Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1984, Blaðsíða 6
6 DV. ÞRIÐJUD AGUR11. DESEMBER1984, Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Á kjötmarkaði á Kirkjusandi: Bragi Jónsson hefur sóð um kjötmarkaö SIS þau tvö og háift ár sem hann hefur verið starfræktur. Sama verð er á iœrum og hryggjum í heiiu eða niðurskornu. Fallega er frá kjötinu gengið á markaðnum. Lif ur á 55 kr. og slög á 29 kr. kg „Þaö hefur verið mikil ös hérna undanfarna daga, fólk hefur verið að birgja sig upp fyrir búvöruverðshækk- unina. Það hefur keypt alveg óheyri- legt magn af kjöti. Sumir kaupa tvo skrokka en aðrir allt upp í fimm,” sagði Bragi Jónsson sem sér um kjöt- markaðSambandsins á Kirkjusandi. Það þarf talsvert til að geta gert slík innkaiip því að skrokkur getur kostað allt upp í 2 þús. kr. Auk þess þurfa heimilin rúmt frystikisturúm. I kjötmarkaðnum er | hægt að| fá bæði lamba- og svínakjöt, auk ýmissa unninna áleggsvara. Veröiö er eins og það er ákveðið frá sexmannanefnd- inni en álagning á lærum og hryggjum er3,9%. ,,Það getur gert að verkum að sumir hlutar séu aðeins dýrari hér hjá okkur en aörir aftur ódýrari,” sagði Bragi. Sama verð er í markaönum hvort heldur lærið er keypt heilt eöa í sneiðum og sömuleiðis er hryggurinn á sama verði hvort heldur hann er heill eöa sneiddur í kótelettur. Áleggsvörumar eru seldar meö 10% afslætti á markaðnum vegna þess að það eru vörar sem eru framleiddar í húsinu sjálfu og flutningskostnaöur því enginn. Sem dæmi um verð sáum við ósoðnar rúllupylsur á 100 kr. stykkið, sem er hreint g jafaverð. Bestu kaupin eru sennilega í árs- gamalli lifur, en kg af henni kostar ekki nema 55 kr. (kostar 107,50 frá í ár). Þá má nefna súpukjötið, en það kostar 116,10 (einnig til eldra kjöt á 109 kr.) og slögin eru seld eftir vigt á 29 kr. kg. Svið kosta 72 kr. kg , en þvegnir hausar90kr.kg. Bragi sagðist hafa birgt sig mjög vel upp af kjöti fyrir búvöru- veröshækkunina þannig aö hann ætti nóg af kjöti, að minnsta kosti út þennan mánuö og sennilega fram í næsta mánuð. -A.Bj. <«» wm Svið eru til á mjög hagstæðu verði en iifrin er iangódýrust, kostar ekki Aiiar kistur i kjötmarkaðnum voru fuiiar af gómsæt um steikum, m.a. ladolambi frá Húsavik. nema 55kr. kg. D V-myndir Bjarnieifur Bjarnleifsson HVERNIG FARA SKAL MEÐ NÓVEMBERKAKTUS Nóvemberkaktus — eitt afbrigði af jólakaktus — er auðveldur stöngul- kaktus, ekki ólíkur páskakaktus en aðgreinir sig frá honum m.a. á blómunum. Blómaverslanir hafa að mestu hætt sölu á nóvemberkaktusum nú, en fólk hefur hringt til neytendasíðunnar og beðið um leiðbeiningar í sambandi við þá. Krónublöð kaktussins eru í tveim pípukrönsum, ýmist rauð, rauðblá eða hvít. Eftir blómgun þarf aö hvíla plönt- una. Það er gert með því að minnka verulega vökvun, liðirnir mega þó alls ekki skorpna. Um miðbik sumars þola plöntumar útivist í skjóli eöa í skugga, en hafa skal gát á sniglum. Gefiö áburð þar til í byrjun ágúst. Takið hann þá inn og vökvið gætilega uns blómhnapp- ar koma í ljós. Fjölbað með liðgræðl- ingum. Svolítil sólarglæta sakar ekki, en vægur skuggi er æskilegri. Meðalhiti (nótt 10—16°C), svalt og þurrt frá september uns blómhnappar sjást. Vökvist eðlilega nema á hvíldartíma. Hefur mætur á loftraka og tíðri úöun. Glj úp mómold, leir og sandur. Þegar nóvemberkaktusinn er í blóma skal hann vera í birtu, hitastig- ið skal vera 15—20 °C, jafn raki og eng- an áburð þarf. Eftir blómgun þarf kaktusinn að standa á þurrum og svöl- um stað í 5—7 vikur. Einnig þarf hann ríflega vökvun og áburöargjöf. JI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.