Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1984, Side 18
18
DV. MIÐVIKUDAGUR12. DESEMBER1984.
Lögtaksúrskurður
Hér meö úrskuröast að lögtök fyrir vangoldnum útsvörum, að-
stööugjöldum og fasteignagjöldum, álögðum í Kjalarnes-
hreppi 1984 mega fara fram á ábyrgð sveitarsjóðs Kjalarnes-
hrepps, en á kostnað gjaldenda, aö liðnum 8 dögum frá birt-
ingu þessarar auglýsingar.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Menning
Menning
^ÁL FÓÐRAÐUR
KULDAFATNAÐUR
frá MAX
Allir kannast viö frábæra einangrun álpoka og álteppa.
Nú kemur álfóðraður fatnaður
frá MAX með sömu
eiginleika.
★ Álfilman er stungin með
DAKRON vattefni v/öndunar
likamans.
★ Heldur stöðugum
likamshita.
★ Frábært einangrun-
argildi (frábær ein-
angrun).
★ Þunnir og þægilegir.
★ Hentar öllum.
Burtmeö
i/nida oakvet
Ármúla 5 / við Hallarmúla
S: 82833
Verslunin Vinnan, Síðumúla 29.
Domus, Laugavegi.
Hin mannlegu samskipti
Töff týpa á föstu.
Höfundur: Andrós Indriðason.
Myndir: Anna Cynthia Leplar.
Útgefandi: Mól og menning.
Töff týpa á föstu er þriðja bók
Andrésar Indriðasonar um sögu-
hetjuna Elías sem nú er að veröa
býsna „töff týpa” að eigin dómi,
a.m.k. þegar sjálfstraustiö er í efri
mörkunum, ekki síst fyrir þaö að
vera nú á föstu.
Bókin á undan þessari, Fjórtán...
bráðum fimmtán, gerist að sumar-
lagi (frá 11. júní til verslunarmanna-
helgar) og er skrifuð í eins konar
dagbókarformi. Sagan Töff týpa á
föstu tekur upp þráðinn í október og
heldur honum til jóla. Henni er skipt
í þrjá hluta: I. Október 1983, n.
Nóvember, III. Desember. Hver
hluti skiptist í smærri kafla sem hafa
hver sitt heiti. Höfundur hefur horfiö
frá dagbókarforminu og eins þeim
frásagnarhætti sem einkenndi bók-
ina á undan, þ.e. aö segja ýmist frá í
fyrstu eða þriðju persónu og er nýja
bókin öll þriðju persónu frásögn.
Aöstæður Elíasar eru breyttar.
Eftir fráfall föður hans (í síðustu
bók) hafa mæðginin (hann og móðir
hans) flutt í minni íbúð og Elías byrj-
aö í nýjum skóla. Nýjar aðstæður
viröast ekki þrúga Elías. Hann er
borubrattur í skólanum og eignast
þar fljótlega kunningja og aðdáend-
ur úr hópi gagnstæða kynsins. Gömul
vinabönd virðast slitin, öll nema hið
sterka samband við Evu, hlaupa-
spíru á Akranesi, sem myndaðist í
síðustu bók. Það sem helst veldur
Elíasi hugarangri er skilningsleysi
móður hans. Hún lítur enn á hann
sem „litla bamið” og Elías stendur í
skugga Lása, stóra bróður.
Engir stórvægilegir atburðir verða
í lífi Elíasar þessa þrjá vetrarmán-
uöi heldur er það hversdagslífið sem
er frásagnarefni Andrésar: Skóla-
dagar með litlum spaugilegum at-
vikum og klaufaskap, kvöld og
helgar með „video” — og sjónvarps-
glápi og partíum. Snarir þættir eru
líka ýmiss konar unglingafikt,
unglingaástir og mannleg samskipti
af misjöfnum toga. Andrés sýnir
raunar fram á að það eru hin mann-
legu samskipti sem eru mikilvægust
af öllu og ráða því hvernig mannin-
um famast, ekki síst unglingi sem á,
sjálfstraust sitt og sjálfskennd undir
því að vera tekinn gildur í samfélagi
sínu.
