Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Page 22
22 DV. MÁNUDAGUR18. FEBRUAR1985. íþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Glóðarauga og brotnar tennur • Bjarni Ág. Friðriksson. Bjarni annarí Edinborg — á skoska meistaramótinu í júdó Bjarni Friöriksson varð í öðru sæti i undir 95 kg flokki ð opna, skoska meistaramótinu i júdó i Edinborg á laugardag. Til úrslita glimdi hann við Robert Fusten- berger, Austurríki, og tapaði. Þess má geta að á ólympiu- leikunum í Los Angeles sl. sumar tapaði þessi Austurrikis- maður fyrir ítalanum sem Bjarni sigraði þar i keppninni um bronsverðlaunin. Tveir aðrir islenskir júdómenn tóku þátt í mótinu í Edinborg, þeir Guðmundur Sæmundsson og Magnús Hauksson. Þeir sigr- uðu i fyrstu umferð en féllu síðan út. Stuttgart lagði IFK Gautaborg Stuttgart og sænsku meistar- arnir IFK Gautaborg léku vináttuleik i Stuttgart á laugar- daginn. Leiknum lauk með sigri Stuttgart, 3—1. Thomas Kempe, Peter Reichert og Bernd Förster skoruðu mörk Stuttgart, en Mats Gren skoraði fyrir Gauta- borgarliðið. Mikill kuldi var þegar leikurinn fór fram og léku margir leikmenn meö húfur og hanska, og klæddust síöum buxum. Svíarnir skoruöu fyrsta mark leiksins — á 8. mín., en síðan tóku leikmenn Stuttgart leik- innísínar hendur. -HO/-SOS. Heimsmet í langstökki Galina Chistyakove, Sovót- rikjunum, setti nýtt heimsmet i langstökki innanhúss á laugar- dag þegar hún stökk 7,25 metra i Kishinev, höfuðborg Sovétlýð- veldisins Moldavíu. Eldra metið átti Heike Daute, A-Þýskalandi, 6,99 m sett i Senftenburg fyrir góðu ári. -hsim. Sögulegur leikur þegar Saarbrucken sló Hannover út úr bikarkeppninni í V-Þýskalandi Frá Hilmari Oddssyni, fréttamanni DVí V-Þýskalandi: Forráðamenn Hannover hafa far- ið fram á það við v-þýska knatt- spyrnusambandiö að leikur liösins gegn Saarbrucken i 8-liða úrslitum bikarkeppninnar, sem Saarbrucken vann 1— 0 á laugardaginn, verði leikinn aftur. Forráðamennirnir segja að dómarinn, Manfred Uhlig, hafi hreinlega skemmt leikinn en margir dómar hans vöktu reiði leik- manna liðanna og oft lá viö að slagsmál brytust út á leikvellinum. Mikið var um stimpingar og var fyr- irliða Hannover, Carsten Surmann, vísaö af leikvelli á 78. min. fyrir grófan leik. Einn af leikmönnum Hannover, Bastian Hallberg, segir að dómarinn hafi slegiö sig í andlitið þegar Sur- mann fékk reisupassann, þannig að hann hafi fengið glóöarauga. Þá segir Fred Schraub, sóknarleikmaður Hannover, að Santos Muntubila, bak- vörður Saarbrucken, hafi slegið sig í andlitið, þannig að hann hafi misst þrjár tennur. Svo mikill æsingur var úti á vellinum um tíma að þjálfarar liðanna þurftu að skipta sér af gangi mála. Leikurinn fór fram við mjög slæmar Spennu- leikur í Bochum Aðeins þrír leikir voru leiknir íBundesligunni Frá Hilmari Oddssyni, fráttamanni DV í V-Þýskalandi: — Aðeins þrir leikir voru leiknir í Bundesligunni á laugardaginn, þar sem flestir knattspyrnuvellir hér voru ísilagðir. 40 þús. áhorfendur mættu á heimavöll Bochum, þar sem Schalke náði aö knýja fram sigur, 1—0. Olaf Thon átti stórleik með Schalke. Þaö var Klaus Taeu- ber sem skoraði sigurmark Schalke. Geysileg spenna var undir lok leiksins þegar leikmenn Boch- um gerðu örvæntingarfulla tilraun til að jafna metin, en þá náðu leik- menn Schalke að bjarga þrisvar á marklinu. Bielefeld lagði Dortmund að velli, 3—0, og virðast dagar Dortmund vera taldir í Bundesligunni. Það gengur nú allt á afturfótunum hjá þessu fræga fé- lagi. Frankfurt vann góðan sigur, 4—2, yfir Karlsruhe í þriðja leiknum. -HO/-SOS. aðstæður — völlurinn ísi lagður. Það var Michael Blattel sem skoraöi sigur- mark Saarbrucken á 73. min. Rahn hetja „Gladbach" Borussia Mönchengladbach lagði Solingen að velli, 2—1, í Solingen. Hans-Gunther Bruns skoraði fyrst fyr- ir Gladbach á 44. mín., eftir að rang- stöðuleikaðferð Solingen hafði brugðist — Bruns komst á auöan sjó og skoraði örugglega. Gunter Diekmann jafnaöi, 1—1, fyrir Solingen — með skoti af 10 m færi á 60. mín. Það var svo Uwe Rahn sem tryggði Gladbach sigur á 65. mín. — með skoti af 12 m færi, eftir send- ingu frá Frank Mill. Tveimur leikjum varð að fresta í 8- liða úrslitunum. Það voru viðureign Uerdingen og Bremen og leikur Lever- kusen — Bayern Miinchen. -HO/-SOS. • Uwe Rahn — tryggði Gladbach sigur i Solingen. FERRERIREÐST Á LÍNUVðRÐIWW — þegar Auxerre tapaði, 0—2, fyrir spútnikliðinu Toulon í Frakklandi Frá Árna Snævarr, fréttamanni DV í Frakklandi: Jean-Marc Ferrari hjá Auxerre, sem margir telja arftaka Michel Platini í franska landsliðinu, var heldur betur í sviðsljósinu þegar Auxerre tapaði, 0—2, fyrir spútnik- liðinu Toulon. Ferreri byrjaði á þvi að klúðra dauðafæri, siðan var hann felldur inni i vítateig og ekkert dæmt. Þegar fimm min. voru til leiksloka varð Ferreri æfur og réðst á annan línuvörðinn og hrinti honum. Þá lauk „þætti" Ferreri sem var rekinn af leikvelli. Emon og hinn 37 ára Argentínumað- ur Onnis skoruöu mörk Toulon. Onnis lætur ekki aldurinn á sig fá — þessi mikli markaskorari er enn í fullu f jöri. • Nantes átti stórleik þegar félagið lagði Tours að velli, 4—0. Það er greini- legt að leikmenn Nantes eru að ná sér á strik eftir áfallið sem félagið varð fyrir fyrr í vetur þegar tveir af leik- mönnum liðsins létust í bifreiðarslysi. Það var Júgóslavinn Vahid Hilihodzic sem skoraði tvö mörk og er hann nú markahæstur í Frakklandi með 21 mark. • Brest lagði Bastia að velli, 4—2. Buscher, sem Stuttgart og Everton hafa augastað á, skoraði eitt mark í leiknum og er hann nú markahæsti leikmaður í Frakklandi, með 15 mörk. • Bordeaux og París St. Germain I I I I Valur mætir FH Stórleikur verður i kvöld í 1. deildar keppninni i handknatt- leik. Þá eigast við efstu liðin í deildinni, Valur og FH, i Laugar- dalshöllinni ki. 20. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það að leikurinn verður örugglega tvisýnn og spennandi. I I I I léku ekki um helgina. Bordeaux er efst í Frakklandi með 29 stig eftir 24 leiki og síðan kemur Nantes með 36 stig eft- ir jafnmarga leiki. Toulon er með 21 stig eftir 25 leiki og Auxerre er með 30 stig. -AS/-SOS • Hilihodzic — mark. hefur skorað 21 Gunde Swai 1 í fyrsta sæl ■ :s — í heimsbikarkeppninni í skíðagöngu Sænski skiðagarpurinn Gunde Swan treysti stöðu sina í stiga- keppni heimsbikarsins ■ norrænum greinum þegar hann sigraði í 15 km skíðagöngu við Witoscha Gebirge i Búlgaríu á laugardag. Það var eftir harða keppni við tvo Norömenn. Gunde Swan hefur nú hlotið 97 stig í stigakeppninni. Næstir eru Norð- mennimir Pal-Gunnar Mikelplas með 84 stig, Ove Aunli 82 stig og Thor- Hákon Holte með 77 stig. 1 fimmta sæti er Finninn Kari Harkönen með 73 stig og sjötti Thomas Wassberg, Svíþjóð, meðölstig. Urslit í skíðagöngunni í Búlgaríu urðu þessi. 1. GundeSwan, Svíþj., 41:06,5 2. Thor-Hákon Holte, Nor., 41:15,1 3. P-G. Mikelplas, Nor., 41:27,0 4. Uve Belman. A-þýsk., 41:54,9 Það vakti athygli að Wassberg varð aðeins í 12. sæti á 42:33,6 mín. og rétt á undan honum varð þekktasti göngu- maður Sovétríkjanna, Alexander Batyuk, á 42:31,4 mín. -hsim. íþróttir íþróttir Iþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.