Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1984, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1984, Page 19
DV. MIÐVIKUDAGUR12. DESEMBER1984. 19 Menning Menning Menning Menning EINS OG GENGUR — OG ÞÓ... Einsoggengur. Endurminningar Sigurðar Thoroddsen verk- fræðings. Halidóra Thoroddsen bjó til prentunar, 314 bls. Mól og menning, Reykjavík, 1984. 1 júlí í fy rrasumar, eöa nánar til tek- iö 29. júlí 1983, lést kunnur borgari, Sig- urður Thoroddsen, verkfræðingur og listamaöur, eftir að hafa lifaö tvöföldu lífi nær alla ævi og meö heilsu til ævi- loka. En meö tvöföldu lifi er hér átt viö að hann stundaði mikla verkfræöi með tilheyrandi alvöru og æru allt frá því aö hann opnaði verkfræöiskrifstofu í Reykjavík áriö 1931, stofu sem enn starfar og nýtur trausts allra manna og svo var þaö hinn maöurinn; lista- maðurinn Siguröur Thoroddsen, stjórnmálamaöurinn, byltingamaöur- inn, og nú í lokin rithöfundurinn, er ekki setti minni svip á samtímann en sá er fyrr var nefndur. Bók hans ber heitið Eins og gengur en nafnið er dregiö af orðtaki fööur Siguröar, Skúla Thoroddsen, sýslumanns og þing- manns (1859—1916), sem gjarnan sagöi: „Þetta gengur svona,” en þaö orötak fylgdi honum alla ævi. Eins og gengur Tilurö þessarar bókar varö þó meö öörum hætti en venjulegar ævisögur því Siguröur byrjaöi aö rita sína er efnt var til opinberrar samkeppni um minningaskrif fólks sem komiö var á eftirlaunaaldur. Og væntanlegir höf- undar munu hafa fengið f orskrift meö: Aö æskilegt væri aö þeir lýstu æsku- heimili, afkomu, fjárhag, skólagöngu og óþurrkasumrum, svo eitthvað sé nefnt, þannig aö bókhaldslega var verkiö auövelt en aö samkeppninni stóöu merkar stofnanir í sagnfræöi og þjóðfræöi og Þjóðminjasafnið. Ég efa þaö ekki aö þessum aöilum er akkur í bókinni Eins og gengur. Ekki endilega til aö finna óþurrkasum- ur á Bessastööum á Álftanesi, eða í Reykjavik, heldur hafði æskuheimili hans veriö í sviðsljósinu áratugum saman, aö ekki sé dýpra á árinni tekið. Þetta var Unuhús stjórnmálanna á umrótstímum og á ögurstund sjálf- stæðisbaráttunnar. Þótt stjórnmála- saga Skúla Thoroddsen sé mörgum kunn og eins saga konu hans þá er verulegur fengur að þessari bók sem hefur ótvírætt heimildagildi um frægt heimili, daglegt líf og eignir. Siguröur Thoroddsen hefur sögu sína á þessa leið, en í byrjuninni greinum við strax efnistök höfundar, að hann tekur miö af forskrift auglýsingarinn- ar: „Á Bessastöðum" „Hinn 24. júlí 1902 fæddist ég aö Bessastöðum á Álftanesi. Eg var elst- ur okkar systkina, sem þar fæddust, en tvö voru yngri, Sverrir og María. Eldri systkinin fæddust öll 10 á Isafirði. For- eldrar mínir Theodóra og Skúli Thor- oddsen settu bú þar 1884. Haföi faðir minn verið þar sýslumaöur og síðar kaupmaöur, haföi þar prentsmiöju og gaf út Þjóðviljann. A unga aldri var okkur yngstu krökkunum oft strítt af eldri systkinunum á því, aö viö værum bara Álftnesingar og værum því skör neðar en þau ísfirðingamir og þá oft höfö yfir vísan Álftnesingur úti liggur og aldreisefur, dregur, meir en drottinn gefur, dyggöasnauöur maökanefur. Vísan er til í mörgum útgáfum, en