Varðandi atburði síðustu bókar
finnst mér höfundur hafa fariö óþarf-
Hildur Hermóðsdóttir
lega fljótt yfir sögu. Það eru jú
aðeins tveir mánuöir síöan heimilis-
faðirinn f ór f erðina löngu þegar þessi
bók hefst og allar þær breytingar
hafa orðið sem fyrr eru taldar. Nú
virðist hann nær fullkomlega
gleymdur og minningin truflar ekki
líf mæöginanna.
Burtséö frá þessu þá tekst Andrési
vissulega aö glæöa sögu sína spennu
og trúverðugleika og persónumar
lífi, — þaö er jú líöandi stund sem
máli skiptir. Elías stendur lesandan-
um ljóslega fyrir hugskotssjónum og
geöbrigði hans eru ætíð í rökréttu
samhengi orsaka og afleiðinga. Öðru
hvoru skín líka í kvikuna undir niðri,
andartak, án þess að rjúfa fram-
vindu frásagnarinnar.
„/.../ skrýtið að vera hér á
aðfangadagskvöldi. I fyrra voru þau
öll heima, hann og mamma og pabbi,
hann man það vel. Svo komu Lási og
Heiða svífandi á sæluskýi; hún var
ófrisk. Það var allt í lukkunnar
standi.
Sigurlás situr á miðju gólfi og
spænir jólapappír utan af fjallháum
pakka. /.../ (bls. 148).
Næst Elíasi kemst lesandi líklega í
köflunum þar sem Eva er í heim-
sókn. Samband þeirra er náið og fall-
egt, aldrei væmið. Þau skilja hvort
annað, eru skotin en þó umfram allt
góöir félagar. Með Evu er Elías hann
sjálfur, óþvingaöur og þá gægjast
fram bestu eöliskostir hans: gott
skap, glettni og einlægni.
Stíll Andrésar er léttur og
hnitmiöaður, aldrei teygður lopinn
eöa farið of langt á neinum staö.
Hann heldur sig viö lifandi daglegt
mál, unglingamál þar sem það á við
og verður aldrei hjáróma. Hann
þekkir vel heún krakka á þessum
aldri, þ.e. krakka Í8. bekk sem eru á
milli vita og eru að læra að lifa lífinu
eins og fullorðiö fólk. Hann veit
greinilega hvað þau eru að fást við í
skólanum (a.m.k. í reikningi) og
utan hans, hver áhugamálin eru og
hvaða tónlist þau eru að hlusta á.
Utangarðsböm er ekki viðfangsefni
þessarar sögu heldur ósköp
venjulegir, frekar góðir, krakkar
sem höfundur skapar jákvætt viö-
horf til.
Fyrir lestur Töff týpu á föstu var
ég staðráðin í að fetta fingur út í
nafnið sem óneitanlega kemur
ankannalega fyrir sjónir í fyrstu og
er óíslenskulegt. Eftir lesturinn er ég
ekki viss um að annað nafn heföi
hæft henni betur. Það vísar til
málfarsins á bókinni og höfundur
undirbyggir það mjög vel í sögunni,
þess vegna verður settur hér
punktur. HH
í'j WMV
á öllum blaðsölustöðum
Tvö síðustu tölublöð voru metsölublöð
Misstu ekki metsöluviku úr lífi þínu!
M
*
MEÐAL EFNISI
ÞESSARI VIKU:
GREINAR OG VIÐTOI.:
4 Jólaföndur - jólagjafir.
6 Tiskan breytist stöóugt i Rússlandi
8 Stjömuspekingar uppgötva nýjar stjornur.
12 Blaóamaöurmn sem varö milljönan.-—- . . ~r
" SKSS32SKKSS33g5
z, BesU sunurnvrdu ukln I HolUndi. Alhend.ng sumar-
myndaverölaunanna. --------
28 Fimm bestu i sumarmyndakeppninm.---------------
32 Plakat: EkkertannaðenFrankiegoestoHollywood.
SOGUR:
18 Smásagan: Snadrottningin.
38 Vikanogtilveran: Eldsvoöinn.
40 Witly Breinholst: Merkisdagur i lífi Hansens hins unga.
42 Framhaldssagan: Astir Emmu.Q.hluti.
fastiruðir
17 Enska knattspyman. Islenska getraunakerfiö.
24 Heimiliö: Forstofuþankar.
25 Eldhús VIKUNN AR: Bókhveitihleifar meö reyklau.-
34 Vísindi fyrir almenning. —--TTr
36 Handavinna: Svona gerum viö þegar við bólstrum okkar rt6!.
48 Pósturinn. ---------
b8 Bamaopnan: Jólaþrautirfyrir óþreyjufulla. ----
60 Popp: David Bowie og mánaöarlegt plast.
Auglýsing er augljós
í Vikunni
VIKAN - AUGLÝSINGAR
r * »
Jólaföndur - jóiagjafír
fíússnesk hátjska
Bfaðámoðurínn
seni 'varð niilljá
Flmm basiu
myndimar i sl _...
