Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Side 17
17 DV. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER1984. — Veröuröu þá ekki milljóna- mæringur? Andrés brosir og efast um þaö. „Eg hef ekki hugsað út í þaö.” Sögur og leikrit — Hvernig gengur annars aö lifa á skriftunum? „Eg er á þriggja mánaöa starfs- launum úr launasjóöi rithöfunda og á þriggja mánaöa starfslaunum lista- manna. Þannig aö ég er í rauninni á launum. Eg er núna að skrifa sviösverk og þá gerir maður sér grófar útlínur,” segir Andrés og vísar til sviðs em gert er úr hvítum pappa og liggur í hillu beint fyrir framan skrifborðiö hans. „Svo sér maöur persónurnar spretta upp.” Þaö má segja aö nóg sé í gangi hjá Andrési. Nýlega var flutt eftir hann Draumaströndin. „Gamansamt leikrit fyrir útvarpiö”. Sjónvarpsleikrit, sem hann geröi fyrir íslenska sjónvarpið, hefur veriö sýnt í Noregi og Svíþjóö og fengið ágæta dóma. Þaö stendur til aö sýna þaö í Danmörku, Irlandiog Eng- landi hjá BBC, fjórðu rás. Utvarps- leikritið Fiörildi hefur veriö þýtt á ensku og verður einnig flutt í Svíþjóð á næstunni. I janúar veröur svo saga hans, sem heitir Elsku bam, á dagskrá Morgunstundar barnanna í útvarpinu. „Eg byrjaöi aö skrifa fyrir böm á þeim árum er ég hafði meö Stundina okkar aö gera í sjónvarpinu. Eg skrifaöi texta fyrir brúöur sem hétu Glámur og Skrámur. Síðan skrifaöi ég leikverk fyrir sviö sem var sýnt í Þjóöleikhúsinu ’74. Þá fór eiginlega skriöa af staö. Eg hef í starfi mínu sem dagskrár- gerðarmaöur skrifaö meira og minna — þætti og áramótaskaup.” Andrés starfaði sem blaöamaður tvö ár eftir stúdentspróf, fór síöan yfir á sjónvarpiö og hefur veriö starfs- maöur þess frá upphafi. Hugarheimur unglinga — Ferðu aftur á sjónvarpið? „Tíminn á eftir aö leiða í ljós hvaö verður,” segir Andrés. „Eg uni mér vel viö skriftirnar. Hitt er annað mál að rithöfundur má aö mínu mati ekki einangra sig frá umhverfinu. Hann verður aö vera í lifandi sambandi viö fólk. Þess vegna held ég að þaö sé hollt og gott fyrir höfund aö vera meö að minnsta kosti annan fótinn á öörum vígstöðvum.” — Hvernig er þaö þegar þú ert aö skrifa unglingabækur, er ekki erfitt að setja sig inn í hugarheim og oröaforöa unglinganna? „Jú, þaö er einmitt þaö sem ég er að leggja mig fram um að hafa á hreinu. Hvernig unglingarnir tala. Hvernig þeir hugsa. Reyna aö gefa lifandi mynd af unglingum dagsins í dag. Eg reyni aö vera í sambandi viö unglinga og hef gaman af aö tala við þá og hlusta á þá segja frá. Hlusta á þeirra dásamlega húmor og alla stælana.” Næst gengum viö niöur í stofu því ljósmyndarinn vildi fá aö mynda Andrés í stól meö dætrum sínum. Við rákum augun í píanó. „Þaö er ein besta hugarró aö setjast viö hljóö- færiö,” segir Andrés. — Hvernig er venjulegur vinnudagur hjá honum? „Þegar maöur vinnur á sjálfs sín vegum veröur maöur aö beita sig ströngum sjálfsaga. Eg byrja hvern dag viö skrifborðið og vinn þar venjulegan vinnudag. Eg er síðan meö kvöldin á lausu fyrir mitt fólk. Góðir rithöfundar — Lestu mikið? „Já, ég reyni aö minnsta kosti aö komast yfir þaö sem skrifað er af íslenskum höfundum. Eg geri þaö bæði ánægjunnar vegna og eins til aö vita hvað kollegarnir eru aö gera. Til aö fylgjast meö stefnum og straumum. — En hvaö finnst Andrési um íslenskan skáldskap? „Eg vona aö skáldsagan haldi velli. Það hafa komið fram margir býsna góðir rithöfundar á síðustu árum. Þaö gefur manni von um bjarta framtíð.” -SGV. KAFLII K BOKIMI TÖFF TÝPA A FÖSTIJ kemur fyrir besta fólk og gæti þess Vegna alveg eins komiö fyrir þig. Gulli horfir upp í loftiö, tekur þessu fjarri. — Onei, það skal ekki koma fyrir mig. Ekkistraxaðminnsta kosti. Elías kastar poppi upp í loft, galop- inn munnur er mark á niöurleiðinni, hann hittir ekki. — En þú, segir Gulli, pælir þú mikiðí stelpum? Elias ypptir öxlum, lítur til hans sem snöggvast meö svip sem segir hvorki já né nei, kastar upp ööru poppi, hittir. — Það er alveg vonlaust fyrir þig að spá t Ingunni, heldur Gulli áfram. Elías hóstar, poppið fór vitlausa leiö ofaníhann. — Ingunni! Þú ert ruglaöur! Eins og égséaöspáíhana! Nei, vinurminn! Gullihlær. — Elli sæti! Elías stjakar við honum. — Mér er alveg nákvæmlega sama um hana ef þú vilt fá að vita þaö. Gulli veltir sér á magann, hláturinn fossar út úr honum. — Hann haföi gaman af aö spæla þig, kallinn! Sástu þær.. . Ingunni og Sissu.. .