Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1984, Page 12
12
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON oy INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakurhf.
Áskriftarverð á mánuöi310kr. Verð í lausasölu 30 kr. Helgarblað 35 kr.
Friöarboði undir ógnarstjórn
Uthlutun friöarverölauna Nóbels hefur ekki alltaf tekizt
sem skyldi. Dæmi um slíkt er, þegar Henry Kissinger og
Le Duc Tho fengu friöarverðlaunin áriö 1973, forystu-
menn í Bandaríkjunum og Norður-Víetnam, sem höföu
staðiö fyrir stríöi árum saman. Verölaunin voru veitt, af
því að þessir stríðsmenn höfðu samið friö, sem kallaöur
var, í raun uppgjöf Bandaríkjamanna í Víetnamstríðinu.
Því er þetta nefnt, aö ástæða er til aö gleðjiast, þegar vel
tekst til eins og nú í ár. Suður-afríski biskupinn, Desmond
Tutu, er maður friöar eftir því sem unnt er við aðstæður,
sem þeldökkir lifa við í Suður-Afríku. Þaö er talandi tím-
anna tákn, að sprengjuhótun varð til að tefja afhendingu
verðlaunanna í Osló í fyrradag.
I Suöur-Afríku eru svertingjar mikill meirihluti lands-
manna, eöa um tveir þriðju. Hvítir menn eru aöeins
tæpui fimmtungur. Afgangurinn er kynblendingar og fólk
af Asíuuppruna. 011 vitum við um ríkjandi stefnu þar í
landi, aöskilnað kynþáttanna, sem þýöir undirokun á hin-
um þeldökku. Merkur sjónvarpsþáttur um Afríku var
sýndur hér á landi fyrir skömmu. Þar gátu Islendingar
áttað sig á, hvernig löngum var í Evrópu litið á Afríku-
svertingja sem engu óæðri kynþátt en hvíta menn, þar til
svertingjar urðu verzlunarvara og „nauösynlegt” var
talið, að hvítir menn teldu svarta kynþáttinn standa sér
langt að baki. Kynþáttahatrið var því magnað vegna
viðskiptaaðstæðna. Hvíti minnihlutinn í Suður-Afríku
álítur sér nauösynlegt að viöhalda slíkum úreltum
kenningum, því án þeirra á yfirdrottnun hinna hvítu enga
réttlætingu. Desmond Tutu og félagar hans berjast gegn
ríkjandi stefnu með friösamlegum ráðum, en róttækir
svertingjar í Suöur-Afríku hneigjast til aö.láta sverfa til
stáls. Hvíti minnihlutinn ræður að sjálfsögðu yfir-
þyrmandi stríðsvél. I krafti hennar hafa leiötogar blökku-
manna sætt afarkostum. Islandsdeild Amnesty Inter-
national minntist tíu ára afmælis síns á sunnudaginn.
Hún tekur þátt í baráttu samtakanna fyrir málstaö sam-
vizkufanga um allan heim, austan tjalds og vestan. Þessi
samtök hafa einmitt miklar áhyggjur af framferði vald-
hafanna í Suður-Afríku, fangelsunum án réttarhalda,
fjölda samvizkufanga, sem ósjaldan sæta hinni hroðaleg-
ustu meðferö.
Þaö réttlætir ekki áframhaldandi völd hvíta minnihlut-
ans í Suður-Afríku og ofríki hans, þótt landstjórn hafi
farizt illa víða í ríkjum svörtu Afríku. Islendingar segjast
vera stuöningsmenn jafnréttis kynþátta. I nýlegri
skoðanakönnun hér á landi lögðu menn mikið upp úr jöfn-
uði.
Spurningin er, hvort efldir verða þeir menn, bæðii
svartir og hvítir, sem vilja, að þessi breyting verði með
friðsamlegum hætti og eru reiðubúnir að gefa nokkuð
eftir í því skyni. I hópi slíkra manna er Tutu biskup.
