Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Page 3
DV. MÁNUDAGUR18. FEBRUAR1985. 3 Misjafnir vextir innheimtir af tugþúsundum skuldabréfa: Dómstólar fá vaxta- ruglið til úrskurðar Utreikningur vaxta vegna skulda- bréfa sem útgefin voru fyrir 11. ágúst í fyrra hefur lent í meiriháttar ruglingi í bankakerfinu. Teflt er um vaxtamun sem snertir aö minnsta kosti 30 þúsund skuldabréf og verulegar upphæðir. Fullvíst er að dómstólar muni fá þetta vaxtarugl til úrskurðar á næstu dögum. Þessi skuldabréf eru með hæstu vöxtum eins og þeir eru ákveðnir á hverjum tima. I ágúst ákvað Seðla- bankinn tiltekna hæstu vexti á þessum bréfum varðandi þau sem gefin höfðu verið út fyrir 11. ágúst. Bankar og sparisjóðir ákváöu nú eigin vexti með nýfengnu vaxta- frelsi. Hæstu vextir urðu þar hærri en Seölabankinn hafði ákveöið á um- rædd bréf. Mestur varð munurinn á verð- tryggðum bréfum 2—3% en á óverð- tryggðum bréfum 5%. Fyrir þrem vikum sendi lögfræðingur í Stjórnar- ráöinu Seðlabankanum kvörtun vegna vaxtatöku Landsbankans af innheimtubréfi. Siðan hefur banka- eftirlit Seðlabankans skoðað málið. 1 ljós hefur komið alls konar vaxta- taka banka og sparisjóða. Sumir, eins og Landsbankinn, hafa eingöngu tekið hæstu bankavexti, ekki hæstu vexti að mati og sam- kvæmt tilkynningu Seðlabankans. Landsbankamenn segja Seðlabanka- menn hafa vitaö það frá upphafi. Aörir hafa tekið Seðlabankavextina. Sumir sitt á hvað og enn aðrir hæstu vexti um tima og síðan Seðlabanka- vextina. Þannig er þetta oröin meiri háttar krossgáta, sem getur orðið deilumál milli þúsunda lánardrottna og skuldunauta. Seðlabankinn tilkynnti í fyrradag að hann stæði vaxta- ákvörðun sína frá í ágúst. Þess vegna stefnir í málaferli. „Við bíöum eftir að einhver fari í mál, við hvetjum til þess,” segir Benedikt Guðbjartsson, lögfræðingur í Lands- bankanum. HERB. Bolludagurinn er í dag og fer víst ekki fram hjá mörgum. Þessi hressilegi kúreki heitir Þórhallur og er í öskjuhliðarskólanum. Nýja kökuhúsið færði nomendum skól- lans bollur í fyrra og aftur i dag. Þaö verður því stuð ó mannskapnum ef að likum lætur. DV-mynd Jóhann A. Kristjánsson. Samtök Grikk- landsvina íslendingar sem gist hafa Grikkland á liðnum átta árum eru komnir eitt- hvað á f jórða þúsundið. Nokkrir þeirra hafa nú tekið saman höndum um að stofna með sér samtök um að efla tengsl milli Grikkja og íslendinga, jafnt í menningarefnum sem á öðrum sviðum, og verða þau opin öllum Grikklandsvinum. Stofnfundur sam- takanna verður haldinn í „Risinu”, fundarsal Veitinga- og ferðaþjónust- unnar að Hverfisgötu 105 föstudaginn 22. febrúar og hefst klukkan 20.30. Fundarsalurinn er á homi Hverfisgötu og Snorrabrautar, gengið inn frá Hverfisgötu, en bílastæði í Hörpuporti. Auk þess sem gengið verður frá formlegri stofnun samtakanna, sam- þykkt lög og kosin stjóm fyrir næsta ár, verður boðið upp á grískan úrvals- rétt, matreiddan af þarlendum fag- manni og grísk vín eins og hver vill hafa. Að sjálfsögöu verður þjóðar- drykkur Grikkja, ouzq einnig á boðstólum. Meðal skemmtiatriða verða valdir kaflar úr gamanleik Aristofanesar, Lýsiströtu, sem sýnd- ur var í Þjóðleikhúsinu fyrir all- mörgum árum, upplestur úr Grísk- um þjóðsögum og ævintýrum í þýðingu Friðriks Þórðarsonar og sýn- ing á vinsælum griskum dönsum. Leik- in verður grísk tónlist allt kvöldið og stiginn dans eftir því sem verkast vill. Meö því aö undirbúa þarf matargerð fyrirfram, eru væntanlegir stofnendur Grikklandsvinafélagsins beðnir að gera viðvart um þátttöku í síma 24631 (Zorba) þriðjudaginn 19. febrúar milli klukkan 14 og 18. Þátttökugjald verður 400 krónur á mann, maturinn innifalinn. EGHLL VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202. ÖRUGG ENDURSALA Árum saman hefur FIAT verið topo-bíll í endursölu. UNO er þar auðvitað efstur á blaði, sést sjaldan á bílasölum og stoppar þar stutt. Þessvegna eru peningarnir þínir vel geymdir í FIAT-UNO, þú ekur á afburða bíl sem þú getur breytt snarlega í peninga ef á þarf að halda. Sum bílaumboð segja þér að spyrja eigendur um endursöluna. Við segjum: spurðu bílasalana, þeir vita allt um endursölu. CAMLI BÍLLINN UPPÍ Augljóst er að betri bílakaup bjóðast ekki, UNO 45 SUPER '85 á 280.000,-. Að auki tökum við gamla bílinn uppí þannig að þú losnar við fyrirhöfn og áhættu sem alltaf eru samfara sölu á notuðum bílum. Uriöl MEST SELDI BILL A ISLANDI Unol45superá götuna kr.280.000.-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.