Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1984, Blaðsíða 18
18 DV. ÞRIÐJUDAGUR11. DESEMBER1984. Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Menningarmiðstöðin, Gerðubergi. Viö lifum á öld vandamálanna. Við glímum daglega við efnahagsvandann. Velmeguninni fylgir vandi. Milli kyn- slóöanna er vandi. Islenskri menningu er ógnað með þjóðfélagsbreytingum og félagslegur vandi skapast með aukinni einangrun einstaklinga á heimilum og vinnustöðum. Við slíkum vandamálum bregðumst við hverju sinni eftir bestu getu. Hér fjöUum við lítiUega um félags- og menningarlegan vanda sem leiöir af byggðaþróun og atvinnuháttaþróun á þessaríöld. Klassísk mynd ÖU þekkjum við hina klassísku mynd sem dregin hefur verið upp í skólabók- um af íslenskri menningu fyrri alda. Það var menning sem skapaöist af bændaþjóöfélagi til þess að svara kröf- um þess. Búskapur var lifibrauö flestra. A hverjum bæ bjó bóndi, með fjölskyldu sinni og hjúum, og mann- aflaþörf var mikil því tækjabúnaður var frumstæður með afbrigðum. Asamt með samgönguerfiðleikum skapaði þetta baðstofumenninguna þar sem bændur og búalið á hverjum bæ urðu að mestu að skapa sér eigin skemmtun og félagsskap. Þar safnaöist fólkið saman á kvöldin í baöstofunni, og stundaöi innistörf eft- ir að birtu tók að bregða. Þar var spunnin ull, tálgað tré og vafin hross- hársreipi og engir nema þeir allra yngstu voru verklausir. En á meðan aðrir unnu fékk einn þaö hlutverk að skemmta fólkinu með upplestri eða kveðskap. Þar var farið með gamlar sögur af hetjum þjóðveldisaldar eða köppum úr fornaidarsögum eða sungn- ar rímur af hetjum og fögrum konum. Sitthvaö, sem telst til alþýðu- menningar í öðrum löndum, hefur ekki varðveist hér á landi, af ýmsum ástæö- um. Þannig taka margir erlendir ferðamenn frá nítjándu öld til þess aö Islendingar kunni ekki að dansa en bregði á skrýtileg og afkáraleg hopp við tónlistarundirleik, sérlega ef þeir eru drukknir. Þetta stafar af andstööu kirkjunnar viö danssamkomur fyrst eftir siðskipti. Tónmennt íslendinga var einnig til skamms tíma fomleg og byggðist fyrst og fremst á söng, en hljóöfæri b'tt þekkt. Myndbst Islend- inga var bundin við tréskurð, sem var oft frábærlega fagur, en entist lítiö, og svo vefnað, sem einnig var forgengi- legur. Nautn Islendinga af sögum var í raun nautn hins talaöa orðs því bæði var að ekki voru albr læsir og svo að bækur voru fáar og dýrar. Hefð líður undir lok En þessi alþýðumenning, sem var svo mjög bundin atvinnu- og þjóðfé- lagsháttum, leið í raun undir lok á fyrstu árum þessarar aldar. Engum var eftirsjón í atvinnuháttum bænda- þjóðfélagsms sem voru slitandi og heilsuspillandi og gáfu í raun lítmn af- rakstur. En með miklum fólksflutning- um og myndun þéttbýlis leið menning- arhefð bændaþjóðfélagsins undir lok. Það sem hefur síðan valdiö vanda ls- lendinga er hvað mest það að þeim hef- ur gengiö seinlega að koma sér upp borgarmenningu í stað bændamenn- ingarinnar. Þeir sem fluttu í þéttbýU, þegar búseturöskun hér á landi hófst, fluttu í raun i menningarlegt tóma- rúm, um leið og brottflutningur þeirra kippti grundveUinum undan bænda- menningunni. Nú, þegar um helmmgur þjóöarinn- ar býr í Reykjavík og nágrannasveit- arfélögum, hefur nútímalegri vandi skapast við það að í svo stórum þétt- býlisflákum eiga ekki aUir jafngreiðan aðgang að menningameyslu og félags- málastarfi. Eitt tákn iðnþjóðfélags og aukmnar verkskiptingar er að sundur- greming einkalífs og atvinnu verður sterkari en áður svo að fólk einangr- ast. Svefnhverfi myndast þar sem bömin bíöa á daginn og foreldrar koma á kvöldrn til þess aö koma böm- um í rúmið og sofa sjálfir. Eftir þvi sem borgir þenjast út einangrast hvert heimUi án þess að tækifæri sé til þess að viðhalda raunverulegu menningar- Ufi heimavið, ems og þó var hægt í bændaþjóðfélaginu. Menningin til fólksins Við þessu hefur verið brugöist, t.d. í Breiðholti, með því að færa menning- una til fólksins, en neyða fólkið ekki, örþreytt eftir langan vinnudag og þreytandi umferðaramstur, til þess að sækja sér menningu um langan veg. I Breiðholti hefur verið reist, við Gerðu- berg, f élags- og menningarmiðstöð. Félagsmiðstöð er í sinu einfaldasta formi ekki annað en það fyrirbæri í þéttbýU sem kallast félagsheimili í sveitum. Þar era haldin böll, oftast fyrir ungUnga, þvi fullorðna fólkiö sækir í vínveitingahúsin. Þar eru haldnir fundir og samkomur ýmisleg- ar. En menningarmiðstöö hefur fleiri hlutverkum að gegna. Þar geta íbúar hverfisins séð Ustaverkasýningar, heyrt tónleika og stundað aUs kyns menningarneyslu án þess aö þurfa aö leggja á sig langar ferðir niður í mið- borg Reykjavíkur. I Gerðubergi er meira að segja salur þar sem fólk get- ur sest niður og fengið sér kaffi og með því, rabbað saman og tekiö Ufinu meö ró. Eins og kemur fram í viðtalinu við Svanhildi Jóhannesdóttur, forstöðu- mann Gerðubergs, hefur starfsemin þar ekki tekið á sig endanlega mynd enn. Það er þó ljóst af reynslunni að það er mikU þörf fyrir sUka miöstöð og margir möguleikar á frekari starf- semi. Starfsemi félags- og menningar- miðstöðvarmnar að Gerðubergi er um margt ólík starfsemi félagsmiðstöðva annarra hér í borginni. En reynslan úr Breiöholtinu sýnir að ástæða er til þess að halda áfram á þeirri braut sem þar varhaldiðútá. Baðstofumenningin einkenndi islenska mcnningu í þúsund ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.