svona læröi ég hana. Skömmu fyrir aldamótin keypti faö- ir minn Bessastaði og flutti suöur þangaö. Auk þess keypti hann Lamb- hús, hálfa Breiöabólsstaöi, en ekki Skansinn (I riti Jóns Guönasonar. Skúli Thoroddsen II bls. 378 er taliö aö faöir minn hafi keypt Skansinn), sem var í eigu Tryggva Gunnarssonar, en af því tilefni keypti faöir minn hálfa Breiðabólsstaði, aö lönd þeirra og Skansins liggja sitt hvoru megin Bessastaöatjarnaróss og óttaöist faöir minn, aö Tryggvi kynni aö reyna að meina sér umferö um ósinn. Grunnt var á því góöa milli Tryggva og fööur míns, svo ekki sé meira sagt. Svo sagöi móöir mín mér, aö Tryggvi heföi verið eini maöurinn, sem fööur mínum hafi veriö illa viö. Mikið þurfti aö lagfæra áöur en fært þótti aö flytja inn. Varö þaö aö ráöi, aö Guöbjörg fóstra mín flutti aö Bessa- stööum áriö 1899 meö elstu bræður mína, en alflutt var þangaö ekki fyrr en 1901. Var þá búiö aö lagfæra húsiö mikið. Voru reistir miklir kvistar þvert á það, sinn á hvora hlið þess og mættust mænar þeirra í miðjum mæni hússins. Auk þess var hinu og þessu breytt innanhúss. Jafnframt var gert við kirkjuna, en hún var bóndakirkja og bar jaröeiganda aö halda henni viö. Var þak hennar gert upp aö nýju og kostað til viögeröar á henni 11 þúsund króna. Síðari eigendur, ekki veit ég hverjum þeirra, datt svo þaö snjall- ræöi í hug aö koma kirkjunni í ríkis- eign og losnuðu þannig viö viöhald hennar. Bitarnir, sem notaöir voru í kirkju- loftiö, voru 12”x 12” tré (30 X 30 em) og gekk einn bitanna af og stóö hann á trjám á hlaðinu meðan ég var viöloða á Bessastööum. Notuðum viðkrakkamir hann sem ásetu fyrir planka, sem viö vógum salt á. Kirkjuloftinu var auövit- Bókmenntir Jónas Guðmundsson aö ekki ætlaö aö bera uppi nokkurn þunga, því kom það í hlut verkfræði- stofu minnar, þegar þaö var ákveðið í síöara heimsstríði aö geyma hluta af bókum Landsbókasafnsins á kirkju- loftinu, að styrkja þaö. Voru bitarnir þá notaöir áfram og reyndust ófúnir, sem sýnir að viðgerðin hefur veriö vönduö. Nýtt hús var reist undir prentsmiöju Þjóöviljans. Stóö þaö niður við Bessa- staðatjörn heldur noröar en Bessi, sem er hólmi í tjörninni. Var þaö timburhús allstórt. Var þaö selt, er pabbi flutti til Reykjavíkur (1908) og stendur nú viö Laugaveg nr. 32. Ég hefi veriö aö því spuröur, hverju þaö hafi sætt, aö prent- smiöjan var reist svo langt frá húsinu. Ég hefi ekki getaö svaraö því, en þó giskaö á, aö því hafi valdið, aö prent- vélin var í æöi þungum stykkjum og þungaflutningar voru erfiöir í þann tíö. Flutningar fóru fram á sjó og því haföi prentsmiðjan veriö reist þarna viö sjó- inn rétt ofan viö bátavörina, sem notuö var í minni tíö. Grunnur prentsmiöj- unnar stendur þarna enn þegar þetta erskrifaöl976. Auk þess voru reist um leiö fjós og hlaða meö hlandfor heima viö og hest- hús og fjárhús utar á nesinu, þar sem túnum sleppti. I túninu voru fyrstu árin torfhús austan viö túniö og smiöja úr torfi viö Bessastaðatjörn. Þetta var rifið í okk- ar tíö. Aö Lambhúsum sá ég aldrei annaö en aö fyrir rústum mótaöi. Af öllu þessu má sjá, að miklu hefir veriö tilkostaö, enda var faðir minn sterkefnaður. Þær eignir, sem búiö átti, er hann andaðist og mér eru kunn- arvoru: 1. Bessastaðir í Bessastaðahreppi. 