Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1984, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1984, Side 20
20 DV. MIÐVIKUDAGUR12. DESEMBER1984. DV. MIÐVIKUDAGUR12. DESEMBER1984. 21 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir þróttir íþróttir '^í/, d*' ' \ P. %*rd9as. _ Handknattleikssamband íslands 1 fékk hæsta upphæð, þegar úthlutað | var úr afreksmannasjóði tSt í gær 1 eða 140 þusund krónur. Sjóðurinn var 1 stofnaður fyrir sex árum og síðan ■ hefur verið úthlutað úr honum sam- i tals einni milljón og átta hundrað þúsund krónum. í gær var úthiutað styrkjum sam- tals að upphæö 380 þúsund krónur. HSÍ fékk 140 þúsund, Knattspyrnu- samband íslands 100 þúsund krónur, hvort tveggja fyrir góðan árangur landsliöa. Þá fengu þrjú önnur sér- sambönd þrjátíu þúsund hvert, Bad- mintonsamband Islands, Golfsam- band íslands og Júdósamband ts- lands. ■■■■ ■■■§ ■■■ ■■■■ ■■■■ |% ■ * ■ r b ■ ■ ■ ■ ■ i ■ ■ Lothar Matthaus, — púað á hann í Mönchengladbach. C—15 FERÐATÆKI Stereoútvarp / segulband meó FM, langb., miðb. og stuttb., 5 banda tónjafnari og 2 way losanlegir hátalar ar. Verð kr. 13.658 stgr. VTCM20 MYNDSEGULBAND Fyrsta flokks BETA mynd- segulbandstæki með þráð lausri fjarstýringu. Verð aðeins kr. 39.900 stgr. RAFMAGNSRAKVÉLAR Verð frá kr. 1.735. Gunnar Asgeirsson hf. Suöurlandsbraut 16 Sirrn 9135200 IICÍ CCKK MtCT 1191 ÍUlll lflC.91 — þegar úthlutað var úr af reksmannasjóði ÍSÍ Þá var Bjarni Friðriksson styrktur ■ úr afreksmannasjóðum, eða um I fimmtíu þúsund krónur, fyrir frá- I bærau árangur á ólympíuleikunum i ■ Los Angeies í sumar en hann hlaut I þar bronsverðlaun. ^ Bayern tapaði í Mönchengladbach: Sigur Borussia opnaði Bundesliguna upp á gátt Frá Hilmari Oddssyni, fréttamanni DV í V-Þýskalandi. Borussia Mönchengladbach geröi sér lítið fyrir og sigraði Bayern Miinchen, 3—1, í Bundesligunni í gær- kvöldi. Leiknum var sjónvarpaö beint frá leikvanginum i Mönchengladbach. Prýðilega leikinn og bauð upp á mikla spennu. Fagnað alls staðar, nema í Miinchen, að Borussia skyldi sigra, því það heldur 1. deildinni opinni. Bayern er nú efst með 25 stig, Werder Bremen hefur 23, Bayer Uerdingen og Borussia Mönchengladbach 21 stig. Landsliösmaðurinn Matthaus, sem Bayem fékk frá Giadbach, lék nú sinn fyrsta leik gegn sínum gömlu félögum. Mikið skrifaö um hann fyrir leikinn, honum jafnvel hallmælt af þjálfara og fyrri félögum fyrir að hafa „svikið” Gladbach með því að fara til Miinchen. Púað á hann þegar hann birtist á leik- vellinum og reyndar allan leikinn. Það hafði greinilega sín áhrif. Hann var mjög taugaóstyrkur. Leikmenn Gladbach sóttu meir í byrjun og á 14. mín. komst Frank Mill í færi en belgíski landsliösmarkvörður- inn hjá Bayern, Pfaff, varði meistara- lega. Það var þó ekki langt í mörkin. Á 21. mín. fékk Gladbach hornspyrnu sem Krauss tók. Gaf vel fyrir og MiII skoraði óverjandi. Tveimur mín. síðar fékk Bayem tækifæri til að jafna, Wolil- farth komst einn inn fyrir vörnina. Sude markvöröur kom út á móti hon- um og Wohlfarth spyrnti framhjá. Litlumunaöiþá. Bayernjafnar Mínútu síðar tókst Bayern að jafna og var Mathy þar að verki eftir undir- búning Wohlfart, eins af ungu strákun- um I Bayern-liðinu. 