Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Side 8
DV. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stjórnarformaöurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglysingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla.áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍDUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf. Askrif tarverð á mánuði310kr. Verð í lausasölu 30 kr. Helgarblað 35 kr. Fjórar stöðvar góöar Sovézkum herflugvélum hefur í vaxandi mæli tekizt að fljúga undir ratsjárgeisla frá Keflavíkurvelli og Stokks- nesi. Þetta hlýtur að vera töluvert áhyggjuefni, í fyrsta lagi vegna öryggis landsins. Það þýöir lítið að hafa hér viöbúnað, ef hægt er að læöast upp aö landinu. Flug sovézkra herflugvéla við Island hefur tvöfaldazt á síðustu sjö árum. Þetta flug er angi af ofbeldishneigð sov- ézka þjóöskipulagsins, sem í Afganistan kemur fram í beinni innrás, en hér meðal annars í hótun Þjóðviljans í fyrradag um sovézkan eiturhernað. I öðru lagi er leyniflug sovézkra herflugvéla hættulegt almennu farþegaflugi við landiö. Þessar flugvélar senda engar flugáætlanir og afla sér engra flugheimilda hjá íslenzku flugstjórninni. Þær fljúga iðulega inn á leiðir far- þegaflugvéla án viðvörunar. Erlendis eru mörg dæmi um alvarleg flugslys, sem hlotizt hafa af slíku glæfraflugi herflugvéla. Bæöi hér og annars staðar stríöir slíkt flug gegn alþjóölegum samn- ingum og heföum. En reynslan sýnir, að mannslíf í far- þegavélum skipta ofbeldiskerfið engu máli. Bæði vegna öryggis landsins og vegna öryggis far- þegaflugsins er mikilvægt, að því ratsjárgati verði lokað, sem myndaðist eftir lokun stöðvanna í Aðalvík og á Heiðarfjalli. Og nú eru einmitt uppi ráðagerðir um, að það veröi gert í Stigahlíö og á Langanesi. Awacs ratsjárflugvélarnar duga ekki einar sér. Ekki hefur veriö hægt að tryggja, að ein þeirra sé jafnan á lofti. Þar að auki hafa þær verið sendar í burtu, þegar hætta hefur myndast í öðrum heimshluta, svo sem gerðist Persaflóa, er hófst styrjöld Irana og Iraka. Samkvæmt ráðageröunum á að setja upp fjórar nýtízku ratsjárstöðvar í staö hinna tveggja, sem fyrir eru. I stað 110 manna flokks á Stokksnesi frá varnarliðinu mundu koma fjórir tíu manna eftirlitshópar Islendinga á fjórum stööum á landinu. Islenzkir tæknimenn tækju við rekstrinum. Gögn núverandi ratstjárstöðva fara ekki aðeins til varnarliðsins heldur einnig til íslenzku flugstjórnarinnar, sem byggir rekstur sinn á þeim. Endurbættar og nýjar ratsjárstöðvar mundu gera íslenzku flugstjórninni kleift að veita eins góða þjónustu og bezt gerist. Þar meö yrði líklega væntanlega tryggt, aö Island héldi hinum arðbæra samningi við Alþjóða flugmála- stjórnina um aö annast flugstjórn á öllu svæðinu yfir Grænlandi og Islandi. Dregið yrði úr líkum á, að þessi verðmæta þjónusta færðist upp í gervihnetti á næstu ára- tugum. Nauðsynlegt er, að á hinum fjórum stöðum veröi einn- ig komið upp sérstökum ratsjám til að fylgjast með um- ferö skipa og að þær hafi búnaö til að fylgjast með úr- komu og hafís. Slíkar ratsjár mundu auka verulega öryggi íslenzkra sjómanna á fiskiskipum og kaupskipum. Búizt er við, að fljótlega berist ósk bandarískra stjórn- valda um þessa eflingu ratsjárkerfisins við Island. Sú ósk byggist á, að framkvæmdirnar eru í þágu varna Atlants- hafsbandalagsins sem heildar og Bandaríkjanna sérstak- lega. Þess vegna vilja þessir aðilar borga. Um leið eiga þessar stöðvar að tryggja okkur, aö vitað verði um allt flug við landiö og að sæmilegt öryggi komizt á í farþegaflugi og siglingum. Ennfremur mundu þær efla tækniþekkingu Islendinga. Við eigum því að fallast á, að ratsjárstöövarnar veröi bæði f jórar og góðar. Jónas Kristjánsson. Hvad er Hflð án handjáma? — Iss, ekkert má nú gera! Þetta er bara eins og aö búa í Sovétríkjun- um eöa einhversstaðar þar austur- frá! Algert lögregluríki! Ég baö manninn setjast og sýna stilli'ngu. Hann rásaöi um gólfið enn um sinn og bolvaði í hljóði, en tók loks sönsum og settist niöur við borðið, heimtaði kaffi og blés eins og hvalur. Ég komplímenteraöi manninn fyrir sjálfsögun og þolinmæöi og baö hann að útskýra nánar fyrri yfir- lýsingar um lögregluríki og aust- rænar aðferðir. — Líttu ekki á mig sem málsvara kerfisins, sagöi ég. — Innst inni er ég óbilgjarn og heiftugur andstæðingur auðmagnsskipulagsins og hef við valin tækifæri blásið á borgaralegt siðgæðismat. Fáðu þér nú sopa af kenýukaffinu mínu, hafandi í huga, aö postulínsbollarnir mínir