Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1984, Blaðsíða 16
16 DV. ÞRIÐJUDAGUR11. DESEMBER1984. Spurningin Hvað gefur þú margar jólagjafir? Magnús Jóhannsson, vinnur viö bústörf: Eg hef ekki enn ákveðiö þaö. Eg hef verið erlendis og verölag þar er t.d. hagstæöara en hér. Ætli ég gefi ekki svona 10—12. Stella R. Axelsdóttir nemi: Eg hugsa að ég gefi þó nokkuð margar gjafir. Þaö kostar vafalaust sitt en ég held aö ég hafi alveg efni á því. Rakel Sigurðardóttir húsmóðir: Eg gef aðallega börnum jólagjafir og þær veröa svona 10—12 eins og í fyrra. Og svo gef ég auðvitað systur minni jóla- gjöf. Marsý Jónsdóttir húsmóðir: Eg gef ekki margar jólagjafir. Það er orðiö svo dýrt að versla að ég gef aðeins mínumnánustu. Hrafnhildur Bogadóttir húsmóðir: Eg er aðeins byrjuð að líta á jólagjafir en er ekki með á hreinu hvað ég ætla að gefa margar. Auður Stefánsdóttir húsmóðir: Nei, ég gef ekki margar. Ætli þær verði ekki 10. Það er svo dýrt að versla að maður hefur ekki efni á að gefa fleiri. „Meirihluti þjóðarinnar vill bjór” Haraldur skrifar: Nú ku enn eitt bjórfrumvarpiö vera í þinginu. Það fréttist einnig á dögunum að fresta hefði þurft um- ræðu um frumvarpið í neðri deild vegna þess hve fáir þingmenn voru viðstaddir. Þetta finnst mér vítavert kæruleysi af hálfu þingmanna þegar til umræðu er mál sem snertir alla ís- lensku þjóöina mikið. Aldrei hefur frumvarp um bjórinn komist í gegn- um þingið og nú, þegar loksins eru góðar horfur á aö slíkt frumvarp nái fram að ganga, þá mæta þessir hátt- virtu herrar ekki í vinnuna. Þeir skulu ekki halda að þeir komist upp með að reyna að kæfa þetta mál í nefndum sem koma saman einu sinni á tveggja ára fresti. Staðreyndin er nefnilega sú að mikill meirihluti þjóðarinnar vill fá að ráða því hvað hann drekkur og hvenær. Þó aö þingmenn séu hræddir við einhverja siöapostula sem ráða einhverju atkvæðamagni er enginn vafi á því að vilji þjóðarinnar nær fram að ganga. Spursmáliö er aðeins hvenær það veröur. Þingmenn verða ekki látnir komast upp með að tefja málið af ótta við að taka afstöðu í því. Það er alveg öruggt að bjórinn myndi bæta drykkjusiði okkar Is- lendinga. Þeir geta a.m.k. ekki orðið miklu verri. Eins og tölur yfir sölu áfengis sýna hefur sala á léttum vín- um stóraukist frá því sem áður var. Það sýnir að fólk vill reyna að breyta drykkjuvenjum sínum og að leyfa bjórinn myndi koma fólki til góða. Síðast en ekki síst myndi ríkið hagn- ast verulega á þessu því kostnaöur við alkóhólista myndi minnka veru- lega og þeim fækka til muna. Kæru þingmenn, sem hafiö fengið þaö verkefni að hafa vit fyrir okkur hin- um: Stöðvið þessa dauðans óvissu og leyfið bjórinn. Hann kæmi okkur Is- lendingum til góða. ,, Bjórinn kemur okkur Íslondingum til góða, " sogir Haraldur og vill að þingmenn drífi iþví að samþykkja bjórfrumvarpið sem nú iiggur i þinginu. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Er bannað að spila 9. sinfóníuna í útvarpi? Tónlistarunnandi hringdi: Eg var að hlusta á þátt Árna Gunnarssonar, „Tímamót”, sem var á dagskrá á miðvikudagskvöldið. Árni talaði meðal annars við Ellert B. Schram og bauð honum sem öðrum viðmælendum að velja sér óskalag. Ellert valdi eitthvað úr 9. sinfóníu Beethovens en þá segir Árni að hana megi ekki spila í útvarpinu og velur fyrir hann annaö lag. Það sem er þó athyglisverðast í þessu öllu er aö morguninn eftir, rétt fyrir kl. 10, er kaflinn úr 9. sinfóníunni „óðurinn til gleöinnar” spilaður. Þetta finnst mér dálitið furðulegt og vildi gjarnan vita af hverju sinfónían er sögð vera bönnuð en svo er hluti úr henni spil- aður daginn eftir. Jón Örn Marinósson, tónlistarstjóri útvarpsins: „Það er ekki um að ræða neitt bann við flutningi á 9. sinfóníunni í útvarpi. Hins vegar hefur það veriö og er gömul hefð hér að leika þessa sinfóníu einungis á nýársdag. Þaö sama gildir einnig um t.d. íslensku jólasálmana. Það er hefð að leika þá aöeins eftir kl. 6 á aöfangadag. Hefðin hefur þá verið rofin hafi kafli úr 9. sinfóníunni verið leikinn þennan tiltekna morgun en vafalaust hefur þama veriö um sérstakt tilfelli aö ræða. Skólahald á vetrum Einn máttarstólpa landsliðsins, Kristjén Arason. Hann og félagar hans hafa náð góðum árangri að undanförnu. „Áfram Móðir hringdi: Ég vil mælast til þess að skólayfir- völd og forráðamenn barnaskólanna fylgist betur með veöurspám. Sein- asta vetur bárust tilkynningar um að skólahald hefði verið fellt niður stundum ekki fyrr en börnin voru löngu farin í skólana. Að mínu mati á að fylgjast betur með veðurspám að Hrefna hringdi: Eg er íbúi við Fífusel og þannig er málum háttað aö viö fundum hjól úti í garði hjá okkur þegar verkfallið var. Eg hringdi í lögregluna þegar hjólið var búið að standa hér í þrjá daga. Þá bentu þeir mér á aö taka hjólið inn, sem ég og gerði. Síðan hringdi ég aftur nokkru seinna og bað þá um að sækja hjólið en því kvöldi og ef þær eru vályndar á að af- lýsa skólahaldi daginn eftir, eða a.m.k. þangað til að veðurútlit er tryggt. Maður var oft mjög áhyggju- fullur þegar börnin voru að fara í skólana og veðurútlit ekki gott. Eg ætla að vona að fylgst verði bet- ur með þessu í vetur. hefur ekki enn verið sinnt. Mig langar að koma þessu hjóli til réttra eigenda ef möguleiki er á því. Hjólið hefur sennilga verið tekið ófrjálsri hendi og skilið eftir hér í garðinum hjá okkur. Þetta er rautt karlmannsreiöhjól i alveg ágætu ástandi. Ef eigandi hjólsins vill vitja þess þá er síminn hjá mér 78256. Handboltaáhugamaður hringdi: Mig langar að minnast hér nokkrum oröum á frábæran árangur íslenska handboltalandsliðsins aö undanförnu. Það er ljóst aö Bogdan er að ná upp haröskeyttu liði sem vex með hverri raun. Það er athyglisverðast við þenn- an góða árangur að hinir veiku punkt- ar sem löngum hafa háð landsliðum okkar, þ.e.a.s. úthald til að spila marga leiki á stuttum tíma, er nánast úr sögunni. 1 landsliöinu nú eru margir góðir einstaklingar en fyrst og fremst er þessum góða árangri náö með liðs- heild. Nú er mikilvægast að miklast ekki um of af þessum árangri sem við höfum þegar náð heldur setja markið hærra og bæta okkur enn frekar. Til þess að þaö sé hægt verður að koma til hjálp allrar þjóðarinnar. Það verður að gera þeim mönnum sem í þessu standa léttara fyrir í vinnu. Fyrir utan það er svo nauðsynlegt að liðið fari í keppnisferðir erlendis og tryggja þannig aö liðiö sé sem best undirbúiö fyrirHM ’85. Þetta tekst ekki nema með þjóðar- átaki og það tekst ef íslenska þjóðin stendur saman sem einn maður. Leggjum því okkar af mörkum til að tryggja áframhaldandi árangur lands- liðsins í handbolta. Áfram Island! Reiðhjól í óskilum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.