1—1 en það stóð ekki lengi. Á 27. mín. fékk Gladbach hornspyrnu, sjöunda eða áttunda hom- spyrna liðsins fram að þeim tíma. Bolt- inn barst fyrir markið, Augen- Ingemar Stenmark kemst ekki á blað — Varð í 13. sæti í stórsvigi heimsbikarsins í gær — Fyrsti sigur Girardelli í stórsvigi Sænski skíðakóngurinn, Ingemar Stenmark, á erfitt uppdráttar í keppni heimsbikarsins að þessu sinni. Hefur enn ekki hiotið stig og varð að láta sér nægja 13. sætið í stórsvigi í Sestriere á italíu í gær. Áður fyrr sigraði hann undantekningalítiö í stórsviginu. Hefur þar mun fleiri sigra en nokkur annar. Það var Lúxemborgarinn Girardelli sem sigraði í stórsviginu í gær, næst- um sekúndu á undan næsta manni. Keyrði á 2:25,56 mín. Annar varð Markus Wasmaier, V-Þýskalandi, á 2:26,51 mín. Max Julen, Sviss, þriöji á 2:26,74 mín. í fjórða sæti varð Hans Enn, Austurríki, á 2:26,74 mín. og fimmti Pirmin Zurbriggen, Sviss, á 2:26,91 mín. Hann sigraði í keppni heimsbikarsins í vor og hefur forustu nú. Stenmark varð 13. á 2:28,72 mín. og það er raunar í fyrsta skipti sem hann fellur ekki úr keppni heimsbikarsins núí vetur. Eftir fyrri umferðina í gær var Marc Girardelli með bestan tíma, 1:11,34 mín. en Enn í næsta sæti á 1:11,72 mín. Greinilegt þá þegar að Stenmark mundi ekki blanda sér í keppnina um efstu sætin, keyröi á 1:12,92 mín. Zurbriggen er nú efstur í keppni heimsbikarsins. Hefur hlotið 75 stig. Girardelli fylgir fast á eftir. Er með sjötíu stig. Robert Erlacher, ítalíu, þriðji með 58 stig. I fjórða sæti er Martin Hangl, Sviss, með 40 stig og landi hans Max Jules fimmti með 39 stig. Jonas Nilsson, Svíþjóö, er bestur Norðurlandabúa með 20 stig í 13. sæti. Marc Girardelli sem fæddur er í Austurríki, hefur ekki áður sigrað í stórsvigi í keppni heimsbikarsins. Hins vegar sjö sinnum oröið í ööru sæti. hsím. Handknattleiksdeild Víkings hefur nýlega gengið frá samningum við tvö fyrirtæki, ADIDAS-umboðiö á Islandi og Almennar tryggingar. Á blaðamannafundi sem handknattleiksdeild Vikings boðaði til vegna þessara samninga kom fram, að samning- ar þessir hljóða upp á um 750 þúsund krónur. Víkingar munu þvi hér eftir leika í búningum frá Adidas og auglýsa Almennar tryggingar á nýju búningunum. Á myndinni eru frá vinstri: Olafur Schram frá Adidas, Þorbergur Aðalsteinsson, Hilmar Sigurgísiason, Viggó Sigurðsson, Siggeir Magnússon og Örn Henningsson fulltrúi Almennra trygginga. thaler hreinsaöi frá. Knötturinn barst til Borowka, sem skoraði meö þrumu- fleyg af 25 metra færi. Viöstööulaust skot og knötturinn lenti innan á stöng og í markiö. Eitt fallegasta markið í Bundesligunni í vetur. Sex mínútum síðar komst Gladbach í 3—1. Bayern hafði sótt talsvert eftir annaö markiö, Gladbach náði skyndisókn og Frontzek skoraði, 3—1, og þannig var staðan í hálfleik. I síðari hálfleiknum skiptust liðin á að skora og leikurinn