Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1984, Blaðsíða 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR11. DESEMBER1984. Ekkert erientskip á veiðum íland- helginni Ekkert erlent skip hefur veriö aö veiöum innan 200 mílna landhelginnar nú síðustu daga. Er það óvenjulegt því að þrjár þjóðir hafa leyfi til veiða þar og hafa þær ekki allar veitt upp í kvóta sinn. Færeyingar munu þó vera búnir með hann, eða svo gott sem. Skipta þeir Islandskvótanum á milli báta sinna og mun einn bátur eiga eftir að veiða sinn hluta. Norðmenn eru hættir veiðum og munu ekki hafa fyllt kvóta sinn og Belgar eru langt frá því að vera búnir með hann. Máttu þeir veiða 4400 tonn eins og í fyrra en þá veiddu þeir hér 1800 tonn. Hafa þeir verið með 3 til 4 gömul skip aö veiðum. Þau hafa ekki sést hér á miöunum í langan tíma og hafa ekki veitt nærri því upp í kvóta sinn í ár. -klp- LÖGTÍR á leiði ástvinanna Kerti fyrirliggjandi. Sendum í póstkröfu hvert á /and sem er Raftækja- vers/un Kópavogsh/f Hamraborg 11 Kópav Sími43480. JARÐHITADEILD: EKKI MEIRA, HAGVANGUR Forstöðumaður jarðhitadeildar Orkustofnunar hefur hafnaö tillögum Hagvangs hf. um frekari uppsagnir starfsmanna. Af 25 mönnum, sem eru hættir eða hætta hjá stofnuninni og samkomulag er um, eru tveir hjá jarð- hitadeild. Hagvangur vildi fækka um fimm í viðbót hjá þeirri deild. Samkvæmt traustum heimildum DV telur Guðmundur Pálmason, forstöðu- maður jarðhitadeildar, rangt að fækka frekar starfsmönnum að svo stöddu. Deildin er sögð mjög góð vísindadeild og eiga ýmsa möguleika til þess að afla sér verkefna erlendis. Hún sinnir auk þess miklum verkefnum fyrir hitaveit- ur. I skýrslu Hagvangs hf. er sá dómur felldur um jaröhitadeildina að þar sé uppi sérfræðilegt deiluefni og að nokkru stjómunarlegt vandamál sem lúti að mati á gildi yfirborðsrannsókna eða bomnarrannsókna við háhitarann- sóknir. Þá er sagt að skipulagi sé enn í ýmsu áfátt og að „einstakir deildarstjórar og verkefnastjórar telji að viðhorf þeirra fái ekki þá umfjöllun og meðferð sem þeir sætti sig við í ákvörðunum sem teknar era og varöa sérsviö þeirra”. Þegar úttekt Hagvangs á Orkustofn- un var gerð voru 56 starfsmenn af 149 hjá jarðhitadeildinni. Auk þess var gert ráð fyrir 20—30 sumarmönnum. Eins og áður hefur komið fram var meginniðurstaða Hagvangs sú aö Orkustofnun hefði ekki dregiö saman seglin síðustu ár í samræmi við minnk- andi verkefni. Fyrir tveim áram var gerð, aö til- hlutan Alþingis og ríkisstjórnar, 12 ára áætlun um háhitarannsóknir sem heföi orðið eitt af meiriháttar verkefnum jarðhitadeildar. Alþingi hefur ekki fylgt áætluninni eftir með f járveiting- um og virðist hún úr sögunni. HERB Þessi bifreið endaði vafin utan um Ijósastaur. Ökumaður var 6 ferð í fljúgandi hélku é hraðbrautinni fyrir neðan Holtahverfi é Isafirði fyrir skömmu. Bíllinn rann til é veginum og kastaðist utan í staurinn. öku manninn sakaði litið. Töluvert basl var aö né honum úr bifreiðinni. EH/DV-mynd Valur. Búsetumenn: VILJA MEIRA AF PENINGUM Fullur hugur er aö hefja bygginga. - framkvæmdir hjá húsnæðissamvinnu- félaginu Búseta á næsta ári ef nægilegt