2. Hálfir Breiöabólsstaöir í Bessa- staöahreppi. 3. Hluti af Sviðholti í Bessastaöa- hreppi 4. Kirkjubúí Bessastaöahreppi 5. Vonarstræti 12 í Reykjavík, ásamt prentsmiðju í því húsi 6. Klungurbrekkur í Skógastrandar- hreppi 7. Klakkeyjarí Breiöafiröi 8. Dynjandi í Arnarfiröi 9. Ibúöar- og verslunarhús aö Isafiröi 10. 1/13 hluta af Skipeyri viö Skutuls- fjörö 11. Nokkur hundruö í Árnesi í Stranda- sýslu. Um fleira var mér ekki kunnugt. Skuldir voru sáralitlar. ” Hreinskilinn sagnahöfundur Þetta kann aö þykja dálítið óvenju- legur ritdómur, aö láta höfundi þaö aö mestu eftir aö skrifa um bókina í blöö- in. En satt aö segja virtist ekki önnur aðferð vænlegri. Siguröur lýsir lífinu á Bessastöðum, í Vonarstræti 12, skóla- göngu sinni, Hafnarárum, alvöru og gleði. Hann segir frá þingmennsku sinni fyrir kommúnista og dregur ekk- ert undan. Fegrar ekki eða deyfir og sjálfum sér hlífir hann ekki. Hann er áreiðanlegur sögumaöur og kjarkmik- ill. Um þaö efast enginn. Um verkfræðistörfin segir hann í rauninni fátt um þann stóra hlut sem hann átti t.d. í virkjanagerð hér á landi, en sem dæmi um starfsemina þá unnu 50—60 manns, mestanpart tækni- menntamenn, á stofu hans. I formála er þaö einnig haft eftir höf- undi aö honum „leiddist að skrifa um virkjunarmál og verkfræöistörf”. Þaö er auðskilið, en gjaman heföi hann mátt tala meira um myndlistina því hann var afburða skopmyndateiknari, slunginn vatnshtamaöur og einn besti förunautur sem hugsast gat þegar ver- iö var aö skoöa sýningar. Haföi auga fyrir góöum hlutum eins og stundum er sagt. En þótt maöur sakni þess arna er bókin samt án efa merkileg heimild um margt um fræga staöi, frægt heim- ili og allt eins vel þótt aörar heimildír séu til uin húsin á Bessastööum og kirkjuna þar. Þetta er líka bók um þversögnina, um andstæðurnar, auð- ugt fólk er markar aö mannúðarstefnu og vinnur aö upplýsingu. En viöbrögö viö eyðslu voru eigi aö spara heldur auka tekjumar, eins og Skúli Thorodd- sen orðaöi þaö viö húsfreyjuna á Bessastööum, einhverju sinni þegar henni ofbauö eyöslan. staðgreiðsluafsláttur ___STENDUR FYRIR SÍNU VeSfn'Ön"' ^níætísteekf 1 ePpadeild Ha rðvidarsaía BYGGINGflVOBURl HRINGBRAUT 120: Simar: Harftviðarsala...............28-604 Byggingavörur.................28-600 Málningarvörur og verkfæri...28-605 GóHteppadeild.................28-603 Flisar og hreinlætistæki ....28-430 renndu við eða hafðu samband En þaö einkennilega er aö bókin, sem ber titilinn Eins og gengur, sem minnir á sjálfsagða hluti, veitir innsýn í heim eöa veröld sem er sjaldgæf í ís- lenskum ævisögum. Þar leyna menn yfirleitt auöi sínum, þegar þaö á við, en útmála eymd sína og þaö haröræöi er þeir máttu þola, hvort heldur þaö var í grjótbyrgjum niðri viö ströndina á vertíð eöa í dalnum heima. Þykir það hentugra. Þetta er því saga hefðarfólks, saga hugsjóna og staöreynda, rituö af heið- arlegum, menntuöum samferöamanni. Bók sem er nýstárleg og fróöleg í senn. Jónas Guömundsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.