var fjörugur og vel leikinn. En það var ekki fyrr en á 87. mín. aö mark var skorað. Dieter Hoeness skoraði þá annaö mark Bayern. Gífurleg spenna þær minútur sem eftir lifðu og Bayem reyndi allt til að jafna. Það tókst þó ekki en litlu munaði. Sigur Gladbach var aö mörgu leyti sanngjarn þó jafntefli hefði ekki verið fjarri. En hvað um það. Nú verð- ur gert hlé fram í janúar og spennan verður mikil þegar tekið verður til á ný. HO/hsím. Miitthhis Kiiiiirsson átti injiig góðiin lcik ineð KK i gær- kviildi gegn Hnukum og skoraði 16 stig. Hér gev sist hiinii :tó Hnukiikiirtunni og Ivar Webster l\ lgisfineð. H\'-im nd Kr\ n jar (iauti. PÁLMAR SÁ UM AÐ AFGREIÐA KR — Haukar sigruðu KR í miklum baráttuleik, 78-72 Ef ekki hefði komið til stórkostlegur leikur Pálmars Sigurðssonar í fyrri hálfleik í leik Hauka og KR í úrvals- deildinni í körfu í gærkvöldi má víst telja að KR-ingar hefðu staöið uppi sem sigurvegarar í lok leiksins. Haukar sigruðu hins vegar í Haga- skólanum með 78 stigum gegn 72 eftir að staðan í leikhléi hafði veriö 48—35 Haukum í vil. Pálmar fór hamförum í fyrri hálfleik, skoraði 24 stig, þar af voru þrjú langskot sem gáfu þrjú stig og síðan mataði hann félaga sma af snilld. KR-ingar náöu aldrei að ógna hafn- firskum sigri í gærkvöldi og það er greinilegt að erfitt verður að stööva strákana hans Einars Bollasonar á leið þeirra aö fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í úrvalsdeild. KR-ingar léku ekki illa í gærkvöldi en barátta var ekki til staðar fyrr en allt var komið í óefni og meira en það. Pálmar var yfirburðamaöur á vell- inum í gærkvöldi, sérlega í fyrri hálf- leiknum en Ivar Webster átti einnig ágætan leik. Hirti mikið af fráköstum en var frekar óheppinn í sókninni. Henning Henningsson var mjög sterk- ur í vörninni. Kristinn var óvenju ör- I BESTINNIUM JÓL OG ÁRAMÓT George Best, knattspyruubitillinn frægi hér á árum, verður í fangelsi um jól og áramót. Hann var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi nýlega fyrir að hafa ckið drukkinn og slegið lögregluþjón. Best reýndi að fá fang- elsisdómnum frestað fram yfir ára- mótin. Mál hans var tekið fyrir í rétti í Lundúnum í gær. Dómarinn sagði aö ekki kæmi til mála að fresta fang- eisísdómnum — til þess væri ferill Best í drykkjunni of þekktur. hsim. Georges Best. uggur í sóknarleiknum og Eyþór skor- aöi tvær dýrmætar körfur í lokin. Huuka-liöiö barðist vel ef frá eru tald- ar fyrstu tíu mínútur leiksins. KR-ingar byrjuðu leikinn vel og komust í 17—8 en síðan var mest allur vindur úr liðinu. Lokakafla fyrri hálf- leiks fékk liðiö á sig 24 stig en skoraði aðeins 9. Matthías Einarsson var lang- bestur KR-inga í gærkvöldi og ef KR hefði unnið þennan leik þá hefði það verið honum aö þakka. Hann ætti að fá aö leika mun meira. Þeir Birgir Micha- elsen og Ölafur Guðmundsson áttu einnig góðan leik. Stig Hauka og einkunnir: Pálmar 35 (4), Ivar 19 (3), Kristinn8 (2), Henning 7(3), Eyþór 4 (2), Reynir2 (1) og Hálf- dán 2 (1). Þess má geta að Pálmar fékksína4. villuáö. mín.s.h. KR: Birgir 18 (2), Ölafur 18 (2), Matt- hías 16 (3), Guðni 10 (1), Ástþór 6 (2), Þorsteinn4 (1). Dómarar voru þeir Sigurður Valur Halldórsson og Kristinn Albertsson. Einkunnir þeirra: Sigurður Valur 2, Kristinn 1. -SK. Stórsigur KR-stúlkna KR-ingar áttu ekki erfitt með að sigra slakt lið Hauka í 1. dcild kvenna- körfunnar í gærkvöldi en leikið var í Hagaskóla. KR sigraði 51—36 og var leikurinn mjög slakur af beggja liða hálfu. -SK c Ixford Utd. „1 ið ársins 11 i Oxford United, uudir stjórn millans Roberts Max- well og stjórans Jim Smith, hefur verið kjörið „lið ársins” á Englandi fyrir snjallan árangur á árinu 1984. Varð fyrir ofan Liverpool og Everton, þrátt fyrir stórsigra Liverpool-liðanna. Oxford varð í efsta sæti í þriðju deild i vor. Vakti að auki mikla athygli í bikarkeppni. Og sigurganga liðsins hefur haldið áfram í 2. deild. Er nú þar í efsta sæti „en við höfum litla möguleika á að verða stórlið nema við fáum gott svæði fyrir nýjan leikvang,” segir Jim Smith. Þar stendur hnifurinn i kúnni. Möguleikar til þess eru afar litlir í Oxfordshire. Leikvangur liðsins nú er ekki í háskólaborginni frægu, heldur í Headington og það var nafn félags- ins áður en því var breytt í Oxford Utd. Bóka- og blaðaútgefandinn Robert Maxwell, sem fyrr á þessu ári keypti Mirror-blaðaútgáfuna, enda fyrrum þingmaður krata, hefur miklar hugmyndir um að gera Oxford að stórveldi á knattspyrnusvið- inu. Þessi fyrrum flóttamaður frá Tékkóslóvakiu i síðari heimsstyrjöldinni hefur næga peninga til þess, — ef aðstaða býðst og hann hefur meira að segja hótað þvi að flytja aðalstöðvar félagsins frá Oxfordshire. Fyrir skömmu reyndi Oxford að fá enska lands- liðsmanninn Trevor Francis frá Sampdoria á Italiu en að sögn BBC í gær verður ekkert af því á þessu leiktímabili. Maxwell hafði ákveðið að senda Smith til Genúa eftir áramótin til að ræða við forráðamenn Genúa-liðsins um Francis. Francis lék með Birmingham, þegar Smith var þar stjóri en varð að selja hann til Nottm. Forest. Francis varð þá fyrsti „milljón-punda-leikmaðurinn” á Engiandi. hsim. OPIÐ: Mánud. -föstud. kl. 9—22. BÍIKÓ OPIÐ: Laugard. og sunnud. kl.9 —18. LÁTTU NÚ VERÐA AFÞVÍ AÐ KOMA BÍLNUM ÞÍNUM í GOTT LAG FYRIR HÁTÍÐAR (Þarf hann ekki að fara í jólabað líka?) í BJÖRTU OG HREINLEGU HÚSNÆÐI MEÐ VERK- FÆRUM FRÁ OKKUR GETUR ÞÚ STUNDAÐ BÍL- INN ÞINN GEGN VÆGU GJALDI. ATHUGIÐ! Askasleikir, foringi jólasveinanna, og Stekkjarstaur, vinur hans, koma í heimsókn laugardaginn 15. des. kl. 14.00. Allir krakkar velkomnir. BÍLAÞJÓNUSTAN KÓPAVOGI • Viðgerðaverkstæði • Lyfta • Lénum logsuðu og kolsýrutæki • Smurþjénusta • Aðstaða til þvotta og þrifa > Háþrýstiþvottatæki • Barnaleikherbergi Seljum hinar heimsþekktu bón- og hreinsivörur. Einnig hin viöurkenndu I ryðvarnarefni. TRIDON^ rúðuþurrkur — púströrs- klemmur — ryðfríar Einmig hosuklemmur og fleira fyrirliggjandi °9 f,eira tH smáviðgerða. kveikjuhlutir í flestar gerðir bifreiða. JL SMIÐJUVEGI 56 SÍIVII 79110

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.