Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Side 14
14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF.
StjórnarformaðurogOtgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON,
Fréttastjórar: JÓNAS HAR ALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsíngastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Algreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf.
. Áskrif tarverö ó mónuði 330 kr. Verð i tausasölu 30 kr. Helgarblað 35 kr.
Hvaða aögerðir?
Hvaöa aögerðir? spyr fólk, þegar minnzt er á svonefnd-
ar „efnahagsaögerðir” ríkisstjórnarinnar, sem voru til-
kynntar 8. febrúar. Von er, aö fólk veröi hvumsa. Þess
sjást ekki merki, að neinar efnahagsaðgerðir hafi verið
gerðar.
Fréttamaður útvarps reyndi í síðustu viku að rýna á,
hvað gerzt hefði. Hann bar saman samkomulag stjórnar-
flokkanna frá 6. september og yfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar nú. Útkoman virtist honum vera, að breytingin
fælist í því, að þar sem stóð „verði” í september, stæði nú
„verður”. Orðið „verður”kemur nokkrum sinnum fyrir í
síðustu yfirlýsingu. Dæmi: „Verður í því sambandi sér-
stök áherzla lögð á hert eftirlit með skattframtölum og
innheimtu opinberra gjalda”, og svo framvegis.
Nokkuð er til í þessu. Þessar orðalagsbreytingar eru
sorglega lítill afrakstur fimm mánaða.
Forsætisráðherra á að vonum erfitt með að miklast yfir
aðgerðunum nú. Því tók hann þann kost í sjónvarpsþætti
á þriðjudag að tala í véfréttarstíl um 25 „punkta”, sem
hann hefði, þar sem aðgerðirnar væru nánar skýrðar.
Ráðherrann var dularfullur yfir þessum punktum. Albert
hafði ekki séð þá. Þessi leikaraskapur ráðherra getur
ekki til lengdar leynt þeirri staðreynd, að ráðstafanir
stjómarinnar eru næsta einskis virði.
í fyrsta lagi er um að ræða málamyndaaðgerðir. Sum-
ar þeirra eiga rætur í samkomulagi stjórnarfiokkanna
frá í september en hafa orðið æ innihaldsminni í tímans
rás. Þetta á við um hugsanlega fækkun sjóða, fækkim
ríkisbanka og breytingu á Framkvæmdastofnun.
Þá er um að ræða yfirlýsingar um stefnu, sem flestar
hafa heyrzt löngu fyrr í tíð þessarar stjórnar. Enginn
veit, hvort eitthvað af þessu verður gert.
Sem dæmi má nefna, að fyrirsögn eins dagblaðsins á
frásögn af síðustu stjórnaryfirlýsingu hljóðaði þannig:
„Lækkun skulda, spornað við þenslu og minnkun við-
skiptahalla.” Hvað stendur upp úr af því, sem segir í
fyrirsögninni? Lækkun skulda tekur til minnkunar á lán-
tökum vegna Landsvirkjunar, sem áður hafði komið
fram, en nánast einskis annars utan nokkurra óljósra
fyrirheita. Ekki verður séð, að ríkisstjórnin hafi með síð-
ustu „aðgerðum” spomað við þenslu og minnkað við-
skiptahalla, svo að sköpum skipti.
Loks vísar ríkisstjórnin í yfirlýsingu sinni flestum
mikilvægustu málunum frá með tilvísan til „samráðs”
við aðila vinnumarkaðarins. Stjórnin segir, að þessir
málaflokkar verði þar til umfjöllunar og því er ekkert í
þeim gert að þessu sinni.
Gárungar segja, að auðvitað hafi engar efnahagsað-
gerðir verið gerðar, enda sé hér engin ríkisstjórn. Sumir
vísa til þess, að kannski sé „í lagi að hafa enga ríkis-
stjórn”.
Hver forystumaður stjórnarliðsins af öðrum hefur
síðustu mánuði rætt um nauðsyn þess, að ríkisstjórnin
gerði fljótt marktækar aðgerðir. Margir hafa sagt, að
framtíð stjórnarinnar ylti á því. Ríkisstjórnin hefur tekið
annan kost. Hún skýtur á frest öllum mikilvægum
ákvörðunum eins og tíminn sé nógur og ekkert að óttast í
því efni. Spurningin er, hvort þetta sé ekki vitlaust
reiknað.
Haukur Helgason.
DV. MÁNUDAGUR18. FEBRUAR1985.
Burt með skatta-
framtalið
— breytum skattakerf inu
Undanfarna daga hefur stór hluti
landsmanna setiö viö iðju, sem er bæði
hvimleið og í raun heldur þarflítil.
Þetta er skattframtalið, árleg
febrúarkvöl þjóðarinnar. Það er í raun
merkilegt að Alþingi skuli ekki fyrir
löngu vera búið að losa þjóðina við
þessa vitleysu. Það er að verulegu
leyti hægt innan ramma núverandi
skattakerfis, en auövitað væri eðlileg-
ast að tengja slíka afléttingu á
framtali almennings við breytingu á
skattakerfinu.
Það hefur verið upplýst að mikill
meirihluti framteljenda notar hinn
fasta frádrátt, heyrt hef ég töluna 85%
nefnda í því sambandi. Fyrir þetta fólk
er í raun óþarfi að þurfa að fylla út
framtal til aö tiunda þennan staðlaða
frádrátt.
Launþegar fá laun sín gefin upp til
skattsins af launamiðum, sem öllum
ber skylda til að senda skattstjóra hafi
þeir greitt laun árið áður. Flestir fram-
teljendur nota einfaldlega launa-
miðana þegar þeir telja fram, og færa
án frekari athugunar tölurnar af
launamiðunum inn á framtalið.
