Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Síða 16
16 DV. MANUDAGUR18. FEBROAR1985. HVAR SKAL GREIÐA BIFREIÐASKATT? Bifreiðastjóri skrifar. Fyrir nokkrum árum var tekin upp sú ánægjulega nýbreytni aö Bifreiða- eftirlitiö í Reykjavík tók viö greiðslu á bifreiðaskatti um leið og menn færðu bifreiðar sínar til skoðunar. Fyrir nokkru fór ég með bifreið þangaö til skoðunar sem ekki væri í frásögur fær-1 andi nema vegna þess að þá brá svo I við að ekki var tekið við greiðslu bif- j reiðaskatts. Þegar ég innti afgreiðslu- mann eftir hverju þetta sætti, þá var upplýst aö það væri ekki sama hvaða gjaldkeri væri á vakt, einn tæki við skatti en annar ekki. Heiðar Viggósson, skrifstofu- stjóri Bifreiðaeftirlitsins: „Við höfum reynt að taka hér við bif- reiðaskattinum í ár til hagræðis fyrir þá sem vildu borga hann um leiö og þeir færu með bilinn í skoöun. Hins vegar er ætlast til þess að bifreiða- skatturinn sé greiddur hjá tollstjóra. Og nú þegar giróseðlar hafa verið sendir út þá ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að menn gerðu það. En ég kannast ekki við það að það væri misjafnt eftir því hvaða gjaldker- ar væru á vakt hvort tekið væri við þessari greiðslu eða ekki.” Bifreiðareiganda finnst slaemt að Bifreiðaeftirlitið skuli ekki taka á móti greiðslu bifreiöaskatts. „Ætlast er til að skatturinn sé greiddur hjé tollstjóra," segir Heiðar Viggósson, skrifstofustjóri í Bifreiðaeftirlitínu. Ævar Guðjónsson: Mér finnst Stundin okkar góð. Bjössi bolla er minn maöur. Svo eru hljómsveitirnar lika góðar. Anna Dóra Heiðarsdóttir: Stundin er alveg ágæt. Mér finnst Bjössi bolla skemmtilegur og svo er gaman að horfa á Smjattpattana. Walter G. Grímsson: Mér finnst íún fín. Mér finnst hljómsveitimar :em koma og spila skemmtilegastar. Hín uppáhaldshljómsveit er samt Vham! „Rómversk glíma vin- sælt sjónvarpsefni” Bergur Bjömsson, Ásbúð 48, skrifar: Við nýliðið kjör iþróttamanns ársins og skoöanaskipti lesenda DV þar um, hefur rifjast upp afrek Bjama Friðrikssonar júdókappa á OL í Los Angeles. Eg ætla ekkert að tjá mig um þetta kjör sem er búið og gert, en hitt er annaö aö ég bíö ennþá eftir þvi aö sjónvarpið sýni okkur allar glímur Bjama frá OL og gjama nokkrar valdar glímur að auki. Eg tel alveg vafalaust aö þetta efni sé til á myndum og trúlega ekki dýrt aö þessum tíma liðnum. Ef svo ólíklega tækist til að sjónvarpið gerði eitthvað í þessu máli þá væri alveg tilvaliö að fá um leið svo sem klukkustundar þátt með róm- verskri glimu sem ég tel að sé vinsælt sjónvarpsefni samanber þætti sem mikið var horft á í Kanasjónvarpinu á sínum tíma. Meðal annarra orða? Hefur sjónvarpið eitthvað fyrir sér í því að það sé vinsælt sjónvarpsefni að horfa á hvern skíðamanninn eftir annan í keppni við klukku eða þá dýfingar þar sem líka er einn keppandi í einu að ekki sé nú talað um tímalengd þessara þátta í dagskránni? Ester Ýr Steinarsdóttir og Matthildur M. Björgvinsdóttir: Okkur finnst Stundin góð eins og hún er. Smjattpattamir em frábærir og svo er Bjössi bolla skemmtilegur líka. Hvernig finnst þér Stundin okkar? Helga Albertsdóttir: Mér finnst hún skemmtileg. Mér finnst hljóm- sveitimar bestar og líka Smjattpatt- arnir. Kratar sýna kotungshátt: Bænarskjal til Noregs? „Margt er það í koti karls, sem kóngs er ekki í ranni,” var sagt í einni sögunni. Nú er það liðin tíð hjá okkur Islendingum. — Nú á aö sækja allt sem okkur vanhagar um til Nor- egs. Krataþingmaöur úr Keflavík kveður upp úr um þaö á Alþingi að öll okkar ógæfa sé þvi aö kenna að norsk stjómvöld hygli svo sjávarútvegi þar í landi að við fáum ekki rönd við reist og hvetur til mótmæla við sendi- ráð og á ráðherrafundum til að krefjast þess aö Norðmenn breyti um stefnu í innanlandsmálum sinum! Erum við Islendingar að verða algjörir aumingjar og afstyrmi? Þessi nýi kratakúltúr i fullkomnum aumingjaskap er hámark niðurlæg- ingar okkar. Auðvitað hafa kratar alltaf verið flokkur fyrirgreiðslu og bitlinga en að ætla að ráðskast meö innanrikismál hjá öörum þjóöum er fáránlegt. Það er þó bót í máli að einn eöa tveir þingmenn hafa mótmælt þessum hugmyndum sem of margir virðast styðja. Okkur Islendingum ætlar, að því er virðist, ekkert að verða til bjargar. — Fyrst var það landhelgin. ÍJtfærsla í 200 mílur. Það átti að bjarga öllu hér í sjávarútvegi. tlt- lendingana burt og þá yrði „auð- lindin”, fiskimiðin að gullnámu á ný. Aldrei áraði verr en eftir útfærsluna og brottrekstur útlendinga af mið- unum. En áfram skal haldið. Kæra Norðmenn — og Kanadamenn fyrir að taka fé af landsmönnum til að bjarga og aðstoða atvinnurekstur í þessum löndum! — Hvaö myndum wm „Nú á að saekja allt sem okkur vanhagar um til Noregs, Noregi við veiðar. segir Vestri. — Hér eru bátar frá við segja, ef Norömenn eða Kanada- menn kærðu okkur fyrir að verða við kröfugerðum hinna ýmsu atvinnu- greina hér á landi um aö útdeila al- mannafé til hinna ýmsu aðila sem hvaö haröast þrýsta? Já, við höfum löngum verið tilætl- unarsamir, Islendingar, og oft höfum við farið í heimsóknir til Nor- egs, með kvæði, með sögur og fallið á kné fyrir framan kónga og höfðingja — og þegið ölmusur. Þessu vilja kratar halda áfram. Nú í formi algjörrar niöurlægingar með betlistaf í hendi og hor í nös. — „Við getum ekkert selt, þið gerið svo vel við ykkar atvinnuvegi, við erum smáþjóð, sjáið aumur á okkur, fá- tækum, smáum”. Boöskapur krata, árið 1985. Já, þeir í Keflavík eiga stórhuga menn í stjórnmálunum eða hitt þó heldur. WHAM! hátíð um næstu helgi Jón Axel hringdi: Sem einn af starfsmönnum skemmti- staðarins Traffic get ég nú upplýst að um næstu helgi verður haldin marg- umbeðið Wham! hátíð. Á laugardags- kvöldið verður hátíðin opin fyrir eldri en 16 ára og eftir hádegi á sunnudaginn verður opið fyrir yngri en 16 ára. Þeir sem hafa verið aö biöja um slíka hátíð á lesendasiöunni aö undan- fömu ættu því að geta tekið gleði sína. Bjarni Grímsson: Mér finnst Stund- in frábær. Hljómsveitin sem söng lagið um labradorinn var góð. Þetta var alveg frábært lag. Bergi finnst tilvalið að fá svo sem klukkustundar þátt í sjónvarpið með rómverskri glímu. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Spurningin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.