í myndskeppnlnni
og aíhending
veríHauna
> Ptakat: Franlfle
góös to Holfýw
islanska
msku kmitsp)
Hugmyndir um
Svonagarum
vlð bójtétrum
S$P#«í
' íi
að váiða,
Hmtt víif tfíitldór
skipstjára
MEÐ AUGU
OGHEILA
Ólafur Gunnarsson:
GAGA.
Iflunn, 1984.
Tileinkað Jóhanni Póli
Ástæða er til að vekja að nýju
athygli á bók sem kom út um mitt
þetta ár og hætt við að fáir þekki.
Hún heitir GAGA og er eftir Olaf
Gunnarsson.
Byrjun sögunnar er eúiföld:
„Hann ákvað að skipta um plánetu
og vaknaði upp á Mars”. Líkast
martröð: Georg Kafkas vaknaði í
líki bjöllu, þú i dimmleitri veröld þai’
sem óvætturin vokir. Valdi í sjopp-
unni hrekkur hins vegar upp einn
myrkan vetrardag kominn til Mars,
laus úr fjötrum en þó lostinn
skelfingu sem eykst þegar á líður —
því marsbúarnir viðurkenna hann
ekki heldur nálgast í gervum
mennskra; þeir villa um fyrir honum
svo hann nær engu sambandi — uns
hann að lokum springur og drepur
eitt afkvæma þeirra: kornabam í
vöggu; þá loks gliðnar hillingin að
nokkru og marsbúamir bera andlit
sín — en skelfingin er söm við sig,
framandleikinn, og magnast. I
bókarlok stígur Valdi um borö í flug-
vél á Keflavíkurflugvelli og vill
„heim” til Islands; en verður fljótt
ljóst að leiðin liggur til vítisplánet-
unnar Sayol, sem svo er hræöileg að
mönnum býðst að láta skera úr sér
augu og heila áður en þangaö kemur,
hann neyðir flugmennina til að víkja
af leið og lenda á Islandi — sem er
plánetan ógnlega, ályktar lesandi.
GAGA er örstutt og efnisrík skáld-
saga; frásögnin hnituð um fáein
atriði sem setjast í hugann að lokn-
um lestri, einstakar myndir dregnar
af natúralískri nákvæmni svo
kunnuglegt umhverfi kviknar í
smáatriðum fyrir sjónum lesanda,
málað þó með annarlegum litum því
það birtist okkur úr sjónarhorni
manns sem glataö hefur
venjubundnum tengslum við þaö.
GAGA er ekki „science-fiction”
heldur sálfræðUeg hrollvekja, líkust
draumsýn sem í allri sinni rökleysu
bendir á veruleika okkar. Að sumu
leyti minnir söguhetjan á Donkikóta
einsog flestar aðrar „módernar”
söguhetjur; hún snýst viö
veruleikanum með því að gera fjar-
stæðukennda uppreisn gegn honum,
Bókmenntir
Matthías V.
Sæmundsson
óhugnaðurinn í því fólginn að
ofskynjunarvilla hennar er í raun
veruleiki, geðveiki hennar rökrétt
viðbragð. Valdi í sjoppunni er gaga,
en um leiö einn fárra sem hvorki
geta skorið úr sér augu né heila,
hann kann ekki að hunsa hrylUnginn
og móka tU þrautar, truflun hans
afleiöing af truflun samtímans.
Þessi þriðja skáldsaga Olafs
Gunnarssonar er hrottafengin, full
af myrkri og hroUi, einsemd. Frá-
sagnartæknin lagar sig vel að efni-
viðnum, í senn raunvís og framand-
leg, rökrétt og ólógísk; stíUinn á
stundum of hrár en yfirleitt mynd-
rænn og sterkur. GAGA er nýstárlegt
verk og á skilið athygli bókaunn-
enda.
MVS