Þannig fær skatturinn sömu tölurnar
tvisvar. Svipuðu máli gegnir með
upplýsingar um eignir manna og
skuldir. Þetta liggur fyrir annars
staðar í kerfinu, hjá fógetum og
bönkum, svo dæmi séu tekin, að
ógleymdu fasteignamatinu.
Þannig er í raun hægt að losa stóran
hluta launþega undan þvi að telja
fram, jafnvel þótt núverandi skatta-
kerfi væri haldið við í grundvallaratr-
iðum.
Tekjuskattinn af
almenningi
Miklu viturlegra væri þó að láta
afnám framtalsins haldast í hendur við
breytingu á tekjuskattskerfinu. Þaö er
Rafmagnsveröið,
erlend stóriðja
og umframorka
augljóslega orðin höfuðnauðsyn að
breyta þessu rangláta launþegaskatt-
kerfi, sem stórir þjóðfélagshópar spila
á að vild. Eðlilegast er að feÚa tekju-
skattinn niður af öllum almennum
launatekjum. Þar er nærtækast að
miða við vísitölu framfærslu-
kostnaðar, og fella niður tekjuskatt af
öllum tekjum, sem nemur framfærslu-
kostnaði vísitölufjölskyldunnar og
hafa tilsvarandi mörk fyrir ein-
staklinga. Þetta myndi þýða skatt-
frelsi fyrir f jölskyldu á tekjum upp yfir
700 þúsund krónur á ári. Þær tekjur
sem umfram eru ætti hins vegar að
skattleggja með fastri prósentu, t.d. 50
sjálfsagt að breyta í þá veru að út-
svarsbyrði væri létt af fólkinu með
lægstu launin, en það fólk myndi
nefnilega lítið sem ekkert njóta þess að
tekjuskattur væri aö mestu afnuminn.
Utsvarið er nánast algjörlega flatur
skattur í dag, þ.e. hann er jafnhá
prósenta á lág laun og há. Eðlilegt er
að þetta breytist í anda þeirrar hug-
myndafræði að menn greiði eftir
„efnum og ástæðum”. Einfaldasta
leiðin til breytinga á útsvarinu væri
fólgin í því að hækka útsvarps-
prósentuna, en hækka ámóti persónu-
afsláttinn, sem dreginn er frá út-
reiknuðu útsvari. Slík breyting gæti
9 ,,Það er augljóslega höfuðnauðsyn
að breyta þessu rangláta laun-
þegaskattkerfi sem stórir þjóðfélags-
hópar spila á að vild. ”
eða 60%, og án allra frádráttar-
heimilda. Þarna væri á ferðinni einfalt
kerfi, sem myndi skilja allan
almenning eftir tekjuskattslausan eöa
tekjuskattslítinn. Slíkt skattkerfi gætu
menn auöveldlega sett upp þannig að
ekki væri nauðsynlegt að telja fram,
nema fyrir 10—20% af framteljendum.
Staðgreiðsla og betra út-
svar
Þegar búið væri að einfalda skatta-
kerfið svo mikið sem þama er um rætt
þá væri í raun ekkert því til fyrirstöðu
að taka upp staðgreiöslu á sköttum
þess litla hóps sem áfram myndi
greiða tekjuskatt, og á útsvörunum.
Utsvörunum væri eðlilegt og
tryggt að láglaunafólk slyppi alveg við
að greiöa útsvar, en hátekjufólk myndi
greiða hærra útsvar en það gerir núna.
Eftir sem áður er sjálfsagt að hafa út-
svarið brúttóskatt, þ.e. að heimila
enga frádráttarliði á borð við skatta-
frádrátt og annað viðlíka.
Þann tekjumissi sem ríkið yrði fyrir
við að það að missa hluta af tekjuskatt-
inum gæti það auðveldlega bætt sér
upp með því að leggja á stóreigna-
skatt, en sá skattur væri sjálfsagður í
öllu falli. Og frekari skattlagning
neyslu, einkum lúxusneyslu kæmi
fyllilega til greina. Ovíst er þó hve
stórt tekjutap ríkisins yrði af slíkri
breytingu á tekjuskattinum, því afnám
frádráttarheimilda hjá hátekjufólki
(þyrfti þó ekki að gilda um sjómenn)
Almenningur borgar
brúsann
Hátt raforkuverð til heimilisnota
hérlendis í samanburði við það sem
gerist i nágrannalöndum okkar er
óþægileg staðreynd fyrir þjóð sem býr
við gnótt vatnsorku og hefur talið hana
eina af helstu auðlindum landsins. DV
greindi frá því fyrir mánuði að raf-
magn til heimilisnota væri 146% dýr-
ara í Reykjavík en Stokkhólmi, 3,87
krónur kílóvattstundin hér en 1,57
krónur þar. Væri skattlagning og verð-
jöfnunargjald frátalin væri munurinn
að vísu ekki eins mikill, en þó 108%
Reykvíkingum í óhag. Þó er mikið af
raforku Svía framleidd í kjarnorkuver-
um, sem almennt eru talin með háan
framleiðslukostnaö.
Svipað er uppi á teningnum, þótt litið
sé til annarra landa og höfuðborga.
HJÖRLEIFUR
GUTTORMSSON,
ÞINGMADUR FYRIR
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
@ , ,Hér hefur verið haldið uppi útsölu
á raforku til stóriðju á kostnað al-
mennings í landinu lengst af þessa
tímabils og í vaxandi mæli eftir því
sem orkuverð og fjármagnskostnaður
hefur hækkað undanfarin 12 ár.”