Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Page 12
12 DV. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER1984. Mánudagur 12. janúar rann upp. Erlendar útvarpsstöövar skýröu frá því aö síöustu vígi Biafra væru aö falla. Hermenn sambands- stjórnarinnar væru hvarvetna aö ná undirtökum eftir því sem næst væri komist. A þessum morgni yröi ósigur Biafra algjör. Ojukwu, leiðtogi Biafra- manna var sagöur horfinn. Wilson, forsætisráöherra Breta tilkynnti aö stjórn sín væri reiðubúin aö senda mikið magn vista og lyfja til Biafra og Nígeríu. Ostaöfestar fréttir hermdu að hermenn sambandsstjórnarinnar heföu gerst sekir um hryöjuverk á íbú- um í Biafra. Astandið var allt heldur ískyggilegt. Reynt var aö ná talstöðvar- sambandi viö Sao Tome til Biafra en án árangurs. Engu aö síöur var á- kveðið aö fljúga inn yfir landiö og freista þess aö lenda á Ugaflugvelli ef hann væri ekki fallinn í hendur hers sambandsstjórnarinnar. Búast mætti viö aö þangað heföu leitaö Evrópu- menn úr hjálparstarfinu í þeirri von aö þeim yröi bjargaö. Þorsteinn lét gera klárt. Meö honum völdust til farar þeir Einar Guölaugsson flugmaöur og Runólfur Sigurösson flugvélstjóri. Skotiö að vélinni Þaö varö úr, að önnur vél færi einnig i loftið til aö fylgjast meö vél Þorsteins og halda radíósambandi. Þorsteinn lét hlaöa nokkrum lestum af skreiö í vélina, því fram í rauöan dauöann skyldi hann reyna aö koma matvælum til nauöstaddra íbúa Biafra. Rétt fyrir brottför kom kaþólskur prestur, séra Cunningham, aö máli við Þorstein og baö leyfis aö mega fara meö. Var það leyfi veitt umyröalaust, enda var presturinn írskur fullhugi sem ekki lét sér bregða, hvaö sem fyrir kæmi. Var nú flogið sem leiö liggur upp aö strönd Biafra í þann mund sem myrkur var að skella yfir. Þegar komiö var yfir land var reynt aö ná sambandi viö flugvöllinn í Uli en þaö bar ekki annan árangur en þann, aö er vélin var komin nálægt staðnum þar sem Uli-völlur átti að vera mættu henni rauöar eldtungur loftvarnar- byssa. Var skotiö aö vélinni af miklum móð úr fjölda byssa, en Þorsteinn og félagar létu þaö ekki raska ró sinni. Þeir héldu áfram aö reyna aö ná sam- bandi og kölluöu á ýmsum bylgju- lengdum. Skyndilega fengu þeir svar. Þaö var á tíöni Uli-flugvalla.r. Rödd sagði þetta vera á Uga-flugvelli. Hann væri enn í höndum Biaframanna og þar væri hægt aö lenda. Þorsteinn vildi hafa vaöiö fyrir neöan sig og krafði manninn um persónulegar upplýsing- ar ef þaö mætti koma aö gagni við aö ganga úr skugga um hvort hér væri um blekkingar aö ræöa eöa ekki. „Þekkir þú mig ekki? Eg þekki röddina í þér. Þú ert flugstjórinn sem tókst konu mína og barn til Sao Tome í gær.” Þorsteinn kannaðist viö mann- inn og spuröi hvernig ástandið væri. Biaframaðurinn sagöi aö þeir væru að gera viö rafstöö fyrir brautarljósin á Uga-flugvelli og tæki það nokkra stund. Þorsteinn yröi að hringsóla þarna uppi í myrkrinu þar til því verki væri lokið. Heimamaöur taldi aö vélin væri í námunda viö Uga-völl því hann heyrði greinilega í hreyflum hennar. Ur því sem komiö var ákvaö Þorsteinn aö bíöa þarna uppi þótt þaö væri aug- ljóst hættuspil því engin ástæöa var til aö ætla, aö heyrn hermanna sam- bandsstjórnarinnar væri nokkru lélegri en hinna. Drunur hreyflanna næöu því einnig eyrum þeirra sem kæröusiglítt umaðvélinlenti. Eftir alllanga biö kviknuöu skyndilega brautarljós svo til beint fyrir neðan flugvélina og þeir lentu HÆTTUFLUG ístenskir flugstjórar hafa á liðnuqr árum lent ígjjjjj í margvislegum œvintýrum I háloftunum og ott komiat I hann krappan. Fæstar þessara f ?r|i þolrauna hafa verið á vitorði almennings, en -jH nú gefst fólkl kostur á að fytgjast með spennandi andartökum þar sem litið eða ekkert má útaf bera. Sæmundur Cuðvinsson segir þessar sónnu . ' w sðgur í þessari nýstórlegu bók. Stíll hans er M hlaðinn spennu og slær á efnið ævintýraleg• um blæ. Byggt er á upplýsingum frá þeim, - sem koma við sögu og ýmsum öðrum traust- um heimildum. Aðalsöguhetjumar birtast ásamt