður um unglinga á Akureyri sem
þurfa á svona athvarfi aö halda. Þetta
yröi ekki nauöungarstofnun heldur
voru hugmyndir félagsmálaráös að
unglingarnir gætu verið þama, t.d.
þrjá daga í viku. I hugmyndum skóla-
nefndar var gert ráð fyrir aö þeir væru
á hverjum degi. Þetta er ætlunin að
samræmanúna.”
JBH/Akureyri.
Ályktun Stúdentaráðs
Stúdentaráö Háskóla Islands sam-
þykkti á dögunum ályktun þar sem lýst
er andstööu við hugmyndir sem fram
hafa komið um að tekin verði upp inn-
tökupróf í læknadeild. Aö fenginni
reynslu varöandi „numems clausus”
telur ráöið aö liklegt sé aö fleiri deildir
innan Háskólans fylgi í kjölfarið.
Stúdentaráð telur því að hvort sem um
er að ræða inntökupróf eöa „numerus
clausus” sé veriö aö gripa til aðgerða
sein samrýmast ekki þeirri grundvall-
arhugsjón sem lá að baki setningu
laga umHáskóla Islands.
Æ FISHER
skákar keppinautunum í verði og gæðum.
HÁTÍÐARSTUriD MEÐ FÍSHER
Fisher Hi F1 System 350 er frábært sett,
hvort sem litið er á tæknihliðina eða
útlitið. Vegna velheppnaðrar hönnunar
er verðið mun lægra en menn búast við.
Hljómtækjasettið System 350 hefur alia
hluti aðskilda; plötuspilara, magnara
með tónjafnara, útvarp og segulband, en
þannig eru tóngæðin frá Fisher tryggð.
System 350 gefur mikið en kostar lítið.
Verð aðeins: 950 StSr'
Þú kemur og semur.
Fisher, íyrsta flokks.
LÁGMÚLA 7.
REYKJAVÍK - SÍMI 685333.
SiÖNVARPSBÚDIN