Stjórn Suður-Afríku hefur nýverið slakaö lítillega á
gagnvart kynblendingum og Asíufólki. Tilslakanir
gagnvart svertingjum hafa verið nær engar. Þeim er
haldið í spennitreyju aðskilnaðarstefnunnar, Apartheid.
Ríkisstjórnir á Vesturlöndum hafa sumar hverjar for-
dæmt þessa stefnu. En raunin er sú, að þaö skortir sam-
einað átak, sem gæti knúiö minnihlutastjórn hvítu
mannanna til að grípa það tækifæri, sem enn gefst til
friðsamlegra lausna — meðan þaö gefst.
Haukur Helgason.
DV. MIÐVIKUDAGUR12. DESEMBER1984.
Hættum að dansa
á hengif luginu
Islenska þjóöin er að fara á hausinn.
Ráðamenn sitja í sínum fílabeinstumi
við Austurvöll og hafa aldrei veriö
meira sammála um að erlendar lán-
tökur beri að stöðva. En það sem þeir
gera er að leyfa bönkum að taka þessi
lán auk þess sem ríkið tekur jafnvel á
sig ábyrgð fyrir einkaaðila og
stofnanir. Svo fella þeir gengiö og auka
þessa r sk uldir en11þá mei ra.
Alþjóðlegi gjaldeyris-
sjóðurinn tekur yfir
Erlendar skuldir námu 62% af okkar
þjóðartekjum fyrir síðustu gengisfell-
ingu og þá námu árlegar greiðslur í
vexti og afborganir 25% af útflutnings-
tekjum. Þetta hlutfaU þarf ekki að fara
nema örlítið hærra til að við missum
lánstraust okkar erlendis og þá mun
Alþjóðagjaldeyrissjóöurinn í raun taka
við stjórn fjármála hér á landi. Þeirra
meðul eru vægast sagt harkaleg og
látið ykkur ekki detta í hug aö þau
verði ekki pínd ofan í Islendinga meö
öllum tiltækuin ráðum. Þeir myndu
byrja á því að fella gengið um 40—50%,
afnema svo alla verndartolla af
íslenskum iönaði, frysta laun, gefa
verðlag „frjálst” og skera niður
opinbera þjónustu (s.s. í mennta- og
heilbrigðismálum). Mörg fyrirtæki
munu ekki lifa að gengið sé fellt svo
mikiö þar sem viö þaö myndu skuldir
þeirra hækka um allt aö helming.
Önnur myndu fara á hausinn þegar hér
færu að flæða á markaöinn vörur frá
erlendum stórfyrirtækjum. Afleiðingin
yrði stórfellt atvinnuleysi (15—20%)
fátækt og yfirráð erlendra fyrirtækja.
Við mynduin missa allt sem heilir
sjallstæöi, þið getið rétt imyiidað ykk-
ur livort við myndum ekki sitja og
standa á alþjóðavettvangi eins og
þessum liáu lierrum þóknaðist.
Töframeöul
„Töframeðul” Alþjóöagjaldeyris-
sjóösins eru alls staðar söm við sig. Við
höfum dæmi erlendis frá eins og
hvernig um er aö litast í Argentínu,
Chile, eftir viökomu þessara glæpa-
hunda, og þeir munu beita nákvæm-
lega sömu aðferöum hér. Þeir hafa
hingaö til ekki veigrað sér viö að dæma
milljónir til atvinnuleysis og því
skyldu þeir koma ööruvísi fram við
nokkrar þúsundir hér.
Dans á hengiflugi
Til eru þeir sem segja aö viö séum
ekki í neinni hættu, það skipti ekki máli
þó 62% af okkar þjóöartekjum séu í er-
lendum lánum, það sem skipti máli sé
greiðslubyrði okkar, þ.e. hvað mikið sé
borgað í hlutfalli við útflutningstekjur.
En þeir átta sig ekki á þvi hvað lítið
hagkerfi eins og okkar er sveiflukennt.
