Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1984, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1984, Qupperneq 21
DV. LAUGARDAGUR 29. DESEMBER1984. 21 POPPMINJASAFN Á HRAKHÓLUM Poppminjasafniö veröur á hrak- hólum frá og með nýársdegi því þá verður aðalsal Sigtúns lokað sem skemmtistað og gólfteppaverslun flytur þar inn í staðinn. Poppminja- safninu hefur verið komiö fyrir í Sig- túni í tilefni af dansleikjahaldi hljómsveitanna Stuðmanna og Ox- smá sem þar munu halda sameigin- lega áramótadansleik. Enginn veit hvenær næst gefst tækifæri til aö sjá þetta merka safn íslenskra popp- minja. „Við gengum á fund Davíös Odds- sonar borgarstjóra til að fá húsnæði undir poppminjasafn en borgin hefur ekki séð ástæðu til að liðsinna okk- ur,” segir Jakob Magnússon Stuð- maður. „Nú hefur komið til tals aö því verði komið fýrir á 2. hæð í Kjör- garði en það er ekki ákveðið. Okkur Stuðmönnum er í mun að rokkhátta- fræðinni verði sýndur sá sómi sem hún á skilið. Við höfum í huga aö Gestur Guðmundsson, sem er eini rokkháttafræðingurinn hér á landi, sjái um safnið. Hann er sjálf- kjörinn rokkminjavörður því hann er fróöastur manna um rokkhætti alla,” sagði Jakob Magnússon um þetta stórmerka safn sem hefur að geyma ómetanlega hluti tengda ís- lenskri rokksögu síðustu tveggja áratuga. Áramótadansleik Stuömanna og Oxsmá verður útvarpað á rás 1. Auk þessara tveggja hljómsveita munu koma þar fram söngvararnir Kristj- án Jóhannsson og Kristinn Sig- mundsson og alþingismennimir Karvel Pálmason, Helgi Seljan og Guðrún Agnarsdóttir. Einnig stóö til að fá sendiherra Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á Islandi til að syngja saman islensk lög. Síðast þegar frétt- ist var sá bandaríski búinn að gefa vilyrði en svar hins sovéska kollega hans lá ekki fyrir. Hvort þeir heiðra Poppminjasafnið og útvarpslilust- endur með söng sínum mun væntan- lega skýrast eftir miðbætti á gamlárskvöld. OEF Jakob Magnusson StuOmaður fer varfærnum höndum um eina af gersemum Poppminjasafnsins, sviðsskó Péturs Kristjánssonar frá sið- Svanfríðarskeiðinu. DV-myndir: GVA. undixn hdnduúx Wiímu 'R.eo.Mng. p Jakob Magnússon við sviðsjakka Ólafs Gauks frá árinu 1965. Á bak við hann sér i poppbuxur óþekktrar „grúppíu" sem fundust við niðurrif Breiðfirðingabúðar. Stuðmenn i fatnaði frá blómaskeiðinu. Bráðum munu þeir ásamt fatnaðinum tilheyra rokkháttafræðinni. Einn afmörgum munum á Poppminjasafninu. Svona er nú umhorfs i Sigtúni eftir að Oxsmá og Stuðmenn hafa farið um staðinn höndum. Á nýársdag verður farið að innrétta þarna teppa- verslun. SjBnHn 1 . i fkj: — Jói grínari f ertugur: 29. dagatalið tilbúið Dagatalið hans Jóa grínara er tilbú- ið. Ekki er seinna vænna þar sem ára- mót eru nú á næsta leiti. Dagatal Jóa er aðeins gert í einu eintaki og á Jói þaðsjálfur. I fréttatilkynningu er DV barst frá Grínarinn meö almanakið fyrir árið 1985. DV-mynd: GVA. Jóa grínara kemur fram að Jói hafi orðið fertugur á árinu sem nú er að líöa. Hann hefur veriö skemmtikraftur í 30 ár, frá 1955—1985... „söngvari, grínari, leikari, eftirherma með grín- mál og töframál”, eins og segir í fréttatilkynningu. Þá syngur Jói grín- ari lög við öll helstu tímamót og tæki- færi. -EIR,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.