Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1984, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR11. DESEMBER1984.
S
Símvirkjar
segja sig
úrBSRB
— fá 30 til 50% hærri laun innan
Sveinafélags rafeindavirkja
Símvirkjar eru þessa dagana aö
segja sig úr Félagi íslenskra síma-
manna og þar meö BSRB til þess að
ganga í Sveinafélag rafeindavirkja.
Ætlunin er aö ná samningum milli
sveinafélagsins og fjármálaráðu-
neytisins og hafa símvirkjar hótaö aö
ef slikir samningar náist ekki muni
þeir segja upp störfum sínum.
Starfandi símvirkjar eru nú tæplega
300, þar af eru flestir hjá Pósti og síma
en einnig starfa þeir hjá Ríkisút-
varpinu og Flugmálastjórn. Fyrir
fjórum árum var sett reglugerð um aö
kennsla í útvarpsvirkjun, símvirkjun
og skriftvélavirkjun skyldi falla undir
eina grein, rafeindavirkjun. Aö sögn
Leós Ingólfssonar, formanns sím-
virkjadeildar Félags islenskra síma-
manna, myndu símvirkjar hækka um
aö minnsta kosti 30% í launum frá því
sem nú er viö þaö aö taka laun sam-
kvæmt töxtum Sveinafélags rafeinda-
virkja og þessi hækkun gæti numiö allt
aö50%.
„Upphaflega var þetta til þess eins
aö sameina stéttina í eitt félag. En nú
er þetta fyrst og fremst að verða
launaspursmál því ríkið hefur haldiö
svo illa á samningamálum við BSRB,”
segir Leó Ingólfsson. „Viö eigum eftir
að gera samning milli sveinafélagsins
og fjármálaráðuneytisins, eins og raf-
virkjar hjá RARK hafa gert, en náist
þaö ekki held ég aö meirihluti manna
hætti.” Engir samningafundir milli
þessara aöila hafa verið tímasettú- en
aö sögn Leós leggja símvirkjar áherslu
á aö þessu veröi lokið á fyrri hluta
næstaárs. -ÖEF.
Ragnar önundarson, bankastjóri Iðnaöarbankans, tekur við viðurkenningunni úr
höndum formanns dómnefndar, Stefáns Svavarssonar. Til hliðar er Sigurður R.
Helgason, formaður Stjórnunarfélags Islands. DV-mynd Bjarnleifur.
Iðnaðarbankinn með
bestu ársskýrsluna
Iönaöarbanki Islands hf. skilaði
bestu ársskýrslu fyrirtækja á síðasta
ári. Þaö er niöurstaöa dómnefndar
Stjórnunarfélags Islands. Árs-
skýrsluverölaunin voru veitt í fjóröa
sinn í hófi í Þingholti í síöustu viku.
Alls tóku sextán fyrirtæki þátt í sam-
keppni þessari. Stefán Svavarsson,
löggiltur endurskoöandi og formaöur
dómnefndarinnar, afhenti Ragnari
önundarsyni, bankastjóra Iönaöar-
bankans, viðurkenningu fyrir árs-
skýrsluna og gat þess aö hún væri
framúrskarandi. Ragnar þakkaði
heiðurinn og gat þess til gamans aö
konur ættu þakkirnar skyldar, því
Kristín Guðmundsdóttir, endurskoö-
andi bankans, og Jónína Michaels-
dóttir ráðgjafi heföu unnið skýrsluna.
Hún bæri þess greinilega merki aö
konur heföu höndum um f ariö.
Auk Iðnaöarbankaskýrslunnar voru
verölaunaðar tvær ársskýrslur. Kaup-
félag Austur-Skaftfellinga fékk þá um-
sögn aö ársskýrsla félagsins væri eins
og áöur „öll hin vandaðasta." Hennann
Hansson kaupfélagsstjóri tók viö
viðurkenningu félagsins. Þá tók
Þóröur Ásgeirsson, forstjóri Olíu-
verslunar Islands hf., við viðurkenn-
ingu fyrir ársskýrslu Olís. Umsögn um
þá skýrslu var sú að í heild væri hún
mjög vönduö.
-JH
Tækniminjasafn
Austurlands stof nað
Þann 21. október sl. var stofnað á
Seyðisfiröi safn er hlotið hefur nafnið
Tækniminjasafn Austurlands. Safnið
mun verða til húsa í einu merkasta
húsi kaupstaöarins, Wathneshúsi.
Hlutverk safnsins er aö safna og varö-
veita muni og mannvirki er snerta
sögu tækniþróunar á Austurlandi.
Formaöur stjórnar Tækniminja-
safns Austurlands er Pétur Blöndal.
-ÞJV
DREIZACK
SOUNGEN
DreizacK
HIMÍFAR
SKÆRIOG MARGT
PÓSTSENDUM
___________
FLEIRA
Sérverslun meö gjafavörur.
Hafnarstræti 11. Simi 13469.
NÍGÚND E
Hann cr íslenskur!
Hannerlagaður
að líkamanum!
Hann fæst í mörgurn
litum með hvaða
áklæði sem er!
Ef þú gætir fengið hann 2000
krónum ódýrari en innfluttan stól,
mundir þú vilja kaupa hann?
Þú getur það. Við opnum klukkan
8 á morgnana og lokum ekki fyrr
en klukkan 6 á kvöldin.
Vertu velkominn.
STALIÐJAN hf
SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGI, SÍMI 43211
psiiKnii
■ SKRIFS7ÖFU HUSGOGN
HALLARMÚLA 2 - SlMI 83211