höfundí hér á kápunni. Við fylgjumst meðal annars með hættuflugi ytír ftotterdam á vél með bílaða hreytía, annarrl, sem lendir i helgreipum ísingar á norðurslóðum, stefnumótum ftugstjóra við tíjúgandi furðuhluti, og áhöfn, sem lendir i , skotárás á Uga-flugvelli i Biafra. lÍJKL Smmundur Guðvin&son Bj6m Gtíðmundsson Þorateinn Jónsson Jóhannes Markússon Anton Axehsson Hór&ur Sigurfánsson mm Síöasta flug frá Biafra IngimarK. Sveinbjórnston Arni Vngvason Kafli úr bókinni Hættuflug eftir Sæmund Guðvinsson Hættuflug heitir bók eftir Sæmund Guðvinsson sem forlagiö Vaka sendir frá sér fyrir þessi jól. Bókin segir frá ýmsum ævintýrum íslenskra flug- manna og er bókin skrifuð í anda spennusagna, ef svo má að orði komast. Nefna má að í bókinni er sagt frá hættulegu flugi yfir Rotterdam á vél með bilaða hreyfla, það er greint frá flugvél sem lendir í helgreipum ísingar á norðurslóðum, frá stefnumótum fiugstjóra við fljúgandi furðuhlutí og skot- árás á íslenska flugáhöfn á Ugaflugvelli í Biafra. Við birtum hér hluta úr þeim kafla bókarinnar sem f jaliar um skotárásina. Það eru líklega hæg heimatökin hjá Sæmundi að ræða við flugstjórana; hann er sem kunnugt er fréttafulltrúi Flugleiða. Hann er hér á efstu mynd- inni, en á hinum myndunum eru flugstjórarnir sem leika aðalhiutverk í bók bans. -IJ. Vél Flughjálpar i Biafra. Þorsteinn Jónsson fíugstjórilentiimikilli svaðilför i Biafra-striðinu. nær samstundis. Um leið og vélin ók inn á stæöið viö enda brautarinnar sáu þeir félagar hóp af flóttafólki. Allt var þetta Biafrafólk, konur, börn og karl- menn, en ekki bólaöi neitt á hvítu fólki. Fólkiö virtist ofsahrætt og þaö fór ekki milli mála aö þaö leit á flugvélina og áhöfn hennar sem sína einu lífsvon. Flóttamenn ryðjast um borð Þorsteinn fann nánast lykt af hættunni sem þarna lagðist aö þeim. Af hegðun flóttafólksins var ljóst aö þaö taldi sig komiö út á ystu nöf og engin leið væri til baka. Þeir ákváöu að láta báöa hreyflana á stjórnboröa vera í gangi og stukku síðan á skreiöar- farminn og ruddu honum út. Er vafa- mál aö vél hafi fyrr verið affermd jafn fljótt og nú, og kom sér vel aö þetta voru ekki nema tvö tonn. Þegar skreiðin var öll komin út létu þeir stiga út um afturdyrnar svo flótta- fólkiö kæmist um borð. Hér var ekki tími til aö velta fyrir sér neinum hlut- leysisreglum. Því síður flugöryggis- reglum. Fólkiö yröi bara aö liggja á gólfi vélarinnar eöa sitja þar flötum beinum í skreiöarmylsnunni og halda hvort í annaö. Um Ieið og stiginn hafði snert jörö hófst æðisgenginn slagur meðal fólksins um aö komast um borö. Ahöfnin reyndi aö sjá til þess aö konur og börn kæmu fyrst í skipulagöri röö, en þaö mistókst. Fullorðnir karlmenn ruddust um, fleygöu frá konum og börnum og reyndu að troöa sér fremst. En konurnar réöust sem ljónynjur á móti og ruddust líka og böröust. Fólkið var greinilega viti sínu fjær af skelf- ingu þar sem það tróöst þarna um. Vegna þessa troðnings festist fólk í dyrum vélarinnar og komst hvorki aftur á bak né áfram. Irski presturinn kaþólski, séra Cunningham, ákvaö nú aö láta til sín taka. Hann skrýddist hvítri hempu sinni í fljótheitum og reyndi aö komast út um dyrnar til aö koma einhverju skipulagi á málin þarna fyrir utan. Eitt andartak virtist eitthvaö slá á ofsahræöslu fólksins er þaö leit hempu- klæddan prestinn og hann komst niður í miöjan stiga. I sama mund byrjuðu byssur að gelta hægra megin viö vélina og brak og smellir heyrðust þegar byssukúlur smullu í skrokkinn. Þaö var eins og viö manninn mælt, flótta- fóDdð aaúist á nýjan leik og prestinum var hent inn í vélina aftur eins og risa- vöxnum snjóbolta. Þorsteinn og félag- ar hans voru þarna aftur í þegar skothríöin byrjaði. Þorsteinn sá strax aö hér mætti engan tíma missa og þeir yröu aö reyna aö koma sér burt sam- stundis. Flóttafólkiö yröi sjálft að koma sér um borö. Skothríðin hefst Þorsteinn hljóp fram eftir vélinni og Einar og Runólfur á hæla honum. Púöurlyktin fannst greinilega og benti þaö til aö