Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Blaðsíða 8
8 , DV. MANUDAGUR18. FEBRUAR1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Kanadískt leyfiþarf • Eftir birtingu fréttarinnar í New York Times þar sem sagt er aö skjöl sem sanni aö Bandaríkjamenn haföi áætlanir um aö flytja kjam- orkusprengjur til Kanada, Islands og annarra ríkja á hættutímum hefur Kanadastjórn lýst því yfir að samþykki hennar sé nauðsynlegt til aö áætluninni sé hrint í fram- kvæmd. Utanríkisráðherra Kanada, Joe Clark, sagöi þetta í svari við endur- teknum spumingum stjórnarand- stöðunnar. Samkvæmt skjalinu sem Wiiliam Arkin sýndi kanadiskum yfirvöld- um í byrjun janúar og Reagan for- seti á að hafa undirritað hyggjast Bandaríkjamenn flytja 32 kjam- orkudjúpsprengjur til Kanada. Bandaríska sendiráöið í Ottawa segir rangt aö þaö hafi reynt aö þrýsta á Kanadastjóm að leyfa slíkan flutning á kjamasprengjum. Finnska lömunarveikin rannsökuð Heilbrigöisstofnanir þriggja landa ætla aö hjálpa Finnum viö rannsókn á lömunarveikitilfellum sem vart hefur orðið í Finnlandi. Þegar hefur einn 17 ára gamall strákur látist úr sjúkdómnum. Fimm aörir, aö minnsta kosti, hafa fengiö veikina síöan í október. Fyrsta tilfellisins varö vart í Lapplandi i Noröur-Finnlandi. Finnar hafa hafiö baráttu gegn lömunarveikinni, en þetta er i fyrsta sinn í 20 ár sem hennar hef ur orðið vart. A aö sprauta alla lands- menn gegn henni. Löndin þrjú, sem ætla aö hjálpa Finnum, eru Banda-, ríkin, Bretland og Holland. Táragas áKanaka Ellefu manns meiddust, þar af tveir alvarlega, í fyrstu átökum Kanaka og lögreglu á Nýju-Kale- dóníu. Þetta eru fyrstu átökin þar í meira en mánuö. Atökin byrjuöu eftir aö hvítir hægrisinnar ákváöu að halda strandveislu nálægt bænum Thio, þarsemmikiö er um Kanaka, eöa innfædda Melanesa. Þegar Kanak- ar réðust að bleikandlitunum skarst lögregla í leikinn og notaði táragas og kylfur á Melanesana. Arásarmennimir voru um 50 en hvítu innflytjendurnir voru fleiri en 200. Mynduðu loftnet Tveim bandarískum stjómar- erindrekum, sem fengu reisupass- ann frá Spáni fyrr í þessu mánuöi, var vísað úr landi fyrir að mynda loftnet á þaki forsætisráöherrahall- arinnar. Þaö var dagblaöiö E1 Pais sem skýrði frá þessu um helgina. Mennimir tveir voru handteknir glóövolgir þar sem þeir voru að mynda loftnetin frá glugga stafns nokkurs í grennd viö höllina. Ætlunin mun hafa verið aö kanna kraft og bylgjulengd hinnar leyni- legu fjarskiptamiðstöövar Spánar- stjómar. Hótaaðloka herstödvum Embættismenn varnarmála- ráðuneytisins í Bandaríkjunum segja að þeir íhugi nú aö loka her- stöðvum Bandaríkjamanna í Gríkklandi. Þeir segjast vera orðn- ir langþreyttir á Bandaríkjahatri Papandreous forsætisráðherra. Þeir nefna einnig barsprenginguna nálægt einni herstööinni sem þátt í hugsanlegri ákvöröun aö loka her- stöövunum. Ef ekki er bara ætlunin aö skjóta Grikkjum skelk í bringu með þess- um yfirlýsingum er talið líklegast aö herstöðvamar veröi fluttar yfir á land erkióvina Grikkja, Tyrk- lands. Falklandseyjamálið íbreska þinginu: Hörö rímma í uppsigl- ingu fyrír Thatcher Thatcherstjómin þarf í dag að svara í breska þinginu ásökunum stjómar- andstöðunnar um aö