eru brot- hættur minnisvarði um snilligáfu fá- tækra handverksmanna þýskrar ætt- ar, frá Dresden, fáðu þér vindil frá Havana og njóttu róandi áhrifa nikótínsins. Þegar þú hefur svo náð fullu valdi á skapi þínu skulum við í sameiningu fordæma velferöarþjóð- félagið og hæðast að hinni borgara- legu frelsisblekkingu! Hann staröi á mig um stund, eftir að ég hafði lokiö máli mínu, eins og ráöalaus embættismaöur, sem vinnur ekki viðeigandi eyöublað, en svo lokaöi hann munninum snögg- lega, hristi hausinn og saup á kaff- inu. Næstu mínúturnar liðu í aldanna skaut í þögulli harmóníu. Við sátum og nutum kaffis og vindla, og fyrir mína parta verð ég að viöurkenna að það var mér efst í huga að þó lífiö sé almennt talað grátbroslegt mara- þonhlaup með endamark í gröfinni upplifir maöur stöku sinnum augna- blikhreinnarsælu. Gestur minn var ekki aö hugsa um eöli jarðlífsins eða tilverurökin. Hann lagði frá sér bollann og lauk upp munni: — Helvítisfasistar. Þreytulega, held ég, en vonandi þó af fullri kurteisi, baö ég um nánari skýringar. — Helduröu ekki að þeir ætli að taka af okkur handjárnin! Oleyfileg valdbeiting, segja þeir og þykjast ekkert hafa af þessu vitað. Og hvernig á maöur eiginlega að sinna sinum störíum án handjárna? Ég bara spyr! Það skýrir eflaust málin fyrir les- endum ef ég upplýsti þaö nú að gestur minn, sem er sjarmerandi maöur á sinn hátt, stundar dyra- vörslu á öldurhúsi nokkru í hjá- verkum. — Ég bíð bara eftir því aö þeir banni okkur að tala viö kúnnana, nema við þérum þá! Eg verð að segja eins og er að ég stóð þarna frammi fyrir nokkrum vanda. Sannleiksást mín knýr mig til þess aö viöurkenna, aö mér er ekki mjög um dyraverði á öldurhúsum gefiö og umgengst þá af stakri varúð þegar þeir eru aö störfum. En kurteisisskylda gestgjafans er af- dráttarlaus og ég gaf frá mér hljóð sem túlka mátti sem samúðaryfir- lýsingu. — Ég skal segja þér að hérna á (hann nefndi veitingahús sem hér verðurkallað X) er svo lítið pláss að dyraverðirnir hafa þurft að hengja menn upp á þumalfingrunum í fata- henginu meðan þeir bíða eftir löggunni. Svo var þeim bannaö það um daginn, allt í einu. Hvað eiga þeir svo að gera? Hver gefur löggunni leyfi til svona valdníöslu? Hann þagöi um stund og velti vöngum yfir þessu óréttlæti, en hélt svoáfram. — Svo gera þeir alltof mikiö úr þessu. Blessaður vertu, það hafa komið til okkar menn eftir svona lag- aö og þakkaö okkur fyrir að hafa stoppað þá áöur en nokkuð geröist! Ólafur B. Guðnason Það kom einn um daginn, hann var með höndina í fatla, en ég man ekki hvort hann var bara úr liði eða hvort hann var handleggsbrotinn. Hann sagði okkur aö meiðslin heföu komið á sættum milli hans og konunnar, sem hefðu verið aö skilja! Eg sagði ekki neitt, en það rifjaðist upp fyrir mér saga af kunningja sem eitt sinn hafði liöið út af á dansleik og ekki vitað af sér fyrr en hann var aö ganga út. Fyrst skildi hann ekki af hverju hnén rák- ust í andlitiö á honum við hvert skref, en svo rann upp fyrir honum. að dyravörður hélt honum í svo- kröftugri beygju og hafði sveigt handlegg hans aftur fyrir bak, upp eftir hálsinum, svo úlnliðurinn nam við hvirfilinn. Þessi kunningi minn þakkaði ekki fyrir meöferöina dag- inneftir. — Ég veit sveimér ekki hvers- konar þjóöfélag þetta er aö verða! Þegar löggan snýst gegn okkur er ekkivonágóðu. Mér fannst kominn tími til þess að reyna að létta geð þessa ókáta kunningjamíns: — Ég held ekki aö þú ættir að hafa of miklar áhyggjur af þessu. Það síðasta sem ég hef frétt af áfengis- málum er það að aðsókn fari stór- minnkandi og ekki man ég betur en einn veitingahússeigandinn hafi verið að kvarta undan slæmri aðsókn. — Það er ekki dyravörðunum að kenna greip hann ákveöið frammí. — Nei, það veit ég en ég held aö þaö stefni í breytingu á ykkar starís- sviöi, með minnkandi aösókn. Bráðum verðið þiö sendir út á götur til þess að lokka viöskiptavini að húsunum en ekki hafðir til þess aö hendaþeim út. Honum leist ekki meir en svo á þessa framtíðarsýn. Þaö mátti heita eðlilegt; hann er ekki mjög lokkandi og atvinnuhorfurnar eftir slíka breytingu ekki vænlegar. — Fengjum við þá ekki aö nota handjárn? spurðihann meðtrega. — Varla, nema þá það yröi sett traust járnslá eftir endilöngum barn- um og viðskiptavinirnir hlekkjaðir viöhana tilþessaðhaldaþeim. Honum þótti þetta ömurleg framtíðarsýn og var stuttur í spuna þegar hann fór. Mér skilst að hann hafi sætt mörg hjón kvöldiö eftir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.