fjármagn fæst. I fjárhagsáætlun stjórnvalda er aðeins gert ráð fyrir 25 prósent aukningu fjárveitingar til Byggingasjóðs verkamanna. Sam- kvæmt nýjum lögum um húsnæöismál er gert ráð fyrir að Búseti og önnur félagasamtök fái fé lánað úr þeim sjóði. Þrjú Búsetafélög hafa sent inn láns- umsóknir. I Reykjavík hefur verið sótt um lán til byggingar 56 íbúöa, á Akur- eyri fyrir 12 íbúöir og á Selfossi 8 íbúðir. Eins og sakir standa er fyrir- sjáanlegt að ekki er nægilegt fé í Bygg- ingasjóðnum. „Við bindum vonir við að fjárveit- ingar verði auknar til sjóðsins,” segir Jón Rúnar Sveinsson, formaður Búseta. Umræður era nú að hefjast á Alþingi um fjárlagafcumvarp ríkis- stjómarinnar. Forráðamenn Búseta fóru nýlega á fund félagsmálaráðherra. Hann lýsti því yfir að hann væri allur af vilja gerður til að greiða götu bygginga- framkvæmda félagasamtaka. Jón Rúnar sagði að Búseti væri búinn aö fá vilyrði fyrir lóðum í Reykjavík. Vegna óvissu í lánveitingum hefur ekki verið sótt um ákveðnar lóðir. Undirbúningur að teikningum er þó hafinn. Ef veitt verða lán til Búseta er stefnt að því að byr ja framkvæmdir í vor. APH Búseti í Borgarnesi Nýlega var stofnað Búsetafélag á Akureyri. Hafa því verið stofnuð fjög- ur félög hér á landi. I Reykjavík, á Akureyri, Selfossi og nú síöast í Borg- arnesi. Að sögn Jóns Rúnars Sveins- sonar, formanns Búseta, virðist vera mtlrlll áhnai fvrir hi'iQnjpftissíímvinnii- félögum úti á landi. Samvinnuhreyf- ingin og mörg verkalýðsfélög hafa sýnt Búseta mikinn áhuga. Víða er unnið að undirbúningi félaga. Á Húsavik hefur verið sett nefnd á laggirnar til aö und- irbúa stofnun Búsetafélags. APH ALVÖRU VEITINGAHUS A VESTFJÖRDUM Frá Val Jónatanssyni, ísafirði: Nú loksins hafa Isfirðingar eignast alvöru veitingahús. A dögunum var fyrsta og eina veitingahúsið hér á Vest- fjörðum opnað. Hlaut það nafniö Dokk- an. I Dokkunni er hægt að fá allar veit- ingar þar á meðal bjórlíkisem orðið er mjög vinsæll drykkur hér á Fróni. Húsakynnin eru mjög glæsileg og rúm- ar staðurinn 220 manns. Það eru þrír ungir og athafnasamir menn sem standa að þessu fyrirtæki. Þeir hyggjast hafa opið fjóra daga í viku, frá fimmtudegi til sunnudags. Stefnt veröur að því að hafa uppá- komur og fá landsfræga skemmti- krafta til að mæta. Veitingastjóri er Stefán Hákonarson, matreiðslumeist- ari Snorri Bogason og plötusnúður Bjarni Hákonarson. -EH Nýja veitingahúsið á Isafirði bætir úr brýnni þörf. Þar til nú hefur hvergi á Vest- fjörðum verið veitingahús. DV-mynd Valur Raf magnsmælar f rá Mývatni? „Við erum að kanna málin og vita hvaö við getum,” sagði Kristján Yngvason, einn af eigendum fyrir- tækisinsSniðils hf. í Mývatnssveit. Kristján og samstarfsmenn hans hafa að undanfömu kannað mögu- leika á að koma upp samsetníngar- verksmiðju á sviði rafmagnsiðnað- ar. Verksmiðjan yrði staðsett við Mývatn. Unnið er að málinu í samvinnu við norskt fyrirtæki. Ef af yrði myndu Mývetningar setja saman hluti eins og rafmagnsdælu úr einingum frá norska fyrirtækínu. Einnig eru norð- anmenn að kanna framleiðslu á raf- magnsrofum og fleiru. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.