Hvað myndi t.a.m. gerast ef fiskverð
lækkaði, afli brygðist, ef olía hækkaði
eða vextir hækkuðu? I okkar hagkerfi
er rík tilhneiging til verðbólgu og í
veröbólgu fellur gengið og skuldir
liækka. Þessi fjórðungur ui okkar út-
flutningstekjum, sem nú fer árlega í
vexti og afborgarnir af erlendum
iánum, gæti því hæglega breyst í 50—
75% á skömmum tíma. Þaö sér hver
heilvita maður að ef alltaf fer stærra
og stærra hlutfall af ráðstöfunar-
tekjum í greiðslur af lánum veröur
alltaf minna til skiptanna. Sama hvort
um er aö ræða ráöstöfunartekjur fjöl-
skyldu, fyrirtækis eða þjóðarbús.
Hafið þið spurt
þjóðina leyfis?
Þiö sem sitjið í fílabeinsturninum við
Austurvöll: Hættiö öllum erlendum
lántökum áður en þjóðin fer á hausinn.
Þið keppist hver um annan þveran að
tala um aö þjóðinni sé hætta búin af
þessum lántökuni, á ineðan hækka
þessar skuldir í raun. Ef þiö eruð
svona sammála ætti þetta ekki að vera
svo mikið mál. Hættiö þessu gagns-
lausa blaðri og stöðvið þetta sam-
stundis. Þið eruð kosnir til fjögurra
ára en ekki fjörutíu. Enginn hefur
spurt mig né nokkurn af minni kynslóö
hvort við viljum að framtíö okkar sé
seld í hendur erlendra stórbanka. Ein-
hver heföi haldið að nóg væri að stela
af komandi kynslóöum, ekki þyrfti að
hneppa þær í þrældóin líka.
>>
Flokkur mannsins hefur nú sent ríkis-
stjórninni bréf þar sem hann lýsir því yfir
að þegar hann komist til valda muni hann ekki
greiða nein lán sem tekin verða eftir 1. jan. nk.
nema þjóðin sé fyrst spurð leyfis.”
Fjárskortur
félagslegra
íbúðabygginga
Fáum landsmönnum mun lengur
blandast hugur um það, að við alvar-
legan vanda er að etja í húsnæðis-
málum þjóðarinnar um þessar
mundir. Húsnæðisvandinn hefur nú
þegar komið af stað umbótahreyfing-
um til lausnar vandans, einkum meðal
ungs fólks. Stjórnvöld hafa að vissu
marki reynt að bregðast við vand-
anum, en því miöur hefur það, sem
gert hefur verið, oft veriö of lítið og
komið of seint.
Tvöföldun framlags
ríkisins stórt skref
Af þessum sökum er þaö fagnaöar-
efni að í frumvarpi til fjárlaga fyrir
árið 1985, sem nú er til meðferðar á
Alþingi, er framlag ríkissjóðs til hús-
næöislánasjóðanna tvöfaldað miðað
viö árið 1984, úr 400 millj. kr. í 800
millj. kr. Hér er vissulega um aö ræða
stórt skref framáviö.
Húsnæöislánakerfið byggist upp á
tveimur sjóðum, Byggingarsjóði
ríkisins, sem fjármagnar lán til al-
mennra húsbyggjenda og íbúðarkaup-
enda, og Byggingarsjóöi verkamanna,
sem veitir lán til félagslegra íbúða-
bygginga.
Framlaginu er misskipt
Þegar ég fór að kynna mér skiptingu
framlags rikisins milli hinna tveggja
sjóða, milli almennra og félagslegra
bygginga, rak mig í rogastans. A fjár-
lögum þessa árs var framlaginu skipt
jafnt miili sjóðanna, í hlut hvors þeirra
komu 200 millj. kr. Skiptingin er hins
vegar allt önnur í fjárlagafrumvarpi
ársins 1985:
Framlag rikisins til húsnæöissjóöanna
Framlag Framlag Aukning
1984 1985 milli ára
Byggingarsjóður rikisins 200 millj. kr. 550 millj. kr. 175%
Byggingarsjóbur verka-
manna 200 millj. kr. 250 millj. kr. 25%