Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Page 7
DV. MÁNUDAGUR18. FEBROAR1985.
7
Neytendur Neytendur Neytendur
Feróaskrifstofan Atlantik:
Aukning f Mallorcaf erðum
„Okkar vinsælustu og síungu feröir
eru Mallorcaferðir og munum við
koma til meö að auka þær í sumar,”
sagði Böðvar Valgeirsson, forstjóri
feröaskrifstofunnar Atlantik.
„Fyrstu ferðimar til Mallorca verða
páskaferðir. Boðið verður upp á nýjan
dvalarstað í Sviss rétt sunnan við
Ziirich, nánar tiltekiö við Vierwald-
stattervatn.Þar er boðið upp á íbúða-
hótel og verða fyrstu ferðimar famar
um páskana. Þar er einnig skíðaað-
staða sem hægt er að nota í allt sum-
ar.”
Atlantik býður upp á flug og bíl til
flestra Evrópulanda. Einnig verða
tvær skipsferðir: önnur í vor og hin í
haust. Vorsiglingin verður um austur-
hiuta Miðjarðarhafsins og verður farið
með ítölsku skemmtiferðaskipi. Síðari
siglingin — haustsiglingin — verður
með amerísku skemmtiferðaskipi og
verður farið um Karíbahafið.
Böðvar sagði að almenna reglan viö
fjármögnun ferðanna hjá Atlantik væri
helmingur verðsins út og helmingur á
nokkrum mánuðum eftir ferðina — eft-
ir samkomulagi.
fl
Brauðrasp
íhvelli
Ef ykkur vantar skyndilega rasp
er hægt að búa þaö til á stundinni ef
tvíbökur eða þurrkað brauö er til á
heimilinu.
Hægt er að láta tvíbökumar í þykk-
an plastpoka og mylja þær með
kökukeflinu. Þá losnar maður við
raspmylsnu út um allt eldhús.
Annars er gott ráö að láta alla
brauðenda í ofnskúffuna og þurrka
við mjög lítinn straum. Einnig má
láta brauðendana þurrkast í ofninum
á meðan hann er að kólna eftir
notkun. Þegar komið er verulegt
magn af þurrkuðum skorpum og
endum er hægt að taka fram hakka-
vél, blandara eða eitthvert annað
slíkt tól og búa til rasp.
Langbest er að blanda samam
öllum mögulegum tegundum af
brauðéndum.
A.Bj.
Þvotturinn
ífrystikistuna
Fyrir kemur að dúkur eða sængur-
ver ofþornar áður en búið var að
strauja. Þá er gott ráð að brjóta það
vel saman og stinga í frysti i einn eða
tvo klukkutíma. Þá verður
strauningin leikur einn.
Ef fyrirsjáanlegt er að ekki verður
lokið við að strauja þvottinn á meðan
hann er hæfilega rakur er gott ráð að
geyma hann einfaldlega í frystikist-
unni þangaö til færi gefst á að
strauja.
A.Bj.
Andlitslyfting
blómapottanna
Leirpottar undir stofublómin eru
miklu fallegri en plastpottarnir, en
það vill stundum setjast mygluskán
utan á þá.
Á þessu má ráða bót með því að
þvo pottana vel í sápuvatni og bera á
þá lag af parafínolíu. Þeir halda sér
lengi eftir þessa meðferð.
A.Bj.
Málningíkrús
Gekk eitthvað af málningunni af
síðast þegar þú málaðir stofuna hjá
þér?
Láttu málninguna í glerkrús með
skrúfuðu loki og láttu krúsina standa
á lokinu. Þá kemur ekki skán á máln-
inguna. Ef þetta er blandaður litur
skaltu skrifa blönduna (annars lita-
númerið) á lokið til þess að auðvelt
sé aö fá aftur nákvæmlega sama lit.
A.Bj.
Uppþvottaefni
íflösku
Gott ráð fyrir þá sem eiga upp-
þvottavél. Tæmið pakkann með upp-
þvottaefninu á hreina og þurra
flösku með skrúf uðum tappa.
Þannig helst uppþvottaefniö þurrt
og engin hætta á að þaö fari út um
allt þó flaskan velti um koll. Það er
einnig handhægara að hitta á sápu-
hólfið í uppþvottavélinni með flösku-
stútnum en beint úr pakkanum.
A.Bj.
LAGERSTARF
Bifreiðavarahlutaverslun óskar að ráða lagermann til
starfa nú þegar. Upplýsingar um aldur og fyrri störf send-
isttil auglýsingadeildar DV, Þverholti 11, fyrir22. febrúar
merkt „B-500".
TIL
HÚSGAGNA-
FRAMLEIÐSLU
ÚTBOÐ
Viö byggjum nýja húsgagnaverksmiöju
aö Hesthálsi 2-4 Reykjavík,
og þurfum að bæta við vélakosti.
Við viljum vekja athygli umboðsmanna
og fyrirtækja sem gætu haft áhuga á
að selja okkur nýjar eða lítið notaðar
vélar á eftirtalinn lista.
-
1
KRISTJflfl
SIGGEIRSSOfl HF.
yrjunviku
Vörumarkaðs veisludisk vegsamar góður kokkur.
í byriun viku borðið fisk úr borðunum hjá okkur.
Fiskur er besta fæði,
fiskur er atéiört æði
VÖRUMARKAÐURINN
ÁRMULA EIÐISTORGI