hafa logiö til um tildrög þess aö argentinska herskipinu Belgrado var sökkt í Falklandseyja- stríöinu fyrir þrem árum. — Það reið á sínum tima baggamuninn um aö sáttartilraunir fóm út um þúfur og stríðiö komst í algleyming. Krafist er afsagnar Michael Hesultine vamarmálaráöherra og John Stanley sem honum stendur næst í hermálum. — En samkvæmt leyndar- skjölum sem opinber starfsmaður, Clive Ponting, lak til stjómarand- stæðings i júli síðasta sumar haföi argentínska herskipiö verið 11 stundir á siglingu heim á leið þegar kaf- báturinn sökkti því. Thatcher forsætis- ráöherra haföi fullyrt í sjónvarps- viötali i mai 1983 aö herskipið heföi ekki veriö á leiö frá Falklandseyjum. Poting var ákæröur fyrir aö bregðast þagnarskyldu opinberra starfsmanna og eftir aö hann lét af störfum í vamarmálaráðuneytinu hóf hann greinaskrif í blöð um hvaö stjóm- endum í ráðuneytinu hafði farið á milli í málinu. Hefur hann eftir John Stanley á einhverjum fundinum í ráöuneytinu um málið: „Eg held við ættum aö flokka þetta allt undir trúnaðarmál og neita aö svara spumingum um þaö.” — Ponting var á dögunum sýknaöur fyrir réttinum af ákærunum. Talsmaöur ráöuneytisins segir að í umræðunum í þinginu í dag verði gerö full grein fyrir afbökunum og útúr- snúningunum, mál þetta sé byggt á. En búist er við þvi að mikill hiti veröi í umræðunum í neöri mál- stofunni. .Andstæðingar Thatchers forsætis- ráöherra halda því fram að hún og stjóm hennar hafi blákalt att Bretum út í styrjöld og blóösúthellingar til þess aö leiða athygli almennings frá vanda- málunum heima fyrir. Jukust enda vinsældir Thatchers mjög eftir sigurinn yfir Argentínumönnum. Fundu leyni- skjöl heima hjáTreholt Jón Einar, Osló. Rannsóknarnefnd norska utanríkis- ráðuneytisins hefur komist að því aö Ame Treholt hafði orðið sér úti um ljósrit af leyniskjölum sem hann haföi fengið lánuö hjá starfsfélögum sinum. — Nefnd þessi var sett á laggimar þegar Treholt var handtekinn fyrir rúmu ári. Samkvæmt upplýsingum norska Dagbladet í dag fann lögreglan fjölda leyniskjala í íbúð Treholts í Osló fyrir ári. — Af því viröist sem Treholt hafi notfært sér kunningjana til þess aö komast yfir leyniskjöl sem annars féllu ekki undir hans verksvið. Akæruvaldsins er síðan að sanna hvort Treholt hefur látið erlendum ríkjum þessi leyndarmál í té en hann hefur sjálfur ávallt þrætt fyrir og segist hafa tekiö skjölin meö sér heim til yfirlestrar. Sidonbúar tóku ó móti Gemayel með gífurlegum fagnaðarlétum þegar hann heimsótti baeinn. ísraelsmenn höfðu haldið bœn- um í tœp þrjú ór. Gemayel for- seti svaraði bœjarbúum með sigurmerki. FARNIR FRA SIDON Gífurlegur fögnuður í borginni við heimsókn Gemayels Forseti Líbanons, Amin Gemayel, var borinn í gullstóli um götur Sídon- borgar í gærkvöldi þegar hann heim- sótti borgina eftir aö Israelsmenn fluttu heri sína þaöan um helgina. Með Gemayel var Rashio Karami forsætis- ráöherra. Líbanonher sendi fámenna her- flokka inn á svæðiö. Þeir taka viö eftir 32 mánaöa hersetu Israela. Fólk tók af miklum fögnuðu á móti hernum, for- setanum og forsætisráöherranum. Þetta var fyrsta opinbera heimsókn líbansksforsetatilSídoní40ár. ' Sjónvarpsstöövar kristinna manna og múhameðskra geröu báöar hlé á dagskrá sinni til aö sýna sjónvarps- myndir frá fögnuðinum. En mikilvægar óánægjuraddir heyrðust þó. Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa, skoraöi á alla hópa í Libanon aö velta „hataðri harðstjórn” Gemayels. Hizbollah flokkur shíta múhameðs- trúarmanna sagöist stefna aö byltingu að hætti Irana. Herlið stjómarinnar yfirtók svæði allt aö tveimur kílómetrum í burtu frá hinni nýju víglinu Israela. Þrátt fyrir fámenni vonast þeir til aö halda því svæði enda hafi þeir fólkið í borginni meö sér. Fyrrum hnefaleikameistarinn Muhammad Ali varð að hverfa frá Beirút eftir misheppnaöa tilraun til að fá fjóra Bandaríkjamenn leysta úr haldi. Þaö eru Hizbollah-menn sem eru taldir halda Bandaríkjamönnunum. Ásakaður um pyntingar Fró Árna Snævarr, fróttaritara DV i Lyon: Jean-Marie Le Pen, foringi Front National i Frakklandi, hefur ásakaö vinstri öflin, með ríkisstjómina og blaðið Liberation i broddi fylkingar, um aö hafa skipulagt samsæri gegn sér. Blaðiö Liberation birti á þriðju- daginn var ásakanir fimm nafn- greindra Alsírbúa á hendur Le Pen um pyntingar er hann gegndi herþjónustu á Alsír 1957. Þrœtir fyrir Le Pen hefur mótmælt ásökunum blaösins en oröið æriö tvísaga um ein- stök atriöi þeirra. Vill hann ekki viður- kenna að franski herinn hafi beitt pynt- ingum heldur einungis mjög ákveðn- um aðferðum í yfirheyrslu. Er baráttan við alsírska sjálfstæöissinna stóösemhæst. Daginn áöur en Liberation birti ásakanir fimmmenninganna lýsti Poperen, annar æðsti maður Sósíalista- flokksins, því yfir að ríkisstjórnin og flokkur hans ættu héðan í frá í stríöi viö Front National. Hefur þetta oröiö Le Pen tilefni til aö ásaka Liberation um aö taka þátt i samsæri gegn sér meö stjóminni. Liberation er eitt víðlesn- asta blað Frakklands, einkum meðal ungs menntafólks til vinstri í stjóm- málum, en verður seint taliö stjómar- blað. Skotmark kommúnista Le Pen hefur lýst því yfir að flokkur hans sé nú hættulegasti andstæðingur sósíalista og kommúnista og því sé hann nú aðalskotmark þessara afla. Hann sagöi orörétt á blaðamannafundi á dögunum: „Liberation er málgagn glæpamennsku, kynvillu og hryðju- verka sem nota aðferðir sem eru jafn- gamlar mannkyninu, meiöyröi.lygi og skítkast. Ásakanir blaðsins eru svip- aðar og ég fengi þrjár manneskjur til að lýsa því yfir opinberlega að forseti lýðveldisins hefði látiö ríða sér í rass úti í Bouloide-skógi á jólanótt. ” Len Pen hefur stefnt Liberation fyrir meiðyrði. 5 mánaða rannsókn Liberation fyrir sitt leyti hefur lýst yfir aö þaö standi viö frétt sína. Hefur blaöið fullyrt að rannsókn málsins hafi staöiö yfir í fimm mánuöi og ekkert samband sé milli birtingar fréttarinn- ar og stríðsyfirlýsingar Poperens. Alsírsku fimmmenningamir sem ásaka Le Pen voru allir meölimir í Sjálfstæðishreyfingu Alsírs. Sumir þeirra að minnsta kosti tóku þátt i hryöjuverkum í Alsírstríðinu. Sjálf- stæöishreyfingin, sem nú er við völd í Alsír, hefur lýst því yfir að máliö sé franskt innanríkismál sem hún skipti sér ekki af. Raunar var dreifing þess eintaks Liberation sem birti ásakan- imar ekki leyfð í fyrstu í Alsír.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.