Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Page 6
6
DV. MÁNUDAGUR18. FEBRUAR
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Hvert skal halda í sumaríeyfi?
líður og jafnframt virðast íslendingar fara meira út fyrir
landsteinana frekar en hitt.
Neytendasíðan heimsótti ferðaskrifstofurnar til að
athuga hvaö ferðalöngum byðist í ár — sérstaklega
ætlum við þó að athuga nýja ferðastaði hjá f jórum ferða-
skrifstofum á Reykjavíkursvæðinu: Útsýn, Úrvali,
Samvinnuferðum — Landsýn og Atlantik.
Ferðabæklingar ferðaskrifstofa hér á landi eru nú
flestir hverjir komnir út og eru nú mikið lesnir á meðal
Islendinga þessa dagana.
Úrvalið er fjölbreytt og nýjungar skjóta upp kollinum
hjá ferðaskrifstofunum á hverju ári og er árið 1985 ekki
undanskilið. Fjölbreytnin eykst með hverju árinu sem
Samvinnuferðir-Landsýn:
Ahersla á lifandi sumarleyfi
Á meöal nýjunga hjá Samvinnuferð-
um-Landsýn eru sjálfstæðar leiguflug-
ferðir til Rhodos, nýr sæluhúsastaður í
Hollandi, ný sumarhús í Danmörku og
leiguflug til Salzburg. Haldiö veröur
áfram aö bjóða upp á hefðbundna
áfangastaöi Samvinnuferða-Landsýn-
ar eins og Rimini-Riccione, Grikkland,
Dubrovnik í Júgóslavíu, Sovétríkin,
Kanada og Norðurlöndin. Efnt verður
til fimm mismunandi rútuferða, bíla-
leigubílar eru í boði í Kaupmannahöfn,
Amsterdam og Salzburg, orlof
aldraðra er á dagskránni o.fl.
Mikill áhugi virðist vera meðal al-
mennings á Rhodos, en Rhodos hefur
verið tískustaður meðal ungmenna á
Norðurlöndum. I sumar ráögerir Sam-
vinnuferðir-Landsýn sex leiguflugs-
ferðir þangað og er hámarksfjöldi um
780 manns.
I sumar tekur nýr sæluhúsakjami,
Meerdal, við af sæluhúsunum í Eeem-
hof. Aöstaðan í Meerdal er öll svipuð
þeirri sem íslensku farþegamir eiga
að venjast í Kempervennen en þangað
veröur áfram fariö í sumar.
I sumar er í fyrsta sinn boðið upp á
sumarhús i nágrenni Gilleleje í Dan-
mörku, en þau hús leysa Karrebæks-
minde af hólmi. Farþegarnir koma til
með að dveljast í nýjum einbýlishús-
um og er aðbúnaöur hinn besti. Sumar-
húsin í Karlslunde eru áfram í boöi, en
einmitt þar hófst Danmerkurævintýri
Samvinnuferða-Landsýnar fyrir
nokkrum árum.
Bæklingur Samvinnuferða-Landsýn-
ar gengur undir nafninu „Lifandi sum-
arlcyfi”. Á hverjum áfangastað er boð-
iö upp á fjölda viöfangsefna, gengist
fyrir kennslu og keppni farþeganna í
tennis á einum staönum, bowling á
öðrum, seglbrettasiglingum o.fl. eftir
því hvað hentar á hverjum stað. Sér-
stök áhersla verður lögð á að leigja
ýmsa íþrótta- og leikaöstöðu á ákveön-
um tímum eingöngu fyrir islenska far-
þega.
J1
m----------------
Eyja sólguðsins Helíos —
Rhodos — hefur verið eftirsótt-
ur ferðamannastaður. Eyjan
sólrika er 77 km löng og 35 km
breið. Samvinnuferðir-Landsýn
bjóða nú ferðir til Rhodos.
£EZ7
'< r
Ferðaskrifstofan Urval:
Opin leið til Frakklands
Frakkland ber hæst af nýjungum
ferðaskrifstofunnar Úrvals. Flogið er
til Marseilles og þaðan er ekið til
tveggja staða: til Rivierunnar eða til
Cape d’agde, sem er meiri fjölskyldu-
staður heldur en hinn.
Urval útvegar sumarhús fyrir fólk
sem er á eigin vegum í sjö Evrópulönd-
Nú geta Islendingar dvalist ó
frönsku Rivierunni i sumarleyfi
sínu. Úrval býður upp é ferðir
þangað og tii Cape d’agde í
Frakklandi einnig. Rivieran
verður aldrei talin með
ódýrustu sumarleyfisstöðum
enda er nafnið tengt ósjálfrátt
við lúxus, segir í baeklingi
Úrvals.
um: Austurríki, Bretlandi, Danmörku,
Svíþjóð, Noregi, Frakklandi og Þýska-
landi.
