Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Blaðsíða 5
DV. MÁNUDAGUR18. FEBRUAR1985. 5 Ráðstefna um fiskeldi og fiskstofna í ám og vötnum: KALLAÐ A AUKNAR RANNSÓKNIR Núna um helgina hélt Líffrseðifé- lag Islands ráðstefnu um fiskeldi og nýtingu fiskstofna í ám og vötnum. Ráðstefnan var haldin á Hótel Hofi og var þátttaka nokkuð góð. En þessi mál hafa verið mjög ofarlega á baugi síðustu vikur og mánuði og nú bendir margt til þess að Islendingar hyggist leggja í verulegar fjárfestingar í fiskeldi. Flutt voru 15 erindi um þessi efni og urðu töluverðar umræður um þau, en einnig unnið i starf shópum. Jón Kristjánsson flutti fyrsta er- indi ráðstefnunnar og talaði um nýt- ingu stöðuvatna, Tumi Tómasson um nýtingu laxveiðiáa. Finnur Garðars- son talaði um rannsóknir á íslensk- um laxveiöiám, Gísli Már Gíslason um framleiöslu fæðudýra fisks i Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu. Ami Isaksson talaði um gönguseiðaeldi og hafbeit, Júlíus B. Kristinsson um lífeðlisfræði sjógöngubúnings og Siguröur St.' Helgason og Ulfar Antonsson um stríöeldi á laxi. Erindi Stefáns Aðalsteinssonar var um val á stofnum og kynbætur á laxi og Oss- urar Skarphéðinssonar um stjómun kynþroska í laxfiskum. Sigurður Helgason ræddi um smit- sjúkdóma i eldisfræöi og sjúkdóma- vömum, Gunnar St. Jónsson um eit- urhættu af völdum sjávarsvifþör- unga, Sveinn Jónsson um fóður lax- fiska. Hrafnkell Eiríksson talaði um eldi sjávarlífvera, Guömundur Bjömsson um hagnýtingu jarö- varma til fiskeldis og Ulfar Antons- son um stöðu og hugsanlega þróun mateldis á Islandi. Ráðstefna þessi var tímabær og var að heyra á fundarmönnum, að þeim hefði fundist hún nauðsynleg og og fróðleg. I lok ráöstefnunnar var eftirfar- andi ályktun samþykkt: 1. Að nýting silungs í stöðuvötnum kalli á talsvert þróunarstarf og rannsóknir varðandi afkastagetu vatnanna og heppilegar ódýrar veiöiaðferðir. 2. Aö talsveröir, litt kannaðir mögu- leikar séu á nýtingu sjóbleikju og sjóbirtings og þurfi að auka rann- sóknir. 3. Að auka þurfi rannsóknir á burð- argetu laxveiðiáa og rannsóknir varðandi heppilega ásetningu laxastofna. Ennfremur varðandi nýtt landnám á ófiskgengum hlut- um ánna. Brýnt er að auka sam- vinnu þeirra sem fást við slíkar rannsóknir, t.d. Veiðimálastofnun og Líffræðistofnun Háskólans. -G. Bcnder Verðlækkanír Verðlækkanir Endalausar verðlækkanir - Stórkostlegar verðlækkanir. INGVAR HELGASON HF Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560. Munið bílasýningar okkar í sýningarskálanum við Rauðagerði laugardaga og sunnudaga kl. 14—17. Tökum flesta notaða bíla upp í nýja. Þetta eru ekki kjarabætur. Þetta eru peningar beint í lommen Við tökum dæmi og þú getur sjálfur reiknað útjiína „Lommepenge" t SUBARU JUSTY 5 dyra fólksbíll fjórhjóladrifinn. Kr. 36^100. Nú kr. 342.000. Stgr. 322.000. SUBARU 1,8 GL station, fjórhjóla- drifinn. Kr. 59M)00. Nú kr. 576.600. Stgr. 556.600. Væntanlegur SUBARU 1600 DL, fjórhjóladrifinn, station, Kr. 495.000. Stgr. 475.000. Þetta eru aðeins örfá dæmi. Lækkunin nær til allra okkar bíla og mundu að hjáokkur er fjölbreytnin mest og kjörin best. NISSAN CHERRY 1000. Kr. 327:900. Nú kr. 316.000. Stgr. kr. 296.000. NISSAN CHERRY 1500 GL. Kr. 382.000. Nú kr. 369.300. Stgr. kr. 349.300. NISSAN BLUE BIRD 2000 GL 4ra dyra fólksbíll. Kr. 569^900. Nú kr. 552.800. Stgr. 532.800. NISSAN LAUREL2,8SGLdísil.4ra dyra fólksbíll kr. 755:700. Nú kr. 734.300. Stgr. 714.300. NISSAN PATROL dísil 7 manna jeppi. Kr. 973:300. Nú kr. 948.000. Stgr. kr. 928.000. NISSAN SUNNY 4ra dyra fólks- bíll. Kr. 408:400. Nú kr. 392.400. Stgr. kr. 372.400. NISSAN SUNNY 4ra dyra station kr. 493:800. Nú kr. 420.200. Stgr. kr. 400.200. Væntanlegur NISSAN SUNNY sendibíll 1,3 I. Verð kr. 272.100. Staðgreiðsluverð kr. 260.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.