þærgrenjuöuaf hlátri! Ekkertsvar. Hann kastar upp poppi, opnar munn- inn upp á gátt, hittir. — Vissiröu aö hún er aftur byrjuö aö verameð Júlla? Elias hristir höfuöið. — Nei, ég vissi það ekki. Það skiptir heldur engu máli hvað hún gerir. — Eg sá þau saman úti í sjoppu í gærkvöldi, það var æðisleg hamingja. f — En ánægjulegt. — Skrýtið. . . það er eins og þessi manneskja geti haft suma stráka al- veg í vasanum. .. ég sé ekki hvaö þeir sjá viöhana. Elíasdæsir. — Ekki ég heldur. — Hún er algert fiðrildi... flögrar bara á milli. Hún heldur áreiöanlega aö hún sé ofsalegt bjúti. Elías brosir. — Maöur gæti haldiö að þú værir fer- lega skotinníhenni! -Eg? — Já, eins og þú talar mikið um hana. — Góði besti! Þeir þegja saman um stund. Gulli rakar saman poppi sem liggur eins og hráviöi á stofugólfinu, Elías lygnir aftur augunum, hrekkur við og rís upp við dogg, það er farið aö braka í sjónvarpinu. — Æ, lækkaðu í þessum stunum. Þetta er grautfúlt. Það er ekki hægt að hlæja aö þessu nema einu sinni. Þú mátt skrúfa fyrir þetta mín vegna. Gulli er í öörum heimi, heyrir þetta ekki. Hann er búinn aö tina poppið upp úr gólfinu og teygir aftur úr sér meö skrýtiö bros á vörunum. — Þú ætlar þá ekki í partúö til henn- arannaökvöld? — Tú Ingunnar? — Já. Hún bauð þér alveg spes, var þaöekki? Eúas hristir höfuöiö. — Ertu frá þér! Það væri þaö síöasta seméggeröi. En þú? Ætlarþúaðfara? -Eg? Gulli hlær. — Nei, ég læt ekki draga mig í svona partí. — Af hverju ekki? — Bara. Eg nenni því ekki. En þú, af hverjuferö þúekki? Eúas tekur hnefafyúi af poppi og læt- ur buna upp í sig, dregur við sig svarið. — Af hverju ég fer ekki? I fyrsta lagi er ég ekkert ofsalega hress út í Ing- unni. Og í öðru lagi er ég á föstu. Eg fer ekki í partí nema kærastan sé með. Gulú spingur, þetta var æðislegur brandari. — Þú! Áföstu! Elías útur til hans. — Þú trúir mér ekki? Gulú hristir höfuðið, spriklar meö fótunum, þetta er svo ofboðslega fynd- iö. — Þetta er samt alveg satt, ég er ekkert aö gera að gamni mínu, ég er á föstu. Ég hef bara ekki sagt neinum f rá því. Hann horfir alvarlegur í bragði á Guúa sem hættir að hlæja útla stund og gapir, svo springur hann aftur. — Veistu þaö að þú værir æðislega fmnleikari! Egtrúöiþvínæstumþví! — Hún á heima á Akranesi, heldur Eúas áfram. Viö sjáumst ekkert oft þess vegna. En viö tölum mikið saman isíma.. . — Isíma! Rugúð! Astísíma! Gulli veltist um af hlátri. — Heyrðu.. . bíddu aðeins.. . hvað er þetta? Eúas hnippir í Gulla, hann þagnar. — Hvað? — Það er einhver að koma! Þeir leggja viö eyrun og mikið rétt: Það er rjálað við hurðina fram á gang- inn. Gulúsýpurhveljur. — Mamma er að koma heim. Hvaö er klukkan eiginlega? — Hún er aö veröa hálf sjö. Hann sprettur á fætur. — Vá! Eg vissi ekki aö hún væri orö- in svona ferlega margt. Hann hleypur að vídeótækinu, tekst með naumindum að kippa Djörfu nóttunum úr því og stinga Jóa og baunagrasinu inn í staðúin; í næstu andrá kemur móðir hans gustmikil inn ístofunatilþeúra. — Eg heyrði rokumar i þér fram á gang, Gulú minn, segir hún brosandi. Er þetta svona óskaplega skemmtileg mynd sem þið eruð að horfa á, strákar múiir?Máégsjá? Gulú hnigur niöur á púðann, Djörfu nætumar brennheitar undir peysunni. — Já, hún er fín þessi, segir hann brosandi og sópar upp í sig poppi. Al- gerþruma! Sjúkrahús á Sauðárkróki Tilboð óskast í innanhússfrágang á 1. og 3. hæð nýbyggingar sjúkrahússins á Sauöárkróki. Hæðirnar eru nú tilbúnar undir tréverk. Verkinu viö 1. hæð skal lokið 15. júní 1985 og öllu verkinu lokið 15. júlí 1986. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Rvk., gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað föstud. 21. desember 1984 kl. 11. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 268« PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Notaðir í sérf lokki International Scout II árg. 1978 ekinn 102.000 km, V8 345 cub. sjálfsk., vökva- og veltistýri, ný dekk, sportfelgur o.fl., skipti á ódýrari. Opið kl. 1—5 í dag. JOFUR HF ________ Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.