árásarsveitin væri mjög nálægt. Þeir fleygðu sér niður í sætin og byrjuðu aö ræsa hreyflana vinstra megin. Runólfur kom þeim í gang meö fumlausum handtökum rétt eins og vélin væri aö leggja upp frá Reykja- víkurflugvelli í venjulegt áætlunar- jflug. Hreyflana hægra megin höföu þeir skilið eftir í gangi eins og áöur 'segir og kom sú fyrirhyggja nú í góöar 'þarfir svo ekki sé meira sagt. Ef þeir ,heföu þurft aö eyöa tíma í að ræsa alla fjóra hreyflana heföu þeir aldrei kom- ist burt og ekki þurft aö spyrja að leiks- lokum. Um leiö og hreyflarnir vinstra megin tóku viö sér, tók Þorsteinn hemlana af svo vélin byrjaöi aö aka út á flugbrautina. I sama bili harðnaði skothríöin aö miklum mun. Nú virtust árásarmennirmr leggja allt kapp á aö hitta stjórnklefann. Tækist þeim aö drepa áhöfnina væri útséö um aö vélin færi lengra. Kúla kom í framrúöuna rétt fyrir ofan höfuö Einars Guölaugs- son. Onnur kúla hitti handfang á bensíngjöfinni þegar Þorsteinn var aö leggja hönd þar á. Virtist helst sem kúlan heföi fariö á milli fingra honum því hún eyöilagöi handfangið en Þor- steinn slapp meö smáskrámu á hendinni. I öllum þessum látum mundu þeir allt í einu eftir því aö afturhuröin var enn opin. Einar fór þegar aftur í til aö loka, en Runólfur settist í flugmanns- sætiö á meðan. Þegar Einar kom aftur í lá fólkið skelfingu lostiö á gólfiö. Sumir voru bersýnilega særöir eftir árásirnar og lagaöi blóðið úr sárum þeirra. Fljótt á litið virtust flestir hafa komist um borö. Séra Cunning- ham var aö klæöa sig úr hvítu hempunni og bjó sig undir aö hlúa aö hinum særöu sem stundu og kveinuðu. Einar skellti aftur huröinni og klöngraðist yfir flóttafólkiö á leið fram í stjórnklefa. Vélin var þá komin út á flugbrautina og þeir Þorsteinn og Runólfur byrjaöir viöstööulaust í flug- taki undan dynjandi skothríöinni. Enginn tími vannst til aö gera nauðsynlegar athuganir á að allt færi' fram eftir settum reglum. Vélin var komin vel áleiöis í flugtaki þegar Runólfur tók eftir því aö stýrislásarnir voru ennþá á og náöi naumlega aö losa þá áöur en þaö varö of seint. Þetta snarræði bjargaði lífi þeirra. Fjölmargir særðir Flugvélin sleppti nú jöröu og silaöist upp myrkan næturhimininn. Ahöfnin fór aö kanna þaö sem vanalega er kannaö fyrir flugtak, þaö er aö segja jafnvægisstilla og annað. Einar og Runólfur skiptu um sæti og menn fylgdust meö mælum í ofvæni. Enginn vissi hve miklar skemmdir höföu orðiö á vélinni, en brotin framrúöan og kúlugöt í stjórnklefa voru næg ástæöa til aö ætla aö víöar væru skemmdir. En vélin virtist láta nokkuð eíáilega aö stjórn og þeir vörpuðu öndinni léttar. Hins vegar varö að fljúga bæði hægt og lágt vegna framrúöunnar brotnu og var sá flugmáti ekki sá ákjósanlegasti viö þessar aöstæöur. Enda létu loft- varnarbyssurnar á Uli-flugvelli óspart til sín taka þegar þeir flugu þar yfir, en sem betur fór var lukkan enn í fylgd Þorsteins og hans manna. Skytturnar á loftvarnarbyssunum höföu ekki annað erindi í þetta sinn en búa til eigin flugeldasýningu er kúlurnar sprungu í myrkrinu. Séra Cunningham kom nú fram í stjórnklefa og gaf skýrslu um ástandið aftur í. Fólkiö haföi flest veriö aftast í vélinni þegar skothríöin var sem höröust, en henni var einkum beint aö stjórnklefanum og framhluta vélarinnar. Því höföu færri særst en ætla mætti miðað viö hvað árásin var hörö. Einn maður hafði þó fengiö skot í kviðinn, annar var meö byssukúlu í handlegg og bað presturinn Þorstein aö lána sér hníf til aö ná kúlunni burt. Þorsteinn haföi haldiö þeim gamla íslenska siö að ganga alltaf meö vasa- hníf á sér og rétti klerki. Tókst honum aö ná kúlunni úr sárinu meö hnífnum. Nokkrir aörir flóttamenn höföu hlotiö minniháttar skrámur og meiðsli. Samtals höfðu 45 manns náö aö komast með. Meðal þeirra var yfirmaöur flug- hersins og ýmsir aörir er Þorsteinn hafði haft mikil samskipti viö í hjálparstarfinu. Um miöja nótt var lent á Sao Tome. Síðasta fluginu til Biafra var lokið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.