Rútuferðir Úrvals um Mið-Evrópu
hafa öðlast miklar vinsældir á undan-
förnum árum. Boðið verður upp á tvær
fjórtán daga ævintýraferðir og eina
fimmtán daga um Þýskaland, Sviss,
Frakkland, Austurríki og Lúxemborg.
Einnig verður farin fimmtán daga
rútuferð um Austurríki, Italíu, Júgó-
slavíu, Ungverjaland og Tékkóslóv-
akíu með áherslu á menningar- og
listaborgina Vín.
Tvær átta daga vínuppskeruferðir
verða farnar um vínhéruðin í Þýska-
landi. Ekið veröur meðfram Rín og
Mósel með viðkomu í helstu bæjum og
borgum þar sem innfæddir fagna upp-
skerunni. Urval og Norræna félagiö
hafa gert með sér samning, þar sem
Urval skipuleggur ferðir tU Norður-
landa fyrir félagsmenn Norræna fé-
lagsins og er jafnframt veittur 5
prósent afsláttur af ferðum til félags-
manna.
Áfram verður boðið upp á ferðir Ur-
vals til Ibiza, eyju í Miðjarðarhafinu
mitt á milli Spánar og Mallorca. Mall-
orcaferðir veröa líka í boði hjá Urvali.
Ferðamátinn „Flug og bíll” býðst til
sautján borga í tólf löndum. Farin
verður sérstök hópferö á Evrópumót
hestamanna sem f ram f er í Svíþj óð
dagana 13.—19. ágúst.
Auk þess sem upp er talið hér að
framan er ýmislegt annað í gangi hjá
Urvali, til dæmis Rómarferðir, tungu-
málanámskeið í Frakklandi og Eng-
landi, lystilegar Parísarvikur, íþrótta-
ferðir til Skotlands, Englands og Holl-
ands, golfferð til Mallorca og Skot-
lands svo eitthvað sé nefnt.
JI
r
Ferðaskrifstofan Utsýn:
Grikkland og enska Rivieran
Grikkland og enska Rivieran eru á
meðal nýjunga ferðaskrifstofunnar
Utsýnar í sumar. Kristín Aðalsteins-
dóttir deildarstjóri hjá Utsýn, sagöi að
skoðanakönnun hefði verið fram-
kvæmd sl. nóvember til að grafast
fyrir um óskir viðskiptavina um ferða-
val og ferðamáta. „Yfir 2000 svör bár-
ust og vildu um 78 prósent eyða sumar-
leyfi sínu í Suðurlöndum þar sem
veðrið væri öruggt. Um 30 prósent af
þeim vildu fara til Spánar. Síðan komu
ttalía og Grikkland næst á óskalistan-
um, því höfum við hjá Utsýn sett upp
ferðir til Grikklands, sem ekki var boð-
ið upp á í fyrra.” Ferðirnar eru til
Porto Carras og er gistiaðstaðan á
nýju hóteli, Meliton Beach, sem stað-
sett er á sjálfri ströndinni.
önnur nýjung Utsýnar er enska Rivi-
eran, en þangað voru Englendingar
sjálfir famir að fara í sumarleyfi á síð-
ustu öld, að sögn Kristínar. Enska
Rivieran er staðsett á Suður-Englandi
og er um 30 km strönd í Devon.
Utsýn mun halda hefðbundnum ferð-
um sínum áfram svo sem Costa del Sol,
sem hefur upp á margt að bjóða handa
íslenskum ferðamönnum. Portúgal og
ítalía eru sívinsælir staöir á meðal Is-
lendinga og eru jafnframt góðir fjöl-
skyldustaðir. Italía heillar þó sérstak-
lega hvað varðar sögu og list.
Kristín sagði að tvær heimsreisur
væru áætlaöar seinna á árinu. I
nóvember er sjötta heimsreisan á dag-
skrá og að þessu sinni er ætlunin að
endurtaka Kenýa-ferð, en slík ferð var
farin 1982 fyrst. I heimsreisuklúbb Út-
sýnar eru nú um 400 meölimir.
Utsýn er með á sínum snærum sum-
arhús í hjarta Mið-Evrópu, i Rinarlönd-
um. Einnig býður Utsýn upp á flug og
bíl og flakk á eigin vegum, eins og
flestar aðrar ferðaskrifstofur. Tungu-
málanámskeið eru í gangi víðsvegar
um heim og annast Utsýn bókanir
varðandi flug og annaö í samræmi við
dvölina.
Tólf daga rútuferð verður farin um
Vestur-Noreg 19. júlí, fimm landa ferð
í 15 daga verður farin 8. júní, og 19
daga ferð verður farin um Austur-Evr-
ópu 10. ágúst.
JI
m---------------►
Porto Carras í Grikklandi —
staður sem Útsýn býður upp á
á Sithonia-skaga. Hótelið, sem
islendingar koma til með að
búa á, er þetta glœsilega hótel
til vinstri á myndinni og heitir
það Meliton Beach.